Morgunblaðið - 20.01.1961, Side 5
Föstudagur 20. janúar 1961
MORGVNBLAÐIÐ
5
1
:
t
i
SENDIBÍLASTQÐIN
Vanur bókhaldari
gerir skattframtöl yðar.
Pantið tíma í gegnum
sima.
Guðiaugur Einarsscn
málflutningsskriístO'fa.
Símar 16573 og 19740.
Skattaframtöl
Önnumst skattaframtöl fyr
ir einstaklinga og fyrirtæki
Opið til kl. 7 á kvöldin.
Fasteigna- og Lögfræði-
stofan
Tjarnarg. 10 — Sími 19729.
Keflavík — Njarðvík
Hjón með 1 barn, óska eftir
2ja herb. íbúð. Uppl. í
síma 1228 kl. 1—5.
1959 Ford 2ja dyra
til sölu, ekinn 12400 mílur.
Uppl. í síma 14469.
Á blaðamannafundi hjá Lyndon Johnson.
5 ára ábyrgð ^
Klæðum og gerum við göm
ul húsgcgn. Seljum sófa-
sett, eins og tveggja manna
svefnsófa. Kaupið beint af
verkstæðinu — Húsgagna-
bólstrunin, Bjargarstíg 14.
Saumanámskeið
Konur athugið hin vin-
vinsælu saumanámskeið —
dag og kvöldtímar. Innrit-
un hafin.
Bergljót Ólafsdóttir
Laugarnesv. 62. Sími 34730
Sniðskólinn
Sniðkennsla, sniðteikning-
ar, máltaka, mátingar. —
Dag og kvöldtímar.
Bergljót Ólafsdóttir
Laugarnesv. 62. Sími 34730
Saumastofan
Laugarnesveg 6'2. — Kjólar
saumaðir, sniðnir og mát-
aðir. — Barnafatnaður
sniðinn
Einhleypur sjómaður
óskar eftir 2 samliggjandi
herb. eða lítilli íbúð sem
næst Miðbænum. — Tilb.
merkt: „1093“ sendist Mbl.
FLESTIR þrngmenn Banda-I
ríkjaþings enu sammála um,
að Lyndon B. Johnson muni
auka veg varaforsetaembætt-
isins í enn meiri mæli en Ric
hard Nixon gerði. Telja þeir,
að embættið verði í höndum
hans embætti dugnaðar, fram-
kvæmda og styrks.
Lyndon B. Johnson mun
hafa þrem aðalhlutverkum að
gegna. í fyrsta lagi að vera
formaður öldungadeildar
þingsins, svo sem gert er ráð
fyrir í stjórnarskrá’nni. í öðru
lagi muni hann halda því
áfram sem Nixon kom á, að
taka virkan þátt í athöfnum
stjórnarinnar. í þriðja lagi
mun Johnson eflaust eiga eft-
ir að hafa hönd í bagga með
störfum öldungadeildarinnar,
en það yrði nýjung í sögu vara
forsetaembættisins.
í kosningunum í nóvember
sl. var Lyndon Johnson bæði
kjörinn varaforseti og öldunga
deildarþingmaður fyrir Texas.
Því embætti hefur hann sagt
af sér, en honum hefir verið
boðið að vera af og til í for-
sæti kjörnefndar demokrata í
öldungadeildinni. Sú ákvörð-
un var tekin eftir nokkrar um
ræður og greiddu 17 demókrat
ar atkvæði gegn Johnson. Þær
umræður munu verða John-
son merki þess að beita nú
varkárni og styrk til þess að
efla aðstöðu sína innan flokks
ins.
Auk allra þeirra starfa sem
varaforsetinn kemur til með
að hafa á hendi, er sérstaklega
mikils af honum vænzt í samn
ingaumleitunum við önnur
ríki. Johnson er kunnur sem
sérlega slyngur samningamað
ur. Honum er listavel gefið að
koma auga á hindranir í samn
ingaumræðum og ryðja þeim
úr vegi. Hann hefur einkar
gott samband við ýmsa for-
ystiumenn Suður-Ameríkuríkj
anna og er það mikilsvert
vegna Kúbumálsins.
Lyndon Johnson er geysi-
mikill atorkumaður. Hann
bíður þess ekki að verkefnin
séu fengin honum í hendur,
heldur leitar hann þeirra sjálf
ur. Margir hafa látið í ljós
ótta um, að til ágreinings
kunni að koma milli hans og
Kennedys, þar sem báðir eru
óvenjuskapmiklir og atorku-
samir. En öldungardeildar-
þingmaðUr nokkur sem þekk-
ir þá báða telur enga hættu á
því. Hann segir, að Lyndon
Johnson geri sér fulla grein
fyrir mismuninum á embætti
forseta og varaforseta. Auk
þess sem hann beri afar mikla
virðingu fyrir Kennedy. Þar
við bætist ,segir öldungadeild
arþingmaðurinn, að Johnson
hefur sjálfur áhuga á forseta-
embættinu, og með það í huga
mun kapp hans verða með
forsjá. Öldungadeildarþing-"
maðurinn segir ennfremur að
vinir beggja voni í hjarta
sínu, að árið 1968, þegar lok-
ið sé tveim kjörtímabilum
Kennedys, muni hann beita á-
hrifum sínum til þess að Jolin
son verði útnefndur forsela-
efni demokrata.
65 ára er í dag Guðmundur
Sveinsson, Heiðargerði 51, Rvík.
75 ára er í dag Halldóra Gísla-
dóttir, Suðurgötu 34, Hafnarfirði.
Gefin hafa verið saman í hjóna
band, ungfrú Erla I. Sigurðardótt
ir og Elimar Gunnarsson, Vík í
Mýrdal. k
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína, ungfrú Guðný Ósk Agn-
Afi var að segja Jóni frá því,
þegar hann tók þátt í fyrri heims
styrjöldinni. Þegar hann hafði
lokið frásögninni, sagði Jón:
— En afi, til hvers voru þá
allir hinir hermennirnir?
arsdóttir og Sævar Kárason, Húsa
vík.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í Húsavík, Málmfríð-
ur Sigtryggsdóttir og Georg
Karlsson, deildarstjóri, Húsavík.
Nýlega voru gefin saman 1
hjónaband, Ásdís Kristjánsdóttir,
Klambraseli og Haraldur Þórar-
insson, húsasmiður, Vogum,
Kelduhverfi. — Heimili þeirra
verður á Húsavík.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband, Sigrún Jónsdóttir,
Garðarsbraut 1, Húsavík og Þórð
ur Pétursson, Árhvammi, Laxár-
dal.
Flugfélag íslanðs h.f.: — Millilanda-
flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og
Kaupmh. kl. 08:30 i fyrramálið. — Inn
anlandsflug í dag: Til Akureyrar, Fag
urhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar.
Kirkjubæjarklausturs og Vestmanna-
eyja. — Á morgun: Til Akureyrar <2
ferðir), Egilsstaða, Húsavíkur, ísa-
fjarðar, Sauðárkróks og Vestmanna-
eyja.
Loftleiðir hf. Snorri Sturluson er
væntanlegur frá Glasgow og London
kl. 21,30. Fer til New York kl. 23.
Hafskip hf. Laxá fór í gær frá Card
enas áleiðis til Rvíkur
Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar-
foss fór frá Esbjerg 18. til Nörresund-
by. — Dettifoss er á leið til Hull. —
Fjallfoss fer frá Siglufirði í dag til
Akureyrar. — Goðafoss er á leið til
N.Y. — Gullfoss er í Kaupmh. — Lag-
arfoss er á leið til Swinemiinde. —
Reykjafoss er á leið til Hull. — Selfoss
er í Rvik. — Tröllafoss er á leið til
Belfast. — Tungufoss fór væntanlega
frá Gautaborg i gær til Rostock.
Eimskipafélag Reykjavikur h.f.: —
Katla fró frá Riga í gær áleiðis til
Rvíkur. — Askja er á leið til Ítalíu.
Svífðu nú sæta, söngsins englamál.
Angrið að bæta, yfir mína sál,
tónaregn pitt táramjúkt
titri nið’r á hjartað sjúkt,
eins og dala
daggir svala
þyrstri rós i þurk.
Indæl sem kliður ástafugls við lind
rammeflds sem niður reginhafs í vind,
óma sönglist unaðsrík,
önd min hrifin. svani lík,
blítt í draumi
berst með straumi
út á hljóms þins haf.
Steingrimu; Tharsteinsson:
Sönglistin. ,
Barngéð stúlka
óskast til heimilisstarfa í sendiráð ís-
lands í Bonn. Uppl. í síma 17486.
Star^maður
hjá erlendu sendiráði óskar eftir 2 herh-
íbúð nú þegar með húsgögnum í 2—3 mán.
Uppl. í síma 19823 og 19014.
Símanúmer mitt er
37952
YNGVI JÓHANNESSON
málaram.^ Hjallaveg 58.
Iðn fyrirfœki
Lítið iðnfyrirtæki óskast til kaups hlutdeild kemur
til greina. Fyllstu þagmælsku heitið. Tilboð leggist
inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir hádegi laugardaginn
14. þ.m. merkt: „1091“.
SkrfóstoaiistúEka
Skrifstofustúlka óskast til heildsölufyrirtækis í mið-
bænum. Vélritun, enska og reikningskunnátta nauð-
synleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. miðvikudag merkt:
„V. E. R. — 1092“.
Atlas silki
í kjóla nýkomið.
VerzBunin Spegilliít
Laugavegi 48 — Sími 14390.