Morgunblaðið - 20.01.1961, Qupperneq 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Njósnari tekinn
i
Kaupmannahöfn, 19. jan. T1
, (Reuter) 41»
DANSKA lögreglan hefur hand-
tekið 18 ára skólapilt fyrir til-
raun til njósna í þágu austur-
þýzkra stjórnarvalda. Ekki voru
það merkilegir hlutir sem pilt-
urinn hafði safnað gögnum um,
en hann sýndi mikinn áhuga og
vilja á verkinu, enda er talið að
hér hafi honum aðeins verið val-
ið reynsluverkefni.
Djilas sleppt
úr íongelsi
BELGRAD, 19. jan. (Reut-
er) — Milovan Djilas, fyrr
um varaforseta Júgóslavíu,
verður sleppt úr fangelsi
til reynslu á morgun, föstu
dag. Hann var sviptur
embætti sínu og settur í
fangelsi 1957, eftir að
hann hafði gagnrýnt ein-
ræðisstjórn Títós í landinu.
í október 1957 var Djil-
as dæmdur í 9 ára fang-
elsi. Hann ritaði ríkis-
stjórninni bréf og spurðist
fyrir um hvort þetta væri
ekki orðin nógu löng fang
elsisvist. Innanríkisráðu-
neyti Júgóslavíu ákvað að
heimila lausn hans.
Saga piltsins er þessi. Hann
tók í sumar þátt 1 svokallaori
Eystrasaltsviku, sem austur-
þýzk yfirvöld efna til árlega í
Rostock og eiga að stuðla að
vináttu Austur-Þjóðverja og
Norðurlandabúa, en hafa reynzt
ómerkilegar áróðurstefnur
kommúnista. '**“
A móti þessu komu Austur-
Þjóðverj-ar til piltsins og báðu
hann um að afla upplýsinga varð
andi landvarnir Danmerkur, —
sérstaklega báðu þeir hann um
að ljósmynda „Kastalann" í
Kaupmannahöfn og senda upp-
lýsingar um það hverjir eigi sæti
í danska landvarnarráðinu.
Þegar heim kom gekk piitur-
inn í þetta af miklum áhuga.
Hann tók að vísu ekki mynd sf
kastalanum vegna misskiinings,
heldur af herbúðum skammt írá.
Var það á misskilningi byggt hjá
honum. Þá fann hann upplýsing-
ar um meðlimi landvarnarráðs-
ins í uppsláttarbókum á konung-
lega bókasafninu.
Upp komsi um athafnir pilts-
ins, er hann reyndi að útvega
sér hjáiparmenn meðal skólafé-
iaga sinna. Lögreglan gefur ekki
upp nafn hins handtekna piits.
Hún segir að hann hafi ekki
verið tekinn höndum vegna þess
að njósnir hans hafi verið alvar-
legar, heldur vegna þess að ná.
kvæm rannsókn á málinu kunni
að leiða í ljós, hverjir standa á
bak við. En álitið er að þeir
hafi aðeins verið að prófa hæfni
og vilja piltsins. Hann hefði feng
ið stærra og alvarlegri viðfangs-
efni síðar ef hann hefði staðið
í stykkinu.
Föstudagur 20. j'anuar 1961
Veit Bethke
Einkaréttur ferðaskrif-
stofunnar verði afnuminn
ÞÓRARINN Þórarinsson flyt
ur í neðri deild Alþingis
frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um Ferðaskrif-
stofu ríkisins, þar sem gert
er ráð fyrir, að einkaréttur
ferðaskrifstofunnar til að
reka ferðaskrifstofu fyrir er-
lenda menn verði felldur
niður. Var málið til 1. um-
ræðu á fundi neðri deildar í
gær.
í fraansöguræðu sinni fyrir
frumvarpinu sagði Þórarinn Þór
arinsson, að tilgangur frunwarps
ins væri að felLa niður einkarétt
Ferðaskrifstofu ríkisins tiil að
reka ferðaskrifstofu fyrir er-
lenda menn, og að stuðla að því,
að fleiri aðilar geti unnið að því
að greiða fyrir ferðalöigum út-
léndínga til landsins. Þegar séu
starfandi í landinu nokkrar ferða
skrifstofur, sem greiða fyrir
ferðum íslendinga til útlanda,
og ættu þær alveg eins að geta
orðið tíl þess að beita sér fyrir
ferðum erlendra manna hingað
til lands. Þá benti hann á, að
allar þjóðir kepptu nú að því
að greiða fyrir ferðalögum út-
lendinga til landa sinna, enda
séu þau víðast vaxandi tekju-
lind. íslendingar megi ekki
láta sinn Mut eftir liggja í
þessum efnum, og eins og nú
er komið, muni það tryggja
beztan árangur á þessu sviði
að veita öllum þeim, sem hatfa
áhuga og getu tækifæri til
þess að vinna sem frjálslegast að
jþessum málum, en hefta ekki
framtak þeirra með úreltum
hömlum.
r Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráffherra reis upp til andsvara.
Taldi hann, að samþýkkt frum-
varpsins mundi hatfa illt eitt í
för með sér. Ferðaskrifstofa rík-
isins reki nú kostnaðarsama land
kynningarstarfsemi erlendis, sem
hún kosti að mifclu leyti sjálf.
Ef fleiri aðilar kæmu inn á
starfssvið hennar mxmdu tekj.ur
hennar stórminnka, og ef ekki
isetti að draga úr kynningarstarf-
semi landsins erlendis, þá þyrfti
að veita stóraukið fé til herrnar
á fjárlögum.
Þórarinn Þórarinsson kvað at-
hugasemd menntamálaráðherra
á misskilningi byggða. Ferða-
skrifstofa ríkisins héldi sinni
starfsemi áfram og héldi öllum
sínum samböndum. Hún þyrfti
ekki að tapa neinu af tekjum
sínum, þar sem ferðamanna-
straumurinn til landsins Myti að
stóraukast við breytinguna, og
með sæmilegum rekstri ætti hún
að geta haldið sínum hlut.
JVyr baílettmeastari
í JÞ/óSIeikhúsinu
SL. sunnudag kom til landsins
ballettmeistarinn, Veit Bethke,
og er hann ráðinn, sem ballett-
meistari við Listdansskóla Þjóð-
leikhússins.
Eins og kunnugt er hefur Erik
Bidsted verið aðalkennari við
Listdansskólarm sh átta ár og
fyrirhugað var, að hann kæmi
aftur til landsins sl. haust, en
vegna veikinda gat ekki orðið
atf því.
Þjóðleikhússstjóri reyndi strax
að ráða annan ballettmeistara í
stað Bidsteds, en vegna skorts á
færum mönnum til slíkra starfa,
eftir að starfsemi er byrjuð
í leikhúsum nágrannalandanna
tókst það ekki fyrr en nú.
Veit Bethke er enskur ríkis-
borgari, fæddur í Þýzkalandi, en
hefur hin síðari ár starfað mest
í Svíþjóð, einkum þó í Stókk-
hólmi. Hann er bæði sólódansari
og ballettmeistari og má geta
þess, að hann hefur dansað á
Sjö sÓnglög eitir
Kari O. Runóilsson
NÝLEGA komu út tvö sönglaga-
hefti — sjö einsöngslög meff
píanóundirleik — eftir eitt kunn
asta og vinsælasta tónskáld þjóff-
arinnar, Karl O. Runólfsson. —
. ,
Karl O. Runólfsson, tónskáld.
Hefti þessi, „Þrjú sönglög" og
„Fjögur sönglög“, eru smekklega
úr garði gerff, en kostnaffarmaff-
ur útgáfunnar er Pétur Péturs-
son.
— ★ -
„Þrjú sönglög" eru endurprent
un fyrri útgáfu, sem verið hefir
ófáanleg um langt skeið. Lögin í
þessu hefti eru alkunn og hafa
verið vinsæl og mikið sungin um
fjölda ára: fjarlægð" (ljóð eft-
ir ,,Cæsar“), „Den farende
Svend“, við ljóð Jóhanns Sigur-
jónssonar og „Afmælisljóð" (ljóð
ið eftir Vigfús Jónsson).
í hinu heftinu, „Fjórum söng-
lögumi“, er eitt mýtt lag, eða
mjög nýlegt: „Ferðalok" við hið
fagra og alkunna ljóð Jónasar
Hallgrímssonar með sama nafrii.
— Hin þrjú lögin hafa þegar ver
ið alþekkt um nokkurt skeið:
„Hrafninn", við ljóð eftir Þor-
stein Gíslason, „Viltu fá minn
vin að sjá?“, við ljóð Jóhanns
Sigurjónssonar, og loks „Máríu-
vers“, ljóðið eftir Matthías Joch-
umsson.
— ★—
Þessi smekklega útgáfa mun
ekki aðeins þökkuð af vinum og
aðdáendum tónskáldsins, sem
átti sextugsafmæli á sl. ári, held-
ur söngvinum í landinu almennt.
móti Al^ia Markova, Beryl
Grey og Violetta Elvin, sem afil-
ar eru mjög þekktar, sem sóió-
dansarar. Sl. sumar kom hann
fram í kvikmynd, sem SAS-fé-
lagið lét gera og hefur hún
hlotið ágæta dóma.
Bethke hefur einnig starfað
mikið við söngleika sýningar,
einkum í London og var hann
aðaldansari í söngleiknum „Ann-
ie get your gun“, þegar leikur-
inn var sýndur þar.
í Listdansskóla Þjóðleikhúss-
ins eru nú 220 nemendur og verð
ur fróðlegt að sjá hvernig Bethke
ballettmeistara tekst að þjáltfa
hinn unga íslenzka ballett.
Pókók
VEGNA þess að lína féll niður 1
athugasemd Jökuls Jakobssonar
í blaðinu í gær, er athugasemdim
birt hér aftur ásamt svari frá
Sigurði Grímssyni. -
Sigurður minn Grímsson
Alveg finnst mér óþarfi af jafn
sprenglærðum lögfræðingi og
þér að vitna rangt í heimildir.
í dómi þínum um leikritið Pókók!
tekur þú upp eina setningu úr
leiknum en umhverfir hana svo,
að hún verður engri skepnu
lík. Þú kveður Sigríði Hagalín
(Gauju gæs) hafa sagt: „Er gæs
skrifuff meff stórum staf?“ Rétt
er setningin þannig: „Er ekki
stór stafur í gæs?“ Kannski
finnst þér ekki ýkja mikill mun-
ur á þessum tveimur setningum,
en lögmenn tungunnar mundui
finna að önniur þeirra er klúðruð
stirðbusaleg og þó einkum ple-
beisk. Hvað finnst þér?
Með beztu kveðjúm.
. i Jökull Jakobsson.
★
MÉR er það bæði ljúft og skylt
að biðja höfund Pókóks (og
Gauju gæs) afsökunar á því, ef
ég í leikdómi mínum hef ekkl
farið allskostar rétt með eina
setningu í leiknum, þó að vísu
um engan meiningarmun sé að
ræða. Setningin var tilfærð etftin
minni, þar eð ég hafði ekki til«
tækt eintak af leikritinu er leik«
dómurinn var saminn.
Hinsvegar vil ég geta þess, að
margir, sem voru á frumsýningu
leiksins hafa sagt mér, að þeir
hafi ekki betur heyrt, en að
Gauja gæs hafi sagt umrædda
setningu eins og ég orðaði hana
í grein minni, enda er það í fullu
samræmi við persónuna, eins og
hún er úr garði gerð frá hendi
höfundarins, því að hún er sann«
köUuð „gæs“, flámælt og ple-
beisk í meira lagi. Má því segja
að leikkonan hafi skilið hlut-
verkið betur en höfundurinn, ef
hún hefux orðað setninguna á
þann hátt er mér og mörgum öðr
um heyrðist.
Með kærri kveðju til höfund-
arins.
[ Sigurffur Grímsson.
Varnir gegn spjöllum
af völdum Dyrhölaöss
Jón Kjartansson sýslumaður
kvaddi sér hljóðs á Alþingi í gær
í sambandi við umræður um til-
lögu þá til þingsályktunar, sem
þeir Björn Fr. Bjömsson, Agúst
Þorvaldsson og Karl Guðjónsson
flytja, um varnir gegn lands-
spjöllum af völdum Dyrhólaóss í
Mýrdal.
Benti Jón Kjartansson á, að sú
tillaga, sem nú væri flutt, væri
samskonar og tillaga, sem hann
hefði fiutt árið 1954 og Alþingi
hefði þá samþykkt. Þáverandi
vitamálastjóri, Emil Jónsson,
hefði komið austur og athugað
staðhætti. Hefði honum litizt svo
á, án þess þó, að nokkur veruleg
rannsókn færi fram, að aðgerðir
yrðu mjög kostnaðarsamar og
vafasamt um allan árangur. Varð
að samkomulagi milli hans og
Jóns, að hinn síðarnefndi reyndi
að útvega fjárveitingu tit þess
að ýta ósnum út, ef hann stíflað-
ist. Skýrði Jón Kjartansson frá
því, að hann hefði tvívegis fengið
fjárveitingu á fjárlögum í þessu
skyni, í annað skiptið 25 þús. kr.
og í hitt skiptið 20 þús. kr. Fé
þetta hefði verið í vörzlu vita-
málastjórnarinnar, sem hefði
greitt af því, þegar með þurfti.
Það hefði verið á!it þáverandi
París, 16. jan. (Reuter-NTB)
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum, að Bandaríkjamenn
og Frakkar muni standa saman
að geimskoti á árinu 1962. Mun
geimfar það er upp verður sent
verða að nokkru gert í Banda-
ríkjunum og að nokkru í Frakk-
landi.
vitamálastjóra, að þetta værl
bæði kostnaðarminnsta og örugg*
asta leiðin til úrbóta og því hefði
hún verið valin.
Hins vegar, sagði Jón Kjartana
son, að það mundi ekki gleðja
neinn meira en sig, ef hægt væri
að finna leið til þess að halda
ósnum úti varanlega.
Samningar
á Skagaströnd
SKAGASTROND, 19. jan. — I
dag kl. 4 hófst fundur í verka«
lýðsfélaginu hér á staðnum, og
borið undir atkvæði samkomu«
lag það sem náðist í gær um
kaup og kjör landverkafólks. —«
Var það samþykkt með 47 at«
kvæðum gegn 13. Hefur Kaup«
félag Skagstrendinga nú einnig
gerzt aðili að þessu samkomu-
lagi.
Fundi var ekki lokið er frétt
þessi er símuð, skömmu áður en
síminn lokaði kl. 8, en komin
er fram tillaga þess efnis að
stjórn félagsins verði falið að
vinna að_J>ví að bátar geti hafið
róðra sém fyrst, en þeir hafa
verið í verkfalli síðan 15. þ. m.,
eins og kunnugt er. Búið var
að semja hér við atvinnurek«
endur um sérákvæði fyrir báta*
sjómenn, og var það samþykkt
í verkalýðsfélaginu með 22 at*
kvæðum gegn 1. En samning-
arnir eru í aðalatriðum bundn.
ir Sjómannasamlbandinu fyrir
sunnan, og miðast tillagan við
að losa um það. — Þ. J