Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ7Ð Þriðjudagur 7. febrúar 1961 Fjöltefli hjá Æ skulýðsráði ÆSKULYÐSRAÐ Reykjavíkur og Taflfélag Rvk. efna til fjöl- teflis fyrir unglinga að Lindar- götu 50 í kvöld (þriðjudag) og í Armannsheimilinu á morgun (miðvikudag). Að Lindargötu 50 teflir Jónas Þorvaldsson og í Armannsheim- ilinu teflir Sturla Pétursson. Fjöl teflið hefst Tcl. 20 bæði kvöldin. Fjöltefli þetta er liður í skák- kennslu unglinga, sem verið hef ur á vegum Æskulýðsráðs og Taflfélags Reykjavíkur undanfar in ár, en Taflklú'bburinn er nú að hefjá starf að nýju eftir jóla- hlé. Bæ&lingar Neytendasamtakanna nær a þrotum 1150 nýir félagar á 2 mánuðum VM miðjan nóvember sl. hófust forráðamenn Neytendasamtak- anna handa um það að afla sam- tökunum nýrra félaga svo um munaði. Takmarkið var 1000 fyr- vc áramót. Milli jóla og nýárs var tilkynnt frá skrifstofu sam- takanna, að 500 væru komnir. Voru þá aðeins 3 dagar til ára- móta. Næstu 2 daga var hringt stanzlaust í 19722 frá morgni og fram undir miðnætti, og voru þá skráðir 352 nýir félagar Neyt- endasamtakanna, sem er algjört met í sögu þeirra. Áður en vika var liðin af nýja árinu, var tak- markinu — 1000 félögum — náð. Síðan hafa 150 bætzt við. Er þetta samtökunum hinn mesti styrkur. Ein afleiðing þessarar aukning- ar er sú, að leiðbeiningabækl- ingar þeir, sem samtökin hafa gefið út, eru á þrotum. Þeir sem gerast félagar nú, fá heimsenda 3 bæklinga, meðan upplag end- ist, en það nægir aðeins fyrir 300 næstu félaga. Síðan verða félög- um sendir bæklingar yfirstand- andi árs, jafnóðum og þeir komg út. Þá eru enn eftir um 400 ein- tök af gjafabók amerísku neyt- endasamtakanna. Skrifstofa Neyt endasamtakanna í Austurstræti 14 er opin kl. 5—7 e.h., en svarað er í síma þeirra allan daginn. Kunn amerísk hljómsveit kemur hingað EIN AF stærstu og kunnustiu hljómsveitum bandaríska flug- hersins er væntanleg hingað til lands í dag. Mun hún halda þrjá hljómleika í Reykjavík á vegum Lionsklúbbsins Bald- urs, en allur ágóði af hljóm- Ieikum þessum rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Hljómsveit sú, sem hér um ræðir, er þekkt á meginlandi Evrópu undir nafninu „The USAFE Band“, en hún hefur aðsetur í Wiesbaden í Þýzka- Iandi. Hljómsveitin, sem telur 50 manns, er undir stjórn Arn- old Gabriel höfuðsmanns. — Hingað til lands hefur hún ekki komið áður, en ísland er 23 landið, sem hún heimsækir. Hljómsveitin hefur haldið tón- leika m.a. í Moskvu, Vatíkan- inu, Tékkóslóvakíu og á öllum hinum Norðurlöndunum. Þessi hljómsveit bandaríska flug- hersns, sem stofnuð var í París árið 1944, er skipuð hin- um færustu tónlistarmönnum, sem margir hverjir hafa leikið með kunnum hljómsveitum í Bandaríkjunum. Svo sem áður getur, mun „The USAFE Band“ halda þrjá tónleika í Reykjavík. Verða þeir í Austurbæjarbíói n.k. fimmtudag og föstudag kl. 7,10 e.h. og á laugardag kl. 3 e.h. Á dagskránni verða ýmis vinsæl lög, sem allir, jafnt ungir sem gamlir, ættu að hafa ánægju af að hlusta á. Að- göngumiðar að hljómleikunum verða seldir hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Austurbæjarbíói. Er hér um einstakt tækifæri að ræða til að njóta ánægjulegrar skemmt unar um leið og styrkt er þarft og gott málefni. Telja nú nauðsynlegt að byggja á staðreynd Framleiðsludætlanir Kínverja hafa verið út í bldinn PEKING, 23. jan. (Reuter). — Kínverska Alþýðudagblaðið í Peking sagði í forustugrein í dag, að í framtíðinni yrði að leita ráða hjá kínverskum bændum áður en framleiðsluáætlanir landbúnaðar ins væru samdar. Víkur blaðið að þvi að framleiðsluáætlanir undanfarinna ára hafi ekki byggzt á neinum staðreyndum varðandi framleiðslugetu. Þeir sem skilja bezt, hvaða möguleikar eru á aukningu land- búnaðarframleiðslunnar eru ein- staklingarnir, sem vinnufylking- arnar eru samsettar úr, segir blaðið og bætir því við að það sé ekki nóg að fá skýrslur eða áætlánir frá þeim sem stjórna kommúnunum. Það verði að leita upplýsinga miklu neðar og at- huga, hver sé framleiðslugeta hinna minnstu eininga 1 komm- únunum. Þá segir blaðið að ekki sé nóg að semja framleiðsluáætlanir á æðstu stöðvum. Eftir að áætlanir haía verið samdar vill blaðið að öllum almenningi gefist kostur á að ræða þær. Múgurinn verður sjálfur að kynna sér áætlanirnar, og ræða hvort þær séu fram- kvæmanlegar. Múgurinn verður einnig að ræða á fundum um það hvort aðferðir þær sem beitt er séu réttar. Það þarf að ræða um það hvort ýmsar framkvæmd ir séu skynsamlegar svo sem hvernig skipta eigi landi niður milli gróðurtegunda og hvernig skipta ber niður vinnuaflinu. Allt þetta þarf að gefa almenningi kost á að ræða, segir Alþýðu- dagblaðið. Má sjá af skrifum þess, hve mikið vandræðaástand ríkir i landbúnaði Kína, þar sem upp- skerðubrestur hefur orðið tvö ár í röð, eftir að kommúnukerfinu var komið á. Enn stendur hnífurinn í kúnni Bonn, V-Þýzkalandi, 2. febr. (Reuter). BANDARÍSKI sendiherr- an, Walter C. Dowling, átti í dag fimm stundarfjórðunga viðræð- ur við Ludwig Erhard, efnahags- málaráðherra V-Þýzkalands, um það á hvern hátt Þýzkaland gæti stuðlað að því að draga úr doll- araeyðslu Bandaríkjanna erlend- is. — Sendiherrann kom alvar- legur í bragði af fundi þessum, og kvaðst hann ekkert vilja um málði segja, er fréttamenn spurðu hann um gang viðræðn- anna. Er talið, að enn sé langt í land, að samkomulag náist í þess um efnum. — ★ — Vestur-þýzk heimild segir, að nýjasta tilboð Erhards, byggt á samþykkt ráðuneytisfundar sl. mánudag, feli í sér nokkrar til- slakanir við Bandaríkin, en grundvallar-afstaða Erhards í málum þessum muni hins vegar nær óbreytt frá því í nóvember sl., þegar slitnaði upp úr samn- ingsviðræðum. — Heimild þessi segir, að framlag það, sem boðið sé nú af hálfu V-Þýzkalands muni létta greiðslubyrði Banda- ríkjanna um rúmlega 1,1 millj- arð dollara — en v-þýzka stjórn- in telji sig ekki geta gengið lengra að sinni. Er hér einkum um það að ræða, að V-Þýzkaland greiði nokkrar skuldir fyrr en samningar segja til um, greiði fyrir fram vopnapantanir í Bandaríkjunum o. fl. — ★ — Bandaríkin telja hér ekki nóg að gert — en V-Þýzkaland telur sig hins vegar ekki fært um stærra framlag, eins og fyrr greinir. ♦ Leiðarmerki vantar Ferðamaður skrifar: Kæri Velvakandi! Mig langar að biðja þig fyrir umkvörtun til vega- málastjóra. Svo er mál með vexti, að ég ferðast mikið í þjónustu ríkisins, aðallega um Snæ- fellsnes, vetur, sumar, vor og haust. Á þessari leið eru tveir slæmir fjallvegir, Fróðár- heiði og Kerlingarskarð. Það er Fróðárheiðarvegur, sem ég vil minnast á. Vegurinn er vel lagður, en vantar alveg tilfinnanlega betri og fleiri leiðarmerki (stikur). Sem dæmi er þetta: Við vorum þrír á jeppa frá Ólafsvík og ætluðum suð- ur yfir heiði. Allt gekk vel upp á háheiði, en er halda skyldi suður af var svo slæmt skyggni, en nýfallinn snjór, þó aðems ökladjúpur, að engin leið var að sjá veg- kantana ,hvorki til hægri eða vinstri. Allt sýndist ein hvít breiða. Engin stika til að átta sig á. Veðrið ágætt. ♦ Urðum að ganga fyrir bílnum Nú urðum við tveir að fara út úr bílnum, taka hönd um saman og ganga á undan honum alla leið niður á heið- arsporð. Af því við vorum I þetta sinn þrír saman gekk þetta, þó hægt færi. Ef ég hefði verið einn, var ekki um annað að ræða en snúa við á háheiðinni og halda til baka, og er það leiðinlegt í ágætu ferðaveðri. Það er þetta, sem mig lang FERDIN AIMH ar að koma til réttra aðila, með þinni hjálp. Kerlingarskarð er ágæt. lega varðað, og mættu þeir, sem um Fróðárheiðarveg ann ast, taka það til fyrirmynd- ar. —. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ferðamaður í þjónustu ríkisins. • Gjaldeyrir skáldsius Kæri Velvakandi! 1 pistli þínum nýlega, ræð- ir þú um bréf frá bamakonu einni, spurulli og þess fýs- andi að afla upplýsinga um meðferð gjaldeyris, aflaðs er- lendis. Mér, f minni einfeldnf, nægir ekki svar bankans. Vil ég því gjarnan biðja um of- urlitla skýringu, af dæmi. Vor andans mesti maður 4 verk sín þýdd í löndum flestra heimsálfa. Tekjur hans af þeim, eru aS venju greiddar í mynt viðkomandi ríkis, og lagðar í banka þess, á nafni höfundar. Kem ég nú að meginmálinu. Skilar skáldið öllu þessu fé til íslenzkra banka? Þarf svo skáldið að sækja um gjaldeyri í íslenzkum bönkum til ferðalaga sinna? Með beztu óskum. Barnakona. Að sjálfsögðu er skáldið selt undir sömu lög og aðrir og verður að standa íslenzk. um bönkum skil á gjaldeyris inneignum sínum erlendis og sækja um leyfi til að ferðast fyrir féð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.