Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 16
í stœrsta húsi Sjá bls. 3. Vettvangur Sjá bls. 9. 22. tbl. — Laugardagur 28. janúar 1961 ísótóparannsóknir í Landspítalanum Alþjóða-kjarnorkumálanefndin sendir hingað sérfrœðing til að koma upp slíkri rannsóknarstofu SAMKVÆMT fregnum, sem bárust frá Vínarborg í gær, hefir verið ákveðið, að Al- þjóða-kjarnorkumálanefndin, sem þar hefir aðsetur, sendi á þessu ári kjarnorkusérfræð inga til 16 landa til þess að aðstoða viðkomandi þjóðir við að hagnýta sér kjarn- orkuna til ýmissa friðsam- legra þarfa. ísland er talið í hópi umræddra 16 landa. Samkvæmt fyrrgreindum fréttum, verður sérfræðingur í notkun geislavirkra ísótópa sendur hingað á vegum kjarn orkumálanefndarinnar til að- stoðar Landsspítalanum við að taka hér upp notkun ísótópa við sjúkdómsgrein- ingar og lækningar. — Þá segir og, að nefndin muni leggja til nauðsynleg tæki til ísótópa-rannsóknarstofu í sjúkrahúsinu — en slík tæki eru talin 10.600 dollara virði. • SETT UPP 1 TENGIÁLMU LANDSPÍTALANS Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, sótt Kjarnfræðinefnd íslands um þessi tæki fyrir um það bil tveimur árum til Alþjóða- kjarnorkumálanefndarinnar í Vínarborg, en umsóknin var síðan dregin til baka, vegna þess að húsnæði i Landspítal- anum fyrir tækin var ekki fyrir hendi. I fyrra komu hingað menn frá Alþjóða-kjarnorkumála- stofnunínni til geislamælinga á vegium jarðhitadeildar raf- orkumálastjórnarinnar, og átti Kjarnfræðinefnd íslands þá tal við þá um þetta. Umsókn- in var síðan endurnýjuð og er fréttin hér að ofan svar við henni. , Tækin verða sett upp í tengi álmu Landspítalans, milli gamla spítalans og nýbygging- arinnar, en ekki hefur enn verið ákveðið, hvenær þau verða sett upp. Þau verða til að byrja með einkum notuð til líffræðilegra rannsókna og sjúkdómsgreininga, og verða undir stjórn Davíðs Davíðsson ar, prófessors. Norski sjómaðurinn sýknaður af „morðinu" á Seyðisfirði //' MORGUNBLAÐIÐ hefur frétt, að norski sjómaðurinn Gunnar H. Olsen, sem grun- aður var um að hafa orðið banamaður skipsfélaga síns, að nafni Alfred Eltvig, á síldveiðibátnum Sjannöy frá Álasundi, þegar hann lá á Seyðisfirði hinn 4. ágúst í sumar sem leið, hafi verið sýknaður af morðákæru hins opinbera. Hinn norski dómstóll, sem fjallaði um málið, segir jafn líklegt, að Alfred Eltvig hafi látizt Rannsókn hafin á bókhaldi K.S. Sauðárkróki, 27. jan. Á SÍDASTLIÐNU ári var Kaup- félagi Skagfirðinga gert að greiða í útsvar til bæjarins kr. 435,400. Kaupfélagið taldi sig ekki geta unað þessari útsvarsálagningu og kærði til niðurjöfnunarnefndar og krafðist lækkunar. Hefur kaupfélagið haft þann hátt á und anfarin ár, að kæra útsvar sitt og mun stundum hafa fengið ein hverja lækkun á því. Nú gerðist það hins vegar, að niðurjöfnunarnefndin varð ófús til að lækka álagninguna. Fékk nefndin hingað norður löggiltan endurskoðanda til þess að rann- saka ýmsa liði í bókhaldi kaup- félagsins. Að þeirri endurskoðun fenginni varð ekki um lækkun að ræða, heldur hækkaði niður- jöfnunarnefndin útsvar kaupfé- lagsins um kr. 290,800. Kaupfélagið kærði aftur þessa álagningu til niðurjöfnunarnefnd arinnar, en nefndin úrskurðaði einróma, að niðurjöfnunin skyldj standa óhögguð. Ekki er fréttaritaranum kunnugt um, að K.S. hafi kært til yfirskatta- nefndar, eins og segir í Alþýðu- blaðinu í gær. Hins vegar getur það vel verið, og auðvitað á slíkt þá eftir að koma í ljós. vegna byltu á höfuðið og að einhver hafi greitt honum banahögg. Eins segir dóm- stóllinn, að hafi hinn látni verið veginn, þá bendi eng- ar sérstakar, ákveðnar líkur til þess, að vegandinn hafi verið Gunnar H. Olsen frem- ur en einhver annar. Þá hafði dómstóllinn einnig hliðsjón af því, að hinn ákærði hafði aldrei komizt undir mannahendur áður. Geta má þess, að í viðtali við Morgunblaðið 12. ágúst í sumar, segir Sigurður Ólason, hrl., sem var réttargæzlumaður hins grun- aða við yfirheyrslurnar á Seyðis- firði, að „ekkert hafi komið fram, sem sannaði, að pilturinn hafi verið valdur að dauða skipsfé- laga síns, ef um dauða af manna- völdum hafi þá verið að ræða“. — Frásagnir norskra blaða af Togarasölur Togarinn Nanfi seldi í Bremer haven í gærmorgun 154 lestir fyr ir 98, þús mörk. Ennfremur seldi Apríl frá Hafnarfirði í Bremer- haven 112 lestiir fyrir 74,600 mörk og 74,5 lestir af síld fyrir 46,400 mörk. Þá seldi Júpiter í gærmorgun í Cuxhaven 120 lest ir fyrir 76 þús. mörk. Engin sala er í dag, en þrír togarar eru farn ir til áð selja í næstu viku. þessum atburðum öllum voru á sínum tíma með allmiklum ýkju- keim. Gáfu sum þeirra jafnvel í skyn, að íslendingar hefðu drepið Norðmanninn, því að árásarhóp- ar landsmanna („landets storm- tropper") hefðu elt norsku sjó- mennina á hlaupum o.g grýtt þá. Þá var enn fremur látið að því liggja, að Íslendingar hefðu kálað finnskum sjómanni við sama tækifæri. . Það er ekki verra að hafa þá tvo til reiðar, eins og þessi bíleigandi, sem var á leið til bæjarins í gærdag, eftir Miklu brautinni. Hann var að koma hestinum sínum í húsaskjól. í gamla daga var það óska- draumurinn að eignast góðan reiðhest, seinna breyttist þetta nokkuð og allir fóru að óska sér bíls. — Bíleigendur eru nú orðnir margir í þessu landi, en hér í Beykjavík fer þeim mönnum fjölgandi, sem telja að hinu fjórhjólaða farartæki takist ekki að ná þeim sess, sem þarfasti þjónninn hefur skipað og mun skipa, Fer nú yfir Reykjavík alda hesta- mennsku og munu sjaldan eða aldrei hafa verið jafnmargir gæðingar í Beykjavík og eru þar nú. (Ljósm.: Sveinn Þor- móðsson). Drengir stálu bí!~ um og brutust inn f FYRRAKVÖLD var Skodabíl stolið við húsið Hrísateig 31. í gærmorgun fékk rannsóknarlög reglan tilkynningu um þjófnað- inn og var þá hafin eftirgrenslan. Fréttist um bílinn hér í bænum, um ki. 9,30. Höfðu verið í hon um fjórir piltar. Laust eftir há- degi fannst bíllinn mannlaus ná lægt Kleppi, — en þá hafði rann sóknarlögreglan fengið svo hald góðar upplýsingar um piltana, að farið var á heimili eins þeirra. Þar voru þeir þrír saman. Við yfirtheyirsl'Ur sem stóðu enn yifir kl. að ganga átta í gær kvöldi, höfðu piltarnir, sem eru. aðeins 14 ára, viðurkennt þjófn aðinn á bílnum. En að aufci hafa þeir oft tekið strætisvagn á vagnastæðinu við Kirkjusand og leikið sér á þeim þar á stæðinu. Eru þeir alilir með „bíladellu". En við frekari yfiríheyrslur höfðu þeir í gærkrvöldi viður* kennt að hafa framið þrjú inn- brot héc í bænum og minniihátt ar þjófnaði. Jón Jóhanu Tryggvi Magnus Jóhann Sigurður Gunnar B-tistinn. er listi verk amanna 1 Dagsbrún B-LISTINN er þannig skipaður: • Aðalstjórn: Jón Hjálmarsson formaður, Njálsgötu 40B Jóhann Sigurðsson, varaform., Ásgarði 19 Tryggvi Gunnlaugsson, ritari, Digranesvegi 35 Rósmundur Tómasson, gjaldk., Laugarnesvegi 66 Magnús Hákonarson, fjármála- ritari, Garðsenda 12 Jóhann Sigurður Gunnsteins- son, Lindarv. 7, Kópavogi Gunnar Sigurðsson, Bústaða- vegi 105. Varastjórn: Guðmundur Jónsson, Garðastr. 8 Sigurður Þórðarson, Fossagötu 14 Karl Sigþórsson, Miðtúni 86. Stjórn Vinnudeilusjóðs: Sigurður Guðmundsson, Freyju- götu 10A Guðmundur Nikulásson, Háaleit- isvegi 26 Guðmundur Sigurjónsson, Gnoð- arvogi 32. Varastjórn: Þórður Gíslason, Meðalholti 10 Jón Arason, ökrum við Nesveg. Endurskoðendur: Torfi Ingólfsson, Stað, Seltjarn- arnesi Halldór Runólfsson, Tómasar- haga 47. . Til vara: Helgi Eyleifsson, Snorrabraut 35. Heímila róðra REYÐARFIRÐI, 27. jan. — Fund ur var haldin hér í gær um heildarsamninginn um kaup- og kjör sjómanna. Endanleg afstaða var ekki tekin til samninganna, en samlþykkt var á fundinum að heimila að hefja róðra. Þrír báit ar róa héðan í vetur. —■ Arnór. Engin fundur SKAGASTRÖND, 27. jan. — HeiLdarsamningurinn hefur ekkl verið samþykktur hér og engin fundur verið haidinn um samn- ingana. Hins vegar hafa bátarn ir, sem héðan róa, verið Leystir úr verkbanni. Þeir voru á sjó I gær og fengu miiii © og 7 tonn. — Pétur. Róa þeir? AKRANESI, 27. jan. — Frétzt hefur, að 9 eða 10 bátar hér eigi beitta línu og muni róa uipp á væntanlega samninga, um leið og gefuir á sjó. — Oddur, Engin stöðvun RAUFARHÖFN, 27. jan. — HéP 'hefur engin stöðvun orðið og fiskveiðí hefur verið sæmiiileg, — Eiuar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.