Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 29. des. 1960 kvödd verði saman að nýju Genl arráðstefnan frá 1954. En það var sú ráðstefna sem kom á friði i Indó-Kína. Þá er í orðsendingunni einnig kvatt til þess að umsjónar og eftirlitsnefndin með Laos verði endurvakin. Bretar og Kússar skipuðu for- sæti á Genfarráðstefnunni 1954, en auk þeirra tóku þar þátt Bandaríkin, Kína, Suður Viet- nam, Cambodia, Laos. og Norðux Vietnam. Eftirlits og umsjónar- nefndin var lögð niður 1958, en í henni áttu fulltrúa Indland, Kanada og Pólland. Samvinna háskóla A VEGUM Evrópuráðsins starf. ar nefnd, sem fjallar um aeðri menntun og vísindastörf. Nefnd þessi kom saman á fund í París snemma í desember. A fundinum var ákveðið að fela sjö sérfræðingum að athuga samvinnu háskóla í Evrópu og Afríku. Þá var rætt um, hvernig fá megi yfirlit yfir, hvaða vís- indastarfsemi fer fram í Evrópu. I því sambandi var ákveðið að gera skrá um rannsóknarstofur i rafeindatækni og að framkvæma athugun varðandi rannsóknar- stofur, sem ekki eru tengdar há- skólum. Þá var ákveðið á fund- inum að rannsaka, hvernig kennslu í ýmsum lítt þekktum tungumálum er hagað í evrópsk- um háskólum og samþykkt álykt- un um nauðsyn þess að auka kennslu í kínversku. Loks var ákveðið að fram skyldi fara at- hugun á samvinnu þeirra aðila, sem vinna að svipuðum verk- efnum og nefndin. Fund þennan sátu fulltrúar þeirra ríkja, sem eiga aðild að Evrópuráðinu auk allmargra áheyrnarfulltrúa. Af Islands hálfu sátu fundinn dr. Snorri Hallgrímsson prófessor og Stein- grímur Hermannsson, .fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs rík isins. Bangkok og Hong Kong, 28. des. — (Reuter). — KONG LE yfirmaður herliðs vinstrisinnaðra uppreisnar- manna í Laos, er flúinn á- samt fjölskyldu sinni til Hanoi, höfuðborgar komm- únistaríkisins Norður Viet- nam. — í fréttum frá Hong Kong segir að ríkisstjórnin í Kína hafi skorað á stjórnir Bret- lands og Sovétríkjanna að koma í veg fyrir „afskipti og ofbeldi" Bandaríkjanna í Laos. — r r rstré - ekki jólatré Þessi skemmtilega mynd brrst Mbl. í gær frá upplýsinga- deild sendiráðs Sovétríkjanna ásamt eftirfarandi texta, sem hér birtist í lauslegri þýðingu. Eftir því sem nýárið nálg- ast færist meira fjör í við- skiptin. Sérstaklcga er mikil eftirspurn eftir gjöfum, fatn- aði og húsgögnum. Hjá mörg- um fjölskyldum ei um tvenns konar hátíð að ræða. Á Gaml árskvöld flytja þær í nýjar íbúðir. f verzlunum sem selja skraut á nýárstré og í matvælaverzl- unum er ös frá morgni til kvölds. Á síðasta kvöldi ársins verða marglit Ijós kveikt á nýárstrjánum á öllum heimil- um og íbúarnir skála fyrir áframhaldandi góðu gengi á komandi ári. Myndin er tekin í verzlun, sem nefnist Heimur barnanna og sýnir deildina, sem selur nýárstrésskraut. Stöðugt undanhald Vamarmálaráðherra Thailands (Síam) tilkynnti blaðamönnum í dag að Kong Le hafi verið hrak- inn úr aðalstöðvum sínum í borg- inni Pon Hong í Laos og væri kominn til Hanoi. Hafa sveitir Kong Le verið á stöðugu undan- haldi undan sókn sveita Phoumi Nosavans herforingja hægrisinna. Fyrri fréttir hermdu að Kong Le hafi gengið í lið með sveitum Pathet Lao kommúnista í Pon Hong, sem er um 65 kílómetrum fyrir norðan Vientiane, eftir að hafa flúið höfuðborgina. Tilkynnt var að rússneskar flugvélar hafi flutt vinstri sinn- um vistir til Pon Hong áður en borgin féll í hendur hersveita Phoumi Nosavans. Óstaðfestar fregnir herma að Souvanna Phouma, sem var íor- sætisráðherra í Laos, væri farinn frá Cambodia til Spm Neua hér- aðs í norður Laos, en þar ráða Pathet Lao ríkjum. Fyrr í þessum mánuði fór Souv anna Phouma frá Vientiane til Cambodia eftir árangurslausar til raunir til að koma á sættum milli hægri og vinstri manna. Orðsendingar Fréttastofan Nýja Kína í Peip- ing segir frá því í dag að sendi- herrum Bretlands og Sovétríkj- anna hafi verið afhentar orðsend ingar þar sem Kínastjórn styður þá tillögu Sovétríkjanna að Kong Le flúinn Bóðsteino um Airíkumúl Kairo, Egyptalandi, 28. des. (Reuter). GAMAL Abdel Nasser forseti hélt í dag áleiðis til Casablanca með snekkju sinni Horreya, en í Casablanca hefst hinn 3. janúar ,,topp“-fundur nokkurra Afríku- ríkja. Talið er að fulltrúar að minnsta kosti 11 sjálfstæðra rikja mæti á ráðstefnunni, sem mun ræða vandamál Afríku, svo sem Kongó og Alsír. Þar mun einnig verða rætt um að korna á fót sameiginlegri yfir stjóm herafla Afrikulandanna, sem verði einungis skipuð Afríku búum. • Heims við ból Vegna skrifa Velvakanda í gær, um að Sveinbjörn Egils- son hafi haft fyrirmynd orð- anna .lávarður heims' og „kon ungur lífs vors og ljóss“ í jólasálminum „Heims um ból“ úr eftirmælum, sem Bjarni Thorarensen orti, benti einn blaðamaðurinn honum á það, að einnig mætti finna fyrir- mynd upphafsorðanna. A önd- verðri 18. öld var Jón Hjalta- lín (langafi Jóns landlæknis) sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og sat í Vík (Reykjavík). Hann var gleði maður mikill og hélt góðar veizlur á vetrum, þar sem dansaðir voru vikivakar, sung ið og önnur gleði um hönd höfð. Heimilislíf var þar allt með frjálslegum og glaðvær- um brag og oft dansaðir viki- vakar, þótt ekki væru veizlur. Þetta angraði náttúrlega púrítanska menn úr geistlegri stétt, sem sáu djöfulsins véla- brögð í hverri dansheyfingu, og kom þá upp kvæði norðan- lands um dansana í Vík. Kvæð ið er Ijómandi létt og lipurt og flaug víða um land, því að þá eins og nú þótti flestu landsfólki ósköp gaman að smjatta og hneykslast á því, sem það ímyndaði sér að fram færi í Reykjavík. Kvæðið heit ir ,,Eitt sunnlenzkt vikivaka- kvæði ort á Munkaþverá eftir relation (frásögn) eins kaupa manns“. Kvæðið, sem mun ort um 1739, hefst á þessu: Þar er ekkert utan gleði ævinlega á sunnudagskvöld. Viðlagið við öll erindin er: Allan veturinn eru þeir að dansa. Þeir eru að drekka og dóminera duga því að leika bezt. Mestur hluti kvæðisins fjaU ar um líferni Víkurbúa á jóla hátíðinni, og segir þár m.a.i Frá þeim vetrar fyrstu nóttum fram það gengur undir jól, liggi menn ei í sárum sóttuno svo sem skildir heims við ból. Þarna er „heims ból“ not- að um jarðneskan verustað mannsbarna, og er líklegt, að Sveinbjörn hafi kannazt við kvæðið og munað eftir orða- laginu, þegar hann orti sálm- inn. Annars getur verið, að þetta orðalag hafi verið al- mennt fyrr á öldum. • Eftir Gunnar Fálsson Víst má telja, að séra Gunnar Pálsson (1714—1791) sem var djákni á Munkaþverá um þetta leyti, hafi ort kvæð- ið. Hann var ágætt skáld og jafnvígur á íslenzku og latínu. Hann var um tíma rektor á Hólum, en sat lengt af í Hjarð arholti í Dölum. Um hann segir í Islenzkum æviskrám: „Hann var gáfumaður mikill og manna lærðastur, lítill bú- maður, ógætinn í embættis- verkum, nokkuð hneigður til drykkju". Mikið er til eftir hann af gamansömum kvæð- um, sem benda ekki til þess, að hugur hafi fylgt máli, þegar hann hneykslaðist á lífsfjöri Víkurbúa, heldur hafi honum, ungum og fjörug um manni, leiðzt að hírast á norðlenzkum sveitabæ, lang- að í „lebenið" syðra og öfundað þá sem þar gátu dans að út jólin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.