Morgunblaðið - 20.01.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.01.1961, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. jarfcar 1961 L Daginn eftir braut ég heilann. , Hver gæti lánað mér peninga? ! Mér gat ekki dottið neinn í hug. f 1 Þá kom snögglega upp í huga anér n>'n Tyrone Powrr. Eg hafði verið í samkvæmum hjá j honum hér, og hann og Anna- bella höfðu komið til min. Eg hringdi til hans. I ■—Eg skal segja þér, Ty, sagði ég, — ég er alveg á nástrái. Get urðu hjálpað mér eitthvað? Ef þú mátt missa það. Eini vegur- inn til að biðja aðra um peninga var að vera hreinskilinn, fannst mér. — Því miður, sagði hann. Og svo bsetti hann við: — Þetta kemux víst fyrir okkur öll. Eg skal senda þér ávísun. Eg hafði enga upphæð nefnt, og Ty spurði ekki eftir því. Svo bætti hann við, áherzlulaust: — Mér þætti gaman að sjá þig — við skuilum hittast einhverntíma. Nokkrum blukkustundum seinna kom maður í bílstjóra- búningi að dyrunum hjá mér. — Ungfrú Barrymore? Hr. Power sendi mig til yðar. Svo rétti hann mér umslag og var horfinn. Eg opnaði það og var forvitin að sjá, hve mikið hann hefði sent mér. Kannske væri það þúsund dalir? Út kom ávísunin og hljóðaði Upp á hundrað dali. Eg var stórmóðguð. Hefði hann sagt: — Því miður, Diana, en ég hef konu og barn á fram færi mínu, og get því ekkert í bili, en undir eins og það lagast, veit ég ekki hvað ég vildi gera fyrir þig. Miohael og Robin reynd ust mér svo vel, þegar ég var illa staddur . . . Hvern gæti ég reynt við ann an? Mér datt í hug Huntingdon Hartford, sem stóð til að erfa auð fjffr. Hann hafði boðið mér út í Palm Beach, eitt fyrsta árið, sem ég tók þátt í samkvæmislíf inu. Við höfðum dansað saman í E1 Morocco og Storkklúbbn- um. Við höfðum verið í boðum hvort hjá öðru. Hann munaði sannarlega ekki um þó það væri fimm þúsund dalir. Eg hringdi til hans og þegar umræðuefnin okkar voru þrotin, og ég fann, að hann vildi losna Úr símanum, sagði ég. — Huntingdon, ég skal segja þér hversvegna ég hringdi. Þér mun þykja það skrítin bón og efast um, að það sé satt, en ég er alveg gjörsamlega aura- laus. Áður en hann komst að með svarið, flýtti ég mér að segja: — Eg fæ peninga úr búinu hennar mömmu bráðum og get þá borg að þér aftur. En nú vantar mig beinlínis aura fyrir mat. Það varð löng þögn hinumeg in. Eg fann roðgnn koma upp í kinnarnar á mér og svitanum sló út um andlitið á mér. Það var svo auðmýkjandi að verða að gera þetta. En þá h’eyrðist í Huntingdon. — Jú, en ég skal segja þér, Diana, það stendur bara svo fjandalega á fyrir mér í bili. Eg er að vasast í svo mörgu . . . Hefurðu nokkurt gagn af hundrað dölum? Eg svaraði: — Já, mér er tals vert gagn að þeim. Þakka þér kærlega, Huntingdon. . Eg lagði frá mér símann og langaði mest til að fara að skæla. En gat ég nú láð þeim þetta, þrátt fyrir allt? Þeir vissu, hvern ig ég hafði spillt öLlu fyrir sjálfri mér í Ástralíuferðinni. Eina huggunin mín var, að búið hernn ar mömmu myndi verða uppgert í nóvember 1952, því að það hafði lögfræðingurinn hennar skrifað mér. Enn voru nokkrir mánuðir þangað til, og áreiðan lega mundi ég geta endurgreitt það, sem ég fengi lánað í milli- tíðinni. Eg var ekki að fara fram á ölmusu, heldur lán. Ennþá vorum við auralaus. Þá mundi ég eftir ágætum, ung um leiksviðsteiknara, sem hét Tom Oliphant. Og hann reynd ist mér mikil hjálparhella. í húsi, sem marnrna hans átti var laus íbúð. Þar gátum við Bob fengið inni í bili, án þess að þur-fa nok-kuð að hugsa um húsa leigu. — En ég skal taka það fram strax, að það líkist ekki neinu, sem þið eruð vön, sagði hann. Við vorum nú fyrst og fremst þakk-lát fyrir að hafa þak yfir höfuðið, sagði ég við hann. Og Tom, se-rn var þá ekki í vinnu, lét okkur hafa 150 dali þegar við fluttum inn. En það var satt, sem hann sagði um íbúðina. Hún var mál- uð skjallhvít, líkust skurðstofu í sjúkrakúsi, og húsið skalf þeg- ar vörubílarnir fóru þar fram hjá, dag og nótt. Eg fór fljótt að hata kvítu veggina og loftið kring um okkur. Og þrátt fyrir örbirgð okkar, keyptum við málningu og fórum að mála veggina dökkgræna, en loftið rautt. Kannske þetta gæti talið mér trú um, að ég væri í fínni íbúð. Við byrjuðum með mikl- um áhuga á loftinu og meðan á verkinu stóð, hlóðust tómar bjórdósir upp á miðju gólfinu. Við' komumst aldrei svo fangt að mála veggina. Mamma Toms rakst inn, leit kring um sig með örvæntingarsvip og skipaði svo Tom að reka okkur út. — Við ætluðum bara að gera þetta dá- lítið fínt, sagði ég. Tom var í mestu vandræðum en gat ekki að gert. Við fluttum í gistihús. Ég reyndi að verða mér úti um matarboð, til þess að spara fæðiskostnað. Eg hringdi upp (káta fófkið, sem ég hafði þekkt forðum og þá hafði verið eins og heima hjá sér um mat og- drykk hjá mér. En engin boð komu, enda þótt ég væri alltaf að lesa um veizlurnar þeirra í blöðunum. Allt í einu datt það í mig að hmigja í Dolores Cost- ello. Hann ha-fði ég ekiki séð ár- um saman. Hún virtist raunveru lega hafa ánægju af að heyra um mig. Dóttir hennar og hálf- systir mín, Deedee, átti von á öðru barni sínu. Og John yngri, hálfbróðir minn, var líka í borginni. Við ættum að koma saman öll. Þegar ég svo sá Dolores heima hjá sér, var hún alveg eins og ég mundi hana úr þöglu mynd- unum — snyrtilega búin og varla grátt hár í höfðinu á henni, en hárið var með gulislit — þetta var yndisleg kona með einhverja himneska ró yfir sér. Eg gat vel skilið, að pabbi yrði hrifinn af henni. Seinast þegar ég sá systur mína, hafði hún verið ólánleg í vexti og hálfþroskuð. Nú var hún tuttugu og tveggja ára og stórfríð og sjálf orðin móðir. Svo kom John inn — hávaxinn, laglegur og fullur af fjöri. Mér datt í hug, að svona hefði pabbi litið út um tvítugt. Ekki hafði John samt vangasvipinn hans, en það var eitthvað rafinagnað við hann — einhver snerpa og eldfjör. Hann kom þjótandi inn í stofuna, eins og halastjama, tók þrjú stigaþrep í einu, svo gat hann sezt, þotið upp aftur og ætt fram og aftur um gólfið eins og dýr í búri. Hann eins og gneistaði af eirðarleysi. Við töluðum um okkar nán- ustu og Bob hlustaði á, án þess að leggja nokkuð til málanna. Johnny vildi fræðast um föður okkar. Eg minntist þess, að Cobina Wright eldri, sagði mér einu sinni, að Johnny hefði komið til sín og spurt hana spjörunum úr um pabba sinn. — Hann þekkti hann raunveru, lega aldrei, sagði Cobina. •— Hann sagði við mig: — Hvernig get ég fengið eitthvað að vita um hann — hvernig leit hann út? Og ég svaraði: — Talaðu við einhverja kunningja hans, sem enn eru tiltækir — John Decker, Gene Fowler og alla hina. Og þetta var ekki nema satt, því að auk þess, sem pabbi var alltaf svo fjarlægur börnunum sínum, var Deedee ekki nema tóif ára og John tíu, þegar hann dó. Og varla gætu þau munað mikið Þessa síðustu mánuði, sem pabbi lifði, hafði ég kynnzt honum miklu meira en hin, og þekkti ég hann þó sannarlega ekki mikið! Dolores reif mig upp úr hug leiðingum mínum. Hvort ég hefði séð Ethel frænku? Eg hristi höfuðið. Eg hafði enga hugmynd um, hvort hún var hér eða eystra. Dolores sagði, að hún ætti heima í Holiy wood, enda þótt hún sæi hana sjaldan. Eg komst að því, að Dolores hafði — eins og mamma — afdrei verið nein sérstök vin- kona Ethel frænku. Var það vegna þess, að frænka leit allar konur hornauga, sem höfðu ver- ið nákomnar pabba, sem hún dýrkaði alltaf, eins og hvern annan litla bróðu-r, og taldi enga þeirra hafa verið verðuga hans? í ..................................... Skáldið ocf mamma litla , Ef ég lít beint upp í loft ætti ég að koma auga á Sputnik IV. Já, og ef þú lítur beint niður, ætt- ir þú að sjá.... ....þessa stóru fætur þína trampa í nýsáðu pétursiljubeðinu mínu. i. Á Ú 6 get the little plane warmed UP, CHUCK...I'M FLVING IN TO WILLOW LANDING TO GET tTj A DOCTOR / J-%- AT THAT MOMENT(VEU.OW BEAR, BRINGING NEWS OF MARK TRAIL( ROUNDS THE POINT OFF McCLUNE'6 lanoing/ VES...LITTLE KING...NOW HURRX I WANT TO GET GOING/ SOMEBODY SICK, MR. McCLUNE? . ^ — Hitaðu upp litlu vélina Chuck . . . Eg þarf að fljúga til Willow-stöðvarinnar að sækja lækni. » — Er einhver veikur herra McClune? — Já, King litli . . . Flýttu þér nú, ég vil fara að komast af stað! Á sama tíma kem-ur Guli-Biörn með fréttir af Markúsi. Eg nefndi nú þetta ekkert á nafn við Ðolores, en bað hana aðeins um símanúmerið hjá Ethel. Eg skal’ hringja til henn- ar, sagði ég við sjálfa mig. Eg ætla að tala við hana. Ef ég gefc slegið bláókunnugt fólk um pen inga, hversvegna þá ekki föð- ursystur mína? Eg hringdi til hennar daginn eftir, og þessi dásamlega rödd heyrðist í símanum. — Ó-ó, Di- ana, það var gaman að heyra í þér. — Það var líka gaman að heyra röddina þína, Etheli frænka, sagði ég. — Mikið væri gaman að hitta þig. — Komdu hvenær sem þú vilt, núna, seinni partinn í dag. — Það væri gaman, en nú hef ég bara engan bíl. Eg vildi ekki segja, að ég ætti ekki einusinni fyrir leigubíl, og bætti því við: — Eg er hér bara snögga ferð, og hef ekkert getað hugsað fyr- ir bíl ennþá. — Eg skal senda minn eftir þér, sagði hún. — Má ég taka manninn minn með mér? — Hvern þeirra? spurði hún. Nei, þetta er nú fullmikið, hugsaði ég. En sló því upp í ÍHUtvarpiö Föstudagur 20. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón* leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.26 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku, 13.25 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til« kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandi þjó8 ir: Guðmundur M. t>orlákssoa talar um íbúana á Páskaey, 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Dagl^gt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). 20.05 Efst á baugi (Umsjónarmenn* Fréttastjórarnir Björgvin Guð* Guðmundsson og Tómas Karls* son). 20.35 Tónleikar: Hollywood Bowl sin« fóníuhljómsveitin leikur vinsæl hljómsveitarverk. John Barnett stjórnar. 20.50 Upplestur: Svala Hannesdóttif les Ijóð eftir Vilborgu Dagbjarts* dóttur,- 21.00 Tónleikar: Musica Nova-kvintett inn leikur. a) Kvintett eftir Haydn; Friti Muth útsetti. b) Svíta fyrir blásarakvintett op. 57 eftir Lefebvre. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk« as“ eftir Taylor Caldwell. Ragn« heiður Hafstein. XXXI. lestur, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Blástu — og ég birtist þér“; II. þáttur: Ólöf Árnadóttir ræðip við konur frá ýmsum löndum. 22.30 í léttum tón: Píanóleikarinn Lou Stein og hljómsveit hang skemmta. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 21. Janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn Jón Auðuns dómprófastur). 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tóii leikar. — 9.10 Veðurfregnir. ^ 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. r |l (12.25 Fréttir og tilkynningar). ’ 12.50 Óskalög sjúklinga. Bryndís Sigm urjónsdóttir stjórnar þættinum. 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir)* 15.20 Skákþáttur. Guðmundur Arn« laugsson flytur. 16.00 Fréttir og tilkynningar. 16.05 Bridgeþáttur. Stefán Guðjohnscn flytur. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds# son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún Ás* mundsdóttir), 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Átta börn og amma þeirra í skógin* um“ eftir Önnu Cath.-Westly ; VL lestur. Stefán Sigurðsson kenn« ari. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung* linga. Jón Pálsson flytur. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Dimmafljót'* eftir Rodn ey Ackland, í þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar. — Leikstjóri: Gíslt Halldórsson. Leikendur: Lárus Pálsson, Halldór Karlsson, Hildup Kalman, Jón Aðils, Helga Bach« mann, Kristín Anna Þórarinsdótt Ir, Róbert Arnfinnsson, Gestup Pálsson og Rúrik Haraldsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Þorradans útvarpsins, þar á met al leikur hljómsveit Aage Lor« ange. Söngvari með hljómsveit* inni Sigurdór Sigurdórsson. 02.00 Dagskrárlok. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.