Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 15
Lpugardagur 24. des. 1960 MnnCT’WT. AÐIÐ 15 llmandi kðku jölatré F R Ú Louise Parker La Gorce er bandarísk húsmóð- ir, og þekkt þar í landi fyrir kökujólatré sitt, sem hún út. býr á sérkennilegan og snilld arlegan hátt. Frúin eyðir miklum tíma í að baka alls- konar myndir, bæði af hlut- um, dýrum og fólki, skreytir þær með allavegalitri sykur- bráð, og hengir síðan kökurn ar é greinar jólatrésins. Frú La Gorce lærði listina af móður sinni, sem er Penn- sylvaníabúi af hollenzkri ætt, og er þessi kökugerð hollenzk venja. Frúin hefur ritað grein um kökugerð sína og jólaundirbúninginn og segist henni m. a. svo frá: Kökur út um allt A hverri jólaföstu kemur eiginmaður minn að mér og . verður að orði: „Jæja, enn ertu dottin í það!“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er gripin í ,,bökun- aræði“ og ég brosi hálf afsak- andi. Ilmandi, heitar smá- kökur liggja út um allt — á borðstofuborðinu, undir því, á stólum og á kommóðunum, jafnvel á ísskápnum. Þær hafa sannast sagna lagt und- ir sig allt húsið. í heila viku hef ég klippt út myndamót, búið til deig, skorið út myndir og bakað. Að lokum hefur allt litla fólkið mitt og dýrin — jóla- engilinn, skuggalegi kötturinn Sylvester og Peggy brúðu- haus — verið skreytt fagur- lega með sykurbráð. Og gestir mínir ná að stökkva í tíma út úr ofninum til að halda jólin hátíðleg. Maðurinn minn hneigir sig með lotningu fyrir gestunum. Hann veit að þá er ekki unnt að forðast. Þessi árlega árás var skipulögð fyrir löngu síðan. ★ Þegar ég var barn, voru jólin mér eitthvað, sem kom út úr ofni. Ég var yngst af sex systkinum og var mér fljótlega kennt, hvernig ég ætti að þefa uppi kökurnar með hinu dásamlega skreytta sælgæti, sem móðir mín bjó til nokkrum vikum fyrir jól — og reyndi að fela fyrir okk- ur. Þessar endurminningar mín ar um jólin geymdi ég með sjálfri mér löngu eftir að ég var orðin fullvaxta. En fyrir fimm árum stóðst ég ekki mátið lengur. Ef börn mín ættu einhvern tímann eftir að eignast sömu endurminningar um jólin, varð ég að hefjast handa. Söguleg byrjun. Sjö dögum seinna kom ég út úr eldhúsinu með um 150 stykki af kökum, allavega í lögun og skreyttar með syk- urbráð. Við hengdum kökurn- ar á greinar jólatrésins og komum því fyrir uppi á píanóinu. í jólatrésfætinum voru þrjú gallon af vatni. Á Þorláksmessukvöld var tréð fullskreytt og vinir okk- ar og kunningjar höfðu komið til að virða það fyrir sér. Ég var alsæl. Nú gat ég dundað daginn eftir við það sem ógert var. Japanskir posrulínsdiskar ÞEGAR klukkan slær sex á aðfangadagskvöld, hefst há- tíðlegasti þáttur jólahaldsins. Þá hringja kirkjuklukkurnar inn jólin. Margir halda þeirri ygnju að fara í kirkju og hlýða messu en aðrir sitja heima og hlusta á guðsorðið gegnum útvarpið og snæða góðan kvöldverð. Á kvöldverðabörðið eru borin fram þau beztu mat- föng sem völ er á, sparisilfur og sparidískar teknir fram, kertaljós tendruð, borðið skréytt, og húsmóðirin leggur sig fram úm að gera máltíð- ina sem hátíðlegasta. ★ Við fréttum, að húsmóðir ein á Öldugotunni ætti afar fallegá postulínsdiska, sem hún notaði á jólaborðið og við önnur hátíðleg tækifæri. Þar sem fallegir munir heilla alltaf hugi kvenna, ekki sízt borðbúnaður, brugðum við okkur í Vesturbæinn til að skoða diskana og hafa tal af húsfreyju, frú Margréti Olafs son. ★ — Diskarnir eru japanskir, sagði frú Margrét, og það eru 30 ár síðan ég fékk þá. Stóru matardiskarnir eru 18 að tölu og þeim fylgja 18 litlir disk- ar. Einnig á ég mokkabolla með sama mynstri. Frú Margrét lagði þá fyrir- höfn á sig að leggja diskana á borð, eins og hún er vön að gera á jólunum. Á mitt borðið lagði hún aðventu- krans með fjórum logandi kertum. Litlir englar prýddu borðið og það glampaði á silfurborðbúnaðinn og glitr- aði á kristalglösin. Japönsku diskunum var raðað á borðið og voru þeir skrautlegir mjög; logagylltir, svartir, blá ir, bleikir og grænir að lit. ★ — Þeir eru handmálaðir, hélt frú Margrét Ólafsson áfram. 1 miðjunni er rósa- þyrping en drekamynstur allt í kring, eins og þið sjáið. Þetta eru dýrgripir og að öll- um líkindum ókaupandi núna. — En eruð þér ekki hrædd ar um að þeir skemmist eða rispist við notkun, spyrjum við og athugum fíngert mynstur diskanna. — Oneinei, svaraði frú Margrét hlæjandi. Ég nota þá ekki svo oft, og þá aðeins sem borðdiska, þegar heitur matur er borinn fram. Þá eru aðrir diskar settir ofan á og meðan verið er að skipta um rétti, standa þeir á borðinu. Mér finnst borðið alltaf eitt- hvað svo autt, þegar matar- diskarnir eru teknir burtu og ekkert er undir. Bezt njóta diskarnir sín þó, þegar ábæt- irinn er borinn fram og skál- in situr á miðjum disknum. Gefur það matarborðinu sinn sérstaka blæ. Hg. olti. Farið er að Innrétta húsið, en tæpast er Uppdúkað jólaborðið, með aðventukransinum í miðjunni og japönsku postulínsdiskunum í kring Louise Parker La Gorce sker myndirnar út. Klukkan eitt sömu nótt var kyrrð í húsinu og fjölskyld- an steinsvaf. Ég sat í dagstof- unni við hliðina á trénu, leit við og við á það og dáðist að bleika fílnum, þar sem hann sveiflaði rananum fjörlega. Á neðstu greinum hafði ég komið fyrir jólasveinaköku. Allt í einu tók ég eftir því að litlu fætur jólasveinsins snertu píanóið og hengdi ég hann því upp á hærri grein. og vágriinn púaði og fnæsti. — Þegar ég leit á hann aftur stuttu seinná lá hann nærri flatur. „Hvernig getur staðið á þessu“, spurði ég sjálfa mig. Og áður eri ég fengi mig hreyft, valt tréð um koll. Þrjú gallon af vatni streymdu yfir mölbrotnar sykurkökurnar. Við óp mín kom öll fjöl- skyldan þjótandi niður stig- ann. _En ekkert gat huggað mig. Ég snökti í tvær klukku- stundir. Eiginmaður minn og dætur fóru aftur í rúmið eftir að hafa dregið rennblautt tréð fram í anddyrið, en sonur minn John sat þögull við hlið mér og horfði á mig. „Tréð mitt, John! Fallega jólatréð mitt. Og ég sem hlakkaði svo til að gefa ykkur börnunum þetta tré“. „Þú getur gei;t það til aft- ur, mamrna". „Nei, ég get það ekki, til þess er enginn tími“. „Jú, þú getur það“. Og þar með stóð 14 ára gamli heimsspekingurinn minn hljóðlega upp og fór. Hafizt handa á ný Við þessu var ekkert svar. Ég varð að hefja baksturinn á ný. Klukkan þrjú um nóttina hafði ég lokið við að búa bæði ljóst og dökkt deig. Klukkan sjö morguninn eftir var ég aft ur komin á kreik í eldhúsinu, og fingur rnínir þutu fram og aftur. Enginn þorði að koma nálægt mér eða tala við mig. Klukkan átta um kvöldið voru nýjar kökumyndir komnar á jólatréð. Sagan breiddist út eins og eldur í sinu meðal vina okk- ar og nágranna. Og þá var það John heimsspekingur sem sagði: „Það var miklu betra að svona fór, mamma, Nú færðu k eitthvað til að tala um“. i Þannig fór um fyrsta köku- 7 jólatréð, sem ég bjó til. Nú er j það fastur þáttur í lífi mínu. i Hrifin af litabókum Nú spyrja kannski einhverj- ir: Hvar færðu kökumótin? Þegar ég var að blaða í gömlum bamamyndabókum, rakst ég einn dag á rifrildi af litabók, sem dóttir mín hafði átt, þegar hún var lítil. í henni fann ég agnarlítinn hund, sem blátt áfram bað um að vera skorinn út-og gædd- ur lífi. Ég gerði það. Og ég fann fleiri heppilegar myndir í sömu bók. Þegar við hjónin förum framhjá bókabúð, get ég ekki stillt mig um að fara að skoða litabækur. Þá lítur eiginmað- ur ,minn allt í kringum sig og tuldrar gegnúm annað munn vikið: „í guðanna bænum, amma. Láttu fólkið ekki sjá að þér þyki gaman að þessum barnabókum". Seinlegt verk Verk rnitt byrjar strax og ég hef ákveðið mótin. Við skulum aðeins líta á, hvernig jólaengillinn verður til. Fyrst sker ég mótið út í pappír. Með kalkipappír dreg ég upp þá .hluta af myndinni, sem eiga að vera upphleyptir, svo sem hárið, efri hluta bolsins, handleggina, hendurnar og litlu fæturnar. Ég klippi einn ig út hlutana, set þá á útflett deig og sker meðfram mótun- um með beittum hníf. - Þá legg ég á smurða plötu deigbita, á stærð við höfuð engilsins, pressi lykkju í deig- ið, og síðan legg ég myndina ofan á. Lykkjan er til þess að hengja upp myndina. Þessu næst set ég ofan á myndina þá bita, sem eiga að vera upp- hleyptir. Með tannstöngli sker ég andlitsdrættina út og skreyti kjólinn með pallíett- um, perlum, gerviblómum, blúndum og sælgæti. Þá er engillinn bakaður og á eftir er marglit sykurbráðin borin á. ★ Það var John sonur minn, sem tók upp á því að setja litla bómullarhnoðra í hárnál Frh. á bls. 23 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.