Morgunblaðið - 23.12.1960, Qupperneq 10
10
MORCUNBT 4ÐTÐ
Föstudagur 23. des. 1960
VEGG-ELDHÚSVOGIR
allir litir
„Flamingo“ STRAUJÁRN
með hitastilli og hitamæli.
STRAUBRETTI
m/snúruhaldara og strau-
járnsbakka.
ERMABRETTI
SNÚRUHALDARAR stakir
HRÆRIVÉLAR
RAFMAGNS-PÖNNLR
m/hitastilli
BRAUÐRISTAR
HRAÐSUÐUKATLAR
RAFMAGNS-KAFFI-
KVARNIR sem mala í könn
una á 10 sek.
BRAUÐ- og ÁLEGGS-
HNÍFAR m/sleða. — Feir
vönduðustu á markaðinum.
EIIMGÖNGIJ
LRVALS
VÖRIJR
Opið til miðnættis/
Bílastæði fyrir
viðskiptavinina.
O KORNERUP MANSEN
SÍMI 1-26-06 • SUÐURGÖTU 10
FALLEG PRJÓNAVESTI
hneppt og með rennilás.
ESTRELLA-SKYRTUR
hvítar með hnepptum og tvö
földum manchettum.
GÆRUÚLPUR og ytra byrði
KARLMANNAHANZKAR
loðskinnsfóðraðir,
einnig með prjónuðu hand-
arbaki og skirðii í iófa.
TERYLINE—karlmannabindi
gott úrval.
Barnafatnaður
Þýzkur. — Soðin ull, litekta.
f 1
Austurstræti 12.
MINERVA — skyrtur
úr sísléttu poplíni.
Strauning óþörf.
OLD SPICE
snyrtivörur — gamla verðið
Marteihi
LAUGAVEG 31
Jólagjöf
konunnar er
GLAMORENE
teppa-
hreinsarinn
Aðeins
kr. 3/3,50
Regnboginn
Bankastræti 7 — Sími 22135
Norðurleið
Til Akureyrar.
Dagiegar ferðir til jóla
Síða#ta ferð á Þorláks-
messu.
Anna Kristín Aradóttir
F. 30. des. 1891. D. 17 des 1960
1 DAG, 23. des 1960 verður gerð
útför Önnu frá Þverhamrj —
undir því nafni gekk hún dag-
lega, þótt hún bæri nafn ömmu
sinna beggja.
Foreldrar hennar voru Ingi-
björg Högnadóttir frá Skriðu í
Breiðdal og Ari Brynjólfsson
alþm. á Þverhamri. Móðir Ara
hét Anna Aradóttir, en móðir
Ingibjargar var Kristín, dóttir
séra Snorra Brynjólfssonar í
Heydölum.
Hugurinn reikar nær sjö ára-
tugi aftur í tímann til æsku-
stöðva hennar, dalsins fagra,
Breiðdalsins, og æskuheimilis-
ins undir svipmikilli hamrahlíð,
.upp frá fögrum sjávarboga, en
myndauðug, tignarleg austur-
fjöll Breiððalsins blasa við auga
í fjarsýn. Þessa sviphreinu mynd
frá æskuárunum og þroskaárun-
um bar hún æ í huga og unni
heitt til hinztu stundar, þótt
atvikin bæru hana þaðan burtu.
Minningarnar um æsku hennar
í faðmi ástríkra foreldra og
með ástkærri eldri systur voru
henni alla tíð sem helg vé.
Á mannmörgu myndarheimili
foreldranna uxu upp þessar
tvær systur, báðar glæsilegar
og gáfaðar, sem þær áttu kyn
til, en ólíkar að ásýnd. Eldri
systirin, Rósa, ljóshærð og björt
yfirlitum, sú yngri, Anna, svart
hærð. svipmikil og sviphrein,
með einhver fegurstu augu, sem
sem ég hef séð. Sagt er að „aug-
un séu spegill sálarinnar“. —
Anna átti líka fagra og göfuga
sál.
Veturna 1910—12 stundaði
Anna nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík. Átti hún margar
hugljúfar minningar frá þeim
tíma og órjúfandi vináttubönd
voru þar tengd við margar skóla
systur hennar.
Að loknu námi í Kvennaskól-
anum gerðist Anna heimilis-
kennari á Selnesi í Breiðdal og
eftir það annaðist hún barna-
kennslu í sveit sinni til ársins
1917, en veturinn 1915, var hún
á námskeiði í Kennaraskólanum
og tók þá kennarapróf.
Á miðju sumri 1916 (16. júlí)
giftist Anna eftirlifandi manni
sínum, búfræðikandidat Þor-
steini Stefánssyni prests á
Hjaltastað, Péturssonar. Eignuð-
ust þau fjögur börn, öll efnileg
og vel af guði gerð, eru þau gift
og búsett hér í Reykjavík.
Anna og Þorsteinn settust að i
búi með foreldrum hennar á
Þverhamri og bjuggu þar við
mikla rausn um 20 ára skeið. —
Var jafnan mjög gestkvæmt á i
heimili þeirra hjóna. Þorsteinn
varð brátt bæði hreppstjóri og
oddviti sveitarinnar, þurftu því
margir við hann að ræða, auk
þess voru hjónin gestrisin og
skemmtileg heim að sækja.
Þeir, sem sjúkir voru og hjálp
ar þurftu með á einn eða annan
hátt áttu öruggt athvarf á heim
ili Önnu og Þorsteins. Sjúkling-
ar dvöldu þar tímum og jafnvel
árum saman. Öllu þessu fólki
hjúkraði Anna með frábærri
nærfærni og alúð.
Félags og menningarmál sveit
arinnar lét Anna sig miktu j
skipta og lagði þar fram krafta
sína.
Á mannamótum og skemmti-
samkomum sveitarinnar
skemmti hún með upplestri og
stjórnaði leiksýningum.
Barnakennslan var Önnu jafn-
an hugleikin. 1928—1930 hafði
hún barnakennslu á heimili sínu
kenndi þar milli 10 og 20 börn-
um og auk þess borðuðu þau há-
degismat hjá henni.
Öll þessi umsvifamiklu störf
reyndu að sjálfsögðu mjög á
krafta húsmóðurinnar, en hún
gætti þess ekki sem skyldi;
henni var tamara að hugsa um
aðra en sjálfa sig.
Haustið 1933 veiktist Anna
skyndilega og mjög alvarlega,
beið hún þess aldrei bætur síð-
an. Af þeim sökum fluttu þau
hjónin frá Þverhamri vorið 1935
að Setbergi við Hafnarfjörð,
þaðan 1938 að smábýlinu Hauka
landi við Öskjuhlíðina og þegar
það varð í uppnámi vegna flug
vallarins, settust þau að hér i
bænum á Hrísateig 8.
Þrátt fyrir mikla vanheilsu,
sem hefði fyrir mörgum árum
verið búin að leggja þrekminni
manneskju í rúmið eða jafnvel
I gröfina — vann Anna mikið
fyrir sitt heimili og þar var jafn
an sama gestrisnin og myndar-
bragurinn á öllum hlutum, sem
frá upphafi hafði einkennt heim
ilið.
„Enginn má sköpum renna",
þar kom að lokum að sjúkdóm-
arnir brutu niður þessa sterku
og kjarkmiklu konu, bjarta bro*
ið hennar sást nú ekki lengur,
i fótavist hafði hún samt öðru
hverju, þar til fyrir þremur
mánuðum að hún varð fyrir þvl
að detta og meiða sig í baki. —
Nokkrum dögum síðar fór hún
í sjúkrahúsið Sólvang í Hafn-
arfirði. Þar andaðist hún þann
17. þ. m.
★
Anna átti einlæga og óbilandi
trú á góðan guð, sem öllu
stjórnar af sinni alvizku; hún
kveið ekki dauða sínum.
Allir, sem þekktu Önnu, sakna
hennar sárt og þeir mest, sem
þekktu hana bezt. En sælt er
líka að vita að nú er hún laus
við þrautir og þjáningar, og
hugljúfar minningar verma ást-
vinina.
Blessuð sé minning hennar.
Halldóra Sigfúsdóttir.
Starí við útílutningsverz'un
Rótgróið innflutningsfirma sem ennfremur hefir
fengizt við útflutning á undanförnum árum, hefir
áhuga á að auka þessa starfsemi.
í þessu augnamiði óskar það eftir að komast í sam-
band við mann, er hefir þekkingu og reynslu í þessu
sambandi og áhuga á því að starfa sjálfstætt að
þessum málum innan vébanda firmans, eftir nán-
ara samkomulagi.
Tilboð merkt „íslenzkar afurðir — 1475“, sendist
afgr. Mbl. — Fyllstu þagmælsku heitið.