Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 2
 rfORGUNRLAÐIÐ L,augardagur 24. des. 1960 r*- • W ■ v»■»« V' f / %4>$; Doris fær kveðjur I MORGUNBLAÐINU í gær var sagt frá lítilli bandariskri stúlku, Doris Ridgrway, sem þjáðist af beinkrabba og ligg- ur fyrir dauðanum. Hún hefur látið í ljós þá síðustu jólaósk sína að fá jólakveðjur sem víð ast að úr heiminum. Nú hafa borizt nánari fregn- ir af Doris litlu. Hún er aðeins 9 ára og- hefur verið veik 4—5 ár, og nú liafa læknamir tilkynnt að henni verði ekki bjargað. Fréttin um ósk Doris litlu var send út um allan heim yfir fjarritara alþjóða flug- þjónustunnar. Enginn veit hvernig stendur á því að frétt- in komst þarna inn, en talið er að einhver kunnugur hafi ætlað sér að láta fréttina ber- ast um Bandaríkin, en hafi óvart sent hana á alþjóða fjarritara. Fyrst kom fréttin til París- ar á miðvikudag, en nokkru síðar til annarra borga í Evrópu. Veðurþjónustan á Kaupmannahafnarflugvelli fékk fréttina á miðvikudags- kvöld, innan um veðurfréttir utan úr heimi. Allt í einu kom svo hljóðandi skeyti: „Lítil stúlka er að deyja úr beinkrabba. Hún hefur skýrt frá þeirri síðustu ósk sinni að hún vilji gjarnan fá jólakort. Heimilisfang hennar er: Miss Doris Ridgway, Route 1, Hardy, Virginia, USA. Notið fimm mínútur af tíma yðar til að senda henni jólakort“. Allt starfsfólk veðurþjón- ustunnar í Kastrup settist við að skrifa jólakort og sendi fréttina áfram til allra flug- valla í Danmörku. í Reuters-frétt frá Guis- borough í Englandi er sagt að 300 starfsstúlkur í spunaverk- smiðju þar hafi brugðið skjótt við er þær heyrðu um Doris litlu, keyptu handa henni stóra brúðu og sendu flugleið- is til hennar ásamt jólakveðj- um frá þeim öllum. * ♦ * Mbl. átti í gær tal af starfs- stúlku hjá pósthúsinu í Reykja vík og spurði hvort Doris litla hafi fengið kveðjur frá íslandi. Skýrði starfsstúlkan frá því að einn af póstmönn- unum hafi staðið i 10 mínútur yfir þeim er tekur saman Ameríkupóstinn, og hafi hann séð að minnsta kosti 10 bréf til Dorisar á þessum tíma. Jólaveður en togara- sjómenn úti á IsafirBi ÍSAFIRÐI, 23. des. — Hið feg- ursta veður er hér í dag, logn og lítils háttar frost, alhvít jörð og jólalegt í bænum. Víða hafa jólaskreytingar verið settar upp, og uppljómuð jólatré standa á Austurvelli og við sjúkrahúsið. Sex á veiðum og sex á heimleið I DAG, aðfangadag, eru 6 Reykja víkurtogarar á veiðum, þeir Þor- móður goði, Hallveig Fróðadótt- ir, Þorsteinn Ingólfsson, Haukur, Hvalfell og Freyr. Þá eru aðrir sex sem eru á heimleið úr söluferðum og eru flestir væntanlegir heim nú um jólin: Jupiter, Marz, Skúli Magn- ússon, Ingólfur Arnarson, Egill Skallagrímsson og Jón forseti. Hér í Reykjavíkurhöfn eru Neptúnus, Uranus, Geir, Fylkir, Jón Þorláksson, Þorkell Máni og Karlsefni. I Hafnarfjarðarhöfn: Bjarni riddari. — Togarinn Sólborg verður á veiðum nú um jólin. — G. Til fjölskyld- unnar á Selhóli FYRIR skömmu var beðið um samskot handa hinni bágstöddu fjölskyldu á Selhóli á Hellissandi. Starfsmenn hjá Hilmi h.f. komu í gær til Morgunblaðsins með kr. 1120, sem þeir höfðu safnað með ósk um að peningarnir yrðu send ir fjölskyldunni fyrir jól. Voru þeir símsendir undir eins. Verð á minkafóðri lœkkar ÞÆR fréttir hafa borizt, að 20—25% verðlækkun hafi orðið á minkaskinnum á hinum árlegu upplxiðum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Þetta getur haft hin ar alvarlegustu afleiðingar í för með sér fyrir íslendlnga, en mörg frystihús hafa nú keypt sér kvarn ir (verð ca. 50d)00,00 per stk.) til að mala fiskbeinin, sem síðan eru fryst og seld í minkafóður. Að vísu hafa verið gerðir nokkr- ir samningar um sölu fram á næsta ár, en við því má fastlega búast, að verð á minkafóðri lækki strax á fyrstu mánuðum næsta árs. Hér á landi mun nú ætlunin að framleiða feikn af þessu minka fóðri og sú staðreynd ein saman myndi nægja til þess að hægt væri að búast við verðlækkun sökum framboðsaukningar héðan. En það eru líka önnur lönd, sem frysta minkafóður sökum hins lága verðs á fiskimjöli. Og nú er því spáð, að lítilsháttar hækkun verði á fiskimjölinu á fyrstu mánuðum 1961. (Ur fréttabréfi frá SlS). Hólabiskup syngur messu á jólanótt HOLABISKUP, Jóhannes Gunn- arsson mun á miðnætti í nótt — jólanótt, syngja hátíðlega bisk- upsmessu í Landakotskirkju. Nokkru áður en messan hefst gengur biskup í skrúðgöngu frá skrúðhúsi kirkjunnar í kór. Munu drengir bera kross og reykelsi, en biskupinn skrýðast biskups- hökli, hann mun halda á biskups- staf í hendi og ber-a mítur á höfði. Kirkjukórinn, undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar, syngur meðan á skrúðgöngunni stendur, Transeamus Usque (Látum oss fara til Betlehem). Við biskupsmessuna sjálfa að- stoða biskupinn tveir prestar, annar sem djákni, en hinn sem undirdjákni. Mun biskupsmessan standa yfir í um það bil fimm stundarfjórðunga. Hraðamet KEFLAVÍKURFLUGVELLI 23. des. — Cloudmíister-vél Loft- leiða, Leifur Eiríksson, setti nýtt hraðamet á leiðinni New York — Keflavíkurflugvöllur í dag. Flaug vélin á 7 klst. og 40 mín. og var flugstjóri E. K. Olsen. Ekki er vitað að aðrar flugvélar en farþegaþotur hafi flogið þesa leið á skemmri tíma. — B. Þ. Áramótafagn- aður stúdenta STÚDENTAFÉLAG Reykjavik- ur og Stúdentaráð Háskóla ís- lands gangast sameiginlega fyrir áramótafagnaði að Hótel Borg 31. desember. Mjög verður vandað til þessa fagnaðar. Léttur kvöldverður verður fram borinn fyrir þá, sem þess óska. Hefst fagnaður þessi kl. 9.30 og verða ýmis skemmtiatriði fram undir mið- nætti, en þá verður nýju ári fagnað með sameiginlegri skál á kostnað hússins. M. a. skemmt ir þar Ómar Ragnarsson, sem samið hefur annál ársins sér- staklega fyrir þessa skemmtun. Sitthvað fleira verður til gam- ans gert. Er líða tekur á nóttina verður framreidd næturhress- ing, sem húsið mun annast. Eins og sjá má af framan- greindu er vel til samkvæmisins vandað. Rækjan kom aftur í Djúpið ÍSAFIRÐI, 21. des. — Svo sem kunnugt er dró verulega úr rækjuaflanum hér í ísafjarðar- diúpi fyrir nokkru. En þetta virðist hafa verið stundarfyrir- brigði, því til allrar harningju tóku bátarnir að fá hana á ný og síðustu dagana komust þeir upp í 1 lest í róðri. Veitt var aðallega í Mjóafirði og við Borgarey. Bátarnir eru nú hættir og geta má þess að línubátarnir fara í sinn síðasta róður á morgun, 22. des. í sambandi við rækjuveiðarn- ar hefur verksmiðja Böðvars Sveinbjarnarsonar framleitt rækjumjöl úr skelinni. Er þetta gert til reynslu og hefur verk- smiðjan sent SÍS þetta mjöl. Stóru bátarnir hafa undan- farið orðið að sækja langt og er þorskaflinn 3—5 lestir í róðri. Hér er alhvít jörð, vetrarlegt og jólalegt í senn. — Guðjón. Efni er m. a.: BLAÐ I Forsíðumynd eftir Ólaf K. Magnússon: Silfrastaðakírkja að Árbæ. BIs. 3: Jól — hugleiðing eftir sr. Jón Auðuns, dómprófast. — 6: Heimsókn í kvennaskóla (St. E. Sig.). — 8: Jól á Spáni. — TJr kvikmyndaheiminum (H.G.). — 10: Auðvelt að eyðileggja hreyfil (h.j.h.). — Jl: Messur um jóiin. —12: Ritstjórnargrein um jólin. Utan úr heimi: Jólamatur Grænlendinga. — 15: Saga Reykholtsmáldaga er furðulegt ævintýr. (S. Bj.). — 15: Kvennasíða. (H.G.). — 17: Bridge (Axet Einarsson). — 22: Verðlauna-krossgáta. (Þbj.). BLAÐ II: Bis. 1: Sigurður A. Magnússon ræðir við Dalai Lama. — 3: Vitringarnir. — 6: Hvers vegna kemur jólasveinninn með jólagjafirnar (E. Pá.). — 8: Bréfkorn frá Skotlandi um krýningarsteininn, sem stolið var á jóla- dag fyrir tíu árum (Magnús Magnússon). — 10: „Dansi, dansi dúkka mín , . .** (m.bj.). I — 12: í frásögu færandi (h.j.h.). — 15: Nú ætla ég að segja þér nokkuð — nokkur bréf frægra manna (m.bj) — 16: Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson). — 18: Ást, grimmd og öfgar (M.Þ.). — 20: Fréttagetraun (Sv.Þ.&Þ.Th.) BLAÐ III. Bls. 2: Prófessor Jóhann Hannesson: Bókin um veginn. __ 3: Mark Twain, kímniskáldið, sem lézt sem böisýnismaður (sbJ). — 5: Á rústum biskupsstóls í Görðum — ferðaþáttur frá Grænlandi (vig.), — 6: Mjór er mikils vísir — myndagetraun (H.G.). — 8: Manhattan (Þ. Th.). — 12: Robinson Krúsó — sagan að baki sögunni (H.E.). __ 14: Hannes Pétursson: Fæddur úrsmiður (smásaga). LESBÓK BARNANNA 32 síður. Akureyringar upp- lýstir um jólin AKUREYRI, 23. des. — Mikil urnferð hefur verið hér í bæn- um undanfarið og miklar annir í verzlunum bæjarins. Þó hafði fólk til sveita verið miklu fyrr á ferðinni en oft áður. Vegir eru allir greiðfærir, hvort held- ur aka á austur til Húsavíkur eða alla leið til Reykjavíkur. Hér er lítill snjór þótt alhvítt sé. Það er fallegt að horfa yfir bæinn. I höfninni liggja allmörg skip, og eru þau skrautlýst stafna milli sum hver. Sléttbak- ur og Norðlendingur eru á veið- um. Kirkjutröppur Akureyrar- kirkju eru upplýstar marglitum Ijósum frá kirkjudyrum og nið- ur á Kaupvangsstræti. Á torg- um og túnum standa 4 stór jóla- tré. Að þessu sinni er ekkert jólatré á Ráðhústorgi. Torgið hefur nú verið flóðlýst og þegar myrkrið grúfir yfir, minna Ijós- Önnur hreindýr UMEA, Svíþjóð, 23. des. (Reut- er). — 20 hreindýr biðu bana í járnbrautarslysi skammt norðan Umeá í dag. Það fylgir Reuters- fréttinni að ekkert þeirra hafi verið úr hópnum, sem dregur sleða jólasveinsins þar í landi. in á heilan flota af „fljúgandl diskum“. Svo er mikil birtan á torginu, að engu er líkara en hádegi sé á sumri miðju. -- St. E. Sig. Ung stúlka rajaðma- grindarbrotnar LAUST fyrir kl. hálf eitt í gær- dag varð slys á Sunnutorgi við Langholtsveg. Ung stúlka, sem vinnur í söluturni við torgið, varð fyrir bíl og slasaðist mikið. Heit. ir hún Hjördís Guðmundsdóttir til heimilis að Grettisgötu 96. Var hún að fara yfir götuna að bið- stöð strætisvagnanna, er fólks- bíl bar þar að. Hemlaði bílstjór- inn bílnum, en við það rann hann á hálkunni og maðurinn missti stjórn á honum. Varð stúlkan fyrir bílnum er hann rann stjórn laus. Fékk hún slæma byltu, enda kom í ljós að mjaðmagrindin hafði brákazt. Var hún flutt í sjúkrahús. Hún telur sig hafa staðið á biðstöðinni, en bílstjór- inn segir hana hafa verið rétt ókomna yfir götuna, er slysið varð. NA /S hnúiar / SVSOhnúior ¥: Sn/ikema » ÚSi X7 Skúrir IC Þrumur KuUatki! HitaakH H Hml kLísd. 5 Lægðin, sem var suður af ; Reykjanesi á kortinu í gær, S er nú sunnan við Færeyjar ) og veldur N-átt hér a landi \ enda er háþrýstihryggur yfir S Grænlandshafi. i Hins vegar er nú mikil J lægð yfir Davíðssundi vestan S Grænlands, og er hún á hreyí S ingu austur eftir. Eru miklar s líkur til þess, að lægðin valdi suðlægri átt og hlýnandi s veðri hér á Jandi. s Enn eru hlýindi á Bret- i landseyjum og Frakklandi. Hins vegar er hiti um frost- mark í Danmörku og vægt s frost í Noregi, svipað og hér | á landi. \ s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.