Morgunblaðið - 29.12.1960, Page 10
10
MORGVWBl 4 ÐIÐ
Fimmtudagur 29. des. 1960
trgíjímM&Mli
Útg.: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjorar; Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgteiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald Kr. 45.00 á mánuði inhanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
REYNT AD STÖÐVA
FLOTANN?
Tj’ IN S og kunnugt er, hafa
sjómannasamtökin gert
kröfur um stórvægilegar
launahækkanir á hendur út-
vegsmönnum í viðræðunum
um nýja sjómannasamninga.
Útvegsmenn telja kröfur sjó-
manna vera hvorki meiri né
minni en 77% launahækkan-
ir miðað við meðalafla á bát
síðustu þrjú árin. Forystu-
menn sjómanna játa hinsveg-
ar ekki, að kröfurnar séu um
svo gífurlega hækkun, en
viðurkenna hinsvegar að all-
mikilla launahækkana hafi
verið krafizt.
Menn standa að vonum
agndofa, er þeir heyra slíka
kröfugerð á hendur útgerð-
inni, á sama tíma og upplýst
er, að rekstrargrundvöllur
útgerðarinnar er með þeim
hætti, að lítið má út af bera
til að ekki sé um stórfelldan
hallarekstur að ræða.
Meðan fundur Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna
stóð yfir, kröfðust stjórnar-
andstæðingar þess hástöfum,
að landslýðurinn væri skatt-
lagður til að styrkja útveg-
inn vegna þess að hann væri
rekinn með tapi. Stjórnar-
andstæðingar munu hafa
gert sér vonir um, að út-
vegsmenn sýndu fullkomið
tillitsleysi og krefðust nýrra
uppbóta, og þar með mundi
takast að kollvarpa hinu
trausta og heilbrigða efna-
hagslífi, sem hér er að skap-
ast. Viðbrögð útvegsmanna
voru á annan veg. Þeir
sýndu þjóðhollustu og kröfð-
ust ekki þess, sem ógjörlegt
var að veita.
Þegar vonin um að nota
samtök útvegsmanna í niður-
rifsstarfseminni varð að
engu, var blaðinu snúið við
og nú skyldi reynt að nota
verkalýðssamtökin til þess
að áorka því, sem ekki náð-
ist fram á fundum útvegs-
manna, þ.e.a.s. að stöðva flot-
ann.
Síðustu tvö árin hafa eng-
ar launahækkanir orðið hér
á landi, enda hefur ekki ver-
ið talið að atvinnuvegirnir
gætu staðið undir hækkuðum
kaupgreiðslum. Og sérstak-
lega hafa menn verið sam-
mála um það, að sízt mætti
þrengja kjör útgerðarinnar.
Ríkisstjórnin hefur marglýst
því yfir, svo ekki verður um
villzt, að nýjum kauphækk-
unum verði ekki velt aftur
vfir á almenning með skött-
um eða á annan hátt. Þess
vegna kemur alls ekki til
mála að taka upp á ný upp-
bótakerfi í einni mynd eða
annarri. Af því leiðir þá, að
sjómenn geta ekki sótt bætt
kjör til annarra en útgerðar-
manna sjálfra. En þegar því
er lýst yfir af stjórnarand-
stæðingum sem öðrum, að út
vegurinn búi við of rýr kjör,
er hverjum manni ljóst, að
fáránlegt er að krefjast þess,
að hann greiði hærri laun.
Deiluaðilar munu vera
sammála um það, að eðlilegt
sé að breyta grundvelli samn
inganna, þar sem þeir séu
bvggðir á óraunverulegum
skriffinnskuútreikningum frá
uppbótatímabilinu. Er eng-
inn vafi á því, að slík grund-
vallarbreyting væri heppileg.
En þegar hún er gerð, verður
— eins og nú er í pottinn bú-
ið — að ganga út frá því, að
kjör útgerðarinnar verði ekki
rýrari en áður. Þótt það sé
gert, standa samt vonir til
þess, að sjómenn geti borið
nokkuð meira úr býtum en
var á síðustu vertíð.
Sjómenn hafa til þessa
fengið sömu laun fyrir afl-
ann, hvort sem hann var
góður eða lélegur. Nú verður
hinsvegar ekki öllu lengur
dregið að flokka fiskinn eftir
gæðum og greiða hærra fyr-
ir beztu vöruna. Ef aflahlut-
ur sjómanna verður miðaður
við raunverulegt verðmæti
afians, geta þeir bætt hlut
sinn með því að færa að
landi fyrsta flokks vöru, sem
seld verður hærra verði en
fiskur til þessa. Hér er kom-
ið að því meginatriði máls-
ins, sem Morgunblaðið hefur
marglagt áherzlu á, þ. e. a. s.
sameiginlega hagsmuni vinnu
veitenda og launþega af því
að hagnýta atvinnutækin til
fuils, beita fullri vinnuhag-
ræðingu og hvers kyns hag-
sýni og aðgæzlu.
Vissulega hljótum við að
vona, að samningar takist á
þann veg, að þeir stuðli að
betri meðferð aflans og verð
mætisaukningu. En alveg er
óhætt að fullyrða að tilraim-
ir, sem gerðar kynnu að
vera til að stöðva bátaflot-
ann með kröfum, sem óger-
legt er að ganga að, yrðu
almennt fordæmdar, ekki sízt
af sjómönnum og verkafólki,
sem missti atvinnu í landi.
UTAN UR HEIMI
Síðasti
]|/| E S T og frægast allra
hringleikahúsa fornald-
arinnar er hið risastóra Col-
osseum í Rómaborg. Það
voru þeir keisararnir Vesp-
asian og Títus sonur hans,
sigurvegararnir frá Jerú-
salem, sem létu reisa þetta
óhemjumikla mannvirki í
lægð einni milli hinna sjö
Séð inn í Col-
osseum. — Leik-
vangurinn er
um 4.600 fer-
metrar að flat-
armáli.
Ss iw;:
hæða Rómar — en leikhúsið
var „vígt“ árið 80 e. Kr. með
leikum, sem stóðu yfir 100
daga samfellt. Orðið vígt er
hér haft í gæsalöppum, þar
sem það er nátengt kristn-
inni í hugum manna nú á
timum — en „vígsla“ Col-
osseum gat víst engan veg-
inn kallazt kristileg.
— ★ —
Hinir handteknu Gyðing-
ar voru látnir þræla við
bygginguna; og byggingar-
efnin — granít hið ytra, en
mýkri steinn hið innra —,
ekki reist fyrir neitt barnagam-
an — hinir harðsnúnu Róm-
verjar vildu fá að sjá eitthvað,
sem bragð var að, og það meira
að segja sterkt bragð. — Brátt
opnuðust líka dyr á búrum um-
hverfis leikvanginn, og hungr-
uðum villidýrum var att sam-
an — nashyrningum og tígris-
dýrum, nautum og ljónum, hlé-
börðum og villigöltum. Og á-
horfendur nutu þess í ríkum
mæli að sjá villidýrin sækjast
og verjast — og grimmileg ösk-
ur þeirra kitluðu hlustir mann-
fjöldans, sem æstist upp við
hvern blóðdropa, sem litaði sand
leikvangsins.
þannig á leikvanginum, fyrir
klóm og kjafti villidýra. Yfirleitt
tóku þeir dauða sínum óttalaust
— en hinn æsti múgur naut þess
á sérstakan hátt, án þess að
skilja, hvað til grundvallar lá, að
sjá kristinn píslarvott standa geig
lausan á leikvanginum, e. t. v.
syngjandi sálma sína og bænir,
og með sjónir hafnar til himins
— bíðandi þess, að hrammur
Ijósnins slægi hann til jarðar.
★ „TAKTU VIÐ STÁLINU!"
Loks var eitt vinsælasta atriði
leikanna viðureign „gladiator-
anna“ svonefndu — skylminga-
mannanna, sem háðu einvígi upp
á líf og dauða, með ýmiss konar
vopnum, og ýmist í fullum her-
klæðum eða nær því naktir —
sumir á hestbaki, aðrir í vögn-
um, og enn aðrir börðust stand-
andi báðum fótum á jörðu. Þeir
komu þrammandi inn á leikvang-
bardaginn
hafa verið svo sterk og
verkið svo traustlega unnið,
að enn í dag stendur mikill
hluti byggingarinnar uppi —
og Colesseum telst enn eitt
af undrum Rómaborgar, sem
enginn ferðamaður í horg-
inni lælur hjá líða að skoða.
— ★ —
Hér skulu nefndar nokkrar
tölur til þess að gefa hugmynd
um stærð Colosseum. Það er
sporöskjulagað, eins og hring-
leikahúsin voru yfirleitt — 188
m langt, 156 m breitt, og full
hæð hefir verið um 48,5 m.
Leikhúsið mun hafa rúmað 45—
50 þús. manns í sæti, en talið
er. að milli 80 og 90 þús. manns
hafi verið í Colosseum, þegar
þar var mest um að vera!
V EKKERT BARNAGAMAN
Keisarinn var yfirleitt við-
staddur leikana, og hófust þeir
jafnskjótt og hann hafði gengið
til sætis og gefið ákveðið merki.
Oft hófust leikarnir með því, að
einhver dýr voru látin leika
ýmsar listir. Stundum var t. d.
fyrsta atriðið það, að stórt og
föngulegt ljón hljóp fram, með
gimsteinum slegna kórónu á
konungshöfði sínu og demants-
festi um hálsinn, en makki þess
og klær voru gjarna gullroðn-
ar eða skreyttar á annan hátt.
Ljónið lék síðan ýmLss konar
kúnstir við lítinn héra, sem
dansaði og snarsnerist óttalaus
í kringum það. — En þetta var
aðeins byrjunin — og leikirnir
urðu smám saman átakameiri
og grimmileeri. Colosseum var
í Colosseum
sinn fyrir banahöggið, hrópaði
lýðurinn með fyrirlitningu:
„Taktu við stálinu!“ — Vafalaust
munu margir hafa séð afsteypur
af höggmyndinni frægu, „Hinn
deyjandi skylmingamaður" — ;n
myndastyttan sú varð Byron lá-
varði efni í átakanlegt ljóð sem
hefst á þessum línum:
„I see before me the
gladiator lie:
He leans upon his hand;
his manly brow
Consents to death, but
conquers agony ....***
COLOSSEUM — eins
★ KRISTNIR PÍSLAR-
VOTTAR
Ætla mætti, að það væri nægi-
legt til að svala grimmdarfýsn,
jafnvel hins forhertasta manns,
að horfa á hin stærstu villidýr
rífa hvert annað í tætlur — en
Rómverjarnir biðu þess með eftir
væntingu, að leikurinn yrði enn
grimmilegri, að meira blóði væri
úthellt. Að menn berðust við villi
dýrin. — Þetta gerðist með ýms-
um hætti. Oft hafði maðurinn
sigur, og múgurinn fagnaði —
en hann fagnaði engu minna, þeg-
ar villidýrið tætti bráð sína sund
ur, og hann naut þess að fylgjast
með því, á hve misjafnan hátt
menn tóku dauða sínum. — Marg-
ur kristinn maður lét líf sitt ]
og það lítur ut í dag
inn í fylkingu, gengu fyrir keis-
arann og heilsuðu honum: „Heill,
keisari. Þeir, sem standa augliti
til auglitis við dauðann hylla
yður!“ — Þegar skylmingamaður
særði andstæðing sinn, hrópaði
hann: ,,Habet“ — og leit um leið
upp til áhorfenda, sem gefa
skyldu merki um, hvort hann
skyldi veita andstæðing sínum
banasár eða hlífa honum. Ef
greinilegur meirihluti áhorfenda
hélt upp hendinni og benti upp
með þumalfingrinum, skyldi hin
um sigraða gefið líf — ef hann
var þá ekki þegar særður til ólíf-
is. Ef áhorfendur bentu hins veg-
ar niður með þumalfingrinum,
skyldi hann deyja — og ef hann
jhikaði við að teygja fram háls
Ilinn deyjandi skylmingamaður
Eramih. á bls. 18.