Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAD1Ð Miðvikudagur 18. Janúar 1961 E IN S og kunnugt er af fréttum, sökk radarturn, sem stóð í Atlantshafi um 128 kílómetrum frá New York, aðfaranótt mánu- dagsins, og með honum 27 manns. Fyrir rúmum mánuði heimsótti blaðamaður frá þýzka vikublaðinu Quick radarturn 3, en sá sem sökk var radarturn 4. — í grein sem blaðamaðurinn ritar um heimsóknina, tal ar hann um hættuna, sem er því samfara að dvelja á þessum athugunarstöðv- um. Segist þeim þýzka svo frá: „Meðan ég var á rad- areyju 3, þurfti að yfir- gefa radareyju 4. ‘Óveður hafði skemmt undirstöður — Ufanríkis- vibskipiin Framh. aí bls. 12. að sú leið yrði farin, eins og á undanförnum árum, að gripið yrði til nýrrar gengisfellingar eða uppbótakerfis í einhverri msmd. Slíkt myndi aðeins koma verðbólgunni af stað aftur og rýra verðgildi peninganna sem kauphækkuninni svaraði, þann- ig að engar raunhæfar kjara- bætur ynnust. Hitt er líklegra, að af myndi hljótast samdráttur í atvinnurekstrinum, sem óhjá- kvæmilega hefði í för með sér atvinnuleysi. Ef kaupgjald helzt stöðugt, mun grundvöllur sá, sem lagður hefur verið að öruggri atvinnu, vaxandi framleiðslu og bættum lífskjörum treystast og efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar eflast. Semþykklir vinnuveit- enda lýsa almennum viðhorfum i launamálum AÐ gefnu tilefni skal það tekið fram, að Vinnuveitendasamband fslands gekkst fyrir sameiginleg- um fundi nokkurra stærstu vinnuveitendasamtakanna í land inu 28. nóv. s-1., til þess að ræða viðhorfin í kaup- og kjaramálum þá að nýafstöðnu Alþýðusam- bandsþingi. Síðan hefur verið starfandi nefnd til undirbúnings almenn- ari vinnuveitendafundi óg til að semja greinargerð og tillögur fyrir þann fund. Sá fundur var síðan haldinn 12. þ.m. eins og áður hefur verið skýrt frá og var tillaga sú og greinagerð, sem birt var í blað. inu í gær samþykkt þar sam- hljóða. < Frá Vinnuveitendasamb. fsl.) A radareyju hennar“. Virðist því við- gerðin ekki hafa tekizt sem skyldi. • Dýrkeypt mínúta Blaðamaðurinn lýsir radar- eyjunni númer 3 þannig: Eyj- an stendur í tuttugu metra djúpu vatni, 160 kílómetrum frá ströndinni. Hún er úr stáli, aðeins 45 metrar á lengd. Voldug radarloftnet undir hvítu hjálmunum eru fyrri til en radarkerfi New York ’borg- ar að finna sprengjuflugvélar eða eldflaugar úr austri. Heilli, dýrmætri mínútu fyrri til. • Reiðhjól í stað gönguferða Ahöfnin er venjulega 60 manns. Allt er gert til að gera þeim lífið bærilegt. Setustof- an útbúin með Ijósmyndum frá Suðunhafseyjum til að gefa tilbreytingu frá grá- grænu umhverfinu. Reiðhjól á rennibraut, sem kemur í stað gönguferðar, því þarna eru ekki nema 40—50 spor milli endamarka eyjunnar. Svo er þarna sími, sem áhöfn- in getur notað án endurgjalds milli klukkan 7 og níu á kvöld in til að tala við eiginkonur og fjölskyldur. • Þarf eftirlit Varnarkerfið er sjálfvirkt. Þarf enginn að koma nálægt tækjunum meðan þau leita í geimnum að ókunnum flug- vélum og eldflaugum. Og finni þau eitthvað athugavert senda þau sjálfkrafa aðvörun til meginlandsins. En einn galli er þó á tækjunum. Þau þurfa stöðugt eftirlit og við- hald. Þessvegna er áhöfnin þarna, 60 menn einangraðir frá umheiminum. • Ótti Að því er þýzki blaðamaður inn segir ríkir sífelldur ótti á radareyjunum. Otti, sem veld- ur því að áhöfninni finnst eyjan alltaf vera að minnka og að hafið grípi til þeirra með þúsund örmum. Eða ótt- inn við að hvirfilvindur moli stálundirstöður eyjunnar mél- inu smærra. • Dauðageislar Þegar blaðamaðurinn fór inn í radarhjálminn til að skoða tækin, voru þau ekki í gangi. Þegar hann spurði hvers vegna, fór einn starfs- mannanna með honum út og sýndi honum fugl, sem sat þar á eyjunni. „Við viljum ekki myrða yður. En það væri unnt með þessum sterku geislum. Það er ekki svo hættulegt í r.okkurri fjarlægð .en hérna inni, rétt hjá tækjunum, munduð þér brenna“. Svo benti hann á fuglinn. Hann ætlaði aðeins að hvíla sig á eyjunni. Nú kemst hann ekki buit. Radardauðinn er kom- inn í blóð hans. Bráðum feyk- ir vindurinn hjálparlausum fuglinum í sjóinn, .eins og hann hefur feykt hundruðum fugla, sem urðu dauðageislun- um að bráð. í Atlantshafi Nýkomnir kúplingsdiskar fyrir Ford taxa ’58—59. og Chevrolet taxa ’59. H. Jónsson & Co. Brautarholti 22 •— Sími 22255.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.