Morgunblaðið - 28.12.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 28.12.1960, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. des. 1960 Útg.: H.í Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Ritstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson- Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. Á KROSSGÖTUM \flÐ íslendingar stöndum * um þessi áramót á kross- götum. Við eigum um tvær leiðir að velja. Önnur liggur áfram til frekari uppbygging- ar og framfara í landi okkar. Hin liggur aftur á bak til kyrrstöðu og upplausnar. Ef við veljum fyrri leiðina þýðir það bætt lífskjör og fullkomnara og þroskavæn- legra þjóðfélag. Ef við kjós- um hina síðari hefur það í för með sér þrengingar og bágindi. Yfirgnæfandi meirihluti Is- lendinga vill áreiðanlega að fyrri leiðin verði valin. En frumskilyrði þess að það tak- ist er að þjóðin viðurkenni mistök sín fyrir sjálfri sér. Við höfum á undanförnum árum vanrækt að tryggja traustan rekstrargrundvöll þeirra framleiðslutækja, sem við höfum verið að afla okk- ur. Þessvegna er komið sem komið er. Samningar um kaup og kjör Um þessar mundir standa yfir samningar um kaup og kjör á fiskiskipaflota okkar. Allir vita að sjávarútvegur- inn á við mikla rekstrarerfið- leika að etja. Aflabrestur og verðfall á afurðum hafa þrengt mjög kost hvers ein- asta útgerðarfyrirtækis í landinu. Margir togaraút- gerðarmenn hafa meira að segja neyðzt til þess að leggja skipum sínum við landfestar vegna fiskileysis, bæði á heimamiðum og hin- um fjarlægari. Vélbátaflotinn varð fyrir þungu áfalli vegna aflabrests á sumarsíldveiðun- um fyrir Norðurlandi. Útvegsmenn hafa setið á löngum fundum sl. haust og rætt, hvernig ráðið verði fram úr vandræðunum. Ríkis stjórnin hefur heitið fyrir- greiðslu í lánamálum útvegs- ins. Munu þær ráðstafanir verða kunnar næstu daga. Þegar á allt þetta er lit- ið getur engum dulizt að stóraukinn rekstrarkostn- aður útvegsins væri hið mesta glapræði. Með hon- um væri stefnt út í full- komið öngþveiti, nýja gengisfellingu og eyðilegg- ingu þeirrar tilraunar, sem gerð hefur veríð til efna- hagslegrar viðreisnar í landinu. STJÓRN KENNEDYS JOHN F. Kennedy, hinn ný- kjörni Bandaríkjaforseti, hefur nú fullskipað ríkis- stiórn sína. Hefur honum yfirleitt þótt vel takast um val manna í hana. Veruleg McNamara, varnarmálaráð- herra. Dillon er nú aðstoðar- utanríkisráðherra í ríkis- stjóm Eisenhowers. — Sú ákvörðun Kennedys að velja tvo af ráðherrum sínum úr HÉR birtum við noltkrar myndir uian úr heimi — sína úr hverri áttinni. — Efsta myndin: Hinn 7. des. árið 1835 fór fyrsta gufujárnhrautarlest Þýzka- lands sína fyrstu ferð — á leiðinni Niirnberg-Fúrth. Á 125. afmælisdegi þessa atburðar, í ár, var grafin upp gömul og fornfáleg járnbrautarlest — og hún látin aka þessa sömu leið, til að minnast dagsins. Vakti þetta „ferða lag“ mikla eftirtekt. ☆ Myndin til hægri: — Konan á þess- ari mynd hefir verið „ógift ekkja“ í 16 ár. Árið 1944 hitti Jacqueline Tri- bout, sem nú er 39 ára gömul, Jean nokkurn Vernet, sem þá var í felum fyrir Þjóðverjum í smábcsnum Lagny. Þau ákváðu að ganga í hjónaband, en rétt fyrir brúðkaupið, lézt Vernet. — Jacqueline tók þá upp baráttu við yfir völdin til þess að fá viðurkenningu sem eiginkona hins látna — en hún var þá þunguð. Það skal sagt frönsk- um yfirvöldum til hróss, að það tók þau „aðeins“ 16 ár að veita slíkt leyfi. Og hér er Jacqueline í ráðhúsinu í Lagny að sækia „bréf upp á það“, að hún sé frú Vernet. ☆ Neðsta myndin: — Danir að land- búnaðarstörfum í desember. — Á Falstri er mikil rófnarækt, en uppsker an hefir gengið erfiðlega í ár. Lengi fram eftir voru miklar úrkomur, og akrarnir lágu undir vatni. Síðan tók að snjóa — og bændur máttu fara að grafa gulrófurnar sínar upp úr snjón- um, eins og sést á myndinni. gagnrýni hefur þó komið fram á þá ákvörðun hans að skipa Robert Kennedy, bróð- ur sinn í embætti dómsmála- ráðherra. T. d. telur New York Times það mjög óhyggi legt og raunar ámælisvert. En New York Times studdi eins og kunnugt er Kennedy í kosningabaráttunni. Robert Kennedy er aðeins 35 ára gamall, lögfræðingur að mennt, mikill og harð- skeyttur baráttumaðúr. Hann var framkvæmdastjóri kosn- ingabaráttu bróður síns. Tveir Republikanar Það heíur vakið töluverða athygli að hinn nýkjörni for- seti demókrata hefur skipað repúblikana í tvær ráðherra- stöður í stjórn sinni. Eru það þeir C. Douglas Dillon, fjár- málaráðherra, og Robert S. hópi repúblikana er vafa- laust sprottin af því, hve naumur kosningasigur hans var. Má segja að fylgi þeirra Nixons hafi verið svo að segja jafnt meðal þjóðarinn- ar. Hin nýja ríkisstjórn demó- kiata er skipuð yngri mönn- um en oftast áður hafa verið í ríkisstjórn í Bandaríkjun- um. Sjálfur er forsetinn yngsti maður, sem kjörinn hefur verið forseti þeirra. Hans og hinnar nýju stjórn ar, sem tekur við völdum 20. janúar nk., bíða mikil og vandasöm verkefni, ekki sízt á sviði utanríkismála. Þróunin í alþjóðamálum veltur mjög á því á næst- unni, að forysta stærsta og þróttmesta lýðræðisríkis heimsins sé örugg og far- sæL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.