Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. janúar 1961 MORCl' y BL AÐIÐ 5 MENN 06 = MŒFNI= I APRÍL 1961 munu Samein- uðu þjóðirnar gefa út frí. merki til heiðurs Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washing ton. Sameinuðu þjóðirnar efndu til alþjóðlegrar sam- keppni um teikningu á fri- merki þessu, og bárust teikn- ingar frá listamönnum víðs vegar um heim. Þó urðu hlut- skarpastir tveir af starfs- mönnum teiknideildar gjald. eyrissjóðsins, þeir Hörður Karlsson og Roy Carlson, og er sá fyrrnefndi íslendingur, sem starfað hefur við Gjald. eyrissjóðinn undanfarin 4 ár. Þeir Karlssynir áttu sameig- inlega tvær af fimm teikning- um, sem komust í úrslit o.g valdi Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri S. Þ., ann- að þeirra til útgáfunnar. Á myndinni, sem fylgir hér með sézt Per Jacobson, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, þakka lista. möimum fyrir merkið. Við þetta tækifæri sagði Per Jacobson meðal annars: — Ég hef komizt að raun um, að þetta er í fyrsta sinn, sem starfsmenn alþjóðastofnunar hafa unnið í slíkri keppni. Ég óska ykkur innilega til hamingju. Við erum allir mjög hreyknir af þessu af. reki ykkar. Frímerkið mun verða gefið út í verðgildunum 4 cent, blátt og 7 cent, rautt og er prentun þeirra þegar hafin í Japan. Hörður Karlsson og Roy Carlson, hafa einnig teiknað fyrstadags umslög fyr ir frímerkin og munu þau verða prentuð í Sviss. Hörður Karlsson er 27 ára gamall og er sonur Karlottu og Karls Guðmundssonar, lög regluþjóns í Kópavogi. SENUSo.LASTaiiíN Sníðlienníla 2 pláss laus á dagnámskeið kennt verður tv^var í viku kl. 2—5 e.h. Sigí'ún Á. Sigurðardótt’r Drápuhiið 48 Simj 19178 Vesturliæingar Nonnabúð, Vesturgötu 27 tekur á ír.óti fatnaði til hreinsunar fyrir okkur. Efnalaugír LINb.W h.f. Húshjálp óskast 2—3 daga í viku, alla daga kemur til greina. Uppl. eft ir hádegi í síma 50801. Vanur logsuðumaður óskar eftir kvöldvinnu, er einnig nokkuð vanur raf- suðu, uppl. í síma 10239. Ibúð Hjón með tvö börn, óska eftir 2ja—Sja herb. íbúð. Til'o. leggist inn á afgr. Mbl. fyrir nk. fimm-tudags- kvöld, merkt: „Reglusemi — 1076“. Earngóð kona óskast til að gætn barna hálfan úaginn. Uppl. í slma 3'612 eða Lauigarnesvegi 80A 2 herb. og eldhús óskast til leigu. Get tekið að mér frágang á tréverki. Tilb. sendist Mbl. fyrir 22. þ. m. merkt: „Trésmíði — 1075“. Herbergi til leigu í Vesturbænum fyrir ein- hleypa, reglusama konu. Uppl. í síma 13483. 3ja lierb. íbúð til leigu að Borgarholts- braut 37, Kópavogi. Uppl. á staðnum. wst:jaini..!JK MjíV.im !ti ! ■:!:■: i í! | ffl AH........ ' — Hefurðu tekið eftir hvern- ig hann brosir til mín? Kaupsýslumaður nokkur kom heim kl. 8 um morgun og sagði við konu sína, að hann hefði verið á fundi fram eftir nóttu. Þegar fundinum var lokið varð hann að keyra einkaritarann heim og hún bauð honum upp á kaffi og þar sem var orðið framorðið, spurði hún hvort hann vildi ekki gista. Kona hans horfði reiðilega á hann. — Góði, reyndu ekki að skrökva, heldurðu að ég viti ekki, að þú hefur verið að spila í klúbbnum einu sinni enn .... Hótelgesturinn: — Það eru ekki margir uxahalar í þessari uxahalasúpu. Þjónninn: — O-nei, en það er heldur enginn Napóleon í N apóleonsköku. Eimskipafélag: íslands hf.: — Brúar- foss er á leið til Esbjerg. Dettifoss er á Akranesi. Fjallfoss er á ísafirði. Goðafoss er á leið til New York. Gull- foss er í Hamborg. Lagarfoss er á leið til Swinemunde. Reykjafoss er í Rott- erdam. Selfoss er í Rvík. Tröllafoss er á leið til Belfast. Tungufosss er í Gautaborg. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja fer á morgun austur um land. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til Vestmanna eyja og Hornafjarðar. Þyrill er í Hafnarfirði. Skjaldbreið er á Breiða- fjarðarhöfnum. Herðubreið fór í gær vestur um land í hringferð. Hekla er á Austfjörðum Hafskip h.f.: — Laxá fór í gær frá Havanna áleiðis til Cardenas. Eimskipafélag Reykjavíkur h. f.: — Katla er í Riga. Askja er á leið til Ítalíu. Jöklar hf.: — Langjökull var í Hafn arfirði í gær. Vatnajökull er á leið til Rvíkur. Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er í Greaker. Arnarfell er á leið til Ab- erdeen. Jökulfell er í Rvík. Dísarfell er í Karlskrona. Litlafell losar á Aust fjarðahöfnum. Helgafell er á Húsavik. Hamrafell er á leiö til Batumi. Gamanleikurinn „XJtibúið í Árósumu, sem Lei-kfélag Kópa vogs hefur sýnt að undan- förnu, er sýndur í 17. sinn í kvöld í Félagsbíóinu í Kefla vík. SI. helgi var leikritið sýnt einu sinni í Kópavogi og tvis- var í Keflavík og alltaf fyrir fullu húsi. , i í dag verður sjötug frú Katrín Eyjólfsdóttir, Spítalastíg 5 hér í bæ. Hún dvelst í kvöld á heimili sonar síns og tengdadóttur, Goð- heimum 20. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Sólveig Ólafs- dóttir frá Borgarnesi og Sigur- geir Sigmundsson, búfræðingur, Syðra Langholti í Hrunamanna- hreppi. Skjót svör Þegar Northcliffe lávarður (1865—1922) var ungur rit-> stjóri og hét ennþá Harms- worth, fékk hann senda grein. Henni fylgdi bréf og í því bað greinarhöfundur hann um að setja kommurnar í hana. Harmsworth svaraði: — Mig langar til að biðja yður um að senda bara komm urnar næst, þá skal ég skrifa I grcinina. Charlie Chaplin skemmti einu sinni gestum sínum með því að herma eftir ýmsum listamönnum. Þegar hann byrjaði að syngja með hreinni og fagurri rödd, sagði einn gestanna: — Já, en Charlie, ég vissi ekki, að þú gætir sungið. — Það get ég heldur ekki, var svarið, ég er bara að herma eftir Caruso. Tek aö mér að leiðbeina byrjendum og þeim sem lengra eru komn ir í ensku. — Uppl. í síma 34088. Unglingsstúlka óskast til að lita eftir börn um síðari hluta dags 3 daga í viku. Uppl. í síma 19837 kl. 1—7. Ungur maður óskar eftir atvinnu í Kjör búð eða kjötverzlun. Er vanur. Hef bílspróf. Tiib. sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag, merkt: „1073“ A T H U G 1 Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Hafnarfjörður Herbergi til leigu að Hverf isgötu 20. Aðgangur að eld húsi getur fylgt. — Uppl. á staðnum. Afgreiðslustúlka Stúlka óskast til afgreiðslu starfa á veitingabar nú þeg ar. Uppl. á Laugavegi 161. Danska garnið er komið. Þorsteinsbúð Snorrabraut 61 og Keflavík Til leigu ný 4ra herb. íbúð á góðum stað í bænum (hitaveita). Tilb. er greini fyrirfram- greiðslu sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt: — „íbúð — 1079“ 3/a—4ra herb. íbúð óskast til leigu í Reykjavík eða nágrenni. Fyrirfram- greiðsla kemur til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: ^Skilvís greiðsla — 47“. BÓKALISTAR 1. Modern Languages 2. Biography 3. Automobile, Diesel and Marine Engineering 4. Physics and Mathematics 5. Religious Books 6. Art Books 7. Medicine, Biology, Mathematics, Physics, Astronomy, Chemistry, Technics 8. Dictionaries and Reference Books 9. Atlases 3. Books for Students of English Vinsamlegast sendist undirrituöum ókeypis bóka- Nafn og heimilisfang: ............................... Snflfbjöm3ónsson&Q).L.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.