Morgunblaðið - 20.01.1961, Side 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Fös'fudagur 20. januar 1961
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjóreir: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
STJÓRNARSKIPTIN
í BANDARÍKJUNUM.
I
DAG fara fram stjórnar-^
skipti í Bandaríkjunum.
Dwight D. Eisenhower, elzti
maður sem setið hefur á for-
setastóli, lætur af ríkisstjórn.
Við tekur John Fitzgerald
Kennedy, yngsti maður sem
kjörinn hefur verið forseti
Bandaríkjanna.
' Ríkisstjórn Eisenhowers
mun eins og allar ríkisstjórn-
ir hljóta sitt eftirmæli á
spjöldum sögunnar. Mun ó-
Kætt að fulyrða, að Eisen-
howers forseta mun jafnan
minnzt sem einlægs friðar-
sinna og mannvinar. Og þótt
benda megi á mistök stjórn-
ar hans í einstökum málum,
stendur sú staðreynd þó ó-
högguð að þau 8 ár, sem hún
fór með völd, tókst að varð-
veita heimsfriðinn og stöðva
framsókn ofbeldis- og ein-
ræðisstefnu kommúnista að
verulegu leyti.
En hinnar nýju stjórnar
Kennedys, sem tekur við
völdum í dag, bíða fjölþætt
og vandasöm verkefni. Mik-
ið veltur á, að forysta stærsta
lýðræðisríkis heimsins sé
framsýn og farsæl. Viður-
kennt er, að Kennedy hafi
valið marga afburða menn í
hina nýju stjórn sína. Sjálfur
er hann persónulega ábyrgur
fyrir þeirri stefnu, sem hann
markaði í kosningabarátt-
imni og fól í sér mikil og
margvísleg loforð til handa
þjóðinni um auknar fram-
kvæmdir, meira félagslegt
öryggi, útrýming atvinnu-
leysis, umbætur í skólamál-.
um og húsnæðismálum o. fl.
Áhugi hins lýðræðissinn-
aða heims beinist fyrst og
fremst að aðgerðum hinnar
nýju ríkisstjómar í utanrík-
iSmálum. Friður og öryggi í
heiminum er mjög háð því,
hvernig stjórn Kennedys
tekst til. Fjöhnargar þjóðir
byggja einnig miklar vonir
á því loforði hans að auka
mjög efnahagslega aðstoð við
lönd, sem skammt eru á veg
komin um uppbyggingu
bjargræðisvega sinna.
ÁRÁSIRNAR
Á SÖLUSAMTÖK
ÚTVEGSINS
A Ð er engin nýjung að
* ráðizt sé heiftarlega á
sölusamtök útvegsmanna í
málgögnum kommúnista og
Framsóknarmanna. Allt frá
því að Sölusamband ís-
lenzkra fiskframleiðenda og
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna var stofnuð, hafa þessi
samtök framleiðenda verið
bitbein ýmis konar upplausn
arafla.
Engum kemur til hugar að
ekki megi gagnrýna ýmis-
legt í ráðstöfunum þessara
samtaka. Stjórnendur þeirra
eru ekki alvitrir, frekar en
aðrir dauðlegir menn. Þeim
getur vissulega missýnzt um
einstakar ráðstafanir, sem
þeir gera um sölu og út-
flutning íslenzkra sjávaraf-
urða.
En sú meginstaðreynd
stendur óhögguð, að þessi
sámtök framleiðendanna
voru ekki aðeins sjávarút-
veginum lífsnauðsyn, heldur
og þjóðinni í heild. Margir
muna það ófremdarástand,
sem til dæmis hafði skapazt
í saltfisksölumálum okkar áð
ur en Sölusamband framleið
enda var stofnað. Undirboð
og ýmiss konar spákaup-
mennska með aðalútflutnings
vöru þjóðarinnar olli þá iðu-
lega miklu tjóni. Vitanlega
er frelsi æskilegt á sviði ut-
anríkisverzlunar, eins og öðr-
um viðskiptasviðum. Enfram
leiðendur sjávarafurða á fs-
landi hljóta að eiga rétt til
þess að mynda samtök með
sér til þess að tryggja sem
bezta hagnýtingu markaða
og sem mestan arð af út-
flutningsframleiðslu þjóðar-
innar í þágu þeirra, sem að
framleiðslunni vinna, og
landsmanna allra.
Óhætt er að fullyrða, að
enda þótt sitthvað megi
gagnrýna í ráðstöfunum sölu
samtaka sjávarútvegsins, eins
og minnst var á hér að fram-
an,þá hafi þau þó unnið mik-
ið og heilladrjúgt starf íþágu
bjargræðisveganna og al-
þjóðar.
TUNGUR TVÆR
17 OMMÚNISTAR hafa að
minnsta. kosti tungur
tvær. Á fundi útgerðar-
manna í haust lagði Lúðvík
Jósefsson, fyrrverandi sjáv-
arútvegsmálaráðherra, höfuð
kapp á að útmála það, hve
illa væri farið með útgerð-
armenn, hve hagur þeirra
væri hörmulegur, og hve
rík skylda hvíldi á ríkissjóði
um að hjálpa þeim.
Nú kveður við allt annan
tón í tálknum kommúnista.
Þjóðviljinn keppist við það
dag eftir dag að telja þjóð-
UTAN UR HEIMI
Stjórn nýrra hugmynda
tekur v/ð völdum í Bandarlkjunum
Tj1 Ó L K, utan Bandaríkjanna sem innan, gerir yfirleitt
* ráð fyrir því, að ríkisstjórn John F. Kennedys, sem
nú sezt að völdum, verði stjórn hinna miklu hreytinga —
stjórn nýrra hhugmynda. Það er eðlilegt álit, þótt ekki
kæmi annað til en það, að þetta er. óvenjulega „ung“
stjórn, eins og fram hefir komið í fréttum áður — t. d.
má geta þess, að meðalaldur þeirra (51 að tölu) sem skipa
mikilvægustu embætti stjórnarkerfisins, er aðeins 48 ár.
Það hefir einnig vakið eftirtekt, þar sem það stingur í
stúf við fyrri venjur, að einungis 6 þessara manna hafa
áður haft kaupsýslu að atvinnu. Algengast hefir verið,
að auðugir kaupsýslumenn skipuðu álitlegan hluta hinna
þýðingarmestu embætta — þannig var t. d. um fyrstu
stjórn Eisenhowers, að af 50 helztu embættunum hrepptu
umsvifamiklir kaupsýslumenn 22. — Þetta tvennt er að-
eins nefnt hér sem dæmi þess, að yfir hinni nýju ríkis-
stjórn Kennedys hvílir á margan hátt nýr og ferskur
blær, ef svo má að orði kveða
TILLÖGUR „HUGMYNDA-
MANNANNA“
Þessi fyrrnefndi hópur, ásamt
, fjölda sérfróðra aðstoðarmanna,
hefir undanfarnar vikur unnið
að víðtækum rannsóknum á
fjölmörgum sviðum atvinnu- og
þjóðlífs í Bandaríkjunum og
sent hinum nýja forseta yfirlit
og tillögur um breytingar til
úrbóta í ýmsum efnum. —Segja
má, að þessar tillögur varði
hvert mannsbarn í hinu víð-
lenda og fjölbýia ríki. —
Breytingamar liggja í ioftinu,
þegar John Kennedy flytst inn
í Hvíta húsið — hið liðna víkur
um set fyrir hugsuninni um
framtíðina, og nýjar og frum-
legar, jafnvel róttækar hug-
myndir virðast nú í hærraverði
en oftast áður.
Og ef „hugmyndamennirnir",
sem Kennedy hefir valið til sam
starfs og ráðuneytis, fá að ráða
stefnunni í meginatriðum, má
gera ráð fyrir, að breytingarn-
ar verði miklar og víðtækar.
Kennedy skortir sem sagt ekki
hugmyndir til úrvinnslu, en það
er athyglisvert, að hingað til
hefir hann sjálfur sagt fátt op-
inberlega um þær skýrslur og
milljarða dala á ári, fram yfir
þær áœtlanir, sem þegar liggja
fyrir. Þessar aðgerðir, sem verka
munu fremur hægt eru undirbúu
ingur næsta skrefs: f^ú eru um
6,5% verkamanna í Bandaríkjun
um taldir atvinnulausir. Ef líkur
virðast til, að þessi tala ætli að
hækka enn um 1% (upp í 7,5%),
er lagt til, að skattar á einstakL
ingum og fjölskyldum verði
lækkaðir um 3 — 4 af hundraði.
Þetta mundi þýða það, að fé það,
sem almenningur hefði til ráð«
stöfunar, að sköttum greiddum,
ykist í heild um a.m.k. 5,7 millj.
arða dala.
Með slíkri skattalækkun og
fyrirhugaðri aukningu útgjalda
ríkisirrs, væri sennilega unnt að
auka eyðslufé, þ. e. kaupmátt al
mennings um allt að því 10 milil
Maður kemur í manns stað. Eisenhower lætur nú af embætti
forseta eftir 8 ára stjórnartíð — en hinn ungi Kennedy flytzt
inn í Hvíta húsið og tekur við völdunum og ábyrgðinni, og
mörgum óleystum vandamálum. — Myndin var tekin á við-
ræðufundi í Hvíta húslnu hinn 6. des. sl.
inni trú um, að „útgerðar-
auðvaldið" geti svo sannar-
lega borgað hærra kaup. Ó-
hemju gróði hafi safnazt fyr-
ir hjá útgerðinni undanfarin
ár. Hannibal Valdimarsson
hleypur á milli verstöðva til
þess að hindra að samningar
náist milli útgerðarmanna og
sjómanna. Allir leggja komm
únistar kapp á það, að sem
mestar kröfur séu gerðar á
hendur útgerðinni. Nú telja
þeir útvegsmenn ekki illa á
vegi stadda. Þvert á móti,
þeir eru stórríkir, segja þeir
Lúðvík og Hannibal.
Þannig er samræmið í orð-
um og athöfnum kommúnist-
anna. En engum hugsandi
manni getur dulizt hvað fyr-
ir þeim vakir. Það er að
stöðva útflutningsframleiðsl-
una, hindra efnahagslega við
reisn og áframhaldandi upp-
byggingu í landinu, skapa
hér upplausn og vandræði.
Það er tilgangur kommún-
ista og Framsóknarmanna
með verkföllunum, sem nú
eru hafin. Um það skyldi
enginn maður fara í graf-
götur.
tillögur, sem rignt hefir yfir
hann frá ráðherrum hans og
sérfræðingum. Er litið á það sem
merki þess, að hann muni að
líkindum fara hægt í sakirnar,
a.m.k. til að byrja með, við
að biðja þingið að gera tillög-
umar að veruleika í fram-
kvæmd. — Samt sem áður má
gera ráð fyrir, að í heildinni
feli þær í sér þá framtíðar-
Ií þessari grein er drepiðl
já nokkrar tillögur, seml
|ráðgjafar og sérfræð-|
jingar Kennedys hafa!
jgert — og væntanlegaf
jmóta að nokkru stjórn-
arstefnuna næstu ár
stefnu, sem Kennedy-stjórnin er
líkleg til að fylgja. Og því er
forvitnilegt að gera sér laus
lega grein fyrir, hvað í um-
ræddum skýrslum felst. Er það
reynt í eftirfarandi yfirliti.
VIÐSKIPTALÍFIÐ
Sennilega má telja lægð þá,
sem nú er í viðskiptalífi Banda-
ríkjanna, helzta og brýnasta
vandamálið, sem Kennedy fær
við að glíma í byrjun — og þar
undir fellur vaxandi atvinnu-
Ieysi. Og hvað skal þá gera til
úrbóta? „Hugmyndamenn" for.
setans hafa gert tillögur um tvær
meginleiðir. Sem fyrsta skref er
lagt til, að aukin verði fjárhags-
aðstoð við hina atvinnulausu, og
jafnframt að auka útgjöld ríkis-
ins á ýmsum sviðum um 3 — 5
arða dala, þegar á heildlna er II*
ið. Þetta telja sérfræðing. að örvi
áhrifamikið ráð til þess að örva
viðskiptalífið, en sú hætta fylgir,
að það kunni að valda veruleg.
um halla á fjárlögum.
Auk fyrrgreindra ráðstafana
hefir verið lagt til, að lágmarks.
kaup, sem nú er 1 dalur á klst*
verði hækkað upp í $1,25, jafn-
framt því aem lögin um lág.
markslaun verði látin ná til S
milljón fleiri verkamanna en
áður.
SKATTABREYTINGAR
Ef litið er á skattamálin sérv
staklega, mæla ráðgjafar Kenna
dys með almennri endurskoðun
skattalaga, þegar frá líður. Er þá
gert ráð fyrir að draga nokkuð
úr hinni gífurlegu skattheimtu á
hálaunamönnum (þar undir
munu t. d. hinir frægu kvik.
myndaleikarar falla) og a3
veitt skuli heimild til aukins
skattfrádráttar í mörgum til.
fellum, í því skyni einkum
að hvetja iðnaðinn til að
festa meira fé í vélbúnaði og
tækjum og skapa þannig skil.
yrði til framleiðsluaukningar.
Ýmsar ráðstafanir eru svo fyrir.
hugaðar til þess að mæta þeim
tekjumissi, sem hið opinbera
verður fyrir af þessum sökum.
HEILBRIGÐISMÁL
„Hugmyndamennirnir“ leggja
til, að öldruðu og gömlu fólki
verði veitt ókeypis læknishjálp
í mjög ríkum mæli. Samkvæmt
þeim tillögum, skal hið opinbera
greiða hvers konar læknishjálp
og sjúkrakostnað fyrir konur,
sem náð hafa 62 ára aldri, og
fyrir karla eftir að þeir eru
Framh. á bls. 16.
I