Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. des. 1960 MORGUNBLAÐIB 5 Tveir þekktir V-íslendingar látnir TVEXR þekktir vestur-íslenzk ir öldungar eru látnir fyrir skömmu vestur í Minnesota- ríki í Bandaríkjunum. Það eru þeir Hjörtur Lárusson, tónlistarmaður, í Minneapol- is, og Jón B. Gíslason, bænda leiðtogi og fyrrum þingmað- ur í Minnesota í Minnesota- ríki. Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra Minnesota- ríkis, skrifar minningargrein um þ'á í Lögbergi-Heims- kringlu 15. des. sl., og er það, sem hér fer á eftir, byggt á þeirri grein. Hjörtur Lárusson var fædd ur í Ferjukoti í Borgarfirði 14. nóv. 1874 og lézt 25. nóv. sl. svo að hann varð réttra 86 ára. Hann fluttist vestur nokkuð fyrir innan tvítugt og bjó fyrst í Winnipeg, en fluttist til Minneapolis fyrir aldamót. Helgaði hann tón- listinni lífskrafta sína og varð þekktur á því sviði, enda kvað mikið að honum í tónlistarlífi Minneapolis um áratugi. Munu fáir íslending- ar hafa átt jafnlangan starfs- feril á þessu sviði og Hjörtur, því að hann hélt heilsu og starfskröftum til hins síðasta. Þótti hann jafnan glæsimenni í sjón og raun. Hjörtur lék á blásturshljóð- færi og var einleikari á trompet í hinni frægu hljóm- sveit „Minniapolis Symphony Orchestra". Þá var hann lúðra flokksstjóri í ýmsum lúðra- sveitum og kenndi á blásturs- hljóðfæri við MacPhail School of Music. Hjörtur var þríkvæntur. Fyrstu konunni, Margréti, sem var alíslenzk, kvæntist hann í Winnipeg. Margrét er látin fyrir mörgum árum. Þau eign uðust fimm börn. Dæturnar Lára, Grace og Aurora eru látnar, en eftir lifa söngkon- an Fjóla Marín Code (San Francisco) og sonur, Theodore (Los Angeles). í annað sinn kvæntist Hjörtur amerískri konu, en hún íézt skömmu síðar í bílslysi. Þriðja kona Hjartar, Alice, var af norsk- um ættum. Lifir hún mann sinn. Fjögur hálfsystkin Hjartar eru á lífi. Það eru þau Dóra, kona Steindórs Jakobssonar, frú Lára Goodman Salverson, rithöfundur í Toronto, Ontar- io, frú Anna Kristjánsdóttir, Elfros, Sask. og Albert Good- man, starfsmaður í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Jón (John) B. Gíslason var fæddur á Hauksstöðum í Vopnafirði 6. des. 1871 og lézt 4. des. sl., tveimur dögum fyr- ir 89. afmælisdaginn. Foreldr- ar hans voru Björn Gíslason, dbr.maður þar, sem fæddur var á Breiðavaði í Eiðaþinghá, en bjó lengi á Grímsstöðum á Fjöllum, áður en hann flutt- ist í Vopnafjörðinn, og kona hans, Aðalbjörg Jónsdóttir (af Grimsstaðaætt). Bjöm fluttist vestur ásamt fjölskyldu sinni með „stóra hópnum“ 1879, þegar Jón var á áttunda ári. Settist hann að á Stórhól skammt frá Minneota í Minne sota. Var Jón sonur hans síðan lengi kenndur við þann bæ og kallaður „Jón á Stórhól“. Jón tók við búi af föður sínum 1903 og varð hann fljótlega leiðtogi bænda þar um slóðir. Snemma tók hann þátt í stjórnmálum og á þingi sat hann 1918—1925, þegar hann dró sig til baka. Sinnti hann þar aðallega ýmsum merkum framfaramálum, svo sem end urskipulagningu ríkiskerfis- ins, vegamálum o fl. Þá átti hann mikilvægan þátt í út- breiðslu rafmagnsnotkunar í Minnesota, þar eð hann var höfuðmaðurinn í skipulagn- ingu rafveitna í sveitum. Þá átti hann mikinn þátt í stofn- un ýmissa bændasamtaka. Jón var bókhneigður og hafði yndi af bókmenntum, bæði á ensku og íslenzku. 1 Ræðumaður var hann ágætur og höfðingi heim að sækja, fjörugur og viðræðugóður. Dáin á undan Jóui voru þrjú hálfsystkin hans, Eyjólf- ur bóndi, Kristín, gift Jóni Snædal, Ingibjörg, gift Sveini Hólm, og fimm alsystkin, Ólöf, Björn, lögfræðingur og fast- eignasali, Halldór, prófessor og stofnandi útvarpsstöðvar Minnesotaháskóla, Þorvaldur (Walter), verzlunarmaður og póstmeistari, og Ámi, dómari. Árið 1895 gekk Jón að eiga Lukku 'Edwards, og var því 65 ára brúðkaupsafmæli hans nýafstaðið. Lukka, sem fædd er í Papey, lifir mann sinn. ' Þau eignuðust ellefu börn. Átta eru á lífi, 39 bamabörn og 18 barnabarnabörn. Þessi átta eru lifandi: Byron, póst- meistari í Elbow Lake, George í Minneapolis, John verkfræðingur í St. Paul, Jul- ian bóndi á Stórhóli, William, Joseph, Cecilia og Aðalbjörg Lucile, öll í Minneota og grennd. Cecilia er gift norsk um manni, Elmar Furgeson, og Aðalbjörg Friðriki Guð- mun dssyni bónda. i ^ i Gullbrúðkaup eiga í dag hjón- in Þorkelína Jónsdóttir og Finn- bogi Guðmundsson, Tjarnarkoti Innri-Njarðvík. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú’ Gudrun Barenther og Kristján Jónsson, Munchen, Þýzkalandi. Einnig Ólafía Jóns- dóttir, Brávallagötu 18, og Sveinn Ben Aðalsteinsson, Mjó- stræti 4. Einnig ungfrú Guðrún Eyberg, Urðabraut 4, Kópavogi og Sæmundur Árnason, prentari, Brekkulæk 1, Rvík. Einnig ung- frú Sigrún María Sigurðardóttir, Fossagötu 6 og Magnús Magnús- son skipstjóri, Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvík. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Fanney Jónsdóttir, Berja nesi og Jón Jónsson á Ingólfs- firði, bæði í Árneshreppi í Strandasýslu. — Einnig ungfrú Aðalheiður Jónsdóttir, Skúlagötu 76 og Jón Frímannsson, iðnnemi, Karfavogi 27. — Einnig ungfrú Hjördís Benónýsdóttir, Bjarkar- götu 10 og Hörður Lorange, Víf- ilsgötu 12. Á jóladag opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Jóhanna Jóhannes- dóttir, Háteigsveg 28 og Ólafur Þór Thorlacíus, Ránargötu 33. í dag verða gefin saman í hjóna band í kixkjunni í Innri-Njarð- vík, ungfrú Sólveig Karvelsdótt- ir, Bjargi, Ytri-Njarðvik og Sig- urður Pálsson frá Húsavík. Heim ili ungu hjónanna verður fyrst um sinn að Bjargi Ytri-Njarð- vik. Gerðir vorar ættum við að miða við vilja himinsins, en haga orðum vot- um með tilliti til tifinninsa mann- anna. — Kínverskt. Það er föst regla meðal mannanna að hata þá, sem þeir hafa gert órétt. — Tacitus. — Alfreð liggur auðvitað ein- hversstaðar sofandi. Eimskipafélag íslands hf.: — Brúar foss er á Akureyri. Dettifoss er í Vent spils. Fjallfoss er á leiö til Rvíkur. Goðafoss er í Rvík. Gullfoss er á leiö til Hamborgar. Lagarfoss er í Keflavík Reykjafoss er á leið til Hamborgar. Selfoss er í New York. Tröllafoss er á leið til Rvíkur. Tungufoss er á Siglu- firði. H.f. Jöklar.: — Langjökull er í Len- ingrad. Vatnajökull er í Hamborg. Hafskip hf. — Laxá er á leið til Kúbu. Eimskipafélag Reykjavíkur h. f. — Katla er í Arhus. Askja er 1 Rvík. Skipadcild SÍS.: — Hvassafell er í Riga. Arnarfell er á leið til Vestmanna eyja. Jökulfell er á leið til Póllands. Dísarfell er á Hvammstanga. Litlafell er á Norðurlandshöfnum. Helgafell er í Ventspils. Hamrafell er á leið til Gautaborgar. Flugfélag íslands h.f.: — Sólfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 18:30 í dag frá Khöfn og Glasgow. Innanlandsflug: í dag til Akureyrar, Egilsstaða, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja og í»órshafnar. Á morg un til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjar klausturs og Vestmannaeyja. Skipaútgerð ríkisins: — Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til Vest- mannaeyja. Þyrill er á Austfjörðum. Skjaldbreið er á Breiðafjarðarhöfnum. Kennari: Getur nokkurt ykkar sagt mér hvað vindur er? Anna litla: I>að er logn, sem er að flýta sér. — Ertu bindindismaður af sannfæringu? — Já. — Hvað hefur sannfært þig? — Það er ekkert „hvað“, það er konan mín. Kennari: Hvað er þátíðin af „ég vakna“. Nemandi: — Ég svaf. Gömul veitingakona: — Hvern ig líkar yður hænan? Mikið sá ég eftir að slátra henni. Gestur: — Því trúi ég vel. Þið hafið líklega verið leiksystur 1 æsku. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ...... kr. 106,94 1 Bandarikjadollar ...... — 38,10 1 Kanadadollar .......... — 38.98 100 Sænskar krónur .... — 736,85 100 Danskar krónur .... — 552,75 100 Norskar krónur ....... — 534,10 100 Finnsk mörk .......... — 11,92 100 Austurrískir shillingar — 147,30 100 Svissneskir frankar _ — 884,95 100 Franskir frankar ..... — 776,15 100 Gyllini .............. — 1009,95 100 Tékkneskar krónur ........ — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk ........ — 913.65 100 Pesetar .............. — 63.50 1000 Lírur ................ — 61,39 Nú er hann Fúsi kominn í Kinn, kunnugur manni öngum. Hver mun leiða höldinn inn með hópinn sinn, svo rekkurinn ekki roti sig I göngum? Sigfús prestur Guðmundsson um sjálfan sig, er hann tók við Stað. Milliveggjaplötur 7 og 10 cm heimkeyrður. Brunasteypan Sími 35785. 24113 Smurt brauð Höfum opnað smurbrauðsstofu að Hjarðarhaga 47 við hliðina á Dairy Queen. Á boðstólum smurt brauð, snittur og brauðtertur. Pantanir afgreiddar með litlum fyrirvara í síma 16311. Seljum einnig smurt brauð í biðskýlinu Kópavogshálsi. Brauðsalan opin til kl. 11,30 e.h. SMURBR AUÐSS Al AN, Hjarðarhaga 47. Nýtízku 3ja herb. íbúð með húsgögnum til leigu í óákveðinn tíma. Upplýsingar í síma 17030 frá kl. 9—12 og 13,30—18. SKÍÐASKAUNN HVERADÖLUM Áramótafagnaður verður í Skíðaskálanum á gamlárskvöld. Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að hafa bfl- ferðir frá B.S.R. kl. 21 og til Reykjavíkur aftur kl. 3 eftir miðnætti. Aðgöngumiðar verða seldir hjá L. H. Muller Austurstræti. Skíðaskálinn Hveradölum. Aiamótofagnoður skdta verður í Sk.á.taheimilinu á gamlárskvöld og byrjar klukkan 10. Góð skemmtiatriði. Aðgöngumiðar verða seldir í Skátaheimilinu föstudaginn 30. des. kl. 4—7 e.h. og gamlársdag kl. 2—4 e.h. NEFNDIN. Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn í Iðnó föstud. 30. des. 1960 kl. 8,30 sd. Fundarefni: Tillögur félagsins til breytinga á samningum við atvinnurekendur. Áriðandi að félagsmenn fjölmenni. STJÓRNIN. JÓLA - BINGÓ v e r ð u r í BREIÐFIRÐIMGAMJD í kvöld kl. 9 Meðal vinninga er útvarp, innskots- borð, armbandsúr, auk margra góðra vinninga. Ókeypis aðgangur. Húsið opnað kl. 8,30 Borðpantanir í síma 17985 frá kl. 5. Breiðfirðingabúð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.