Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. febr. 1961 Myrkraverk ^ eftir Beveriey Cross í þýðingu Bjarna Arngrímssonar „Kúla?“ spurði hún og var hvorki óstyrk né forvitin. Eg kinkaði kolli. Hún kom með vatn og bindi og byrjaði að hreinsa og binda um rispuna-. Handtök hennar voru róleg og örugg og hún spurði engra frekari spurn inga. Hún var eldri en ég hafði ímyndað mér í fyrstu. En vissu- lega aðlaðandi. Svart hárið var vel greitt, augun kolsvört og sorgmædd. Hvort sem litið var á föt hennar eða snyrtingu sást einungis snyrtileiki og hreinlæti. Eg ályktaði af framkomu hennar og hinni fullkomnu umbindingu á fæti mínum, að hún hefði rit að á nafnspjaldið við dyrnar. Málverkin, sem héngu um alla veggi vinnustofunnar, voru aug sýnilega hennar verk, mjúkar landslagsmyndir og ljósleitar vandlega málaðar andlitsmyndir, í rólegum en þó fallegum litum. Herbergið var langt og með bröttu glerþaki, svo annar vegg urinn var um það bil 20 feta i»ár, en hinn ekki nema sex. Inngang urinn var á miðjum háa veggn um, sitt hvoru megin voru skot sem tjaldað var fyrir. Tjöldin voru aðeins dregin til hálfs fyrir annað þeirra, ég gat séð á endann á rúmi, sem loðfeldur var breidd ur yfir, og ég ímyndaði mér að bak við hitt tjaldið væri eld- húsið. Húsbúnaðurinn var einfald ur, armstóll, lágur sófi og tveir þykkir púðar, er nota mátti sem stóla, troðfuíl bókahilla og í miðju herberginu var þungt tré- borð, fagurlega glansandi. Á því voru skálar með ávöxtum og disk ur með ólífum. í hinum endan um á herberginu málaði hún ber sýnilega. Á borði á hjólum stóðu krukkur og burstar og þarna var sæti fyrir fyrirmynd, sömuleiðis trönur og stórt léreft sem breitt var yfir, svo að ég gat ekki séð, hvað á því var. Herbergið allt hafði sömu töfrandi áhrifin og leiksvið, jafn rúmgott og laust við ryk. Það var viðkunnanlegt en um leið var eins og enginn ætti þarna í raun og veru heima. Þegar maðurinn kom aftur, hafði hún rétt lokið við að binda um mig og leit upp áhyggju full um leið og hún kom inn í vinnustofuna. „Er nokkuð að þér?“ spurði hún, gekk hvatlega til hans og kyssti hann á kinnina. Eg leit undan og hann hló. Konan hellti yfir hann flóði af spurningum, sem hann svaraði kæruleysislega og brosti í kamp inn, meðan hann fór úr regnfrakk anum. Hann var um það bil 38 ára, fölleitur grannur og meðal- maður á hæð. Hrukkurnar niður með munnvikunum voru undarlega djúpar eins og þær hefðu verið málaðar með svört um blýanti. Þegar hann var al varlegur eða valdsmannslegur, varð andlit hans ákveðið, hörku legt og svört augun hvöss sem í höggormi. En þegar hann hló eða stríddi Franeoise, varð svipur hans hrekkjalegur eins og á Sí- gauna. Kímnigáfu hans svipaði einnig tatara, hún var oft hæðnisleg, stundum beinlínis ill girnisleg. Hann kynnti sig sem Lucien Carnac og við tókumst í hendur. Eg varð eilítið undrandi, er hann rétti fram höndina. Eg hafði haldið að hann væri rithöfund ur, leikari, blaðamaður eða eitt hvað í þá áttina, en hendur hans voru hnúaberar og sigggrónar, neglurnar svartar og brotnar. Þó talaði hann um þýðingar fyrir ensk og amerísk tímarit meðan við sátum og sötruðum koníak og Francoise var önnum kafinn í eldhúsinu. Mér skildist hann væri í rauninni nokkurs konar sjálfstæður blaðamaður. Hann fylgdist greinilega vel með og gat sagt mér, eins og ég hefði getið upp á, að við hefðum lent í kröfugöngu sjálfstæðishreyfingar Alsírmanna, sem nokkrar vinstri sinnaðar sálir hefðu einnig tekið þátt í. „Þetta var nokkurs konar verkamanna og frelsisvinaskrúð ganga“, útskýrði hann. ,jfetta er alvanglegt í París á Bastilludag inn“. „Og hver er Tisson?“ spurði ég, „mér finnst ég hafi séð nafn hans allsstaðar. Og Marot? Hvar er Marot?“ Það skrölti í pottum í eldhús inu og indæl lykt af heitri olífu olíu lagði til okkar. Lucien hafði komið sér vel fyrir á sófanum og var að elta tóbak í hörðum hönd um sínum til að fylla bogna pípu. „Tisson var blaðamaður", sagði hann. „Eg hitti hann nokkrum sinnum. Hann gerðist erlendur fréttamaður fyrir Humanité. í stríðinu var hann í hersveit Le Clerc. Þá kynntist ég honum. Við hittumst þegar menn Le Cleres sameinuðust her andspyrnuhreyf ingarinnar“. „Varst þú í henni?“ spurði ég, og hann kinkaði kolli. „Og nú hefur hann verið fang elsaður fyrir fyrirlitningu á dóm stólunum. Hann neitaði nefnilega að svara nokkrum spurningum“. „Hvað hafði hann gert?“ „Hann hafði ritað greinaflokk í vinstri sinnað vikublað. Sagt var að greinarnar hefðu haft að innihaldi leynilegar upplýsingar og auk þess verið ærumeiðandi. Kíkisstjórnin féll en það er nú ekki svo óvanalegt hér. Hann neitaði að segja hvar hann hefði fengið upplýsingar, neitaði að taka til baka það sem verið hafði ærumeiðandi og neitaði að svara spurningum ákærandans. Svo var' hann fangelsaður. Það eina, sem þeir gátu dæmt hann fyrir, var fyrirlitning á dómstólunum". „Og Marot?“ „Þeir vilja að hann sé hengd ur. Hann var lögreglustjóri hjá Þjóðverjunum. Hann var sagður vérri en SS-sveitirnar. En hann fannst ekki fyrr en ’49 og þá var reiði hins opinbera afstaðin, hann fékk einungis lífstíðarfangelsi". „Nú, þeir vilja frelsa annan og hengja hinn?“ Og við hlógum báðir. Máltíðin var ánægjuleg í þess ari töfrandi vinnustofu. Lucien talaði af mikilli þekkingu um alls konar málefni, alltaf skemmti- lega og fjörlega. Eg gleymdi drengnum og gleymdi sárum mín um, var ánægður með að hlusta á tal hans og horfa á andlit Francoise. Augljóst var, að hún elskaði hann. Öðru hvoru greip hún fram í og talaði fyrir hann eins og hún hefði heyrt rök- semdafærslu hans ótal sinnum áður. Þá varð hann mjög stuttur í spuna við hana, næstum dóna- legur. Hann kallaði hana France og stríddi henni sífellt með að hún væri eins frönsk og nafn hennar, sagði að hún væri sveita leg og kjánaleg, en henni virtist sama. Aðeins einu sinni sá ég henni þykja miður og það var þegar hann sagði, að málverk hennar væri miðlungsmennska. Hún roðnaði og sagði ekki neitt. Gott skap og góður matur breiddi fljótlega yfir orð hans. Klukkan var orðin tvö um nótt ina áður en búið var að ganga frá síðasta diskinum og við hölluð um okkur aftur með stórar krús ir af rjúkandi kaffi. Koníaki var skenkt og Lucien kom með aðra pípu, en áður en ég gat troðið í hana og kveikt í, bað France mig að syngja. Hún hringaði sig á gólfinu við fætur Luciens og bað næstum um að sér yrði strokið. En hann togaði aðeins í slétt hár hennar og bölvaði henni fyrir að skvetta kaffinu sínu. Eg söng írskt lag, en þau áttu erfitt með að fylgjast með, svo ég sneri mér að frönsku þjóðlögunum. France kunni sum þeirra síðan hún var barn og reyndi að raula undir en ég held að Lueian hafi leiðzt. Hann var samt kurteis og klappaði með henni, en ég er viss um að honum leiddist. Eg söng Le Prisonnier de Chart- res, stutt og klæmið, til að reyna að hressa hann upp, en hann brosti aðeins lítillega og bankaði í stólinn sinn með kaffikrúsinni. Síðan söng ég fyrir þau ljóðið um gröfina í Be 11 e a u - k a.s t a I a. Skyndilega fékk Lucian áhuga. Ljóðið er dapurlegt og átakan- legt, betra er að leika undir á gítar en banjó. Undirleikurinn á að vera mjúkur og í moll, d-moll eða a-moll. Það segir frá því, hversu ástfanginn konungur Frakka var af hinni fögru eigin- konu markgreifans af Belleau og krafðist þess að hún yrði hjó kona sín. Veslings markgreifinn varð að láta undan. í sárabætur var hann hækkaður í tign og gerður marskálkur af Frakk- landi. Þau kysstu hvort annað í kveðjuskyni: Adieu m’amie adiu mon coeur, Adieu mon espérance! Puisqu’il te faut servir le Roi, Séparons-nous d’ensemble! Drottningin varð afbrýðissöm og sendi markgreifafrúnni eitr aðan blómvönd. Ilmurinn drap hana, og hún liggur grafin í litlu kapellunni í Belleau-kastalanurru Le Roi lui fit faire un tombeau. Tout en fer de Venise — Sur sa tombe mit un ecrit: „Adieu belle Marquise!" Það er fallegur söngur, en ég var hissa á áhuga Luciens. „Þú syngur mjög vel af stúd- ent að vera. Hefurðu aldrei sung ið opinberlega?“ Eg hristi höfuðið. „En þú gætir grætt á því, ef þú syngir réttu söngvana að segja“, sagði hann, en ég sagði honum að söngurinn og tónlistin væru aðeins í öðru sæti, á eftir sögunni, og menn mundu aldrei vilja hlusta á þjóðlög. Hann vildi ekki trúa því og hélt áfram að spyrja um kastalana, einkanlega Belleau. Hann logaði allt í einu af áhuga. Sillltvarpiö l>riðjudagur 14. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. —■ 12.25 Fréttir og tilk.). 12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum“ (Dagrún Kristjánsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Fréttir. 19.50 Avarp frá Rauða krossi Islands (Geir Hallgrímsson borgarstj.). 20.00 Erindi: Ofdrykkjuvandamál þjóð arinnar (Esra Pétursson læknir. Flutt á bindindisviku sl. haust). 20.25 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv. íslands í Þjóðleikhúsinu. Stjórn- andi: Bohdan Wodiczko. Einleik- ari á píanó: Hans Jander. a) ,,Fuglarnir“, svíta eftir Res- pighi. b) Píanókonsert í d-moll (K466) eftir Mozart. 21.20 Raddir skálda: Úr verkum Snorra Hjartarsonar. Hannes Sigfússon talar um skáldið, en Andrés Björnsson og Þorsteinn Ö. Step- hensen lesa ljóð. 22.00 Fréttir og Veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (14). 22.20 Af vettvangi dómsmála (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22.40 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv. íslands í Þjóðleikhúsinu; síðari hluti. Stjórnandi Bohdan Wodicz- ko. — c) Capriccio Espagnol eftir Rim- sky-Korsakov. d) Spirituals eftir Morton Gould. 23.15 Dagskrárlok. Miðvikudagur 15. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Útvarpssaga barnanna: ,,Atta börn og amma þeirra í skógin- um“ eftir Önnu Cath.-Westly XIII. (Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: ,,Úr sögu For- syteættarinnar“ eftir John Gals- worthy; þriðja bók: „Til leigu“; útvarpsgerð eftir Muriel Levy. I, kafli. Þýðandi: Andrés Björnsson, — Leikstjóri: Indriði Waage. —* Leikendur: Valur Gíslason, Þor- steinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbj arnardóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Helgi Skúlason, Ró- bert Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Hildur Kalman, Jón Aðils o. fl. 20.35 Tónleikar: Svissnesk þjóðlög, sungin og leikin. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn- ólfur Thorlacius fil. kand. kynnir starfsemi fiskideildar Atvinnu- deildar háskólans. 21.10 Tónleikar: Píanósónata í A-dúr op. 101 eftir Beethoven (Wilhelm Backhaus leikur). 21.30 „Saga mín“, endurminningar Paderewskys; II. lestur (Arni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (15). 22.20 Upplestur: „Sveitungar", smá- saga eftir Valentin Kataév, þýdd af Regínu Þórðardóttir (Erlingur Gíslason leikari). 22.35 Harmonikuþáttur (Högni Jóns- son og Henry J. Eyland). 23.05 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) Mínar lífskoðanir mótast fyrst >g fremst af þolinmæði. 2) Þú átt við, að ef ég er á ann- arri skoðun en þú, þá leyfir þú mér að halda.... 3) .... áfram með mína vitleysu. a r L ú á — Rólegur Aandy . . . Mig I þeir hafa ráðizt á hund! . . . J En þessi gamli riffill minn mun | langar í mynd af úlfunum! Andy, | I bjarga honum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.