Morgunblaðið - 23.12.1960, Page 1

Morgunblaðið - 23.12.1960, Page 1
24 síður 47. árgangur 295. tbl. — Föstudagur 23. desember 1960 Prentsmiðis Worgunblaðsina Rekur bróð- ursinn hondon, 22. des. — (Reuter) SAUD Arabíukonungur vék ■tjórn bróður síns, Faisals, í gær frá völdum. í dag skip- aði hann nýja stjórn. Saud konungur sjálfur fer með embætti forsætisráðherra, en í embætti utanríkisráðherra hefur verið skipaður maður •ð nafni Ibraham Al-Seway- •1, sem að undanförnu hefur verið sendiherra í írak. Falsal vildi sparnað Það hefur lengi verið vitað, að deilur hafa staðið milli bræðranna Saud og Faisals. Saud fól Faisal stjórnarmynd- un í marz 1958 í fjárhags- kreppu sem reið yfir ríkið. Hefur Faisal krafizt þess að fjárlög væru samþykkt, sem aldrei hafði tíðkazt undir ein valdsstjórn Sauds og síðan hefur hann þvingað konung og höfðingja til að draga úr eyðslu sinni. Nasser eða Kassem Þá hefur bræðurna og greint á 1 utanríkisstefnu landsins. Faisal hefur gerzt stuðningsmaður Nass ers forseta Egyptalands og er mjög hlynntur þeirri sameining- arstefnu Araba, sem Egyptar beita sér fyrir. Saud hefur á hinn bóginn tekið Kassem forsætisráð herra fraks fram yfir Nasser. Lausafregnir frá Mekka herma að Saud konungur telji ekki nóg að gert með því að svipta Faisal ráðherradómi, heldur vilji hann einnig svipta hann titli sem krón prins Arabíu og útiloka að hann fái erft ríkið. Sé það rétt Virðast alger vinslit orðin milli bræðr- anna. Haonerro komínn heim GUÐMUNDUR I Guð- mundsson utanríklsráðherra kom heim í gærdag með flugvél flugfélagsins frá Giasgow. Henrik Sv. Björns son ráðuneytisstjóri tók á móti honum á flugvellinum. Ráðherrann vildi ekkert tala við fréttamann Mbl. um utanför sína. Afli togaranna 38 prs. minni i ár en á vinstri stjórnartímanum BÆÐI Á ALÞINGI og í blöðum sínum hafa andstæðingar ríkisstjórnarinnar undanfarið mjög klifað á því, að allt tal um aflaleysi á þessu ári væri algerlega út í hött. Hafa þeir reynt að sanna þessa staðhæfingu sína með tölum, en þá að jafnaði gripið til þess hreinlega að falsa tölur eða hagræða þeim þannig, að þær gætu stutt málflutning þeirra. Nýjasta dæmið er að finna í Tímanum í gær, þar sem forystugrein blaðsins er helguð þessari iðju, undir fyrir- sögninni „Sannleikurinn um fiskaflann“. Enn er reynt að blekkja með því að birta aflatölur án þess að taka nokkurt tillit til breyttra aðstæðna, svo sem þess, að fiskiskipaflot- inn hefur stóraukizt á undanförnum árum og veiði- og fiskileitartækni hefur fleygt fram. 0 Aflabrestur togaranna En hvað er nú hið rétta í þessu efni? Hver verður aflinn á þessu ári, sem er að líða og hvernig hefir hann verið árin áður? Morgunblaðið hefur aflað sér upplýsinga um þessi atriði og fara þær hér á eftir: Gera má ráð fyrir, að heild arafli togaranna á þessu ári verði um 110 þús. smál. Með- alafli togaranna þau tvö heilu ár, 1957 og 1958, sem vinstri stjórnin sat að völdum, en það er sá samanburður, sem Tím- inn notar, var 176 þús. smál. Afli togaranna verður því Lnn bar izt í Add- is Ababa Addis Abába, 22. des. (Reuter) SVEITIR uppreisnarmanna, sem höfðu leynzt í fjöllunum kringum höfuðborg Eþíópíu, hófu í gærkvöldi gagnárás. — Þær komu ofan úr fjöllunum og sóttu inn í borgina. Tókst bar harður bardagi skammt frá keisarahöllinni, sem lykt- aði með því að uppreisnar- menn voru yfirbugaðir. Þar voru handteknir tveir af for- ingjum uppreisnarmanna. Þeir, sem þama voru fangaðir, nefnast Bekele, er var siglinga- málaráðherra í stjóm uppreisn- armanna og Deferess, er var upplýsingamálaráðherra í sömu stjórn. Frh. á bls. 23 38% minni í ár en á fyrr- greindu tímabili vinstri stjóm arinnar. Það jafngildir því, að tekjurýrnun togaraflotans vegna aflabrestsins nemi yfir 150 milljón kr. en það sam- svarar meira en 3 millj. kr. á hvern togara til jafnaðar. I þessum tölum er þó ekki tekið tillit til þess, að á þessu ári hafa komið til landsins 5 nýir togarar, en úthaldstími þeirra samsvarar því, að tveir togarar hefðu verið gerðir út allt árið. Aflarýrnun togaranna hefir því raunverulega orðið mun meiri en ofannefndar tölur gefa til kynna. Ef athugaðar eru aflatölur enn lengra aftur í tímann kemur í ljós, að fara verður allt aftur til ársins 1947 til þess að finna ihinni ársafla togaraflotans en verður á þessu ári, og meðalafli togar- anna á 12 ára tímabilinu fyrir 1960 þ. e. 1948—1959 var um 170 þús. smál. og aflinn á árinu 1960 verður því aðeins um 54% af þessu meðaltali. Allar sýna þess- ar tölur hversu gífurlegt áfall Frh. á bls. 23 f LOK síðustu viku var haldinn í París ráðherra- fundur Atlantshafsbanda- lagsins. Þar voru saman komnir ráðherrar frá öll- um 15 þátttökuríkjum NATO. Fundirnir voru haldnir í hinum nýlegu höfuðstöðvum samtakanna. Á myndinni sér yfir fund- arsalinn. Spaak framkvstj. NATO er fyrir miðju í bak- sýn. Fulltrúar Islands, þeir Hans G. Andersen, Guð- mundur í. Guðmundsson og Agnar Kl. Jónsson snúa baki í ljósmyndarann lengst til hægri. Flugslys á Filippseyjum MANILA 22. des. (Reuter) —. Carlos P. Garcia forseti Filipps- eyja hefur um stundarsakir lagt bann við öllu næturflugi yfir ríkinu. Gaf hann út tilskip- un um þetta eftir að farþega- flugvél fórst á eynni Cebu, um 500 km SA af Manila höfuðborg eyjanna. Þar létu lífið 28 manns. Sænskur auðjöfur býður SAS 110 millj. krónur Það segir þó lítið í erfiðleikum félagsins Kaupmannahöfn, 21. des. SKANDINAVÍSKA flugfé- lagið SAS er að komast í gíf- urlega fjárþröng vegna hins mikla kostnaðar við að taka upp farþegaþotur. Tókst svo illa til hjá félaginu, að það hefur haft sáralítið upp úr sölu á eldri flugvélum. M. a. tapaði félagið 80 millj. d. kr. eða 440 millj. ísl. kr. á að selja mexíkönsku félagi eldri flugvélar sínar, en það félag hefur síðan farið á hausinn. • Tilboð Wallenbergs Forráðamenn SAS hafa setið á löngum fundum til að ræða erf- iðleikana. Helzta leiðin virðist vera sú að tvöfalda höfuðstól fé- lagsins úr 200 milljón dönskum krónum í 400 milljónir. En gall- inn er bara sá, að enginn áhugi virðist fyrir að kaupa hlutabréf- in. Fyrir liggur loforð um kaup á aðeins 20 milljón kr. hlutabréf- um og það allt frá einum manni. Það er sænskur auðjöfur, Marcus Wallenberg, sem hefur boðizt til að kaupa ný hlutabréf í félaginu fyrir 20 milljón dansk- ar krónur eða 110 milljón ísL kr. Wallenberg á sæti í stjórn SAS og hafa dönsk blöð að undan- förnu ráðizt harkalega á hann fyrir að hann eigi mestu sökina á braskinu í Mexíkó, sem fékk verstan endi. Það var hann sem barðist fyrir því að eldri flug- vélarnar yrðu seldar til Mexíkó. Hafa dönsku blöðin svo sem BT kallað hann, manninn sem sóaði 80 milljónum frá SAS og býður nú 20 milljónir. • Ráffherrar tregir Nýlega komu samgöngumáVa- ráðherrar Danmerkur, Noregs og Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.