Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. januar 1961 MORCVTSBL AÐIÐ 9 Stefán B. Jónsson koup- maður — Aldarminning F. 18. jan. 1861 — 18. jan. 1961 EINN hinna þekktu borgara Reykjavíkur frá fyrstu áratug- lum þessarar aldar á 100 ára af- mæli í dag. Hann var fæddur a5 Kirkjufelli í Eyrarsveit í Snæ- fellsnessýslu 18. janúar 1861 og lézt hér í Reykjavík 6. okt. 1928. Foraldrar Stefáns voru hjónin Marta Sigríður Jónsdóttir prests Benediktssonar, sem var systur- sonur séra Sigurðar á Rafnseyri og konu hans Guðrúnar Korts- dóttur Þorvarðssonar á Möðru- völlum í Kjós og Jón Guðmunds son, trésmiður og bóndi frá Bíiduhóli á Skógarströnd. í>au bjuggu lengst á Keiksbafcka á Skógarströnd og þar ólst Stefán upp til 15 óra aldurs. Föðurforeldrar Stefáns, Guð- mundur hreppstjóri Vigfússon á Bíldhóli og kona hans Málfríð- ur Jónsdóttir, voru bæði komin af séra Þórði Jónssyni prófasti á Staðastað í 4. lið (syni Jóns Vigfússonar Hólabiskups). Stóðu eð Stefáni kunnar ættir svo sem ejá má af þessu ágripi. I Um tvítugt lærði Stefán tré- emíði og stundaði þá iðn hérlend- is unz hann fór til Kanada árið 1887, ásamt fleiri Vesturförum. i í Kanada dvaldi hann í 12 ár eða til ársins 1899, er hann kom aftur heim til íslands, ásamt konu sinni, Jóhönnu Sigfúsdótt- ur, frá Skógargarði í Nýja ís- landi. Kom hann aðallega heim í því skyni að færa löndum sínum hér heima hina amerísku tækni í vél- um og áhöldum,, til þess að létta af þeim erfiði því, sem lífið á ís- landi hafði þá að bjóða og var meðal annars orsök þess, hve margir flýðu land til Ameríku. Trúði hann því, að ísland væri, eins byggilegt og önnur lönd, ef íslendingar notuðu nútímatækni, sem þá var að ryðja sér til rúms erlendis en var þá hér heima ó- þekkt fyrirbrigði. Hann starfaði hér síðan að út- breiðslu allskonar áhalda og véla í þau 30 ár er hann átti ólifuð, aðallega heimilis- og landbúnað arvéla og áhalda. Flutti hann fyrstur manna inn og seldi hér fjölmargar nýjungar, t. d. skil- vindur, hringprjónavélar, þvotta vélar, stálplóga, eina stálbrú (á Jökulsá á Dal) .fyrsta traktorinn (sem hann nefndi dráttarvél) og var keypt af Þóri Ásmundssyni á Akranesi, og ótal margt fleira. Auk þess gaf hann út tímaritið „Hlín“ árin 1901—5, til þess að kenna mönnum meðferð þessara véla og ritaði í það greinar um ýms efni fyrstur manna, svo sem um frystingu og kælingu kjöts til útflutnings, smjörgerð, upp- hitun í Reykjavík frá Þvottalaug unum, hafnargerð og margt fl. Auk þess ritaði hann mikið í ýms dagblöð í Reykjavík og gaf út tvö blöð: „Fósturjörðin“ 1911— 1915 og „Votr“ 1924—5. Hann hóf mjólkursölu í Rvík á Laugavegi 10, árið 1901, gerils sneyðingu mjólkur á Laugavegi 104 (nú 124) árið 1903, byggði þar einnig vindmyllu til að mala í rúg í rúgbrauð o. fl. Á árunum 1907—13 bjó hann á eignarjörð sinni Suður-Reykjum í Mosfells sveit og gerði þar margar um- bætur. Lagði hann þar inn heitt vatn í íbúðarhúsið, til hitunar og neyzlu árið 1908 og var það fyrsta upphitun með hveravatni á landi hér. (Sjá Lesbók Mbl.) Fyrstu tilraun með tómatarækt- un lét hann Óskar Halldórsson garðyrkjumann (síðar útgerðar- mann) gera á Reykjum vorið 1913. Á Reykjum fann hann upp og bjó til fyrsta gaddavírsherfið. í Ameríku hafði hann einnig fengizt við uppfinningar í nokk- ur ár. Hann var eini kaupmaðurinn, sem verzlaði við Ameríku fyrstu 15 ár aldarinnar og lét af hendi við landsstjórnina hveitiumboð sitt frá stærsta hveitihxing Kan ada, er hinar fornu verzlunar- leiðir til Evrópu lokuðust í fyrri heimsstyrjöldinni og íslendingar hófu almennt verzlun við Ame- ríku. Síðustu árin bjó Stefán að Undralandi við Rvík. Hann and- aðist 6. okt. 1928, eftir að hafa kennt sér meins innvortis um nokkurra missera skeið. Þetta er aðeins lauslegt ágrip af ævi þessa merkismanns og er hér mörgu sleppt, sem hann framkvæmdi, en um það má lesa annars staðar. Merkúr. EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURÐSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Haínarstr. 8 H. hæð. Abyrgð hf. — Umboðsfélag Ansvar International — Auglýsir hér með tryggingar fyrir bindindismenn. Bifreiðatrygg- ingar hef jast aðallega frá og með 1. maí n.k. Fjölþættar almennar tryggingar er ráðgert að hefja síðar. Kjor miklu hagkvæmari en nú tíðkast Tryggendur; Munið, að aðeins er hægt að flytja skyldutryggingu á bílum (nema að skift sé um bíl) einu sinni á ári, þ- e. frá og með fyrsta maí, og að uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Upp- sögn þarf því að hafa átt sér stað fyrir fyrsta febrúar. Bindindismenn: Hér er verið að vinna að ykkar hagsmunum. Fylkið ykkur um hið nýja félag ykkar. Eflið það með því að tryggja svo fljótt sem unnt er bifreiðar ykkar hjá því og síðar annað, ef þið þurfið og viljið tryggja. Eflið Ábyrgð hf. Eflið umferðarmenninguna Ath.: Skrifstofa félagsins verður á Laugavegi 133. Opnun og símanúmer verður auglýst innan skamms. SKRIFST OFUSTIJLMJR Nú býðst starfið, sem þið hafið lengi beðið eftir. Fjölbreytt og vel borgað. Hafið samband við skrifstofuna í síma 85321 eftir kl. 5 e.h. VIKAN Enn eru eftir nokkrir gírkassar og mótorar með ábyrgð úr Chevrolet ’55—’59. Ford ’55—’57 svo og gírkassar úr Nash ’46 og Willy’s ’47- H. Jorisson & Co. Brautarholti 22 — Sími 22255. við Laugaveg, 3 herbergi, eldhús, stórt baðherbergi, og stórt geymsluherbergi, sem innrétta má til íbúðar, allt í risi, auk hlutdeildar í þvottahúsi í kjallara og meðfylgjandi eignarlóð, hefi ég verið beðinn að selja. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu minni. kristján guðlaugsson hæstaréttarlögmaður Hafnarstræti 11 -— efstu hæð. íbúð í Bogahlíð Til sölu er 4 herbergja íbúð (borðstofa og stofa sameinuð) í Bogahlíð. íbúðinni fylgir góð geymsla og aðgangur að þvottahúsi. íbúðin er nýleg og í ágætu standi. — Semja ber við undirritaðan. EGILL SIGURGEIRSSON, hrl.f Austurstræti 3 — sími 15958. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS Áöalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verð- ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavik, laugardaginn 3. júní 1960 og hefst kl. 1,30 eftir hádegi. 1. Stjórn félagsins skýrir frá, hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfs,áþi og frá starfstilhögun á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða reksturs- reikninga til 31. des. 1960 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endur skoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum fé- lagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á, samþykktum félagsins (ef tillögur koma fram). 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. maí — 1. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er viku fyrir fundinn. Reykjavík, 10. janúar 1961. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.