Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. Januar 1961
MORGVNBLAÐIÐ
r:
Fréttabrét at Ströndum •
o/i hús
— nema
GJÖGRI, 9. jan. — Árið 1960'
er með albeztu árunum, sem1
elztu menn hér um slóðir muna
eftir. Veðrátta dásamleg', skepnu
höld góð, góður fiskafli, mikið
um byggingar og lagfæriirgar á
penings- og íbúðarhúsum, allar
opinberar byggingar í byggðar-
Iaginu máálaðar utan og innan
og lagfærðar nema lsirkjan.1
Meira að segja Kaupfélag |
Strandamanna, sem aldrei hefur
lagt í neinn kostnað, hefur hrófl
að upp nokkrum óskipulögðum1
skúrum undir vörugeymslur íj
kringum sitt góða íbúðar. og
verzlunarhús. Byrjað var á ís-
húsbyggingu í haust og á þeirri
byggingu að ljúka á sumri kom-
anda.
Fiskverðið stórhækkað.
' Þrír ungir menn úr Veiðileysu
keyptu 9 tonna bát á árinu, sem.
er gerður út frá Djúpavík. Hefurj
Ibáturinn fiskað sæmilega og j
verður góður hásetahlutur, ef
hinir ungu bátseigendur fá rétt
og lögákvéðið verð fyrir fisk.
inn. Sá galli er á gjöf Njarðar
hér í Árneshreppi, að ekki hefur!
verið borgað rétt verð fyrir fisk'
inn á undangengnum árum, ogj
frá mínum bæjardyrum séð á
(það drjúgan þátt í hinum miklu'
flóksflutningum héðan síðustu
árin.
Kaupfélag Strandamanna hef.
ur nú loksins stórhækkað verð ^
é fiski og borgar 3 kr. fyrir hvert
ikíló af slægðum og hausuðum
fiski, en áður borgaði það að-
eins kr. 1,35 fyrir kílóið, að við.
toættri nokkurra aura uppbót.
Þess má geta, að Kaupfélag
itia/uð
kitkjan
Strandamanna hefur aldrei tekið
á móti nema hausuðum og slægð
um fiski.
Engin móðuharðindi.
Eins og áður segir voru bygg
ingarframkvæmdir á árinu með
mesta móti. Einn stórbóndi í
Trékyllisvík byggði t.d. eina
súrheystótt, sem tekur fóður fyr
ir 100 kindur, er það stærsta súr
heystófet sveitarinnar enn sem
komið er. Mikið var unnið með
jarðýtu Búnaðarfélagsins í vega
gerð hjá bændum á árinu. Var
unnið á ýtunni bæði nótt og dag
á vöktum, en slíkt hefur ekki
tíðkazt áður.
Nei, hér eru engin móðuharð-
harðindi, nema síður sé. Allir
líta björtum augum á framtíð-
ina, en síðustu árin hefur verið
mikil kyrrstaða í atvinnulífinu,
enda fólk flutzt burt í tugatali.
En nú hefur tekið fyrir íólks.
flutninginn og allt atvinnulíf að
lifna við.
Arneshreppsbúar vita að hin.
ir mörgu þingmenn þeirra koma
byggðarlaginu í vegasamband
sem fyrst. Lágmarkskrafa hrepps
búa er, að á sumri komanda
verði lokið við veginn frá Kjör-
vogshlíð að Veiðileysu. Að vísu
er þetta ekki fljótgerður vegur,
því tveir vondir farartálmar eru
á leiðinni, Sætrakleif við Nauts.
vík og kleifarnar sem eru á
milli Djúpavíkur og Kúvíkur,
en með fullkomnum tækjum eru
þessar kleifar ekki lengi sprengd
ar.
Grásleppuveiði með albezta móti.
Slátrað var í haust hjá Kaup-
félagi Strandamanna 3600 lömb
um. Hæstu meðalvigt hafði
Benjamín Jónsson, Seljanesi,
15,75 kg., en meðalvigt hjá flest
um bænum var um 15 kg. Er
það langjafnasta vigtin, sem
verið hefur hjá bændum hér í
kring. Flestir bændurnir stækk.
' uðu fjárbú sín til muna og settu
sumir á milli 35 og 40 gimbrar.
Heyfengur var mikill og góð.
ur hjá öllum og má víða sjá
uppborin hey í kringum penings
húsin og er það sjaldgæf sjón
hér um slóðir.
Grásleppuveiði var góð á ár-
inu og fékk kaupfélagið 140 tunn
ur af fullverkuðum hrognum.
Þetta er eitt bezta grásleppuárið
um langt skeið, og kemur tvennt
til: Góðar gæftir og margir
menn, sem ekki hafa veitt áður,
hófu grásleppuveiðar. Kaup.
félagið borgar 8 kr. fyrir hvern
líter af hrognum upp úr sjó ál I
á árinu 1960, en í fyrra nam
greiðslan aðeins 4 kr. fyrir lít-
erinn. Þess má geta, að von ei
talsverðra uppbóta á grásleppu-
hrognin í ár.
Bíða eftir veginum.
Engin síld var söltuð hjá h.f.
Djúpavík á árinu. Þrjár fjöl-
skyldur fluttu frá Veiðileysu,
alls 18 manns, til Djúpavíkur og
gera þar út Flugölduna, sem
keypt var á s.l. hausti. Eg veit
ekki annað en Veiðileysubænd.
ur ætli að flytja aftur að Veiði-
leysu þeir bíða einungis eftir
veginum og hyggjast stunda þar
búskap í stærri stíl en áður.
Þess má geta, að þriðjungur
hreppsbúa búa við ekkert vega
samband, og geta þar af leiðandi
ekki fengið nein jarðvinnslu.
tæki til að slétta tún sín og verða
að slá tún með orf og liá.
Fregnir frá Kúbu upp á síð I
kastið berrda til þess að vax- l
andi óánægju gæti meðal al
•mennings með stjórn
Castros. Finnst mörgum hann
seinn að efna loforð sín um
kosningar og lýðræðislega
stjórnarhætti í landinu.
Sjálfur komst hann til valda
með skæruliðahernaði gegn
einræðisherramim Batista.
Nú finnst mörgum hann
sjálfur lítið betri einræðis- |
herra. Og skæruliðahópar /
eru nú teknir að starfa gegn J
Castro á sömu slóðum og l
hann var áður. Mynd þessa I
birti Times nýlega og sýnir (
hún nokkra kúbanska skæru /
liða, airdstæðinga Castros. J
Þeir eru allvígalegir. 1
Sót og dauðar flugur í kirkjunnl-
Eins og ég sagði í upphafi, þá
voru allar opinberar byggingar
Framh. á bls. 15
Vettvangur
r r < m m m m m m m m m m m
i SÍÐASTA Vettvangi var að þvi
vikið, að margháttuð spilling
hefði þróazt hérlendis í skjóli
„vinstri stefnunnar“ sem um
langt skeið hefði hér ríkt, að
vísu í nokkuð misjafnlega rík.
wm mæli. Hámarki hefði
ispillingin náð á valdatíma
vinstri stjómarinnar, þegar þeir
Jiöfðu sameinazt um að taka
völdin, sem þóttust vera sér.
etakir baráttumenn fyrir hina
efnamlnni, rétt eins og það væri
eeðsta markmið verkamanna og
bænda, að stjórnmálamenn yrðu
Bérstök yfirstétt í þjóðfélaginu,
eem sjálf þyrfti ekki að hlíta
þeim lögum, semi hún byði öðr-
tim að breyta eftir.
11 Menn velta því að vonum fyr.
|r sér, hvernig svo langvarandi
epilling hafi óáreitt fengið að
ígrafa um sig og þó ekki síður
hinu, sem meiru varðar, hvert
áframhald slíkrar þróunar mundi
leiða.
|et Segja má, að svo hafi þegar
verið komið fyrir nokkru, að fá-
Ir gætu með réttu íullyrt, að
þeir hafi i hvivetna fylgt lögum
hins islenzka íýðveldis. Flestir
hafa þar eitthvað á samvizkunni,
eins og t. d. undanskot frá
skatti. En þegar svo er komið,
hættir mönnum til að hlífast við
ejálfsgagnrýni, Þeir eru ekki
verri en aðrir — þjóðfélagið er
bara svona. Það vita allir, líka
eeðstu valdamenn, sem sjálfir að
laga sig þessum þjóðfélagslegu
aðstæðum og bjarga sér og sín.
um eins og bezt gegnir.
Sumir kynnu nú að segja, að
svona gæti þetta haldið áfram
um ófyrirsjáanlega framtíð,
fæstir lifðu að vísu á „launun-
um“ sínum, en allir fyndu samt
smugur til að afla sér sæmilegs
lífeyris. Og þegar allir væru
undir sömu sökina seldir, þyrfti
ekkert að vera að metast um
þetta. Þeir, sem duglegastir
væru að afla sér aukagetunnar,
mættu svo halda áfram að
glamra um, að þeir væru allra
manna frjálslyndastir og mestir
vinir alþýðunnar; það væri
hvort sem er ekki svo þægilegt
fyrir hina að auglýsa hræsni
þeirra.
V
Nei, við skulum hætta að
hafa þetta i flimtingum. Þetta
er fullkomið alvörumál. Lýð.
ræðislegt stjórnarfar stendur
eða fellur með ákveðnum sið-
ferðilegum þrótti. Við höfum
séð lýðræðið riða til falls með
þjóðum, sem lengra voru komn-
ar en við íslendingar. Þess vegna
skulum við ekki blekkja okkur
með því, að það sé sjálfsagt mál,
að við fáum alltaf að búa við
lýðfrelsi, hvernig sem við um-
göngumst það. En væri það ekki
kaldhæðni örlaganna, ef spilling
sú, sem samfara er ofstjórn og
einræði, þróaðist svo innan okk.
ar lýðræðislega þjóðfélags, að
kommúnismi eða fasismi yrði
Eiga stjórnmálamenn að vera yfirstétt á tslandi? — Þeir, sem
þykjast mestir vinir alþýðu, duglegastir að afla sér aukaget-
unnar. — Á vinstri spillingin að leiða yfir okkur kommúnisma?
— Menntamenn hafa brugðizt hlutverki sínu. — Viðreisnarstjórn-
m þarf enn að taka á af festu. — Um þetta m. a. fjallar Vett-
vangurinn í dag.
það örþrifaráð, sem nægilega |
margir aðhylltust eða styrktu'
með hlutleysi, þegar út í full. |
komið siðferðilegt kviksyndi
vinstri stefnunnar væri komið?
V
En hvers vegna hefur þá ekki
myndazt sterkt almenningsálit
gegn slíkri þróun? Hvers vegna
leiða menntamenn það ekki með
ritun þjóðfélagslegra ádeilu-
greina og rökræðum um við-
kvæm vandamál? Þeir munu
sjálfsagt svara, að til þess hafi
þá skort vettvang. Aðrir munu
segja, að í landi óhóflegra
flokksáhrifa — og ríkisvalds,
sem seilist inn á öll svið þjóð.
lífsins, sé ekki heiglum hent að
halda uppi gagnrýni, sem miði
að betri framkvæmd þeirra
grundvallarhugsjóna, sem menn
aðhyllast. Það sé hægt að styðja
einn stjórnmálaflokk, en skyn-
samlegast sé að láta þar við
sitja. Óhætt sé þó að deila á
aðra stjórnmálaflokka, jafnvel
hart, ef þvi er að skipta; það get.
ur styrkt mann í eigin flokki.
Stundum jafnvel vakið í hiti-
um flokkunum tilfinningu fyrir
samábyrgð og opnað leið að
hjörtum þeirra, sem þar hafa
valið sér svipað hlutskipti. En
að deila á eigin flokk; það sé
ekki þægilegt. Og þá er mennta-
maðurinn ekki heldur lengur
hinn nauðsynlegi gagnrýnandi,
heldur einn stjórnmálamaður í
viðbót.
Þessar skoðanir eru því miður
! um of ríkjandi meðal mennta-
| mannanna, án þess að þeir reyni,
hvort þær fengju 'staðizt, ef af
manndómi væri við brugðizt.
Brigð þeirra er að gera ekki til.
raunina, heldur læðast með
veggjum, er vandamálin ber á
góma og leyfa kommúnisma að
hagnýta sér spillingu eigin
stefnu — sem smám saman hef-
ur gegnsýrt íslenzkt þjóðlíf —
til baráttu gegn lýðræðinu.
En menntamennimir kunna
þá enn að segja: Við erum í
sömu aðstöðu og stjórnmála.
mennirnir og flestir aðrir. Okk-
ur hefur verið þvælt út í bitl.
inga og skattsvik, svo að okkur
ferst ekki að setja okkur á há-
an hest. Með öðrum orðum: Net
óheiðarleika og sýndarmennsku
vinstri stefnunnar er fullriðið.
En hvernig væri að sprengja
nótina? Eigum við ekki að strika
yfir það liðna, úr því að við er-
um öll eins á vegi stödd,
og byggja síðan á nýjum grunni?
Óumdeilt er, að lífskjör íslend-
inga hafa lítið eða ekkert batn.
að í hálfan annan áratug, meðan
nágrannaþjóðirnar hafa sótt
fram hröðum s'krefum. Við höf-
um því ekki einu sinni öðlazt
veraldlega velferð að launum
fyrir að fórna manndómi og
heiðarleika — sem við reyndar
verðskulduðum ekki heldur.
V
Líklega verður að þakka b**'
vinstri stjórninni, að allur lands
lýður gerir sér nú grein fyrir
því, hvaða svikamylla hér hefur
verið tefld, og hefur hún þá
sannarlega ekki setið til einskis.
En þessi nýi skilningur almenn.
ings krefst þeSs líka, að á stjórn-
artaumunum sé haldið á þann
hátt, sem ekki hefur þekkzt hér
um langt skeið.
Þeir, sem á annað borð vilja
lýðræði á íslandi og gera sér
einhverja grein fyrir því, hver
grundvöllur þess er, hljóta að
viðurkenna, að Viðreisnarstjórn-
in hefur fram að þessu borið
langt af öðrum ríkisstjórnum,
sem yngri menn hafa kynnzt, að
kjarki og réttsýni. Fólkið í
landinu hefur líka sýnt henni
traust, en hún á langan veg
ófarinn, og af henni mun verða
krafizt áframhaldandi djörfung-
ar við lausn innanlands. og ut-
anríkisvandamála. Þrátt fyrir
miklar fórnir finnst almenningi
ekki, að stjórnin hafi farið of
hratt, síður en svo. Henni er
einmitt þvi aðeins hætta búin,
að ekki verði gert hreint fyrir
dyrum viðar í þjóðlifinu en tek.
izt hefur enn. Á því má enginn
óþarfur dráttur verða, því að
ekki er fjarri lagi að álykta, að
sjálfu lýðræðinu væri hætt á fs-
landi, ef sú tilraun til viðreisn-
ar, sem nú sr loks gerð, færi út
um þúfur.
Ey. Kon.