Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNMAÐIÐ Laugardagur 24. des. 1960 Ronald Colmano. Það var sagt ills viti að sjá brúðgumann sinn fyrir athöfnina, en ég hugsaði ekki neitt út í það. Robin var svaramaðurinn minn. Mamma grét. Bramwell stóð við hliðina á mér, skjálf- andi. Eg rétti út hönd mína og greip hans hönd og þrýsti hana. Þetta virtist róa hann eitthvað, og hvorugu okkar skjátiaðist í hlutverki okkar. Svo snerum við okkur við og kysstumst og þar með vorum við orðin hr. og frú Bramwell Fletcher. Dagurinn var 30 júní 1942. Ljósmyndararnir þyrptust nú að okkur og hin stórfenglega mót tökuveizla hófst á stóru garð- flötinni. Hárin risu á mömmu. — Nei, þetta vil ég ekki hafa, Diana, hóf hún mál sitt með lið þjálfarödd. — Mamma, við get um ekkert við þetta ráðið, sagði ég hlæjandi. — Við erum ekki í Newport heldur í Hollywood. Fyrir utan hliðið voru hundruð manna að horfa á og í miðjum fagnaðarlátunum heyrðist mik- il skvetta og öskur í stelpunum, og þarna var Maxie Baer og brauzt um í sundpollinum. Hann hafði dottið í hann í öllum veizlu skrúðanum. Brúðkaupsferð okkar var bara til San Francisco. Fyrstu nótt- ina vorum við í ofurlitlu sveita gistihúsi við veginn. Mamma hafði keypt mér hvítan náttkjól, óttalega jómfrúlegan og gamal- dags, og' þegar ég var að fara í hann meðan Bram var að verða tilbúinn, varð ég bæji kjánaleg og vandræðaleg. Þá kom Bram fram í skrautlegum nýjum sloppi og náttfötum. Við horfðum hvort á annað og féllumst svo hvort í annars faðm, hlæjandi. Svo héld um við daginn hátíðlegan með flösku af kampavíni, sem við höfðum haft með okkur og fór um svo í hjónarúmið, eins og nýgift. Fjórum dögum seinna vorum við aftur komin til Hollywood. __Hvert er hann að fara, Jói? — Markús? . . . Ó, hann er aS fara lengst inn í Stóru skóga Eg átti að byrja í nýrri mynd, Martröð, með Brian Donlevy, en Bram í annarri, er hét Liþjálf- inn ódauðlegi, með Henry Fonda og Maureen O’Hara. Daginn sem við komum heim, fóru þau mamma og Robin og tóku Bollu gömlu með sér. Nú þegar ég var gift, gerði mamma sér að góðu, að ég væri verndarengilslaus. En þó að ég vissi ekki af þvi, hefði ég aldrei haft meiri þörf á verndarengli en einmitt nú. Ef þú skyldir einhverntíma sjá Martröð í bíó, muntu taka eftir því, að fyrsta atriðið er lang- bezt. Eg opna dyrnar, geng inn í stofuna, og þar liggur maður- inn minn, Henry Daniel, en hníf ur stendur út úr bakinu á hon- um. Eg þýt öskrandi upp stig- ann og mæti Brian Donlevy, sem kemur hlaupandi. Hr. Donlevy var snyrtilegur í bláum tennisjakka með gyllt um hnöppum og með skipstjóra kastkeiti á höfði, en þannig var hann oftast búinn utan leiksviðs. Hann var nýbúinn að vinna mik inn sigur í McGinty Hinn Mikli. Okkur kom prýðilega saman. Martröð var forneskjuelgt meló drama, full af leyniorðalyklum, nazistanjósnurum og dularfull- um símahringingum. Við Brian áttum þar mörg ástaratriði, Sjötta daginn, sem við vorum í myndinni, sagði hann: — Þetta er ekki nema bjánaskapur af okkur að vera að fara alla leið til matsalans eftir hádegismat. Hversvegna bórðum við ekki í kofanum mínum? Eg á þar nóg an mat í ísskápnum, og eitthvað til að renna honum niður með ... Þetta var ekki nema skynsam lega athugað. Við fórum að borða hádegisverð heima hjá honum, og smátt og smátt lengd ist matartíminn hjá okkur. Hann var kátur, alltaf til í að gera að gamni sínu, og sífjörugur. Svo fór hann að senda mér smá gjafir — bækur, trefla og þess til að skrifa um veiði í litlum, óþekktum vötnum. — Hvílíkt líf! Væri ég ung- háttar. Bram hætti að star.da á sama um þetta. — Til hvers ætti hann að vera að senda þér gjafir? sagði hann. — Af þvx að honum líkar vel við mig, sagði ég. Bram svaraði í sama tón og forðum, þegar hann spurði mig um Ván Heflin: — Er það al.lt og sumt? — Vitanlega, Bram. Hann sem gæti verið pabbi minn, aldurs- ins vegna. Þetta var dálítið seiniheppilegt svar. Bram glápti á mig en sneri sér svo að dagblaðinu sínu. Eitt kvöldið bauð ég Brian í mat. Hann og Bram voru hinir altillegustu hvor við annan og við mig. Eg gat ekki annað en tekið eftir þeim: Annar kátur, hægfara, kærulaus og leit á líf ið eins og það væri dansleikur, en hinn leit á lífið sem full- komna alvöru. Eg hugsaði með mér: Bram er yndislegur, hann er alvörumaður og góður mað- úr — en ég vildi að hann vildi sleppa sér svolítið lausum, og skemmta sér ofurlítið. Næsta dag í vinnxmni, sagði Brian: — Þetta er fyrirtaks ná ungi, maðurinn þinn, en bara svo stilltur. — Já, það er hann, sagði ég. — Hvað eruð þið búin að vera gift lengi? Eg vissi, að Brian vissi mætavel það, sem hahn var að spyrja um. — Hér um bil í níu vikur. Mér hnykkti við að heyra sjálfa mig segja það. Var það bara níu vikur? Hjónabandið okkar Brams var dálítið einkennilegt. Við elskuð umst áður en við giftumst, en þó að við værum nú hamingju- söm, þrátt fyrir tíð rifrildi, fór um við að fjarlægjast hvort ann að smátt og smátt. Nokkuð var þarna að verki aldursmunurinn — það sé ég nú eftirá. Eg var tuttugu og eins, en Bram þrjátíu og níu. Hann gerði sér að góðu að sitja heima á kvöldin og mála, lesa eða spila rommí. Eg sagði stundum við hann: — Eg veit, að þú hefur bú ið í gistihúsum mestan hluta æv innar — þú hefur alltaf verið á ferðalagi — og nú, þegar þú átt heimili, viltu helzt vera heima hjá þér. Mig langaði til að fara um borgina. Mér þótti gaman að fara út, sýna mig og sjá aðra. Þannig hafði það verið, allt frá því að ég breyttist úr yfirsætu í samkvæmisdömu. Karlmenn höfðu aðdráttarafl á mig. Hvort SBtltvarpiö Laugardagur 24. desember (Aðfangadagur jóla) 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). ur aftur, vildi ég lifa eins og hann! Á meðan, á heimili verzlunar staðaeigandans Hunt McClunes. 12.45 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. (Kristín Anna Þórarinsdótt- ir les kveðjurnar og velur lög). 15.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). — (16.00 Veðurfr.). 16.30 Fréttir. 16.45 Vikan framundan: Kynnt jóla- dagskrá útyarpsins. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Óskar J. Þorláks- son. Organleikari: Dr. Páll ísólfs son). 19.10 Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg 1960: a) „Nóttin helga", concerto grosso í g-moll op. 6 nr. 8 eftir Corelli. b) Concertino fyrir strengjasveit nr. 1 í g-moll eftir Pergolesi. c) Konsert í E-dúr op. 35 nr. 6 fyrir fiðlu, strengjasveit og sembal eftir Vivaldi. d) Adagio og fúga í c-moll (K546) eftir Mozart. 20.00 Organloikur og einsöngur í Dóm- kirkjunni: Dr. Páll ísólfsson leik ur á orgel og Sigurveig Hjalte- sted og Árni Jónsson syngja. 20.30 Jólahugvekja (Séra Einar Guðna- son 1 Reykholti). 20.50 Organleikur og einsöngur í Dóm- kirkjunni; — framh. 21.30 ,,Messías“, kaflar úr óratóríu Hándels (Sir Thomas Beecham stjórnar kór og hljómsveit, sem flytja). 22.00 Veðurfregnir. — Dagskrárlok. Sunnudagur 25. desember (Jóladagur) 10.45 Klukknahringing, síðan jólasálm ar í útsetningu Herberts Hriber- scheks leiknir af blásaraseptett. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju^ (Prest- ur: Séra Sigurjón Þ. Árnason. Organleikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Jólakveðjur frá íslendingum er- lendis. 14.Q0 Messa í Barnaskóla Kópavogs. Prestur: Séra Gunnar Árnason. Organleikari: Guðmundur Matt- híasson). , 15.15 Miðdegistónleikar: „Jólaóratóría“ eftir Joh. Seb. Bach. (Þýzkir lista menn flytja). 16.50 Þjóðlög jólanna! Guðrún Sveins dóttir kynnir jólalög frá ýmsum löndum. 17.30 „Við jólatréð“: Barnatími í út- varpssal (Anna Snorradótfir): a) Séra Sveinn Víkingur talar við börnin. b) Telpur úr Melaskólanum syngja undir stjórn Tryggva Tryggvasonar. c) Magnús Pétursson og félagar hans leika. d) Jólasveinninn Hurðaskellir kemur í heimsókn, svo og Soffía frænka í Kardimommu- bæ. e) Steindór Hjörleifsson syngur barnavísur. f) Hulda Runólfsdóttir segir jóla- sögu. 19.30 Fréttir. " ” ' 20.00 Jólavaka: a) Gunnar Gunnarsson les úr skáldsögu sinni „Kirkjan á fjallinu“. b) Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur; Bohdan Wodiczko stjórnar. Einsöngvarar: Snæ- björg Snæbjarnardóttir, Sigur- veig Hjaltested, Guðmundur • Guðjónsson, Guðmundur Jóns- son og Kristinn Hallsson. 1) Kavatína úr óperunni „Brúð kaup Figarós“ eftir Mozart. 2) Aría úr óperunni „Brott- námið úr kvennabúrinu'* eftir Mozart. 3) Aría úr óperunni „Orfeus og Evridike" eftir Gluck. 4) „Credo", aría úr óperunni „Othello" eftir Verdi. 5) Dúett úr óperunni „Vald örlaganna'* eftir Verdi. 6) Pólónesur eftir Oginski. c) „Jólaleikur" eftir Finn Methl- ing. Þýðandi: Hannes Sigfús- son. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Einsöngvari: Árni Jóns- son. Leikendur: Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Lárus Pálsson, Ró- bert Arnfinnsson, Jón Aðils, Jóhanna Norðfjörð, Herdís Þor valdsdóttir, Jón Sigurbjörns- son, Margrét Guðmundsdóttir, Helga Bachmann, Arndís Björnsdóttir, Valur Gíslason, Baldvin Halldórsson, Ævar R. Kvaran, Bessi Bjarnason, Bríet Héðinsdóttir og Margrét Jó- hannsdóttir. 22.15 Veðurfregnir. — Kvöldtónleikar: a) Sinfóníuhljómsveit íslands leik — Á fætur, Úlfur . . . Farðu og náðu í King litla strax ! . . . . Farðu' ur jólalög í útsetningu Jóns Þórarinssonar, sem stjórnar hl j ómsveitinni. b) Píanókonsert í a-moll, op. 54 eftir Schumann (Friedrich Gulda og Fílharmoníuhljómsv. 1 Vinarborg leika; Volkmar Andreas stjórnar). 23.00 Dagskrárlok. Mánudagur 26. desember (Annar dagur jóla) 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morguntónleikar. a) Konsert fyrir fiðlu og strengja sveit í d-moll eftir Bach (Igor Oistrakh og ríkishljómsveitin í Berlín flytja; Franz Konwitsch ny stjórnar). b) Géard Sauzay syngur lög frá ýmsum löndum (Dalton Bald- win leikur með á píanó). c) Sinfónía nr. 5 í e-moll op. 64 eftir Tjaikovskí (Hljómsveitin Fílharmonía leikur; Herbert von Karajan stjórnar). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Séra Jakob Jónsson. Organ- leikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Jólakveðjur frá íslendingum er- lendis. 13.30 Lúðrasveitin Svanur leikur; Jón G. Þórarinsson stj. 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan „Don Giovanni" eftir Mozart. — Upp* taka frá tónlistarhátíðinni í Salz burg 1960. (Flytjendur: Eberhard Wáchter, Elisabeth Schwarzkopf, Nicolai Zaccaria, Leontyne Price, Cesare Valletti, Walter Berry, Graziella Sciutti, Roland Panerai, kór ríkisóperunnar í Vín og Fíl-* harmoníuhljómsveitin í Vín; Her bert von Karajan stjórnar. Þorsteinn Hannesson óperusöngv ari kynnir óperuna). 17.00 Upplestur: Úr bókinni „Hetjur hversdagslífsins" eftir Hannes J, Magnússon skólastjóra (Höf. les) 17.30 Barnatími í umsjá Skeggja Ás« Bjarnarsonar: a) Leikrit: „í leit að jólunum** eftir Hugrúnu. — Leikstjóri; Helgi Skúlason. b) Barnakór úr Laugarnesskólan um syngur. Stjórnandi: Krist- ján Sigtryggsson. t ... c) Jólasaga. '\ 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Nýjar plötur og nokkru eldrl: Guðmundur Jónsson óperusöngv* ari bregður plötum á fóninn og spjallar um þær, „ 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Marian Anderson syngur jólalög. 20.20 „Svipir um Skálholtshlað", dag* skrá, sem Björn Th. Björnsson listfræðingur og Sveinn Einars* son fil. kand. taka saman. 21.35 Karlakórinn Fóstbræður syngur, Stjórnandi: Ragnar Björnsson. -• Einsöngvari: Erlingur Vigfússon, a) Tíu Fóstbræður syngja jóla-* lög; við orgelið: Dr. Páll ísólfs son: 1) Jesú þú ert vort jólaljós, 2) í Betlehem er barn oss fætt 3) Heims um ból. 4) Ó, hve dýrlegt er að sjá. b) Kórinn syngur: 1) Fóstbræðralag eftir Jóhann Ó. Haraldsson. 2) Fuglaveiðin eftir Kaldalóns. 3) Bærist varla blað á laufl eftir Kaldalóns. 4) Þú álfu vorrar yngsta land eftir Sigfús Einarsson. 5) Swing Low, — negrasálmur, 6) Bergmálsljóð eftir Orlando di Lasso. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög, þ. á. m. leikur og syng* ur hljómsveit Björns R. Einars* sonar. 02.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 27. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir, — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð- urfregnir) 18.00 Tónlistartími barnanna, í umsjá Jóns G. Þórarinssonar. — í tím- anum syngur Telpnakór Guðrún« ar Þorsteinsdóttur. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 19.00 Tilkynningar. ^ 19.30 Fréttir. 20.00 Jólaleikrit útvarpsins: „Jón Ara- son“ eftir Matthías Jochumsson, — Þriðja leikritið í flokki út- varpsins: íslenzk leikrit. Gunnar Róbertsson Hansen býr til flutn- ings, semur tónlistina og annast leikstjórn. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Arndís Bjöms- dóttir, Lárus Pálsson, Róbert Am finnsson, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Gísli Halldórsson, Brynj- ólfur Jóhannesson, Guðmundur Pálsson, Jón Sigurbjörnsson, Val ur Gíslason, Árni Tryggvason, Helgi Skúlason, Ævar R. Kvar- an, Karl Guðmundsson, Jóhann Pálsson, Valdimar Lárusson, Karl Sigurðsson, Nína Sveinsdóttir og Krístín Anna Þórarinsdóttir. — Prófessor Steingrímur J. Þor- steinsson flytur inngangsorð. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Amahl og næturgesturinn", jóla ópera eftir Gian-Carlo Menotti, — Baldur Pálmason flytur skýr- ingar. 23.10 Dagskrárlok — Hvemig er útsýnið þama niöri í sjónum? a r i ú ó r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.