Morgunblaðið - 28.12.1960, Side 20

Morgunblaðið - 28.12.1960, Side 20
Jólin úti á landi Sjá bls. 8. Landbúnaður í deiglu Sjá bls. 11. 297. tbl. — Miðvikudagur 28. desember 1960 Meiddist alvar- iega í bíisíysi Á AÐFANDADAG jóla, laust eftir hádegi, varð slys á Hverfisgötunni, á móts við Frakkastíginn. Maður að nafni Magnús Petersen, Berg staðastræti 38, varð fyrir bíl og fékk mikið höfuðhögg. — Liggur hann nú þungt hald- inn í Landakotsspítala. FYRIR BÍI.INN Það var stór flutningabíll sem íbúdar- hús brann SEINT að kvöldi annars í jólum kom upp eldur í skúrbyggingu áfastri við skálabyggingu að Álfhóls- vegi 66 i Kópavogi. Þarna bjó Matthías Björnsson kennari með fjölskyldu sinni, konu og fjórum bömum. Eldurinn eyðilagði íbúð- arskálann og einnig skemmdist og eyðilagðist innbú Matthíasar og er tjón hans tilfinnanlegt mjög. — F Ghcppinn ballherra AKRANESI, 27. des. — Það gerðist dálítið óvenjulegur at- burður á dansleik hér í bænum á annan i jólum. Hljómsveitarstjórinn, Ásmund ur Guðmundsson, er lék fyrir dansi varð fyrir tilfinnanlegu tjóni. Einn ballherranna hafði hlammað sér ofan á hljóðfæri hljómsveitarstjórans og gjör- eyðilagðist það undir þunga mannsins. — Ásmundur hljóm- sveitarstjóri lék á saxófón og þetta hljóðfæri hafði hann ný- lega keypt fyrir um 11,444 kr. Af hálfu þess sem hljóðfænð eyðilagði, hafði verið um algjört óviljaverk að ræða. — Oddur. Erfið veður- skilyrði VEÐUR hefur ekki verið hag- stætt til innanlandsflugs eftir jólin og aðeins hefur verið flogið til Akureyrar og Vestmannaeyja. A annan jóladag var aðeins flog ið norður til Akureyrar, því að þá var ófært til Vestmannaeyja og ísafjarðar. í gær var hins vegar ófært til Akureyrar, ísafjarðar og Egilsstaða, en flogið til Eyja. Magnús varð fyrir Segist bílstjór inn, er ók bílnum hægt í hálku og snjó, hafa séð til ferða Magn- úsar á gangstéttinni. Hann hafi svo allt í einu gengið beint út á götuna, þvert í veg fyrir um- ferðina. Bílstjórinn segist hafa hemlað strax og gefið hljóð- merki. Maðurin hefði ekki sinnt þessu og gekk áfram beint í veg fyrir flutningabílinn, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir honum, féll í götuna, og lenti milli framhjólanna og var nokk- uð innundir bílnum, meðvit.und- arlaus er bíllinn nam staðar og honum varð bjargað. I SJÚKRAHÚS Var Magnús fluttur í Landa- kotsspítala. Á jóladag hafði ver- ið gerður uppskurður á höfði Magnúsar, í sambandi við áverka þann er hann hlaut. Hann var enn þungt haldinn í gær. Hellisheiði ófær í gærkvöldi SVO mikil skafhríð var á Hellis- heiðinni í gær, að hún varð ófær minni bílum. I gærkvöldi seint sagði Oli J. Ölason í Skíðaskál- anum að heiðin myndi ófær öll- um bílum. Þar við skálann var þá sæmilegasta veður, gestir að koma inn úr hinni raflýstu skíða brekku, og sagði Oli að fyrir minni bíla myndi í gærkvöldi hafa verið þæfingsfærð milli Reykjavíkur og Hveradala. t Samnmgar sjómanna og útvegsmanna EKKI var hægt að koma því við að hafa fund útvegs- manna og sjómanna um fisk verðið, eins og áformað hafði verið í gær vegna sam göngutruflana. Komust ekki allir fulltrúanna í bæinn. Er vonast til að hægt verði að hafa fundinn í dag. Yont veður fyrir norðan í gœr Truflanir á símalínum og vegir illfœrir AKUREYRI, 27. des. — Á Akureyri og í nærsveitum svo og víðar á Norðurlandi, hefur veður farið versnandi í dag. Einkum gætir mikill- ar veðurhæðar út við sjávar- síðuna. Snjókoma er nokkur og ísing mikil. Af þeim sök- um hafa orðið allmiklar síma trufíanir, t. d. er nú síma- sambandslaust frá Akureyri til Siglufjarðar og milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Veðurhæð þar mun vera 9—10 vindstig. ★ Ófært að bryggju Sjólag úti fyrir Norðurlandi er mjög slæmt og á mörgum höfn- um, sem flóabáturinn Drangur kemur við á, er með öllu ófært að komast að bryggju. Af þeim sökum fór skipið ekki frá Akur- eyri í morgun. Þá hafa af völd- um veðursins orðið nokkrar raf- magnstruflanir á Akureyri og Eyjafirði. Stafa þær af samslátt- um á línum, einkum í Eyjafirði. Báturinn var við Fœreyjar er búizf var við honum í höfn á Islandi Ar Ófært milli Akureyrar og Reykjavíkur Vegir eru nú að verða illfærir og sums staðar með öllu ófærir, td. í öxnadal og þar með er leið- in milli Akureyrar og Reykjavík- ur lokuð. Fólk frá Akureyri, sem statt var á bæjum framarlega í Öxnadal, hefur orðið að fá snjó- bíl til að flytja sig til Akureyr- ar. Austur um frá Akureyri er færðin einnig orðin slæm og á sumum stöðum alveg ófært. M. a. komst áætlunarbillinn frá Húsa- vík ekki til Akureyrar í dag. Þar hafa einnig orðið miklar síma- bilanir, einkum í Ljósavatns- skarði og er nú símasambands- laust austur um frá Akureyri og simabilanir víða á Austurlandi. Ástandið á Akureyri er þannig í dag, að illfært er gangandi fólki um götur bæjarins sökum krapa- elgs og vatnsflaums, sem menn vaða í mjóalegg. Mikil hálka er og á götunum og hafa nokkrar bifreiðar lent út af veginum aí þeim sökum. — St. E. Sig. Olíuflutningaskipið Pine Ridge lenti í fárviðri út af austurströnd Bandaríkjanna rétt fyrir jól. Brotnaði skip- ið í sundur í miðjunni. Sjö manns af áhöfninni fórust með frampartinum, en aðrir 28 biðu í tvo sólarhringa í afturpartinum milli vonar ag ótta meðan stormur og sjór gengu yfir. Um tima var þeim vart hugað líf. Loks var þeim þó bjargað af þyrilvængju frá flugmóð- urskipinu Valley Forge. Myndin var tekin af aftur- hluta skipsins. örvarnar benda á nokkra skipbrots- menn. 30 bílar skemmd- ust á aðfangadag NOKKUR snjókoma var á að- fangadag hér í bænum. Kom hún ofan í mikla bílaumferð, er gerð var lokaatrennan við jólaundir- búninginn. Hríðinni fylgdu líka mörg óhöpp í umferðinni, því að hvorki meira né minna en 30 bíl- ar urðu fyrir meiri og minni skemmdum í árekstrum á götum bæjarins. Og í þeirri gífurlegu umferð tók lögreglan og færði til blóðtöku vegna ákveðins gruns um ölvun við akstur þrjá Sumir þessara árekstra urðu mjög harðir og meiðsl höfðu hlot izt á fólki. Uppþvottavatnið bjargaði húsinu Sjómanna■ félagið KOSNINGU hcldur áfram í Sjómannafélagi Reykjavíkur og kosið í skrifstofu félagsins frá kl. 10—12 og 3—9. Sjómenn! Listi lýðræðL- sinna er A-listi. SKIP í ha.fi fyrir sunnan ísland heyrðu um jólin, að radíóstöðvar hér á ísiandi voru að kalla á vélbátinn Skarðsvík. Skarðsvík svaraði aldrei, og árangurslaust var báturinn kallaður upp. Það var ekki fyrr en síðdegis í gær, að loks heyrðist svar frá bátn- um. Hann var þá við Færeyjar. Það var Hornafjarðar-radíó, sem náði sambandi við hann. Báturinn, sem er nýsmíðað skip, 85 tonn, lagði af stað frá Fred- rikssund í Danmörku á mið- vikudaginn var. Með bátnum eru alls 9 menn, en heimahöfn hans verður Sandur, og þaðan eru mennirnir. 1 Þegar báturinn loks svaraði í gær, hafði hann symiega hieppt hið versta veður í hafi, því að hann var búinn að vera um það bil sex sólarhringa á leið- inni til Færeyja. Lá báturinn þar í vari og ætluðu skipsmenn að bíða hagstæðara veðurs yfir hafið. Líðan manna er góð um borð. Þegar báturinn lét úr höfn í Danmörku, stóðu vonir til að hann myndi verða kominn til hafnar á Sandi að kvöldi annars í jólum. Eigendur hins nýja báts eru þeir Kristján Guðmundsson skip stjóri frá Stykkishól.mi, Svein- björn Benediktsson símstöðvar- stjóri á Sandi og Sigurður Agústsson., alþingismaður. H Ú S Þormóðs Sveinssonar (Togga fisksala) að Kringlu- mýrarbletti 5 hér í bænum, skemmdist nokkuð af eldi að kvöldi annars í jólum. En gamla manninum tókst að bjarga hús- inu frá eyðileggingu með snar- ræði sínu. Þetta gerðist um kl. 10. Þor- móður og kona hans voru ein heima. Hún hafði lagt sig en Þormóður tekið að sér að létta undir við heimilisstörfin, og þvo upp matarílát. Allt í einu heyrði Þormóður einkennilegt snark berast til sín fram í eldhúsið úr borðstof- ur.ni, en inn í hana sést úr eld- húsinu. Er hann leit þangað sá hann að eldur logaði í vegg og grenihríslum, sem hengu yfir hornhillu. Þormóður var ekki seinn á sér. Hann þreif ílátið með uppþvottavatninu og snar- aðist með það inn í borðstofuna og skvetti á bálið. Kæfði hann eldinn að mestu, fór fram aft- ur og fyllti fatið á ný og jóa vatninu á hið brennandi þil og loft og kæfði eldinn. Þarna á hillunni sem eldur- inn kom upp hafði kerti staðið í nýtízkulegum kertastjaka. Eng inn botn er í sætinu, sem kertið situr í. Er það var brunnið nið- ur hafði það fallið úr stjakan- um niður á -hilluna og orsakaði það þessa íkveikju. Nokkrir skemmdir urðu á húsinu og búslóð. Húsið er úr timbri og klætt með timbri og trétexi og veggfóðrað yfir. Er fullvíst talið að eldurinn hefði farið um allt litla húsið á svip- stundu, ef Þormóður, sem er 71 árs, hefði ekki verið svo ráða- góður er úrslitastundin virtist í nánd. Þess skal getið að slökkvilið- inu var gert aðvart um eldmn og þangað komu brunverðir, en slökkvistarfi var þá lokið, sem fyrr segir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.