Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 29. des. 1960 MORGUlSBLAÐIh 19 — Vélasjóður Framh. aí bls. 11 l»6ra skárri heimild við hend- ina, auk minnis míns, aðgang að fi-umheimildum hef ég vitanlega ekki: „Árið 1926 býður sænska sölu- félagið, sem hafði selt BÍ hina fyrstu þúfnabana, BÍ fjórar vél- ar í viðbót, sumar nokkuð not- aðar. Voru þær keyptar 1927 fyrir 10 þús. kr. sænskar allar í einu kaupi. Tvo af þessum þúfnabönum keypti Thor Jen- sen, einn keypti í>úfnabanafélag Akureyrar og gamla þúfnaban- ann, sem þar var, hinn fjórða keypti Sveinn Jónsson frá Fjalli á Skeiðum, og loks seldi Bí gamla þúfnabanann í Reykjavík Gunnlaugi Gunnlaugssyni, er lengi hafði unnið með honum. Þúfnabanarekstri BÍ var þannig lokið, en þessir aðilar notuðu vélarnar næstu árin. En dagar þessara véla og vinnubragða voru senn taldir. Árið 1932 sel- ur Þúfnabanafélag Akureyrar tvo þúfnabana, sem það á þá heillega, til Danmerkur. Kaup- andinn var Vildmosekommission en, sem notaði þá við ræktun Store-Vildmase á Jótlandi, ásamt fleiri vélum, en fyrsti þúfnabaninn, sem til Danmerk- ur kom, hóf vinnu í Vildmosen 1921, sama árið sem fyrsti þúfna baninn kom til íslands“. Þannig var það, Bl átti aldrei og starfrækti aldrei nema tvo þúfnabana — sem keyptir voru 1921 og 1922, og var nógu erfitt samt —. Félagið hafði hins vegar alla forgöngu um kaup vélanna sem keyptar voru 1927, og var þar milliaðili. Ef til vill má segja að félagið hafi átt þá þúfnabana nokkra daga eða vikur, sem innflytjandi, unz eigendur tóku við þeim, en meira var það ekki, svo sem að ofan greinir. Þó að Vélasjóði væri frá upp hafi 1923, ætlað það mikla hlutverk „að kaupa og starf- rækja jarðræktarvélar, svo sem þúfnabana, skurðgröfur og aðr- ar stærri nýtízku vélar, sem eru við hæfi hér á landi“ — voru þetta dauð ákvæði að kalla má, allt til ársins 1943. Árið 1930 eru sett sérstök lög urc skurðgröfur ríkisins. Var í þeim heimild til þess að kaupa „eina skurðgröfu á ári fyrst uir sinn.“ Ekkert gerðist sam- kvæmt lögum þessum og síðar voru þau feld inn í Garðrækt- arlögin sem V. kafli þeirra — um Vélasjóð. En allt kom það eð engu liði, þar til ríkið keypti hinar fyrstu tvær skurð- gröfur af dragskóflugerð 1942. Þá kom í ljós að V. kafli Jarð- ræktarlaganna — um Vélasjóð, leysti ekki vandann, að skapa grundvöll að skynsamlegum og fjárhagslega heilbrigðum rekstri slíkra véla sem skurðgröfumar voru — og eru —. Árið 1942 var Ólafur Thors landbúnaðarráðherra um skeið, eða fór sem ráðherra með þau mál. Aldrei hygg ég að Ólafur hafi talið sig vera mikinn bún- aðarfrömuð, en samt tókst svo tiL að fyrir atbeina hans var lagður hinn löggjafarlegi grund völlur að hinum mikla og heillaríka rekstri Vélasjóðs — skurðgröfurekstrinum. Ólafur fól sem ráðherra Verk- færanefnd „að semja nýjar og ákveðnar reglur um notkun þeirra skurðgrafa sem ríkið á.“ Þetta leysti nefndin af hendi á þann hátt að hún endurskoð- aði V. kafla Jarðræktarlaganna, sem þá voru alveg nýlega end- urskoðuð — um Vélasjóð, og breytti honum mikið. Tillögum nefndarinnar var vel tekið og voru afgreiddar sem lög frá Alþingi 26. marz 1943. Síðan hafa ákvæðin um Véla- sjóð haldizt óbreytt í megin- atriðum, þótt Jarðræktarlögin . hafi verið endurskoðuð, að þeim verulegu breytingum frá- töldum, að framlag rikisins til framræslu með vélum hefir ver ið hækkað til mikilla muna. Útgerð skurðgrafanna varð aðalverkefni Vélasjóðs. Þó skal því eigi gleymt, að það var á vegum Vélasjóðs og sem eign hans að fyrsta jarðýtan — fyrsti beltatraktorinn búinn ýtutækj- um — tók til starfa 14. ágúst 1943. Hjólatraktorar höfðu að sönnu áður tekið við verkefn- inu af þúfnabönunum, að mjög verulegu leyti, en þó má með sanni segja að „Það munaði um mannsliðið drengir“, er jarðýturnar komu til sögunn- ar. Þannig hefir verkefni og verk — þáttur Vélasjóðs í búnaðar- framkvæmdum orðið mikill og giftusamlegur, eftir að ætlunar- verk sjóðsins var markað með lögunum 1943, langmest er það á sviði framræslunnar, afskipti sjóðsins af jarðýtunum voru aðeins 1943 og 44, en þau mörk uðu einnig spor sem um mun- aði og eiga ekki að gleymast. Verk skurðgrafanna eru auðsæ öllum sem litast um í íslenzk- um sveitum, en það verður heldur ekki farið langt um land ið — varla bæjarleið — svo að verk beltatraktoranna með ýtum blasi ekki við. Jaðri, 18. desember 1960 Ámi G. Eylands. í tilefni af gullbrúðkaupsdegi okkar þann 17. desem- ber flytjum við öllum þeim fjölda vina og vandamanna allra barna okkar, tengdabarna og barnabarna þakk- læti fyrir gjafirnar og blómin og heillaskeytin. Þetta allt þökkum við af hrærðu hjarta, en mest er okkur vin- 6tta ykkar allra. — Þökkum gamla árið, gleðilegt ár. Guðlaug Pétursdóttir, Stefán Árnason, Fálkagötu 9. Hlíöarbúar afhugið! Eidflaugarnar — Blysin og Raketturnar komið. HLlÐARTURNINN Drápuhlíð 1. i Flugeídar — Flugeldar I ár höfum við fjölbreytt úrval af TIVOL.I Skrautflugeldum ásamt MARGLITA BLYS, 12 teg. — SÓLJR (2 teg.) BENGAL BLYS — ÝLU BLYS. — PÚÐUR- ÞOTUR — STJÖRNUREGN o. fl. STJÖRNULJÓS. — RÓMVERSK BLYS. — Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytt- asta úrval af skrautflugeldum í öllum stærðum og nú eins og í fyrra eru til sölu hinir raunverulegu TIVOLI flugeldar. Við munum leigja hólka með þessum flugeldum. Tilvalið tækifæri fyrir félags-, fjölskyldu- og vinahópa að halda sameiginlega flug- eldasýningu á gamlárskvöld. Gerið innkaup meðan úrvalið er mest. FI.UGELDASALAN VESTLRRÖST H.F. Vesturgötu 23 (sími 16770). FLUGELDASALAN RAFTÆKJAVERZLUMN H.F. Tryggvagötu 23 (sími 18279). FLUGELDAR JOKER — F L A U T U STJÖRNU BLOSSAR — POTS-A-FEU LJÓS — SÓLIR Verðandi h.f. Ungling vantar til blaðburðar við Fálkagötu JDnvgtttihlððið Konan mín GUÐRUN árnadóttir frá Melbæ Kaplaskjóli, til heimilis Vitastíg 9, andaðist 24. des. s.l. Valdimar Kr. Árnason. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma guðrUn JÓNSDÓTTIR frá Tobbakoti, Þykkvabæ, andaðist í Landsspítalanum 23. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda. Gunnar Eyjólfsson. Eliginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR SIGURÐUR JÓHANNESSON húsvörður frá Meira-Garði í Dýrafirði, lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins þriðjudaginn 27. des. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Jónsdóttir, Guðrún Ebeneserdóttir, Jóhannes S. Sigurðsson, Halldóra Ólafsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Hulda Alexandersdóttir, Sigurður Sigurðsson, Ása Leósdóttir, Þórketili Sigurðsson og barnabörn. Jarðarför STEINUNNAR ÞÓRARINSDÓTTUR Kópavogshæli, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. des. kl. 10,30 f. h. — Blóm og kransar afþökkuð. F. h. aðstandenda. Margrét Auðunsdóttir Bróðir minn EINAR BJÖRNSSON andaðist í Haugasundi 17. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram í dag 29. desember frá heimili hans Övregatan 71 Haugesund. F. h. systkinanna og annarra vandamanna. Svava Bjfírnsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa ÞORSTEINS Þ MJRSTEINSSONAR Höfðaborg 53. F.h. aðstandenda. Aðalheiður Jónsdóttir, bfírn. temrdabfím og barnabfírn. Þökkum hjartanlega einlæga vinsemd við útför SIGTRYGGS JÓNSSONAR Suðurgötu 13. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.