Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. fel»r. 1961 frægu leikaraætt, var hrifin úr dauðans greipum í dag, og mun koma fram í kvöld í hlutverki EÍnu í „Náttjakkanum". Kveðst hafa lengi þjást af illkynjuðu 'kvefi og tekið of margar lyfja- töflur. Tók þær aðeins við of- þreytu, segir leikkonan . . . Hún fer að velta því fyrir sér, hvern ig New York-blöðin muni skýra þetta óhapp, þar sem það kem- ur rétt á eftir sjálfsmorðstil- raun leikkonunnar Susan Hay- tvard, sem einnig tók svefntöfl úr . „ . „Veslings Susan“, sagði hiún, „Verslings Susan“ . . . “ — Ekki getur maður kvartað ýfir blöðunum, sagði ég við Bo*b. f>arna kemur maður á forsíðu. En Bob, sem hafði rekizt heim, nákvæmlega nógu snemma til þess að kalla á lögregluna og bjarga lífi mfnu, hristi bara höf úðið. — Þarftu alltaf að vera að leika, Muzzy? Líka fyrir mér einum? ' Auðvitað reyndi ég ekki til að drepa mig. Barrymore, þó, þó! Ef nokkuð er ,til, sem hún fyrir- lítur, þá er það sjálfsmeðaumk- un. Nei, henni er ekki fisjað saman! Hún getur tekið það súra með því sæta! Ef maður hefur verið að reyna að drepa sig, þá er maður ekki bráðlifandi og spriklandi á leiksviði, sólarhring seinna! Allir létu eins og ekkert hefði komið fyrir, og til þess að sýna, að ég gengi ekki með neinar sjúklegar grillur, var ég eins kát og hress og þægilega drukkin og nokkru sinni áður, það sem eftir var af ferðinni, en við end uðum í New Haven, Connecti- cut, í maímánuði. Leikurinn gaf góðan ábata. Það varð Blaney að játa. Fólk kom til að sjá Barry- more, drukkna eða ódrukkna, og yfir hverju þurfti Blaney þá að kvarta? Eg hafði gert klúður úr sjálfs morðinu mínu, auk heldur öðru, eða var ekki svo? Hafði ég það ekki? öskraði ég að Bob innan fjögurra veggja herbergisins okk ar, og nú þegar ég hafði enn bet ur en nokkru sinni fyrr heimskað mig opinberlega, hvað kæmi næst? í guðs bænum, hvað kæmi næst? Og þegar ég var ein, grét ég ofurlítið yfir skeytinu frá Tallulah, sem ég hafði fengið dag inn eftir að þetta skeði: „Við eig um öll svona slæmar stundir. Hertu þig upp! Hertu þig upp, umfram allt! Við lentum þetta sumar í gisti húsi í New York, ekki nema stein snar frá leiguihúsinu, þar sem ég hafði einu sinni gengið upp brak andi stigann og læðzt á tánum eftir brakandi ganginum, ásamt Riohie Merino — í leit að ævin- týrinu. Þetta var gistihús, þar sem — eins og Bob sagði— jafvel klám ið á veggjunum á karla-snyrti- herberginu var vitlaust stafsett. Stúlkur í þröngum kjólum og með háa hæla voru á ferli um setuskálann, og feitir, rauðeygð ir karlmenn átu þær með aug unum. í þessum stóra sal með þungum leðurstólum og fleiðruð um húsgögnum. Við höfðum and styggð á þessum húsakynnum, en aðgætandi var að þama höfð um við setustofu og svefnher- bergi fyrir það sama, sem eitt herbergi hefðj kostað annars- staðar, auk þess sem þetta gisti ■hús amaðist ekki við Fini, en það gerðu hin. Og þess bar að gæta, að ef Fini hefði ekki ein- mitt verið búinn með gönguna sína í Boston, hefði Bob aldei komið inn í tæka tíð. Eg þrýsti Fini að mér, en einhvernveginn var ég samt ekki viss um til- finningar mínar gagnvart hon- um. Þú skilur, sagði Lyman Brown, umboðsmaðurinn, — að þeir vilja fá þig en ekki Bob. Hann var að tala um tvo unga leik- stjóra í Canal Fulton, Ohio, skarnmt frá Cleveland. — Þeir eru þarna með fast leikhús og ráða aðeins tvö þekkt nöfn — þig í upphafi leikárs, og svo á Julie Haydon að leika í síðasta leikritinu þeir-ra. Þeir vildu fá mig í aðalhlutverkið í gamanleik, sem hét „Gleðifréttir". Eg fór í fyrstu viku júní. Ef til vill mundi Bob fara og leita sér atvinnu, út úr leiðindum. Eg fór og kvaddi hann með kossi. — Eg sé þig aftur eftir þrjár vik ur, sagði ég. Þetta var annað leikritið síðan við Bob hittumst fyrst, sem ég hafði leikið í, án þess að hann væri með mér. í Canal Fulton var veizla í fullum gangi. Eg varð heiðurs- gestur í þessu ítóra grindahúsi, þar sem við áttum að búa; þar var sameiginlegt eldhús, þar sem við gátum eldað okkur mat. Eg var í ágætis skapi. Mér fannst ég vera komin á réttan kjöl aft ur, og ég var búin að fylla með alaglasið mitt í flugvélinni með viskíi, þegar leikstjórarnir tveir, David Fulford og Bill Dempsey, hittu mig. Þegar ég sneri mér við til að heilsa einhverjum, sá ég fyrir mér hávaxinn, dökkhærð- an ungan mann, hér um bil tuttugu og átta ára gamlan, á að gizka, með svötrustu og hvöss ustu augu, sem ég hafði nokkurn tíma séð. — Hver er þetta? spurði ég, og rétti fram höndina. — Mótleikarinn þinn, sagði David. — Finnst þér hann ekki snotur? Svo sagði hann nafnið. — Hr. Dan Freeman. — Eg er vissulega ánægð með hann, sagði ég. Og snögglega duttu mér í hug orð Brams, þeg- ar ég kom úr ökuferðinni með Van Heflin: „ . . . þetta snögga líkamlega aðdráttarafl . . . þú verður alltaf hrifin af hinum og þessum mönnum um leið og þú sérð þá . . . “. Hr. Freeman tók undir hand- legg minn og leiddi mig út í horn, þar sem við svo töluðum saman. Eftir gildið tók hann töskurnar mínar og bar þær upp í herbergið mitt. Það var litíð en snoturt. í eina glugganum var viskíglas, sem notað var til þess að halda honum opnum. — En indælt! sagði ég, en svo leit ég á rúmið og gapti af undrun. Það var ekkert annað en fjaðradýna, sem hvíldi á fjórum múrstein- um, einum undir hverju horni. Og hún var sigin í miðjunni. — Þetta finnst mér nú minna meira á hengirúm en almennilegt rúm, sagði ég. — Þú mátt heita vel sett, sagði Dan og glotti. — Þú ættir að sjá, hvernig almúginn sefur. Hann fór með mig niður. Dagstofan ’var orðin að svefnsal, með átta dýn um á gólfinu. — Við höfum ekki einu sinni múrsteina, sagði hann. Dan var eins og af himnum sendur. Hann hæfði hlutverki sínu og hann hæfði mér. Eg mátti ekki drekka fyrir sýningu eða meðan á henni stæði, hélt hann eindregið fram. Hann var hreyk inn af að leika á móti Barrymore, en þverneitaði hinsvegar að láta mig spilla fyrir sér sýningunni með skrípalátum. Hann hafði les ið ufn mig í blöðum. Og það, sem ég hafði neitað að láta aðra bjóða mér, þoldi ég honum. Eftir sýn- inguna hafði það verið föst venja hjá okkur Bob að fara beint á drykkjukrá, en Dan fór með mig í larigar göngur. Við rændum kæliskápinn og drukkum okkur út úr í mjólk. Hann var geysi- lega samvizkusamur gagnvart leikhúsinu. Hreinskilni hans og ákafi hreif mig. Mér fannst ég vera orðin nítján ára aftur. Diana Blythe með allan heimin á valdi sínu. Eg furðaði mig á aganum, sem ég lét mér lynda, og við- brögðum mínum gagnvart hon- um. Þarna sér maður, hugsaði ég, drykkjuskapurinn er ekki eina meðalið við leiðindum. Hafi mað ur bara viðeigandí vinnu eða við eigandi mann — eða kannske öllu heldur viðeigandi mann og viðeigandi vinnu . . . Bob hringdi til mín þetta kvöld. Muzzy, byrjaði hann og röddin var iðrandi eins og í smástrák. — Eg hringi frá New York sjúkrahúsinu. Mér var flökurt. — Guð minn góður, hvað er að? — Þetta gamla. Lifrabólgan. Eg fékk kast um miðja nótt. Það hafði verið slæmt kast, hann hafði misst meðvitund og verið fluttur af skyndingi í sjúkrabíl. Hann yrði að vera þarna í viku. í stað þess að aumka hann, varð ég öskuvond. — Bölvaður bjáninn þinn! öskraði ég. — Geturðu aldrei lært af reynsl- unni? Þetta er í fjórða sinn og þú mátt teljast heppinn, ef þú sleppur yfir það. Þú veizt, að þú mátt alls ekki drekka og jafnframt, hvað það getur kost að að gera það. Hann var iðrandi í rómnum. — Þú varst farin og ég vissi ekki hvað ég átti að gera . . . Röddin dó út. — Eg saknaði þín svo hræðilega. En þetta skeður ekki oftar. Þetta skal verða í síðasta sinn. —Það væri betur, sagði ég, — annars færi illa næst. Eg lagði frá mér símann, leið og hrædd. Sama sagan upp aft ur og aftur! Sama slitna platan, spiluð aftur og aftur: ræfilshátt urinn í honum og meðaumkunin í mér, sem ég skammaði sjálfa mig fyrir, og svo hataði ég bæði hann og sjálfa mig. Nú vorum við Dan saman, seint og snemma. Hvað sem Dan sagði eða gerði, lagði frekari áherzlu á ræfilsháttinn í Bob. Dan var sterkur, lifandi og einbeittur. Hann hótaði að ganga burt af sviðinu ef ég hegðaði mér ekki almennilega. Hann var liðlegri leikari en Bob, og af því að hann var það, varð ég það líka. Mér varð það allt í einu ljóst, að í átta ár hafði ég verið að leika móti Bob einrun og engum öðr- um: Dan fór laglega með bendi- orðin og kom mér til að leika betur en ég hefði annars gert. Hann lék eins og karlmaður á að leika á móti konu, láta hana verða þess vara, að þau voru sitt af hvoru kyni. — Eg reyndi þetta við þig strax þegar ég sá þig fyrst, ját- aði hann fyrir mér seinna. Þú ert þannig kona, að þú verður að verða þess vör, að þú ert að leika móti karlmanni. Eg varð að gera þér það ljóst strax, að ég var mótleikarinn þinn og að þú yrðir að leika móti mér, en ekki ein út af fyrir þig. Þetta væri ekki nein ímyndun, sagði hann. Allir hefðu verið sjálfandi áður en ég kom. Varið ykkur á henni — hún er upp- stökk og óútreiknanleg stjarna . . . óhemja, sem enginn getur tjónkað við. — Það er karlmaður, sem þú þarfnast, sagði Dan. — Aðeins rétti maðurinn getur gefið þér frið. Og ef þú ekki færði friðinn, flýgurðu bara æ stærri hringi, eins og vængbrotinn fugl, þangað til þú snýst alveg um og deyrð í drykkjumannahæli eða verður fyrir bíl á götunni. Þetta voru grimm og harð- neskjuleg orð — en bara sönn, fannst mér. Kvöldið áður en við byrjuð- um að leika, hringdi Bob. Nú var röddin hressari. Allt í einu sagði hann: — Eg þarf að fá peninga til þess að komast héðan, Diana. Þú verður að senda mér þá. Þetta var eins og hnefahögg í 30 KRONUR MIÐINN I WANT VOU TO FAN OUT AND F»ND THE CHILD... AND THE MAN WHO ^ TOOK HIM...DONT / CONTACT THE POUCE \ ...I Y/ANT TO TAKE V CARE OF HIM S MVSELF/ l'M POSITIVE SOMEBODV SNEAKED THE CHILD OUT OF HIS ROOM... MA-HEEN-GUN FOLLOWED AND MAVBE WAS SHOT...WHOEVER 1T WAS CAN’T BE FAR AWAV/ Finding no trace OF LITTLE KING NEAR THE TRADIN6 POST, HUNT McCLUNE HURRIEDLV CALLS IN THE COMPANV OF TRAPPERS, PROSPeCTORS, AND TRADERS WHO MAKE UP HIS VAST NORTHERN EMPIRE U ó Þegar King litli finnst hvergi nálægt verzlunarstaðnum, kall. ar McClune í flýti saman alla veiðimenn, gullleitarmenn og norðlæga bergi þess .... Úlfur hefur elt og ef til vill verið skotinn .., hver sem þetta var getur hanu hefur rænt barninu út úr her-1 ekki verið kominn langt. Ég vil verzunarmenn þessa yfirráðasvæðis síns. Ég er viss um að einhver að þið dreifið ykkur og finnið barnið .... Og manninn, sem tók það .... Hafið ekki sam. band við lögregluna .... Ég vil sjálfur refsa manninum! andlitið. Hversu lengi átti þessU að halda áfram? hugsaði ég. — Þú setur mig alveg út af laginu, sagði ég grátandi. — Við erum ekki byrjuð ennþá. Og ég sem hafði gert mér svo miklar vonir um, að þetta gæti . . . — Svona, svona, Muzzy, sagði hann í gælutón. — Eg er bara að biðja þig að lána mér tvö hundr uð dali. — Lána? Þú veizt nú vist nokk urnveginn, hverskonar lán það er. — Gott og vel, en þetta eru bara tvö hundruð dalir. — Æ, j guðs bænum, ég lét þig hafa nóga peninga, og þú ert ekki einu sinni kominn út úr sjúkra- húsinu. — Það er bara svolítið auka- lega, sem ég þarf, rellaði hann. — Jæja, þá, gott og vel, ég skal senda þér þá. En líklega duga þér ekki tvö hundruð, svo að ég ætla að senda tvö hundruð og fimmtíu, sagði ég og lagði símann. — Jæja, nú losa ég mig við hann fyrir alvöru, hugsaði ég. Við er um ekkert hvort fyrir annað. Við komum skilnaðinum í kring þegar ég kem aftur til New York. Það er bezt að segja það eins og það er, að þetta líf með Bob er ekki annað en að fylla sig láta renna af sér aftur. Það eru litlar horfur á, að framtíð- in verði öðruvísi en fortíðin hef ur verið. Dan hafði komið mér niður úr tveim flöskum á dag, niður í fáeina sjússa. Hann var mér mjög þarfur. — Þú ert ekki ann að en hrædd leikkona, sagði hann, og lék sálfræðing. Svo bæl ir þú niður hræðsluna með hlátri og hroka. Þú ættir að leggja hvorttveggja niður. Frumsýningin var ágæt, og aðra eins dóma um sjálfa mig hafði ég ekki lesið árum saman: ajlltvarpiö Laugardagur 4. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón» leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón / leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —• 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Óskalög sjúklinga. Bryndís Sig« urjónsdóttir stjórnar þættinum. 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir), 15.20 Skákþáttur. Guðmundur Arn* laugsson flytur. 16.00 Fréttir og tilkynningar. 16.05 Bridgeþáttur. Stefán Guðjohnsen flytur. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds* son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins Kristrún Ey« mundsdóttir og Guðrún Svafars* dóttir stjórna þessum þætti. 18.00 Utvarpssaga barnanna: ,,Átta börn og amma þeirra 1 skógin* um“ eftir Önnu Cath.-Westly; X* (Stefán Sigurðsson kennari). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung« linga. Jón Pálsson flytur. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: • ,,Sverð og bagall** eftlp Indriða Einarsson. — Leikstjóri; Hildur Kalman. — Leikendur; Brynjólfur Jóhannesson, Róbert Arnfinnsson, Guðrún Stephensen, Arndís Björnsdóttir, Baldvin Hall dórsson, Gísli Halldórsson, Karl Sigurðsson, Gestur Pálsson, Rúrik Haraldsson, Katrín Thors, Helgi Skúlason, Indriði Waage, Erling* ur Gíslason, Bessi Bjarnason, Lárus Pálsson, Steindór Hjörleifs son og Jón Sigbjörnsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (6). 22.20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. ASSA Útidyraskrár. Útidyralamir. Innidyralamir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.