Morgunblaðið - 20.01.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 20.01.1961, Síða 1
24 slður Bretar vilja alþjóðasátt- níála um landhelgismál B R E T A R og Kanadamenn eru nú að beita sér fyrir því að fá um þrjátíu vestræn ríki til að gera með sér sátt- mála um stærð landhelgi og fiskveiðilögsögu á höfunum. Skýrir Llewelyn Chanter, blaðamaður, frá -þessu í Daily Telegraph. Hann segir að umrædd 30 sáttmálaríki hafi öll greitt atkvæði með tillögu Bandaríkjanna og Armstrong Jones iær vinnu LONDON, 19. jan. (Reut- er) — Anthony Arm- strong-Jones, eiginmaður Margrétar Bretaprinsessu, hefur nú loksins ráðið sig í vinnu. Hann hefur ráðið sig starfsmann listiðnaðar- ráðs brezku iðnaðarsam- takanna. Þar ber honum að mæta í vinnuna stuml- víslega kl. 10 í fyrramál- ið. — Bæklstöð ráðsins er í Haymarket, einni aðalgötu Lunðúna. Það er aðeins ráðgefandi stofnun og framkvæmir ekki sjáif iðnaðarteikningar. Verk- efni þess er að hugleiða stílþróun iðnaðarvarnings og reyna að samræma notagildi og fegurð hans. Armstrong-Jones mun Frh. á bls. 23 Kanada. — I»au lönd, sem greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu fá ekki að taka þátt í sáttmálagerðinni. VONBRIGÐIN f GENF Þess er getið í Daily Tele- graph, að það hafi vakið mikil vonbrigði Vesturveldanna, að ekki náðist nægilegt atkvæða- magn með bandarísk-kanadísku tillögunni. — Tillagan fékk 54 atkvæði og skorti þá örfá í að hafa hinn tilskilda % meirihluta atkvæða. Nú telja Bretar alveg sjálfsagt, að þessi 54 ríki geri sáttmála sín á milli um stærð landhelgi og fiskveiðilögsögu. Ef svo mörg ríki næðu sam- komulagi um það, myndi sá sáttmáli smám saman hljóta verulegt gildi í alþjóðarétti. — Bretar vilja þó fyrst í stað að þau 30 ríki, sem áhugasömust voru um bandarísk-kanadísku tillöguna og mestra hagsmuna hafa að gæta, gerist stofnendur að slíkum sáttmála. Fleiri gætu svo bætzt í hópinn. VERKEFNI KENNEDYS Að lokum segir Daily Tele- graph, að eitt af verkefnum þeim sem bíði John Kennedys, nýja forsetans í Bandaríkjun- um, sé að taka landhelgismálin til nánari athugunar. — Hann muni að líkindum sjálfur gegna mikilvægu hlutverki við gerð fyrrnefnds landhelgissáttmála. Þess skal að lokum getið, að Óslóarblaðið Aftenposten spurði norska utanríkisráðuneytið, hvort Norðmönnum hefði verið boðin aðild að landhelgissátt- mála þeim, sem um ræðir í fréttinni. Utanríkisráðuneytið kvaðst ekkert vita um málið. BÁTARNIR héldu áfram að moka upp síldinni út af Garðskaga í gær. Ljósmyndari blaðsins, ÓI. K. M., flaug út yfir miðin og tók þessar myndir af báta- flotanum kl. liðlega 3. Leitarskipið Fanney er lengst til hægri á efri myndinni, og á hinni eru skipverjar á Ólafi Magnússyni að draga inn nótina. Múkkinn sýnir að eitthvað er í henni. Sjá nánar á bls. 10—11. Stjdrn arskipti Washington, 19. jan. — (NTB) EISENHOWER, fráfarandi forseti, og John Kennedy,. eftirmaður hans, áttu í kvöld mikilvægan viðræðufund um utanríkismál. Við hlið sér höfðu þeir utanríkisráðherra, landvarnaráðherra og fjár- málaráðherra, bæði úr frá- farandi stjórn og þeirri, sem tekur við. Rædd voru fyrst og fremst vandamál í sambandi við Aust- ur-Asíu, Afríku, Vestur-Evrópu og Karíbahafið. Eina innanríkis- vandamálið, sem tekið var til meðferðar var minnkandi gull- forði Bandaríkjanna. Að fundi loknum kvaðst Kennedy ánægður með viðræð- urnar. Á morgun, föstudag, fara fram stjórnarskipti í Banda- ríkjunum. Munu þeir Eisen- hower og Kennedy þá aka sam- an til þinghallarinnar og mun Kennedy vinna embættiseið sinn, að viðstöddum og aðsjá- andi miklum mannfjölda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.