Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ ' ... ■ ■ — Þriðjudagur 14. febr. 1901 Stýrimaðurinn bjargaði sér undursamlega Þýzkur togari með fimm sðasaða Patreksfirði, 13. febrúar í NÓTT kom hingað þýzkur tog- ari með fimm slasaða menn. Þetta er nýlegur togari, meðalstór, Mold frá Bremerhaven. Hafði hnútur komið á skipið, þegar ver- ið var að draga inn vörpuna úti á Víkurál síðdegis á sunnudag- inn og var það að sögn skipverja hreinasta mildi að ekki fór verr. — • — Læknirinn hér var í alla nótt og fram á hádegi í dag að athuga og gera að meiðslum hinna slös- uðu. Þeir voru allir á þilfari, er linúturinn kom á stjórnborðshlið togarans. Kom hann á aftanvert skipið, braut björgunarbátinn stjómborðsmegin og fyllti síðan þilfarið, þreif þar allt lauslegt, braút og færði úr stað — og ein- hverju mun hafa skolað fyrir borð. Annar stýrimaður var að vinnu við aftari gálgann, aftast á tog- aranum. Hnúturinn þreif hann og skolaði honum að lokum fyrir borð við fremrj gálgann, fremst á þilfarinu. 1 fátinu grein hann 1 einhvern kaðalspotta og brá honum um sig miðjan — með óskiljanlegum hætti, því sjálfur áttaði hann sig ekki á þessu eftir á. Margir menn voru við vinnu á þilfarinu og slösuðust fjórir auk annars stýrimanns, sem skipsfé- lagarnir innbyrtu strax eftir að hnúturinn hafði gengið yfir. Annar stýrimaður hlaut all- mikil meiðsl á höfði og við rann- sókn læknisins í dag kom í ljós að hann hafði hlotið slæman heilahristing. Fyrsti stýrimaður, sem var á þilfari, slasaðist einn- ig mikið. Hlaut hann mikla skurði á lærum og einnig blæddi inn á mjaðmarlið. Þrír hásetar voru allir meira og minna meidd ir á fótum, því þeir urðu fyrir þungum plönkum og skilrúm- um, sem losnuðu og voru á fleygi ferð um allt þilfarið. Allir mennirnir eru rúmfast- ir eins og nærri getur, en sá yngsti, 17—18 ára, gæti þó senni. lega farið aftur út með togaran- um. Afráðið mun hins vegar a3 tcgarinn bíði hér eftir sjómönn- um, sem koma flugleiðis frá Þýzkalandi. Nú vantar sex menn á Mold, því skömmu áður en slysið varð hafði sjúkur skip- verji verið fluttur um borð i þýzkt rannsóknarskip, sem er að störfum hér um slóðir. — Ekki urðu alvarlegar skemmdir á tog- aranum umfram það, sem fyrr greinir. — Trausti. Ekkert samkomulag Á sunnudag fóru hestamenn úr Fáki í hópferð gegnum bæ- inn. Var það mikið og frítt lið. í fararbroddi fór Þorri konung ur (Signirður Ólafsson) og fylgdarsveinar í skrautlegum búningum næstir á eftir hon- um. Munu um 80 reiðmenn hafa verið í fylkingunni, marg ir með tvo til reiðar. Liðið reið niður Suðurlandsbraut, og hættust þar alltaf reiðmenn í hópinn, niður Laugaveg á Arn arhól, þar sem mikill mann- fjöldi var fyrir, til að horfa á riddarana. Síðan var haldið suð<ur með Tjörn, Hringbraut- ina og á Klambratúnið. Hóp- » ferð þessa fór Fákur tii að vekja athygli á happdrætti sínu, sem nú að fara að draga í, en félagið stendur nú í miklum byggingarframkvæmd um og er happdrættið til á- góða fyrir það. Myndimar tóku lögreglu- þjónarnir Tryggvi Friðlaugs- son og Einar Halldórsson, en þeir fóru á undan liðinu gegn- um bæinn. Dagskró Alþingis DAGSKRÁ efri deildaf-: 1. Sam- komudagur reglulegs Alþingis 1961, 1. umr. 2. Héraðsfangelsi, frv., 3. umr. 3. Ábúðarlög, frv. 1. umr. 4. Sveitarstjórnarlög, frv., 2. umr. Dagskrá neðri deildar: 1. Heft- ing sandfoks og græðsla lands, frv. Frh. 1. umr. (Atkv.gr.). 2. Al- þjóðleg framfarastofnun, frv. 2. umr. 3. Fæðingarorlof, frv. 2. umr. 4. Loðdýrarækt, frv. 2. umr. 5. Almannatryggingar, frv. 1. 6. Sóknargjöld, frv. 1. umr. Afneita fjármálaóreiðu I Kommúnistaflokknum Ytirlýsing frá Einari Olgeirssyni, og Brynjólfi Bjarnasyni og athugasemd frá ritstjórn Morgunblaðsins EFTIRFARANDI yfirlýs- ing barst Mbl. í gærkvöldi: „Síðastliðinn sunnudag birtist í Morgunblaðinu algjörlega til- hæfulaus ósannindi um „fjár- drátt“ og „fjármálaóreiðu" í Sósíalistaflokknum og auk þess ærumeiðandi aðdróttanir um framkvæmdastjóra flokksins. í tilefni af þessum skrifum Morgun blaðsins óskar framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins þess, að eftir- farandi leiðréttingar verði birt- ar: 1. TJmrædd skrif blaðsins eru með öllu tilhæfulaus ósannindi. 2. Ingi R. Helgason er fram- kvæmdastjóri flokksins eins og hann hefir verið undanfarin ár og hefir engin breyting verið gerð í þeim efnum. Þorsteinn segir frá Kongó FLU GM ALAFÉ3LAG Islands heldur fund í Tjarnareafé kl. 8,30 í kvöld. Þorsteinn Jónsson mun þar segja frá dvöl sinni í Kongó. Ymis félagsmál verða rædd, m. a. um væntanleg há- tíðahöld í tilefni 25 ára afmæiis félagsins í sumar. 3. Guðmundur Vigfússon gegn ir sama starfi hjá flokknum og hann hefir gert um alllangan tíma og hefir þar engin breyting orðið á. 4. Aðdróttanir um „fjárdrátt" og „fjármálaóreiðu“ eru tilefnis- lausar og rangar frá rótum, enda hefir enginn eyrir horfið úr sjóðn um Sósíalistaflokksins og engin athugasemd komið fram frá end- urskoðendum né öðrum innan flokksins vegna reikninga hans. Framkvæmdastjórn Sósíalista- flokksins lýsir undrun sinni og fyrirlitningu á slíkum skrifum sem þessum. Og þar sem hún gerir sér ljóst, að ritstjórn Morg- unblaðsins veit full vel, að um- ræddar aðdróttanir og fullyrðing ar blaðsins eru ósannar með öllu, þá væntir hún þess, að blaðið birti framanritaða leiðréttingu. Reykjavík, 13. febr. 1961. F.h. Framkv.nefndar Sósíalistafl. Einar Olgeirsson (sign) Brynjólfur Bjarnason (sign)“ ATHS. MBL. AF TILEFNI ofangreindrar yfir- lýsingar vilja ritstjórar Morgun. blaðsins taka eftirfarandi fram: 1. Sunnudagsfregn sína um fjár- drátt og fjármálaóreiðu innan Sósíalistaflokksins hafði blað- ið eftir heimildum úr innsta hring Sósíalistaflokksins. 2. Umrædda frásögn birti Mbl. sem frétt án þess að hyggja á nokkra pólitíska herferð gegn Inga K. Helgasyni. Bitstj. flotanum. Væntu menn þess í gær að skammt væri til loka þessa verkfalls, því þá mun lítið hafa borið í milli, en á óformlegum viðræðufundi beggja aðila í gær reyndist ekki unnt að brúa bil« ið. f gærkvöldi hafði sáttasemj- ari ekki boðað nýjan fund. Hins vegar hefur verið boðaður fundur hjá sáttasemjara í dag kL 17 með fulltrúum útgerðarmanna og hásetá á bátum í Reykjavík, Hafnarfirði og Akranesi. A Isafirði standa yfir viðræð- ur villi ASV og útgerðarmanna um kjör sjóm-anna á Vestfjörð- um, en þeir róa upp á væntan- laga samninga. Danslagakeppni i Sjálfstæðishúsinu DANSLAGAKEPPNI SKT 1961 stendur yfir þessa dagana. Keppn in í nýju ”dönsunum fer fram i Sjálfstæðishúsinu og fer síðari undankeppnin fram þar í kvöld. Fyrri undankeppnin var fyrir nokkrum dögum, voru þá kynnt átta lög, en fjögur þeirra komast í úrslitakeppnina, sem verður eftir nokkra daga og þá önnur fjögur þeirra átta laga, sem kynnt verða í kvöld. Atkvæða- hæsta lagið á fyrra kvöldi undan- keppninnar ber nafnið Laus og liðugur. A NA /5 hnuiar / SV 50hnútar X Snjókoma 9 06i > X7 Skúrir K Þrumur WAZ, 11 \N H, HetS 13.2. KL. U ýJ'J-’poo I GÆR var lægð og hitaskil út af Austfjörðum. Var því NA- átt hér á landi og mikil snjó koma norðan lands. I hlýja loftinu fyrir suðaustan skilin var mjög hlýtt loft og komið langt sunnan úr hafi. Var 8 stiga hiti á veðurskipinu M, sem er norðaustur undir Lofot en. Á Jan Mayen. sem er 650 km. lengra til norðvesturs, er II stiga frost og 39 stiga frost í Meistaravík. Veðurspáin kl. 10 i gærkvöldi SV-land, Faxaflói og miðin: SV kaldi í nótt en breytileg átt á morgun, víða él en bjart á köflum. Breiðafjörður og miðin: NA gola, smáél í nótt en léttir til með morgninum. Vestfirðir til Austfjarða og miðin: NA gola eða kaldi, snjó koma öðru hverju. SA-land og miðin: Vestan og NV kaldi, bjart veður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.