Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 12
12
MOVC.T'*’"* a nib
Fimmtudagur 29. des. 1960
Ingvar Árnason
verkstjóri — minning
Fæddur 30. júní 1892.
Dáinn 24. sept. 1960.
1>ÓTT nokkur tími sé liðinn síð-
an Ingvar heitinn Árnason var
til grafar borinn langar mig að
minnast hans með nokkrum
orðum, sem eins þeirra ágætustu
manna, sem ég hef mætt á lifs-
leiðinni.
Ingvar var fæddur að Áshól
í Holtum þar sem foreldrar
hans bjuggu um nokkurra ára
skeið, þar ólst hann upp við
vanaleg sveitastörf i hópi syst-
kina sinna, en hann var elztur
þeirra. Foreldrar hans voru
Árni, f. 31. janúar 1864, a. í
Reykjavik 20. apríl 1943 Run-
ólfssonar b. Áshól f. 1828, dó að
Berustöðum 17. ág. 1901 Run-
ólfssonar b. Brekkum í Holtum
f. 1788 Nikulássonar í Kálfholli
Snorrasonar í Narfakoti í Njarð-
vikum Gizzurssonar.
Systkini Árna voru: Runólfur
bókbindari í Norðtungu faðir
Sigurðar er var kaupfélagsstjóri
í Borgarnesi, Sigurður er fór til
Ameríku Jón b. Hárlaugsstöðum
í Holtum átti fjölda barna og
Ingigerður kona Þorsteins Þorst
einssonar á Berustöðum, er einn
ig áttu stóran barnahóp.
Móðir þessara systkina kona
Runólfs b. í Áshól var Guðlaug
f. 17. apríl 1818 Jónsdóttir b.
Stóra-Hofi Rangárvöllum f. 3. ;
júlí 1786, drukknaði 29. apríl
1824 Jónssonar í Ey Einarsson-
ar. Móðir Guðlaugar var Ingi- ,
gerður Narfadóttir frá Háamúla ]
í Fljótshlíð Jónssonar Eyjólfs-
sonar í Háamúla, þess sem Háa- ;
múlaætt, verður kennd við Jóns ;
sonar. Er ættmennahringur ■
þessi mjög stór, margt mann- ;
vænlegra manna og kvenna, um (
Fljótshlíð, Holtin og í Reykja- ■
vík. Kona^Árna móðir Ingvars ]
var Margrét f. 22. júlí 1869, d i
15. júni 1951 Hróbjartssonar frá
Landeyjum f. 3. nóv. 1836 Ólafs- ]
sonar b. Tjamarkoti f. 4. sept. <
1801 Sigurðssonar á Syðri- ]
Úlfsstöðum f. 1773 Jónssonar b.
Hallgeirsey Ólafssonar. Systir
Sigurðar á Úlfsstöðum var Guð-
■ rún móðir Tómasar Sæmunds-
: sonar prests á Breiðabólsstað og
eins af Fjölnismönnum, hans
dóttir var Þórhildur kona Helga
Háifdánarsonar prestaskólakenn
ara föður Jóns Helgasonar bisk-
ups.
Kona Hróbjarts var Ingibjörg
f. 6. jan. 1845 Magnúsdóttir b.
Snjallsteinshöfða f. 19. ág. 1816
Jónssonar b. Skammbeinsstöðum
Árnasonar. Kona Magnúsar var
Margrét f. 1820 Teitsdóttir á
Snjallsteinshöfða f. 1798 Finns-
sonar. Þessa leið er frændsemi
við Guðmund Daníelsson skáld
og fjölda annarra manna austur
þar.
Af hinum ágæta systkinahóp
er ólst upp á heimili Árna og
Margrétar eru aðeins tvö eftir
lifandi, Guðlaug og 'Sigurberg-
ur framkvæmdastjóri í Reykja-
vík.
Það er ekki sama hvernig
maður er kynjaður og flestir
bera merki forfeðra sinna meira
eða minna, sumir fá í arf allt
það bezta, sem til er, aðrir
nokkurn veginn jafnt af hvoru.
Ingvar var einn þeirra gæfu-
manna sem fékk það bezta úr
báðum sínum ættum og ávaxt-
aði það vel.
Árið 1903 fluttist fjölskyldan
til Reykjavíkur og bjó þar æ
síðan. Fljótlega hóf Ingvar starf
hjá Reykjavíkurbæ, og vann þar
uppfrá því og um 30 siðustu
árin sem verkstjóri í grjótnámi
Reykjavikurbæjar. Ingvar var
vel að manni. Hann var þéttur
á velli og þéttur í lund. Hægur
og gætinn, var vellátinn, sem
verkstjóri og náði góðum af-
köstum með lægni og vinsæld-
um.
Ingvar var alinn upp á trúuðu
heimili þar sem guðrækni var
stunduð á gamla íslenzka vísu.
Það var því eðlileg þróun að i
hann léti þau mál sig einhverju
skipta. Ungur að árum gerðist
hann meðlimur K. F. U. M. var
einn af stofnendum Unglinga-
deildarinnar. Og þar í þeim fé-
lagsskap vann hann mikið og ó-
eigingjarnt starf. Og var það
'mikil gæfa fyrir þann félags-
skap að hafa fengið að njóta
starfskrafta svo ágæts manns.
Hins hleypidómalausa hrein-
lynda manns sém vakti athygli
annarra æskumanna á að Jesús
Kristur væri fyrirmyndin sem
vert væri að miða að. Og hygg
ég að skarð Ingvars á þeim
slóðum verði seint — eða aldrei
fyllt.
Fleiri ár var það hann sem
stjórnaði yngsta hópnum, það er
svonefndri Vinadeild, drengja-
deild yngri en 10 ára. Hann lað-
aði þá að fyrirmyndinni með
hinni hógværu boðun í orði og
verki. Hann var einn aðalfrum-
kvöðull sumarsstarfs K. F. U. M.,
einnig starfaði hann í Kristni-
boðsfélagi karla og sunnudaga-
skóla K. F. U. M. af sinni ein-
stöku trúmennsku og ást á því.
sem var hans hjartans mál.
Ungur að árum fluttist undir-
ritaður til Reykjavíkur og það
tel ég vera mína mestu gæfu
þar, er ég kynntist þeim Ingvari
og bræðrum hans. Og ef ég ætti
að óska ungling er flytti til
borgarinnar einhvers sem hefði,
varanlegt gildi þá væri það, að
slíkir menn yrðu á vegi þeirra
til handleiðslu gegn um lífið.
Menn sem aldrei bregðast hug-
sjón sinni og lifa til að gera
gagn.
Ingvar kvæntist árið 1944
Björgu Jónsdóttur, ágætiskonu,
dóttir Jóns Jónssonar frá Breið-
holti. Þau Ingvar eignuðust
þrjár dætur. Sem nú eiga minn-
inguna eftir um góðan föður.
Minningu sem getur yljað þeim
og stutt um ókomin ár. Það er
sárt fyrir konuna að sjá á bak
ástríkum eiginmanni. En þau
munu bæði hafa verið sannfærð
um að þau sæjust aftur á landi
lifenda, þar sem þau aldrei
þyrftu aftur að skilja. Og þar
sem ég trúi þeirri kenningu, að
þar sem góðir menn fara eru
guðs vegir, er ég sannfærður
um að sú trú rætist.
Ari Gíslason,
DÖMUR
FYRIR GAMIÁRSKVÖLD :
Kvöidkjólar, Herðasjöl, Kvöldtöskur, Stíf undirpils
og Hanzkar.
AHt bezt HJÁ BÁRU Austurstræti.
2ja herb. íbúð
Til sölu er lítil 2ja herbergja íbúð við Stóragerði.
íbúðin er tilbúin undir tréverk, húsið fullgert að
utan, sameign inni múrhúðuð, tvöfalt gler. Eignar-
hluti í nýtízku þvottavélasamstæðu fylgir. Frysti-
hólf.
ÁRNI STEFÁNSSON, hdl.,
nfálflutningur. Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Sími: 14314.
Lærið talmál
»
erlendra þjóða í fámennum flokkum. Auk venjulegra
kvöldkennslu fyrir fullorðna eru sérstök námskeið
fyrir börn og útlendinga, sem vilja læra íslenzku.
Kennsla hefst 6. janúar.
Málaskóli
Halldórs Þorsteifissonar
Vórður —
Oðiim
halda Sjálfstæðisfélogin í
kl. 8,30 eh. í
•- Heimdallur —>
AKVÚLD
Reykjavík miðvikudaginn 4.
Sjálfstæðishúsinu og Lidó
- SKEMMTIATRIÐI
Hvöt
januar
1. Félagsvist
2. Ávarp: Bjarni Benediktsson, ráðherra.
3. Spilaverðlaun afhent.
4. Dregið í happdrættinu.
5. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari
6. D A N S
Lidö:
1. Félagsvist
2. Ávarp: Jóhann Hafstein, alþingismaður.
3. Spilaverðlaun afhent.
4. Dregið í happdrættinu.
5. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari
6. D A N S
Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishusinu
í dag, fimmtudag frá kl. 1
Skemmtinefndin