Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 12
12 MORGinSTtTAfílÐ Laugardagur 24. des. 1960 Útg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konrað Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480, Asknftargjald Kr. 45.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. JÓLIN JÓLAHÁTÍÐIN erað ganga í garð. Síðustu dagana og vikurnar hafa húsmæðurnar keppzt við að búa heimilin sem bezt undir þessa hátíð friðar og fagnaðar. Fyrirvinna heimilisins hefur leitazt við að draga sem mesta björg í bú og börnin hlakkar með hverjum deginum meir til jólanna. í kvöld munu hinir fullorðnu einbeita sér að því að láta augu þeirra ljóma sem skærast af gleði. Þau heimili eru því miður mörg, sem eiga um sárt að binda og í kvöld munu ýmsir hugsa um horfna ástvini, en einnig þeim á jólahátíðin að færa frið og ró. Aldrei nær trúin jafn styrkum tökum á hugum kristins samfélags eins og á jólahátíðinni og sá, sem trúir á Guð sinn lætur ekki bugast af sorg heldur horfir vonglaður fram til endurfunda við horfna vini. Hin æðsta gleði er í því fólgin að stuðla að því að aðrir gleðjist. Hin fjárhagslega aðstaða til mikilla gjafa og ríkulegs jólahalds er vissulega misjöfn, en það er þó ekki ríkidómurinn, sem hefur úrslitaáhrif á það, hvort menn gleðjist á jólahát' *nni. Það er hugurinn, auðlegð hjartans, sem mestu máli skiptir, og oft fylgir þeirri gjöf, sem af litlum efnum er gefin, hlýrri hugur en stærri gjöfum, sem keyptar voru án fjárhagslegra áhyggna. í kvöld fyllir fólkið kirkjur landsins og þar mun hljóma dýrðarsöngur um frið á jörðu. Hver og einn hverfur síðan til síns litla friðarheims með vinum og ættingjum á heimilinu og þannig er það um allan hinn kristna heim. Aldrei nær friðarboðskapurinn sterkari tökum á sálum manna en um jólahátíðina. Það er eins og maður tengist manni í bróðurlegum kærleika, þar sem hið illa verður að víkja. Nú á þeim tímum, er ógnþrungnar hættur hvíla yfir öllu mann- kyni, hljótum við að vona, að friðarboðskapur jól- anna megi vara, svo að mannvbnzka verði að víkja fyrir mannkærleika. Við vonum að friður heimil- anna megi breiðast út um landsbyggðina og land frá landi unz hann ríkir um heim aliann í hjörtum mannanna. Ef til vill má segja, að óvarlegt sé að treysta því að friðarboðskapur jólanna endist að hátíðinni lok- inni, þegar hið daglega stríð byrjar á ný. En hitt er þó víst, að hátíðleikinn, kærleikurinn og gleði barnsins skilur eftir þau spor í sálum mannanna, sem gera þá betri, og einmitt það kann að verða til bjargar okkar litla þjóðfélagi og heimsbyggðinni allri. Eigingirnin hefur um skeið orðið að víkja fyrir göfuglyndinu og viljanum til að gleðja samborgar- ann. Menn hafa fundið, að það er ekki einhlítt að 'krefjast sífellt sér til handa og virða ekki þarfir og óskir samborgarans. Gleðin hefur um skeið verið fólgin í fórninni og sameiningunni, en hitt, sem sundraði, hefur verið hrakið úr hugum mannanna. Þess vegna hlýtur okkur betur að skiljast, hver nauð- syn það er að friðarhugsjón jólanna fái að ríkja, og hver ánægja og hugarró er því samfara. Megi þær vonir rætast, að hugarfar jólanna end- ist mannkvninu um ókomna framtíð. UTAN UR HEIMI í Meistaravík eru haldin dönsk jól og þar er dansað krin gum jólatré, sem Flugfél. íslands gaf. Jólamatur Græn- endinga er selspik MILLJÓNIR barna víðsveg- ar um veröldina telja að heimkynni jólasveinsins séu í Grænlandi þar sem jöklar og snjóbreiður þekja landið. En grænlenzk börn trúa yfirleitt ekki á sögnina um jólasvein- inn og jólahaldið er alveg laust við allar kynjasagnir um álfa og tröll. Þeim þús- undum bréfa, sem árlega eru send „jólasveininum í Græn- landi“ er ekki svarað þar, heldur af ferðaskrifstofum og sjálfboðaliðum í Kaup- mannahöfn. Jólatré fá Grænlendingar send frá Danmörku. Er byrjað að fella þau á Jótlandsheiðum um mitt sumar til þess, að þau verði komin til Grænlands í tæka tíð, því að er líða tekur á haustið falla niður allar sam- göngur á sjó milli Grænlands og Dar.merkur. Áður en skipa ferð- ir hætta eru einnig send jóla- kort og bögglar sem geymdir eru óopnaðir til aðfangadags- kvölds. ★ Hátíðin helga hefst á aðfanga- dagskvöld. Fólkið hættir að vinna um hádegi og klukkan fjögur safnast allir, sem vettl- ingi geta valdið, jafnt danskir sem grænlenzkir, til kirkju og hlýða messu bæði á dönsku og grænlenzku. Algengt er, að börnin sitji róleg í hliðarstúk- um kirknanna og leiki sér með- an foreldrarnir hlýða á guðs orð. Jólin eru kyrrlát hátíð á Græn landi. Að vísu syngja menn mik ið — oft evrópsk jólalög við grænlenzk ljóð, en dans er ekki Grænlenzku börnin þekkja ekki jólasveininn, enda þótt börn- iu suður í Fvrónu haldi, að jólasveinninn eigi heima í Græn- landi. — leyfður fyrr en 27. desember, ★ Jólamaturinn er ekki kalkúnn, gæsir eða endur. Þær fæðuteg- undir þekkja Grænlendingar ekki — heldur getur að líta selkjöt og villta fugla á borðum manna. Fuglarnir eru skotnir löngu fyrir hátíðar og látnir hanga. Grænlendingar álíta afar slæmt að þurfa að veiða sér til matar á jólunum sjálfum. Sag- an segir frá tveim bræðrum er fóru út á kajak á jóladag. Þeir hrepptu mikinn storm — annar drukknaði og var það talið refs- ing guðanna. Þegar Grænlendingar hafa lokið snæðingi á aðfangadags- kvöld bregða þeir sér gjatnan í heirpsóknir til kunningja og vina. Konurnar spjalla saman yfir kaffi og kökum, börnin fá sætindi en herrarnir teiga hemabruggað öl. Þá er jafnan skipzt á gjöfum. ★ Alsiða er að Grænlendingar fái ný klæði fyrir jól. Konurnar verða að halda vel á spöðunum síðustu vikurnar til að Ijúka al- fatnaði — að minnsta kosti nýjum skinnbrókum og anorak — á eiginmanninn, þær sjálfar og börnin. Þessi klæði verða að vera vel gerð til að verja menn fyrir kuldanum, sem oft fer unp í þrjátíu stig á þessum tíma árs. Þá er annar siður algengur, en það er að skipta um vegg- fóður á herbergjunum. Húsa- kynni eru ákaflega frumstæð en kofaskriflin eru oft veggfóðr uð með úrklippum úr dagblöð- um. Má þá líta hið ótrúlegasta samansafn ljósmynda, auglýs- inga, skrípateikninga og jafnvel mynda af kóngafólki. ★ Grænlandsverzlunin hefur oft haft þann hátt að veita mönnum lán um jólin. Eitt sinn kom mað- ur og bað um að sér yrði lánuð ein dönsk króna. Er hann var spurður, hví hann tæki slíkt smálán, þar sem honum hefíF Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.