Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. janúar 1961' MORGUNBLAÐIÐ 11 Þorvarður J- Jú3áusson framkvæmdastj. Verzlunarráðs íslands Utanríkisviðskiptin 1960 STINAR ytri aðstæður, þær sem ekki eru á mannlegu valdi, hafa á marga lund verið þjóðarbú- Skapnum óhagstæðar á árinu |!'I960. Verð á lýsi og mjöli féll ' hröðum skrefum frá haustinu 1959 og fram á sumar 1960, eink- nm á mjöli, vegna mikils og ó- skipulegs framboðs frá ríkjum í Suður.Ameríku. — Síldaraflinn var mun minni en 1959, og afli togaranna á þorsk- og karfaveið. um fádæma lélegur. Fiskiskýrsl- ur til októberloka 1960 sýna lækkun á fiskaflanum í heild frá fyrra ári um rúm 10%, lækkuná þorsk og karfaafla um 2% og síldarafla um 30%. Afli báta á þorskveiðum hefur aukizt um 16%, en afli togara mimrkað um 28%. Gera má ráð fyrir því, að verðmæti útflutningsframleiðsl- unnar á síðastliðnu ári verði 200—300 millj. kr. minna en ár- ið 1959, þrátt fyrir aukinn fiski- skipastól og aukna notkun veið. arfæra og annars útbúnaðar. — handbúnaður naut hagstæðra veðurskilyrða, og mun fram. ieiðsla fyrir innlendan markað yfirleitt hafa farið vaxandi. y Útílutningurinn til nóvember- ioka 1960 nam 22V6 millj. kr., miðað við núgildandi gengi, en það er 80 millj. kr. meira en á sama tíma 1959. (Allar tölur í þessari grein eru miðaðar við núgildandi gengi). Ef gert er ráð fyrir sama útflutningsverð- mæti í desember 1960 og 1959, sem ekki mun vera fjarri lagi, verður útflutningur ársins 1960, 2550 millj. kr., en 1959 var hann 2470. Á árinu 1959 jukust birgð- ir af útflutningsafurðum um 200 millj. kr. og munar þar mest um þær vörur, sem féllu í verði, mjöl og lýsi. Á hinn bóg- inn minnkuðu útflutningsbirgðir é síðastliðnu ári, líklega um 100 millj. kr. og átti vaxtahækkunin m. a. sinn þátt í þeirri þróun. Skýringin á aukningu útflutn- ingsins frá 1959 til 1960 er því sú, að birgðir, sem söfnuðust fyrir fyrra árið seldust að miklu. leyti á siðastliðnu ári. r Tnnflutningurinn til nðvem. berloka 1960 nam 2764 millj. kr., en 2777 millj. kr. á sama tíma. bili 1959. í þessum tölum er inni falinn innflutningur skipa og flugvéla á fyrra helmingi hvors árs. Ef hann er dreginn frá, kem ur í Ijós, að almennur innfiutn- ingur hefur lækkað úr 2722 millj. kr. í 2487 millj. kr., eða ium 9.1%. Skipa- og flugvélainn- flutningur síðari árshelming- anna er talinn á innflutnings- skýrsium desembermánaðar. .— Hann nam 225 millj. kr. 1959, en verður mun meiri 1960, um 300 millj. kr., eftir því sem næst verður komizt. Með hliðsjón af Tækkun innflutningsins síðari hluta ársins 1960 frá sama tíma 1959 má áætla almennan inn. flutning desembermánaðar 1960 um 320 millj. kr. Heildarinn. flutningur ársins 1960 verður þá mjög nálægt því, sem hann var 1959, en þá nam hann 3380 millj. kr. _ ___ / Greiðslujöfnuðurinn Samkvæmt ofansögðu er vöru skiptajöfnuðurinn, mismunur- inn á verðmæti útfluttra og innfluttra vara, áætlaður óhag- stæður um 830 millj. kr., árið 1960, eða um 80 millj. kr., minna en á árinu 1959, er hann reynd- ist óhagstæður um 910 millj. kr. Vöruskiptajöfnuðumn gefur feð sjálfsögðu mjög ófullkomna skýringu á viðskiptunum við útlönd. í fyrsta lagi eru gjöld fyrir flutning til landsins, bæði með innlendum og erlendum skipum, talin með verðmæti innflutningsins (c. i. f. verð). í öðru lagi fara ffam margvísleg viðskipti við umheiminn önnur en út- og innflutningur á vör- um, svo sem flutningar á vörum og farþegum á sjó og í lofti. í þriðja lagi skiptir miklu máli, hvers eðlis innflutningurinn er og hvemig hann er greiddur. Á árinu 1959 töldust tekjur af öðrum viðskiptum við útlönd en vöruútflutningi 1195 millj. kr. Helztu liðir þessara tekna eru farmgjöld og fargjöld íslenzkra skipa og flugvéla í millilanda- flutningum, tekjur vegna varn. arliðsins og reksturs flugvall- anna og tjónabætur frá erlend- um tryggingafélögum. Þó að nokkur aukning hafi orðið á sumum liðum, svo sem tekjum flugfélaganna og tekjum af er- lendum ferðamönnum, verða þessar tekjur í heild nokkru lægri á árinu 1960, einkum Greiðslujöfnuður Millj. kr. 1959 1960 áætl. Innfluttar vörur, alm. (f.o.b.) 2830 2530 Innflutt skip og flugvélar 280 580 Önnur gjöld til útlanda 1030 1050 Samtals 4140 4160 Útfluttar vörur (f.o.b.) 2470 2550 Aðrar tekjur frá útlöndum 1195 1150 Samtals 3665 3700 Halli 475 460 Samtals 4140 4160 Hallinn á viðskiptunum er að- eins lægri en á fyrra ári. Skuld- ir þjóðarinnar við útlönd hafa aukizt sem greiðsluhallanum svarar, og skiptir það vitanlega miklu máli, hvers eðlis þær skuldir eru. Nettóaukning fastra eins og hún greinist eftir vöru- flokkum og löhdum. Étfluttar vörur Verðmæti útflutningsins til nóvemberloka sl. ár hefur auk- izt um 82 milij. kr., miðað við vegna minni tekna af varnarlið- inu, Þær eru áætlaðar hér 1150 millj. kr. • ■ ■ Til útlanda er greitt fyrir ýmsa þjónustu og vörur fyrir utan innfluttar vörur. Hér er aðallega um að ræða útgjöld ís- lenzkra skipa og flugvéla er. lendis, farmgjöld til erlendra skipa, tryggingaiðgjöld til út. landa, ferða- og dvalarkostnað erlendis, vexti af erlendum skuldum og vinnulaun til út- lendinga. Þessi útgjöld voru talin 1030 millj. kr. 1959, og mun ekki hafa orðið mikil breyting á á þeim í heild á síðastliðnu ári. Útgjöld skiþa og flugvéla, vext- ir af erlendum skuldum og fleiri liðir hafa aukizt, en erlend farm gjöld og vinnulaun lækkað. Hér er gert ráð fyrir, að gjöld til útlanda fyrir annað en inn. fluttar vörur verði 1050 millj. kr. árið 1960. Verðmæti innflutnings annars en skipa og flugvéla árið 1960, miðað við erlenda útflutnings. höfn, f.o.b. verðmæti, er hér á- ætlað 2530 millj. kr. Innflutn- ingur skipa og flugvéla er sýnd- ur sérstaklega, vegna þess, hyað hann vegur mikið og er sér- stæður í þessu sambandi. Áætl- un um greiðslujöfnuð landsins, að því er snertir vörur og þjón. ustu, verður þá sem hér segir í samanburði við niðurstöðutöl. ur ársins 1959: lána á árinu hefur numið 400— 500 millj. kr. og eru lán vegna skipa- og flugvélakaupa þar þyngst á metunum. Að því er lausar skuldir og innstæður er- lendis snertir hafa orðið tvær mikilsverðar breytingar. Ann- ars vegar hefur aðstaða bank- anna gagnvart útlöndum batnað að miklum mun, um 177 millj. kr. til nóvemberlioka sl. Hins vegar hafa innflytjendur not- fært sér í auknum mæli gjald- frest, sem tíðkast í milliríkja- viðskiptum og möguleikar opn- uðust fyrir með nýskipan inn- flutingsmálanna. Sú skuld, sem þannig hefur mýndazt, mun þó stöðugt endurnýjast, þannig að hún mun standa til frambúðar innan vissra marka, svo lengi sem viðunanlegt gjaldeyris. ástand ríkir. Þegar litið er á hinar almennu tekjur og gjöld í viðskiptunum við útlönd, er augljóst, að veru. leg bót hefur orðið á greiðslu- jöfnuðinum, og stafar það fyrst og fremst af lækkun innflutn- ingsins um rúm 10%. Vegna hinna miklu erlendu skulda verður þessi jöfnuður að vera mun hagstæðari á þessu og næstu árum. Verður nánar vikið að þessum málum og öðrum skyldum í niðurlagi greinarinn- ar. Nú verður að vanda gerð grein fyrir utanríkisverzluninni, sama tímabil árið áður, eins og taflík 1 ber með sér: Þorvarður Júlíusson aukizt verulega og söltun, seni farið hefur minnkandi um fjög- ur-ra ára skeið, tekið að aukast að nýju. Ereðfiskur er langveigamesta útflutningsvara landsins, meira en þriðjungur af útflutnings- verðmætinu. Sovétríkin eru stærsti kaupandi freðfisks og hefur útflutningur þangað num ið 25500 tonnum til nóvember- loka sl.f en 27900 tonnum til nóvemberloka 1959. Til Banda- ríkjanna voru flutt 16800 tonn (17700 tonn), og hefur sala geng ið vel þar^og gott verð fengizt. Birgðir útflytjenda vestra hafá minnkað nokkuð. Næst þessum löndum kemur Áustur-Þýzka- land, og hefur svipað magn ver- ið flutt þangað bæði árin, tæp 6000 tonn til nóvemberloka. Út- flutningur til Tékkóslóvakíu hef ur lækkað að mun, úr 8000 f 3700 tonn. Stórkostleg aukning hefur orðið á útflutningi freð- fisks til Vestur-Evrópulanda, einkum Bretlands, og nam hanni 8100 tonnum til nóvemberlo. 4 sl. Útflutningur á saltfiski hefur aukizt um 24 millj. kr. Þurrk- aður saltfiskur hefur aðallega verið seldur til Bpánar, Brasilíu, Kúbu og Jamaiku. Útflutningur til Spánar féll svo til alveg nið- ur á árinu vegna breytingar á fyrirkomulagi innflutnings þar í landi. Lítið var flutt til Jama- iku, en þangað fór togaraafli af Grænlandsmiðum árið 1959. Hinsvegar jókst útflutningur til annarra Mið- og Suður-Amer. íkuríkja og var verð þar hag- stætt. Helztu markaðslöndin fyrir óverkaðan saltfisk eru sem fyrr Suður-Evrópulöndin, Portúgal, ftalía og Grikkland og Bret- land. Útflutningur jókst til allra þessara landa, enda var eftir- Tafla 1. ÚTFLUTNINGUR EFTIR VÖRUFLOKKUM Jan.—nóv. 1959 Jan.—nóv. 1960 Þús. t. Millj. kr. Þús. t. Milli. k Saltfskur, þurrkaður 6.3 100 3.7 64 Saltfiskur, óverkaður 17.2 154 23.1 214 Skreið. 6.6 151 6.4 146 ísfiskur 10.6 47 24.5 105 Freðfiskur 63.7 875 59.7 834 Hrogn 5.8 50 5.7 51 Rækjur og humar, fryst 0.2 12 0.4 35 Síld, söltuð og fryst 27.4 210 21.4 152 Þorskalýsi 9.0 72 7.5 51 Síldarlýsi 1.1 9 32.5 184 Annað lýsi 7.1 45 5.3 33 Síldarmjöl 6.6 45 19.2 84 Fiskmjöl og karfamjöl 32.5 203 27.6 106 Aðrar sjávarafurðir 40 50 Landbúnaðarafurðir 156 137 Ýmsar vörur 25 30 Samtals 2194 2276 Ráðstöfun fiskaflans hefur tek spurn þar mikil og verð heldi ð athyglisverðum breytingum í hækkandi. samræmi við markaðsaðstæður og framleiðsluskilyrði, og koma þær skýrt fram í útflutningnum. Mun minna aflamagn hefur far. ið til frystingar en tvö árin á undan, og er aðalástæðan hinn minnkandi afli togaranna, eink. um karfaaflinn, sem var helm- ingi minni á sl- ári en 1959. Hins vegar hefur afli, fluttur út ísað- ur, þrefaldast. Fiskherzla hefur Útflutningur á skreið hefur minnkað dálítið, þrátt fyrir aukna upphengingu, og birgðir því safnazt fyrir. Markaður hefur verið frekar tregur með köflum, en nokkuð rætzt þó úr síðustu mánuðina. Skreiðin er, eins og kunnugt er, aðallega flutt til Afríkulanda. ísfisksölur á erlendum mark. Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.