Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. des. 1960 MORnvnm AÐlh 3 Það var þessi uppfinning STAKSTEIMAR INGIMUNDUR Bjarnason heitir hann, og rekur járnsmíðaverk- stæði á Sauðárkróki. Þar eð hann mun vera einn af þeim fáu er smíða nú þá hluti fyrir bænd «r, sem áðuT voru framleiddir *vó að segja á hverju sveita- heimili, þykir okkur hlýða að líta inn og sjá framleiðsluna, og því berjum við að dyrum að Suðurgötu 5 á Sauðárkróki. Drunur í rafsuðuvél heyrast, en gegnum þær fáum við greint karlmannsrödd sem segir kom inn. Við opnum dyrnar, stigum eitt þrep niður og erum sam- stundis blindaðir af skæru bláu ljósi rafsuðunnar. Við erum etaddir í smiðju og þar inni sjá- um við þrekvaxinn mann, með rafsuðuhjálm á höfði og með raf suðutöng í hægri hendi, grúfa sig yfir járnborð, en á því ligg- ur einhver hlutur sem fréttamað urinn kann ekki að nefna. „Hey- skerinn hans Jóns er þarna á borð inu“, heyrist sagt inni í hjálmin- um, en rafsuðuvír heldur áfram að suða yfir hinum ókennda hlut og neistaflugið hríslast í all ar áttir. „Við erum frá Morgunblaðinu og látum því heyskerann hans Jóns vera, en okkur langar til að spjalla við þig um smíðarnar, nú og fyrr“. Skyndilega slokknar raf suðuneistinn, og maðurinn með hjálminn snýr sér við, réttir út sér og lyftir hjálminum. Ingimundur í smiðju sinni með heyýtuna. sjást ýmsir smíðisgripir. að um hana og langar til að sjá áhaldið ef við tefjum ekki of — , ,,, , „ . . mikið fyrir“. Aftur lyftist hjálm og góðlegur öldungur virð- ir okkur vandlega yrir sér: „Nú að sækja heyskerann. Hvað? Frá blaði, ha? Nei með svoleiðis karla hef ég ekkert að gera“. Mýsnar átu belginn Oldungurinn lætur hjálminn Uppfinningamaðurinn með l heyýtuna síga, og býr sig undir að hefja suðuna á ný en fréttamaðurinn gefst ekki upp: „Það var þessi uppfinning. Við höfum heyrt tal- svo þig langar að sjá heyýtuna, jú það ætti að vera hægt“., og Ingimundur leggur hjálminn á borðið, og strýkur svitann af enninu. „Þú hefur starfað lengi við járnsmíði Ingimundur". „Eg fór að dunda við þetta strákur í sveitinni, það var í Húnavatns- sýslunni, en þar er ég fæddur og dvaldi ég framan af ævinni. Hér á Sauðárkróki hef ég þó búið í 35 ár“. „Og aðallega smiðað fyrir bænd- ur?“ „Hér vinn ég fyrir alla, en áður var þetta mest fyrir sveita- mennina. Eg hafði snemma smiðju eina af þessum gömlu með handknúnum belg en ég gafst fljótt upp á þeim. Ekki svo að skilja að þeir væru ekki nógu góðir, jú jú, en mýsnar átu fyrir mér belginn, og þá útbjó ég mér smiðju, líka og nú tíðkast. A þeim árum smíðaði ég einnig úr tré vagnhjól, vagngrindur, og ýmislegt annað. Einu sinni smíð- aði ég sláttuvél. Hún var með svipuðu sniði og nú gerist, nema að ljárinn gekk á milli tveggja hjóla. Hún var lítil og létt, og var þannig gerð að maður ýtti henni á undan sér, líkt og gert í heinisókn hjá Ingimundi Bjarnasyni á Sauðárkróki ev nú með garðsláttuvélar. þá þekktust þær ekki“. En StæTsta uppfinningin „Og svo er það þín stærsta upp finning, heyýtan hvað um hana“. „Heyýtan var búin að vera lengi á dagskrá hjá mér. Ég hafði alltaf áhuga á að búa til ýms heyvinnu verkfæri sem ekki þyrfti véla afl eða hest til að draga. Eitthvað sem hentaði vel við garða og smá slægjulönd. Það kom þá helzt til greina eitthvert handhægt og létt tæki, sem væri afkastamikið og þægilegt við samantekt á heyi, þá varð þessi ýta til. Síðan eru um 25 ár“. „Veistu hvað ýturnar eru orðn ar margar hjá þér“. „Nei, fyrstu árin smíðaði ég að eins fyrir sjálfan mig og nokkra kunningja. Síðan sótti ég um einkaleyfi. Nokkru síðar fékk ég þær upplýsingar að svipað áhald Uþekktist á Suður-Frakklandi og Íað mjög dýrt yrði fyrir að fá i einkaleyfið viðurkennt. Nú seinni árum hef ég selt eitthvað um 50 ýtur til allflestra lands- hluta og eftir því sem ég veit bezt hafa þær állstaðar líkað vel. Eg gerist nú gamall og fer senn að hætta þessum smíðum. En þó ég falli frá, vona ég að ýtan mín eigi eftir að létta mörg- um heyvinnustörfin. Við lítum nánar á ýtuna og sjá um að hún er ekki frábrugðin stórri hrífu, nema breiður gafl er í stað hrífuhaussins, tindarnir öflugir og með nokkru öðru lagi en venjulega. Með þessu áhaldi er auðvelt að ýta heyi saman, fanga það og jafnvel raka. Hér inni eru auk þessa margir aðrir gripir, sem bændur nota mikið svo sem skeifur af ýmsum stærðum og gerðum, heyskerar, heynálar, dyrahespur fyrir útihús, kýrbönd og margt fleira. Það er vissuiega margt sem þessi aldni þjóðhagi hefir smíð- að um dagana og mörgum hefir þótt gott til hans að leita. Hin stóru verkstæði, sem víða eru starfrækt, leggja sig trauðla niður við svona vinnu, og hverjir taka þá við þegar Ingimundur og hans líkar falla frá. — St. E. Sig. Nato bjarjjaði heimsfriðnum Hvers vegna skyldu kommÚA. istar um allan heim hata Norður- Atlantshafsbandalagið öllu öðm meira? Allir heilvita menn vita að það er eingöngu varnarbanda- lag lýðræðissinnaðra og friðelsk- andi þjóða. Stofnun þess var nauðvörn gegn ofbeldis- og hern- aðarstefnu Rússa, sem látið höfðu sinn Rauða her svipta hverja Bvrópuþjóðina á fætur annari frelsi og sjálfstæði. Kommúnistar voru í yfirgnæf- andi minnililuta í öllum þeim löndum í Austur Evrópu og á Balkanskaga, þar sem Rússar fengu þeim stjórnartauma. Þeir hafa síðan stjórnað þessum lönd- um í skjóli rússneskra herja og vopna. Atlantshafsbandalagið stöðvaði valdarán kommúnista í Evrópu. Þess vegna hata þeir það eins og pestina. En Atlantshafsbandalagið hef- ur ekki aðeins stöðvað framsókn hinnar kommúnísku einræðis- og nýlendustefnu í Evrópu. Það hef- ur langt fram heilladrjúgan skerf til varðveizlu heimsfriðarins yfirleitt. Nýlendustefna Rússa og hins alþjóðlega kommúnisma felur í sér stærstu hættuna, sem í dag steðjar að friði og öryggi í heiminum. Friðar- og lýðræðis- hugsjón Atlantshafsbandalagsins er hin algera andstæða þeirrar stefnu. Þess vegna eru þessi sam- tök vestrænna lýðræðisþjóða brjóstvörn friðarins. Allir frjáls- lyndir menn hljóta því að styðja það. 500 nýir félagar Neytenda- samtakanna á VÆ mánuði A EINUM og hálfum mánuði hafa um 500 manns gengið í Neytendasamtökin. Forráða- menn samtakanna settu sér það mark um miðjan nóv. sl. að efla 1000 nýrra félaga fyrir ára- mót, en bæði er það, að enn eru fjölmargir áskriftarlistar, sem í gangi hafa verið, enn ókomnir Jólatrésfagnaður HAFNARFIRÐI. — Hinn ár legi jólatrésfagnaður Sjálf- stæðisfélaganna verður í Góðtemplarahúsinu í dag og hefst kl. 3 fyrir yngri börn (jólasveinninn kemur kl. 4) og kl. 8,30 fyrir eldri. til skrifstofu samtakanna, og svo hitt, að enn er árið ekki lið- ið, og því segir stjórn Neytenda- samtakanna: Kveðjið ekki árið án þess að láta verða af þvi að ganga í Neytendasamtökin. 1 dag og á morgun verður tekið á móti nýjum meðlimum í síma 1 97 22 frá kl. 10 f. h. til 10 e. h. Þeir sem gerast meðlimir fyrir áramót, fá gjafabók bandarisku Neytendasamtakanna, en hún| ein kostar í Bandaríkjunum meira en allt árgjald Neytenda- samtakanna hér, en það er að- eins 45 kr. Fjöldi bæklinga er innifalinn árlega, en hinir síð- ustu, er út komu rétt fyrr jólin, fjölluðu um snyrtivörur og gerviefni. Þá hafa og komið út á árinu 5 tölublöð Neytenda- blaðsins, en í hinu síðasta er birt útvarpserindi Sveins Ás- geirssonar, hagfræðings, um vörumerkingar. Þá veitir skrif stofa Neytendasamtakanna með- limum þeirra án sérstaks endu gjalds aðstoð og upplýsingar vegna kaupa á vörum eða þjón ustu. En mest er um vert, að Neytendasamtökin eflist í bar- áttu sinni fyrir hagsmunum neytenda almennt í þjóðfélag inu. Gerizt liðhlaupar! Berlín, 28. des. — (Tteuter) — EINN af lciðtogum austur- þýzkra kommúnista skoraði í dag á Þjóðverja í frönsku útlendingahersveitinni í Al- sir að gerast liðhlaupa og ganga í lið með serkneskum uppreisnarmönnum, að því er austur-þýzka fréttastofan ADN skýrir frá í dag. Segir fréttastofan að Herbert Warnke, sem er meðlimur æðsta ráðsins, hafi skýrt frá því ráðstefnu verkalýðsfélaga Berlín að heildarsamtök verka lýðsfélaganna stæðu fyrir dreif ingu flugrita meðal franskra hersveita í Alsír í þessum til- gangi. „Við skorum á Vestur-Þjóð- verja í útlendingahersveitinni að ganga í lið með frelsishreyf- ingunni í Alsír. Við erum reiðu búnir að aðstoða þá við að búa sér virðingarverða og sómasam- lega framtíð," sagði hann. SÍS og „Dagur“ Fyrir jólin var Dagur, mál- gagn Framsóknarmanna á Akur- eyri borinn í hvert hús á Húsa. vík. í þessu blaði fór þó lítið fyrir lesefni til skemmtunar eða glaðn ings um hátíðarnar. í því voru svo til eingöngu auglýsingar frá SÍS og kaupfélögunum á Norður landi. Þannig misnota Framsókn- armenn samvinnufélögin í þágu flokksklíku sinnar. f kaupfélög- unum fyrir norðan er mikill fjöldi Sjálfstæðismanna og ann- arra andstæðinga Framsóknar. Þeir eru látnir borga brúsann fyrir pólitískan áróður Framsókn arflokksins. Þegar vakin er at- hygli á þessari ósvífnu misnotk- un Framsóknar á samvinnufélög- unum kalla Tíminn og Dagur það „árás á samvinnustefnuna".!- Þannig er þeirra réttlætistilfinn- ing. Gjafabækur útgáfufyrirtækja Suin bókaútgáfufyrirtæki haðt tekið upp þann sið að gefa út litla bók fyrir hver jól og gefa hana vinum sínum og velunnur- um. Er þetta góður siður og geð- þekkur, ekki sízt vegna þess hve fyrirtækin vanda vel til þessarar jólabókar sinnar. Þannig hefur Almenna bókafélagið fyrir þessi jól gefið út bókina íslandsferð Mastiffs, sem Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi hefur snarað á íslenzku, og ísafoldarprentsmiðja bókina Meistari Guðmundur Þor- láksson, er dr. Sigurður Nordal hefur ritað. í íslandsferð Mastiffs segir frá ferðalagi nokkurra enskra fyrir- manna til íslands sumarið 1878. Er sú frásögn hin skemmtileg- asta. Sigurður Nordal segir hins vegar ævisögu sérkennilegs menntamanns, sem uppi var á ár- unum 1852 til 1910. Þrátt fyrir merkileg fræðistörf er þessi mað ur lítt þekktur meðal þjóðar sinnar. Bæði eiga fyrrgreind bókafyrir tæki þakkir skildar fyrir þessar jólabækur sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.