Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. febrúar 1961 MORCVNBLAÐIÐ 3 Verzlunarbanki stofnaöur flutti í upphafi fundarins ræðu, þar sem hann rakti í stórum dráttum aðdragand- ann að stofnun Verzlunar- sparisjóðsins og starfsemi hans þau ór, er hann hefur starfað. Verzlunarsparisjóður inn var stofnaður 4. febrúar 1956 og tók til starfa 28. sept. sama ár. Hefur rekstur sparisjóðsins gengið með ein- dæmum vel og fljótlega varð ljóst, að sparisjóðsformið hentaði ekki starfsemi hans. háskólarektor. Alþingi samþykkti á síðasta vori lög um Verzlunarbanka Islands hf. og á aukafundi Verzlunarsparisjóðsins 14. júní sl. samþykktu ábyrgðar- menn að breyta sparisjóðnum í banka í samræmi við heim- ild í lögum þessum. Var sparisjóðsstjóra, Höskuldi Ól- afssyni, og Pétri Sæmund- sen falið fyrir hönd stjórnar- innar að annast undirbúning stofnunarinnar, en sér til ráðuneytis fengu þeir prófess or Ármann Snævarr, há- skólarektor. Á aðalfundi Verzlunarspari sjóðsins 1959 var samþykkt að fela sparisjóðsstjórninni að hefjast þegar handa um undirbúning að stofnun Verzlunarbanka. Vann stjórn in síðan að undirbúningi málsins og skýrði á aðal- fundi 1960 frá jákvæðum undirtektum ríkisstjómarinn- ar um frumvarp til laga um stofmm Verzlunarbanka ís- lands. Á þeim fundi voru drög að frumvarpi til laga um Verzlunarbankann sam- þykkt og sparisjóðsstjórninni síðan falið að vinna frekar að framgangi málsins. Á stofnfundinum voru lögð fram frumvörp að samþykkt- um og reglugerð fyrir bank- ann og voru þau samþykkt. ★ Prófessor Ármann Snævarr háskólarektor talaði fyrir til- lögunum. Síðan urðu um þær allmiklar umræður og tóku þessir til máls: Björn Snæbjörnsson, Gísli Ólafsson, Guðmundur H. Garðarsson, Birgir Kjaran, Magnús J. Brynjólfsson, Egg- ert Kristjánsson, Sigurður Magnússon, Hannes Þorsteins son, Egill Vilhjálmsson, Óskar Norðmann og Othar Ellingsen. Einnig var einróma sam- þykkt 2 millj. kr. hlutafjár- aukning í bankanum og ákveðið að gefa launþegum í verzlunarstétt, þ. e. þeim samtökum sem beittu sér fyr ir stofnun bankans, en það eru Kaupmannasamtök ís- lands, Verzlunarráð íslands og Félag íslenzkra stórkaup- manna, kost á því að skrifa sig fyrir þessum hlutafjár- auka. Fundinn sátu um 350 manns og ríkti mikill ein- hugur um bankastofnunina og um að þetta gamla bar- áttumál verzlunarstéttarinnar hefði náð fram að ganga. ★ í fyrsta bankaráð Verzlun- arbanka íslands hf. voru kjörnir allir núverandi stjórn armenn Verzlunarsparisjóðs- ins, þeir Egill Guttormsson, stórkaupm., Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, og Pétur Sæmundsen, viðskiptafræð- ingur. Varamenn í bankaráð voru kjörnir þeir Magnús J. Brynjólfsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Björn Guð- múndsson. —. Endurskoðend- ur voru kjörnir Guðmundur Benediktsson og Jón Helga- son. ★ Verzlunarbankinn getur tek Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. ið til starfa þegar samþykkt- ir og reglugerð hafa hlotið staðfestingu viðskiptamálaráð herra, sem bankinn heyrir J J stjómarfarslega imdir, og «> helmingur lofaðs hlutafjár hefur verið innborgaður. Innan fárra vikna verður , starfsemi bankans flutt í « Bankastræti 5 og fær hann < , þar hinar ákjósanlegustu •tarfsaðstæður. ♦♦<!»♦♦♦♦♦♦♦<§•♦♦♦♦♦«$>♦♦♦«♦♦♦<! SÍÐASTLIÐINN laugar dag var stofnaður Verzl unarbanki íslands hf. Hefur þar með verið lykta leitt eitt mesta munamál íslenzkrar unarstéttar. Stofnfundur Verzlunar- banka íslands hf. var hald- inn í Tjarnarbíói. Hófst fundurinn kl. 14.30 Fundarstjóri var kjörinn Geii Hallgrímsson, borgarstjóri, er fundarritarar Sveinn Snorra son, framkvæmdastjóri Kaup mannasamtaka íslands, o| Gunnlaugur J. Briem, verzl- unarmaður. ★ Formaður stjórnar Verzl- unarsparisjóðsins, Egill Gutt- ormsson, stórkaupmaður, Hið nýkjörna bankaráð Verziunarbankans ásamt Höskuldi Ólafssyni. Frá vinstri: Pétur Sæ mundsen, Þorvaldur Guðmundsson, Höskuldur Ólafsson og Egill Guttormsson. Minnkandi gjald- eyristekjur af varn- arlidinu I SlÐASTA hefti Fjármálatíð- inda birtist grein sem fjallar um efnahagsáhrif varnarliðsins á árunum 1958 og ’59. Er þetta framhald greina, sem áður hafa birzt um sama efni og fjalla um árin 1951 til 1957. Islendingar hafa haft miklar gjaldeyristekjur vegna varnar- liðsins og framkvæmda þess hér, þar sena öll útgjöld vam- arliðsins að kalla eru greidd í erlendum gjaldeyri. Heildarút- gjöld varnarliðsins 1958 námu 244,6 millj. kr., en árið eftir námu þau 219,9 millj. Útgjöld varnarliðsins jukust verulega á árinu 1958, borið saman við 1957, en lækkuðu síðan aftur nokkuð 1959. Gjaldeyristekjur bankanna af varnarliðinu og verktökum þess •Xiviyij; eru sýndar á línuritinu, sem hér fylgir með. Þessar tekjur eru töluvert minni en áðurnefnd heildarútgjöld. — Mismunurinn stafar í fyrsta lagi af þvi, að greiðslur færast oft milli ára. í öðru lagi hefur nokkur hluti útgjalda varnarliðsins verið greiddur af þeim hluta mót- Framh. á bls. 18 STAKSTEINAR Framsóknar-réttlæti í Tímanum á sunnudaginH birtist ritstjórnargrein, sem nefnist „Ranglátt ák ^æði“. Þw segir á þessa leið: <. „Eitt nýtt ákvæði er í nýj* stjórnarfrumvarpinu um Seðla- bankann, sem gefur glöggt til kynna að ríkisstjórnin hefur ekki áhuga fyrir að friðar ríki um þá stofnun. Hér er átt við það ákvæði, sem tekið er upp úr „viðreisnar“-löggjöfinni og fjali ar um það að taka megi helming inn af fé innlánsdeilda kaupfél- aga og festa það í Seðlabankan- um. Slík ofbeldisákvæði eins eg þetta á vitanlega ekki að setja í lög Seðlabankans. f þessum orðum er fólgið smá sýnishorn af réttlætiskennd Framsóknarmanna. Innlánsdeild- ir samvinnufélaga njóta sörnu réttinda og sparisjóðir og bank- ar. í löggjöfinni um Seðlabank- ann er þeim einnig gert að búa við sömu skyldur og aðrar pen- ingastofnanir, en þá umhverfast Framsóknarmenn. Þeir vilja all» tíð tryggja sér öll réttindi ea aldrei takast á herðar neinar skyldur. Hafa þeir greitt til Seðlabankans? Hins vegar er fróðlegt að at- huga nokkuð nánar þetta mál. Fram eftir síðasta ári var það eitt megin árásarefni á viðreisa arlöggjöfina að flytja ætti fjár- magnið úr hinum dreifðari byggð um til Reykjavíkur með ákvæð- inu um, að innlánsdeildir sam- vinnufélaganna sætu við sama borð og aðrar innlánsstofnanir. Við spurðum þá Tímamenn að því hverstu mikið innlánsdeildirnar hefðu greitt til Seðlabankans sam kvæmt þessu ákvæði. Við þeirri fyrirspurn barst aldrei neitt svar og hafa Framsóknarmenn ekki minnzt á þetta mál síðan þar til í ritstjórnargreininni ál sunnudag inn. Grunur okkar er sá, að þeir Framsóknarmenn hafi fundið leið til að komast fram hjá þessu á- ákvæði og hafi aldrei greitt neitt til Seðlabankans. í þessu efni liffgja að vísu ekki fyrir upplýs- ingar frá bankanum, en þögn Tímamanna við fyrirspurninni um það, hve mikið innlánsdeild- irnar hafi greitt Seðlabankanum er töluvert talandi. Enn leyfum við okkur að ítreka spurninguna; hve mikið hafa innlánsdeildirnar greitt til Seðlabankans? Ef enn berst ekki svar við þeirri fyrir- spurn, leyfum við okkur að á- lykta að þær hafi aldrei greitt einn einasta eyri. „Afturhaldsstefna Eysteins“ í ákefðinni við að íslenzka at- burði í Belgíu fyrir skömmu, hlupu Tímamenn skemmtilega á sig og töluðu um „afturhalds- stefnu Eysteins“. Er ekki úr vegi að nota það heiti yfir öll hin kyn- Iegiu skrif ritstjóra Tímans um hvers kyns vandræði erlendis, sem samstundis eru heimfærð upp á íslenzku ríkisstjórnina. „Afturhaldsstefna Eysteins“ beindist á sunnudaginn að Syng- man Rhee í Suður Kóreu, Salaz- ar í Portúgal, Franco á Spá'ni, Chang Kai Check á Formósu, Eyskens í Belgíu o.s.frv. Eftir þessa upptalningu segir Tíminn: „Sú reynsla blasir nú víðast við að stefna þeirra Syngmans Rhee og Salazars sé ekki sigur- strangleg í viðureigninni við kommúnismann, en þó er enn til talsverður hópmr manna, sem trú ir því. Meðal þeirra virðast nú- verandi valdhafar fslands vera“. Afturhaldsmenn Eysteins vanda sem sé löndum sínum ekki kveðjurnar. Á máli Tímans eru íslenzku ráðherrarnir einræð isseggir og ofbeldismenn. Þann- ig er siðferði þeirra Tímamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.