Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. des. 1960 eru allir dauðans matur Þúsundir hettumáva hafa lent í hráolíubaði fyrir jólin M E N N sem á vegum Náttúrugripasafnsins fram- kvæmdu fuglatalningu hér við Reykjavík og suður um Suðurnesin, á annan dag jóla, skýrðu frá því, að þús- undir hettumáva hefðu þeir séð, sem atazt höfðu hrá- olíu. „Allir þessir fuglar eru dauðans matur og þeir eiga eftir að líða mikinn kvala- dauða“, sagði dr. Finnur Guðmundsson, er Mbl. ræddi við hann í gær um þetta. • Talið árlega Frá því á árinu 1952 hefur far- ið hér árlega fram talning fugla, milli jóla og nýárs. Að þessu sinni tóku þátt í talningunni milli 40—50 menn víðsvegar á landinu. Hver „fuglateljari" fer yfir ákveðið svæði og hann telur alla þá fugla sem hann sér á göngu sinni. Það eru góðir stuðn- ingsmenn safnsins, sem þetta gera í sjálfboðaliðsvinnu. Á svæðinu frá Elliðaánum, og strandlengjuna suður að Straumi, fyrir sunnan Hafnarfjörð, gengu til dæmis 10 menn. Aðrir telj- arar voru í Grindavík, í Sand- gerði og í Höfnunum. • Kvalafullur dauðdagi Það sem mesta athygli vakti við þessa talningu var, hve gíf urlegur fjöldi hettumáva hafði sýnilega lent í hráolíu. Voru þeir sumir mjög ataðir hrá- olíu Sumstaðar töldu teljararn ir, að yfir 50% hettumávanna væru olíu-ataðir. Nú er það alkunna að hettu- mávurinn sem er á þessu svæði er nokkuð staðbundinn. Hann heldur sig hér við Reykjavík og fer á milli ver- stöðvanna hér við Suðvesíur- land. Hann leitar ekki út á — Belgia Frh. af bls. 1 ríkisstjórnarinnar segja að á- standið fari batnandi alls stað- ar í landinu. Þrátt fyrir skemmdarverk séu nú jám- brautasamgöngur að færast í eðlilegt horf og sömuleiðis póst- ur, sími og ritsími. Fregnir frá Bretlandi hermdu að neyðarástandi yrði lýst í Belgíu, en innanríkisráðuneyti Belga ber þá fregn til baka. Sagt er að 20 manns hafi ver- iö handteknir vegna skemmdar- verka. —• Kortin streyma inn Hardy, Virginia, Bandaríkj- unum, 27. des. (Reuter). LITLA stúlkan með bein- krabbann, Dorothý Ridge- way hefur nú þegar fengið um 25.000 jólakort víðs veg- ar að úr heimimun, og kort- in halda áfram að streyma inn. Heimili Ridgeway fjöl- skyldunnar er svo yfirfullt, að pósturinn neyddist til að stöðva afhendingu í bili. Pósthúsið i Hardy er einnig yfirfullt, og safnast kortin nú saman í pósthúsinu í Roanoake, sem er í 30 km. fjarlægð. / NA /5 hnútor / S V 50 hnúiar ¥: Sn/cioma » Úíi V Skúrir K Þrumur 'WSS, KuMaskil Hiltskil H H*» L Lat» haf, og það útilokar að fugl inn hafi lent þar í olíubrák. Hvar hann hefur lent í olí- unni vitum við ekki. En full- yrða má að þessi olía hefur annað hvort runnið úr land- stöð eða úr skipi í einhverri höfninni hér við Suðvestur- landið. Er slíkt með öllu ó- verjandi og hreinasta óhæfu- verk. Þessir vesalings fuglar sem í oliunni lenda eru að smá dragast upp í fleiri vik- ur og líða hinar ótrúlegustu kvalir. • Hefur skeð um jólin Þá er það líka skoðun mín, sagði dr. Finnur Guðmundsson, að þessir fuglar allir, hafi lent í sama olíubaðinu. — Það hef- ur skeð nú unt jólin, að þessi olía hefur í sjó runnið. Á aðfanga- dag komu fyrstu hettumávarnir sem ataðir voru hráolíu hingað á Reykjavíkurtjörn. Fram til þess tíma hafði ekkert borið á olíu- ötuðum fugli hér við Reykjavík, á þessu hausti. Þeir, sem gætu gefið einhverj- ar upplýsingar um, hvar þessi olía rann í sjó fram, ættu vissu- lega að gera Dýraverndunarfé- laginu aðvart, því það mun reyna að taka þetta mál föstum tökum, ef að líkum lætur, sagði dr. Finn- ur að lokum. • Talningin Um hinn fræðilega árangur af talningunni, liggja ekki fyrir neinar tölur fyrr en með vorinu. En tilgangurinn með henni er að afla upplýsinga um fuglalíf hér á landi að vetrarlagi og útbreiðslu fuglategunda og einstaklinga- fjölda og fleira. Jólaskreytingar Menntskælinga NEMENDUR Menntaskólans í Reykjavík hafa eins og undan- farin ár skreytt kennslustofur skólans með ýmsum hætti. í þetta sinn hafa þeir ákveðið að gefa bæjarbúum kost á að skoða skreytingarnar og verður skólinn opinn í því skyni kl. 2—4 í dag. Eigendur bátsins MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að geta þess að ekki sé fyllilega rétt hermt hverjir séu eigendur hins nýja báts, Skarðs- vík, sem nú er á leið til landsins. Eigendurnir eru Ágúst Sigurðs- son, Sigurður Kristjánsson, skip- stjóri á Hellissandi og Sveinbjörn Benediktsson, símstöðvarstjóri á Sandi. NORÐANÁTTIN mun senni- lega haldast enn um sinn, því að lægðin suður af jjtrænlandi fer líklega fyrir sunnan land. — Veður var illt víða norðan lands í gær, allhvasst og slýdda um morg- uninn, en frysti og snjóaði er á daginn leið. Sunnanlands var þurrt veður. Hiti var víð- ast um frostmark, en þó 3—4 stiga hiti á Suðausturlandi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: 1 SV-land og miðin: NA stinn | ingskaldi og skýjað með köfl- ( um, þykknar upp með vax- j andi austanátt og snjókomu • þegar líður á morgundaginn. ( Faxaflói, Breiðafjörður og i miðin: NA stinningskaldi, í snjókoma með köflum. ( Austfirðir og miðin: NA S kaldi, dálítil rigning öðru • hverju. ^ SA-land og miðin: NA stinn S ingskaldi, skýjað með köflum. i Jólagetraun Ot'fl ATKVÆÐASEÐILL í jólagetraun Morgunblaðsins um metsölubókina. (Seðillinn sendist blaðinu útfylltur fyrir áramót). Metsölubókin á íslandi í ár: Naín ..................... Heimilisfang — Vaxtalækkunin Framh. af bls. 1 er ber 9% vexti, en það eru sömu kjör og nú eru á almennu sparifé, svo að sparifjáreigendur geta haldið vöxtum af sparifé sínu óbreyttum með því að hag- nýta hinn nýja innlánsflokk. Jafnframt hefur ríkisstjórnin á- kveðið, að vextir af lánum fjár- festingarlánastofnana skuli ekki breytast að svo stöddu, enda eru þeir yfirleitt allmiklu lægri en bankavextir. Þó mun ríkisstjórn in bráðlega taka til athugunar lækkun vaxta af A-lánum Hús- næðismálastjórnar, sem nú eru hærri en af öðrum fjárfestinga- lánum. Gjaldeyrisstaðan batnar um 274 millj. á 10 mánuðum Almennir bankavextir voru hækkaðix um 4% 21. febrúar sl., og var það liður í hinum víð- tæku efnahagsráðstöfunum, sem þá voru framkvæmdar. Tilgang- ur vaxtahækkunarinnar var að stuðla að jafnvægi í peninga- málum með því annars vegar að draga úr lánsfjárþenslu, en hins vegar að stuðla að auknum sparnaði. Ríkisstjórnin telur, að sá árangur, sem náðst hefur í peninga- og gjaldeyrismáUim undanfarna mánuði, sé svo mik- ill, að tímabært sé að taka nú þegar þetta skref til almennrar vaxtalækkunar. f fyrsta lagi hefur náðst nauð- synlegt jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á gjaldeyri, og hefur gjaldeyrisstaða bankanna batnað um 274 millj. kr. frá þvi í lok febrúar og til 21. desember sl. Þessi árangur er ekki sízt því að þakka, að innlánsaukn- ing viðskiptabanka og spari- sjóða mun á þessu ári verða nóg til þess að standa undir þeirri útlánsaukningu, sem orðið hef- ur, svo að ekki hefur verið um að ræða neina nýja peninga- þenslu hjá Seðlabankanum. Verðhækkanir gengisbreytingar- innar komnar fram 1 öðru lagi hafa hinir háu inn- Stóreignaskattsmálinu vísaö frá mannréttindanefnd Evrópu MANNRÉTTINDANEFND Evrópuráðsins í Strassborg hefur neitað að taka til með ferðar stóreignaskattsmálið, þ. e. kæru Guðmundar Guð- mundssonar á hendur rík- inu. Hefur Mbl. borizt eftir- farandi skeyti frá Reuters- fréttastofunni um málið: Mannréttindanefnd Evrópu hafnaði því á fundi sínum sl. föstudag, Þorláksmessu, að taka til meðferðar mál islenzks ríkis- borgara, Guðmundar Guðmunds sonar gegn íslenzka ríkinu. Nefndin veitir ekki upplýsingar um efni málsins, né heldur um- ræður þær sem urðu í nefnd- inni varðandi upptöku þess. Þó hafa þær upplýsingar' fengizt frá nefndirmi að hún hafi komizt að þeirri nðurstöðu, að málið væri ekki nógu mikil- vægt til þess að það yrði sent íslenzku ríkisstjórninni til um- sagnar. Mamaréttindanefndinni bárust á sl. ári tilmæli um að taka | málið fyrir. Það fjallaði um á- kveðnar efnahagsaffigerðir sem íslenzka ríkisstjórnin fram- kvæmdi gagnvart féiögum. Guð- mundur Guðmundsson sakaði ís- lenzku ríkisstjórnina um það affi liún mismunaði liotram og fyrir- tæki hans „Trésmiðjan Viðir" með alltof liáum og ranglátum sköttum, sem væru brot á mann réttindasáttmála Evrópu, og einkanlega þó brot á viðbótar- ákvæði sáttmálans um eigna- réttinn. Sem fyrr segir taldi nefndin málið ekki nógu mikilvægt til að taka það upp. Mun það hafa verið vegna þess, að nefndin hafi ekki talið skattfyrirkomu lag það sem um var affi ræða fela í sér algera eða rangláta mismunun (spoliation) lánsvextir náð þeim tilgangi að koma í veg fyrir þá verðrýrnun sparifjár, sem verðhækkanir undanfarinna mánaða mundu ella hafa haft I för með sér. Nú eru verðhækkunaráhrif gengis- breytingarinnar hins vegar fram komin, svo að útlit er fyrir stöð- ugt verðlag á næsta ári, ef ekki eiga sér stað ófyrirséðar breyt- ingar, t. d. á kaupgjaldi eða er- lendu verðlagi. Ríkisstjórnin tel- ur því, að sú lækkun innláns- vaxta, sem nú hefur verið ákveð in, eigi ekki að draga úr sparn- aðarvilja almennings. Sú vaxtalækkun, sem nú hef- ur verið framkvæmd, er byggð á þeirri meginforsendu, að það jafnvægi haldist, sem náðst hef- ur í peninga- og gjaldeyrismál- um sem og verðlagsmálum. Raskist það jafnvægi vegna hækkunar á verðlagi eða kaup- gjaldi, eða af öðrum orsökum, getur orðið óhjákvæmilegt að hækka vexti á ný og gera aðrar ráðstafanir í peningamálum, til að vernda verðgildi íslenzku krónunnar í viðskiptum innan lands og utan. Rikisstjórnin leggutr áherzlu á, að til þess þurfi ekki að koma, og mun hún halda áfram að vinna að því að treysta grundvöll efnahagskerfis þjóðarinnar, m. a. með þvi að auka gjaldeyrisforða þjóðarbús- ins. ★ Fréttatilkynning frá Seðlabankanum. Viðræður hafa farið fram milli ríkisstjórnarinnar og Seðla bankans um möguleika til vaxta lækkunar. í framhaldi af þeim og með tilliti til þróunar gjald- eyris- og peningamála hefur stjóm Seðlabankans í dag ákveð ið að lækka almenna innláns- og útlánsvexti um 2%. Jafnframt verði dregið úr áhrifum vaxta- lækkunarinnar á sparifjáreig- endur, með því að taka upp nýtt innlánsform, fé bindið til eins árs er beri 9% vexti. Banka- stjórnin ákvað í dag, að inn- lánsvextir banka og annarra innlánsstofnana skuli vera sem hér segir frá og með 29. þ. m.: Almennar sparisjóðsbækur 7% á ári. 6 mánaða sparisjóðsbækur 8% á ári. Fé bundið í eitt ar 9% á ári. 10 ára sparisjóðsbækur 9%%. Sparisjóðsávísanabækur 4% á ári. Hlaupareikningar 3%. Innlánsstofnunum er þó heim- ilt að greiða áfram út þetta ár, þá innlánsvexti, sem í gildi hafa verið frá 22. febrúar sl. Sömuleiðis ákvað bankastjóm in í dag, að útlánsvextir láns- stofnana skuli frá og með 29. þ. m. ekki vera hærri en hér segir: Forvextir af víxlum 9% á ári. Framlengingarvextir eftir 3 mán uði 9%% á ári. Vextir af yfir- drætti á hlaupareikningi 10% á ári. Vextir af reikningslánum og viðskiptalánum auk 1% við- skiptagjalds á ári, 9%. Fast- eignaveðslán og handveðslán til langs tíma 9%% á ári. Forvextir af afurðavíxlum 7%. Framleng- ing afurðavíxla eftir 3 mánuði 7%% á ári. Reykjavík, 28. desember 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.