Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. jan. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 — Hugleiðingar Framh. af bls. 6. vörugæði kalla eftir þörfinni fyrir ís. Fjöldinn af hraðfrysti- húsunum þarf að eignast eigin ísframleiðsluvélar. Flutningur á ís milli húsa rýrir notagildi hans mikið, þar sem kuldinn fer svo fljótt úr honum við slíkar tilfærslur. 2. Mjög mörg hús þurfa á auk inni frystivélaorku að halda. Orsakir þess eru m. a. vaxandi kröfur um að frysta með meiri hraða og geyma vöruna við meira frost. Frysting fiskúr- gangs til dýrafæðu hefur stór- aukizt, en það þýðir aukið magn sem frysta þarf. Stóraukin fryst ing á síld er þó ef til vill stór- vægilegust í sambandi við þessi mál. 3. Kröfur eru gerðar til, að Ikuldastigið í klefunum sé jafnt og hátt. Útheimtir það sjálfvirk tæki á frystivélar, en það kostar töluverðar breytingar. Sumir fiskkaupendur krefjast þess, að kælistigið sé örugglega jafnt, og er þetta eina leiðin til að upp- fylla þessa kröfu. 4. I>á þarf fjármagn til að gera viðeigandi ráðstaf anir vegna nauðsynjar þess, að vinnusalir séu tveir, annar fyrir síld og hinn fyrir fisk. Þetta atriði er nýtilkomið með hinni auknu frystingu síldar, sem áður fýrr var eingöngu fryst vegna beitu- þarfar. Kauplag og söluverð. Nú eru uppi harðar lclröfur um hækkað fiskverð til sjó- manna og útvegsmanna og meira kaup handa verkafólki. Þessum kröfum er fyrst og fremst beint að vinnslustöðvunum. Samtímis er haldið uppi áróðri manna á milli og opinberlega gegn eig- endum þeirra og sérstaklega frjálsum sölusamtökum þessara sömu aðila. Einar Olgeirsson, alþm., hefur lagt til að Alþingi lóti fara fram rannsókn á starfsemi Sölu miðstöðvar hraðfrystihúsanna og einstakra meðlima Vinnuveit- endasambands íslands. í greinargerð með tillögunni kemur fram, að flutningsmaður gerir m.a. ráð fyrir að ef til vill sé slælegum rekstri SH og vinnslustöðvanna að kenna, að ekki skuli vera unnt að borga verkafólki hærra kaup. Heyrzt hefur að það gangi manna á milli, að Sölumiðstöðin fái heim aðeins 60% af andvirði sölu- verðs erlendis, en hin 40% fari 611 í einhvem ótiltekinn kostn- að. Þessi orðrómur er svo not- aður sem árásarefni á fyrir- tækið. Gagnrýnendur og óvild- armenn geta þess ekki, hvort hér er miðað við endanlegt sölu verð vörunnar til heildsala eða smástHuverð eða verð á veit- ingahúsum, þ;*r sem fiskurinn er seldur á veitingaverði. Hér má skjóta því inn í, að það er víðar en á íslandi að kvartað er undan að framleiðendur fái ekki nægilega mikið fyrir fisk. inn. f Vestur-Evrópu og víðar er mikið rætt um það vandamál, að framleiðendur fái of lágt verð fyrir framleiðslu sína með þeim afleiðingum að taprekstur er á útvegnum. Hafa Vestur- Evrópuþjóðirnar gripið til þess ráðs að styrkja fiskveiðarnar. Sala og dreifing fiskafurða er lendis er yfirgripsmikið mál, og leyfi ég mér að efast um hæfni þingmannanefndar, til að kynna sér markaðsmál, svo vit sé í, en þeir vinna að öðru jöfnu að tugum þingmála cAíkustu' teg. undar. Við fslendingar flytjum út til margra landa. Innflutnings tollar þessara landla eru mis- munandi og kemur þar margt til greina bæði fisktegundir, pakkningar og gæðaflokikun. 'V erzlunarálögur, f lutningsrg jöld og annar kostnaður er breyti- legur. Þessir kostnaðarliðir og fleiri, sem minnka það ve)rð. mæti, sem framleiðendur fá af því verði, sem neytendur hinna ýmsu landa borga, eru ekki á okkar valdi. Það eru erlendir menn, erlend þjóðþing og vald- hafar, sem ákveða þá. Fólki til fróðleiks og þó sér- staklega tillögumanni Einari Ol geirssyni, alþm., skal hér tiltek ið eitt dæimi þessu til sönnunar Sovétríkin hafa á undanförnum árum verið langstærsti kaupand inn á freðfiski oíkkar. Rússar hafa greitt okkur undanfarin ár £ 128:10:0 fyrir smálestina af frystum fiskflökum (karfi og þorskur) CIF, eða um kr. 13,00 fyrir hvert kíló. Mér hefur ver ið tjáð, að Rússar selji sama fisk til neytenda fyrir yfir 100.00 kr. kílóið. Annað dæmi: Árið 1953 keyptu Rússar samskonar fisk fyrir um kr. 6,00 kg., en seldu úr búð í Rússlandi fyrir um kr. 36,00 kg. í þessum viðskiptum getur hvorki SH né aðrir ís- lenzkir aðilar breytt verzlunar- háttum Rússa þannig, að meira af því verði, sem rússneskir neytendur eru látnir borga fyrir fiskinn, komi til framleiðenda. Ef Rússar eða aðrir neytendur fengjust til að borga hærra verð fyrir fiskinn CIF kaemi stærri hlutur til skiptpanna hérlendis. Þriðja dæmi: Árið 1953 keyptu Rússar síld CIF rússneska höfn fyrir um 4,00 kr. kg. Sama síld í reyktu ástandi var seld úr búð í Rússlandi fyrir um kr. 68,00 kg. Lítið þyrfti sölu- og dreif- ingarkostnaður að breytast okk ur í hag í þessu ríki við ó. breytt útsbluverð, svo til góða kæmi íslenzkri alþýðu. Kröfur og raunveruleiki. Að lokum vil ég veikja at- hyigli á, að árásir á útvegsmenn og útflutningsframleiðsluna eru engiin nýlunda hér á landi. Frá því er ég man hafa slíkar árás- ir dunið á forustumönnum þess- arar atvinnugreinar. Fyrir nokkr um áratuguim gekk þetta svo langit, að saltsíldarframleiðsla og sala hennar var tekin úr hönd- um framleiðenda sjálfra og sett undir ríkiseinkasölu. Átti Al- þingi hér frumkvæði og var Ein ar Olgeirsson gerður að aðai- stjónanda þessarar einkasölu. Saltsíldin var á þessum tíma mik ilvægasli útfluitningurinn. Þessi ráðstöfun var vitanlega gerð til -þess að bæta hag þeirra sem síldarinnar öfluðu þ.e. útgerðar manna og.sjómanna og svo verka fólksins sem við síldina vann, en í stað þess að einkasalan bætti hag þessara aðila, varð raunin sú, að þessi síldareinkasala varð gjaldlþroita. Sjómenn og útvegs- menn fengu svo til ekkert fyrir hráefnið síðsta sumarið. Er ástæða til að minnast þessa nú, ef einhverjir skyldu láta sér til hugar koma, að þessi leið eða svipað fyrirkomulag í fkk- iðnaði og útflutningsverzlun gæti orðdð til að bæta kjör fólks ins í landinu. „Patentið" hefur 'þegar verið reynt, og’ reynslan er ólygnust. Vegna þeirrar ádeilu á einstaka forustumenn sjávarútvegsins, að þeir stahdi í vegi fyrir því að betri lífskjör sé unnt að fá út úr þessari atvinnugrein, ef þeir gerðu ekki hin og þessi giappa- skot, er rétt að benda á að, sjáv arútvegur og fiskiðnaður er og hefur verið starfræktur undir mismunandi rekstrarformi, svo sem 1 ríkis-, bæjar-, sveitar-, samvinnu- og einstaklingsrekstri. Ætti það að tryggja hagsmuni fólksins og samkeppni um góð- an og hagkvæman rekstur þess- ara fyrirtækja innan sömu at- vinnugreinar. Vertíðina 1923 var ég háseti á bát, sem gerður var út frá Sand gerði á vegum Alþýðusambands Islands. Þótt Alþýðusambandið væri eigandi og útgerðaraðili, var útgerð þessi ekki rmeð neinum sérstökum myndarbrag, þótt mið að væri við þeirra tíma venjur, veiðarfæri voru af skornum skammti og flest áf lakari endan um. Ekki var heldur mikill á- bugi fyrir hag okfcar sem við bátinn unnum t.d. var hann tek inn fiskflutninga kafla af ver- tíðinni, og vorum við tekjulaus- ir á meðan, þar sem ekki var kauptrygging, enda varð aflahlut ur okkar aðeins kr. 93,00 yfir vertíðina jan. — maí. Þar sem peningaverðmæti var allt annað 1923 en nú, vil ég geta þess til samanburðar að sama vorið eft ir vertíð var ég mánaðartíma á togara í einkarekstri frá Reykja Vík og varð þéhusta mín þénnan eina mánuð röskar kr. 300,00. Á sama- tíma voru harðar ádeilur á togaraeigendur af hálfu Al- •þýðusamband Islands um það, hvað þeir borguðu lítið kaup. Það virðist hægara að deila á og gera kröfur, en að finna leið ir, sem til hagsbóta geta orðið, en þótt ýmsar tilraunir takist ekki sem bezt, er sjálfsagt að halda áfram með tilraunir eftir nýjum leiðum, en ekki finnst mér kóima til greina að rífa nið ur það sem bezt hefur tekizt til þessa, svo sem starfsemi sölu félaganna og dugmestu framleið endanna fyrr en eitthvað ligg- ur fyrir sem gefizt hefuir betur í raun. Ég vil því eindregið skora á Aliþýðusamband íslands og Ein ar Olgeirsson að hefja á ný til- raunir með útgerð, fiskiðnað og útflutning og sýna hvort þeim tekst betur niú en í fyrri til- raunum, án þess að gera kröfu til þess að aðrir hætti sinni starf- serni á meðan tilraimir fara fram. Ef þeim tekzt að stjórna þessari starfsemi svo mikið bet- ur að hægt sé að koma til móts við þarfir og óskir manna um breyttar tekjur með sínum nýju aðferðum, er sjálfsagt að þeir auki sína starfsemi, aðrir dragi saman seglin. Ég hefi því miður ekki trú á að sivo verði, en reynslan verður ólygnust. Biíreiðasala Björgúlfs Sigurðssonar . er í Borgartúiú 1 SímarluKog 10815 Heima eftir kl. 18, sími 36548 Bifreiðasalan Borgartúni I Björgúlfur Sigurðsson — Hann selur bílana — Löglegur bifreiðasali K A U P U M brotajárn og málma HAXT VERÐ — SÆKJUM Guð/ón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandi. Skólavörðustíg 16. Simi 19658. Halló stúlkur! Vélskólinn heldur DANSÆFINGU í sal Sjómannaskólans í kvöld kl. 9. Góð hljómsveit — Húsinu lokað kl. 11,30 Skemmtinefndin GLAÐHEIMAR VOGUM HLÖÐUDANSLEIKUR í kvöld kl. 9 Sextett Berta Möller (áður Falcon) Öll óskalögin leikin: Are you lonesome to night Rocking Deal Tenor Boggie Lazy Day o. m. fl. 'k k * Látið ykkur ekki vanta! ★ * * Það verður glatt í Glaðheimum ! k * * Sætaferðir frá Reykjavík og Keflavík GLAÐHEIMAR Landsmalafélagið Vörður heldur fund í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 3 0. janúar kl. 20,30. tlmræðuefni: BAIMKAMÁLIIM Frummælandi: Juhann Hafstein bankastjóri Allt Sjálfstæðisfólk velkomið meðan húsrúm leyfir Landsmálafélagið Vörðua*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.