Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 8
8 M n n G V N fí T.A Ð 1Ð Laugardagur 24. des. 1960 Jdl á Spáni FRÚ HANSÍNA Helgadóttir hef- ur ritað þessa grein um jólahald á Spáni, en þar dvaldist frúin síð astliðið ár. — Frú Hansína er nýkomin hingað til lands og mun dveljast hér um óákveðinn tíma. ★ Jólin á Spáni eru haldin með mjög ólíkum hætti og heima. Jólahátíðin byrjar með messu kl. 12 á miðnætti 24. desember og að lokinni mjög hátíðlegri messu kl. 1,30 um nóttina fara Spán- verjar annaðhvort heim til sín eða á veitingastaði, sem er al- gengara að ég held. Þar er drukk ið feiknin öll af kampavíni og á það jafnt við fullorðna og börn. Gleðskapnum er haldið áfram langt fram á nótt, og skemmtir fólkið sér vel. En ekki sést nokk- ur maður ölvaður þrátt fyrir allt kampavínið. Á jóladag og annan jóladag hittast ættingjar og vinir eins og heima. Á jóladagskvöldið spilar lúðrasveit á aðaltorgi bæjarins, og dansa bæðí ungir og gamlir .þjóðdansa af miklu fjári. Verzl- anir og kvikmyndahús eru opin báða jóladagana. Jólagjafir á þrettándanum Þrettándinn er aðaltilhlökk- unartími barnanna, því þá eru mjög miklar skrúðgöngur og skrautsýningar haldnar í hverri borg og bæ. Jólagjafirnar eru gefnar að kvöldi þrettándans, en ekki á aðfangadagskvöld eins og tíðkast heima á Xslandi. Leikföng um og öðrum jólavarningi til gjafa er ekki komið fyrir í búð- argluggunum fyrr en eftir jól. Ös í verzlunum Ég fór ásamt fjölskyldu minni til Barcelona til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum. Daginn áður var mikil mannþröng í öllum verzlunum, allir voru að kaupa jólagjafir, enda voru verzlamr opnar til kl. 2 um nóttina og sum ar lengur. Einnig hafði verið kom ið fyrir útiverzlunum með leik- föngum og öðrum jólavarningi til gjafa í aðalgötu borgarinnar. Þær voru hlið við hlið og náðu óslit- ið yfir þriggja kílómetra svæði. Mannfjöldinn var gífurlegur um kvöldið og erfitt fyrir fólk sem er á þönum að komast leiðar sinnar. Næsta dag var mikið um að vera. Strax eftir hádegið streymdi fólkið á þá staði, sem skrúðgangan átti að fara um, en hún hófst kl. 6 e.h. Stórkostleg skruðganga Skrúðgangan var svo stórkost- leg að erfitt er að lýsa henni í lítilli blaðagrein. En ég ætla þó að reyna, ef ske kynni að ein- hver af lesendum blaðsins hefði gaman af. í fararbroddi fór hópur lög- reglumanna á mótorhjólum. Næst kom í skrúðgöngunni stór fylk- ing skrautklæddra riddara á hvít um og mjög skreyttum hestum, síðan annar hópur á brúnum hestum og sá þriðji í röðinni á svörtum. Þetta var mjög vel skipulögð og falleg fylking. f kjöl Tvær seiniustu kvik- myndir M. M. Atburðarásin kringum Mari lyn Monroe hefur verið býsna hröð upp á síðkastið. Hjólið fór að snúast fyrir alvöru, meðan hún lék í næstsíðustu kvikmynd sinni „Let's Make Love“. í upphafi reifst hún heiftarlega við mótleikara sinn, Gregory Peck, með þeim afleiðingum að hann fór sína leið og í staðinn var ráðinn Frakkinn Yves Montand. — Marilyn þótti brosa of oft til hans og hann horfa of oft á hana. Að síðustu fékk hún taugaáfall og varð að fresta kvikmyndatökunni um langan tíma. far riddaranna komu sex stórir skrautvagnar og voru í þeim álfa kóngur og álfadrottning, ásamt hóp hirðfólks. Vagnar þessir voru klæddir mislitu silki og all- ir upplýstir og skraxitið var svo mikið að við fengum ofbirtu í augun. Hver vagn var dreginn af átta hestum. Lestina rak mjög stór drengjalúðrasveit, og voru allir drengirnir klæddir skraut- legum, grænum fötum. Þúsundir af uppblásnum blöðr- um sveimuðu yfir mannfjölanum. Höfðu ýmis iðnfyrirtæki gefið börnunum blöðrurnar af tilefni dagsins. Veðrið var svo milt og gott að flest barnanna voru léttklædd, eins og um hásumar væri heima. Gefur það jólunum hérna sinn sérstæða svip. „Let's Make Love“ er fjör- leg söng- og dansmynd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd (fyrir neðan). Hin myndin, sem við birtum af Marilyn að þessu sinni, er aftur á móti úr seinustu kvik mynd hennar „The Misfits". Marilyn er þar lítt þekkjan- leg, a.m.k. allt öðru vísi en heimurinn þekkir leikkonuna. Clark Gable var mótleikari Marilynar í þessari kvikmynd og var það seinasta myndin, sem hann lék í, áður en hann lézt. Seinustu fréttir af Marilyn þekkja allir, enda hefur mik- ið verið um þær rætt og rit- að. BÖRNUNUM gefst kostur á að heimsækja Kardemommu- bæinn um jólin. Sýningar hefjast aftur á þessum vin- sæla barnaleik föstudaginn 30. þ. m. Kappkostað er að hafa sýningar meðan jóla- leyfi barnanna standa yfir. Eins og kunnugt er var leik- urinn sýndur 45 sinnum á sl. vetri og sló öll met hvað að- sókn snertir. Um 29 þús. gestir sáu sýninguna. Mynd- in er af köppunum, sem handtóku aumingja ræningj- ana í bakaríinu, en það er bakarinn, Lárus Ingólfsson, pylsugerðarmaðurinn Valde- mar Helgason og Berg kaup- maður Klemenz Jónsson, en hann er einnig leikstjóri. Norræn bók- menntaverðlaun KAUPMANNAHÖFN 21. des. (Frá Páli Jónssyni) Tillaga mun verða borin fram á næsta fundi Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn í febrúar nk. að koma á fót árlegum norrænum bók- menntaverðlaunum að upphæð 50 þúsund danskar krónur. Það er danski þingmaðurinn Helga Larsen, sem beitir sér fyrir þessu og kveðst hún vona, að fyrstu verðlaunin verði veitt árið 1962, þegar Norðurlanda- ráðið verður 10 ára. Búizt er við að tillagan verði samþykkt. Ný barnastjarna Barnastjörnur hafa alltaf öðru hvoru skotið upp kollin- um í kvikmyndaheiminum og þá venjulega orðið frægar á einni nóttu. Þannig fór og um Hayley Mills, hina 12 ára gömlu dóttur leikarans John Mills og skáldkonunnar Mary Hayley Bell. í fyrstu mynd hennar, „Tiger Bay“, beinist athygli allra að telpunni.'Eftir frumsýningu þeirrar myndai, sagði faðir hennar, John, sem jafnframt var einn leikend- anna: ..Hayley hefur það á til finningunni sem með þrot- lausu erfiði hefur tekið mig 25 ár að læra“. Kvikmyndaframleiðandinn og teiknarinn Walt Disney er einn af ótalmörgum aðdáend- um Hayleys. Hann var fljótur að átta sig á hvað í telpunni bjó, og ekki leið á löngu þar til hún stóð aftur fyrir fram- an kvikmyndavélarnar ásamt föður sínum. Það var í W^lt Disney-mynúinni „Swiss Fam ily Robinson". Kvikmyndin „Tiger Bay“ var sýnd í Tjarnarbíó fyrri hluta desembermánaðar undir heitinu „Ást og ógæfa“. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.