Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 14. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 Sló köttinn úr tunn- unni í Narssarssuak SÓLFAXI, skymastervél Flug félagsins, sem annast ískönn- unarflugið við S-Grænland, kom til Reykjavíkur síðdegis í gær, með farþega frá Nars- sarssuak. Það er ekki nema vika síðan Sólfaxi fór til Grænlands, en hann hefur flogið mikið þennan stutta tíma. — Þetta er fimmti dagur- inn, sem við fljúgum, sagði Aðalbjörn Kristbjarnarson, flugstjóri, er Mbl. hafði tal af honum í gærkvöldi. Við könnum fyrst og fremst svæðið undan Hvarfi, suður- odda Grænlands, en eina ferð höfum við farið norður með vesturströndinni, allt norður á Disco-flóa. — fsinn við Grænland er óvenjulítill miðað við árs- tima, sagði Aðalbjörn. En hann siglir nú hraðbyri suður með austurströndinni — og síðan fer hann upp með vest- urströndinni. — Við búumst við fyrsta Grænlandsfarinu að Hvarfi þann 20. þessa mán aðar — og þá verður það hlut verk okkar að leiðbeina því í gegnum ísinn, ef þörf kref- ur. Með okkur eru jafnan tveir danskir ís-sérfræðingar og þeir stjórna könnunarflug inu frá degi til dags. — Það er frekar fátt um manninn í Narssarssuak, sagði Arinbjörn, en engu að síður er gott að búa hjá Dan- anum. Þannig er það yfirleitt á Grænlandi, sama hvort það er Bandaríkjamaðurinn eða Daninn, sem í hlut á. Af- bragðs fóik. — Við heyrum stöku sinn- um í íslenzka útvarpinu, en yfirleitt í öllum öðrum stöðv um. Annars erum við varla búnir að koma okkur fyrir og ég held, að engin hætta sé á að okkur leiðist þarna þó afskebkt sé. Danirnir eru gamansamir og bregða oft á leik. Á laugardaginn sló ég t. d. köttinn úr tunnunni og það hef ég víst ekki gert síð- an ég var strákur. — Lumumba Framh. af bls. 1 gert til þess að forðast hefnd- arráðstafanir gegn íbúunum. — Síðar var upplýst, að umrætt þorp væri á Kolwezi-svæðinu, um 200 mílur frá Elisabethville. Munongo innanríkisráðherra lét svo ummælt, að Lumumba og félagar hans hefðu verið ,,af brotamenn í augum heimsins", og hefði Kongó í rauninni losn- að við mikið vandamál við dauða þeirra. ★ Þá sagði ráðherrann, að íbú- um þorpsins yrði afhent fé það fum 300 þús. ísl. kr.), sem lagt var til höfuðs Lumumba eftir að lýst var yfir, að hann hefði sloppið úr haldi á dögunum. Munongo sagði, að Katanga- stjórn myndi ekki leyfa neina „utanaðkomandi“ rannsókn í sambandi við dráp Lumumba og félaga hans. •Á Fundur i Öryggisráðinu Jafnskjótt og fréttin um dráp Lumumba barst út, var málið rætt á fundi í Öryggisráði SÞ. Hammarskjöld, framkvstj., lýsti áhyggjum sínum vegna þessa atburðar, sem hann kvað mjög nlvarlegan og geta haft öfyrirs’jáanlegar afleiðingar. — Kvatti hann til, að fram færi nákvæm, alþjóðleg rannrókn á málinu. — Aðalfulltrúi Banda- ríkjanna, Stevenson, tók í sama streng, kvað þetta hinn hörmu- legasta atburð og skoraði á full- trúa ráðsins að láta hann verða sér hvatningu til að vinna enn betur en áður að lausn Kongó- málsins. — Stevenson kvað Málfundanámskeiði Heimdallar, FUS heldur áfram í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Þá mun Bragl Hannesson, lög fræðingur , halda fyrirlestur um ræðumennsku. Heimdellingar eru hvattlr tll að mæta vel og stundvíslega. Kennedy Bandaríkjaforseta hafa fallið þessar fréttir mjög þungt. — Sovézki fulltrúinn, Zorin, lét svo ummælt, að nýlendusinnar hefðu orðið Lumumba að bana og væri það þeim mun alvar- legra sem segja mætti að það hefði gerzt undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna. — Lýsti hann ábyrgð á morði Lumumba á hendur Hammarskjöld og full trúum SÞ í Kongó — og kvaðst þeim í engu treysta. Fundi Öryggisráðsins var síð- an frestað til miðvikudags til þess að gefa fulltrúum tóm til til kynna sér málið og hafa samráð við ríkisstjórnir sínar. — Lögðu hendur á Framh af bls. 24. Helgu, flutti þá bát sinn að minni bryggju skammt frá, en þar fór á sömu leið. Bílum var lagt í veg fyrir vörubifreiðina með lóðimar. Ætlaði Pálmi engu að síður að flytja lóðirnar út í bát sinn og byrjaði að af- ferma bílinn efst á bryggjunni. Skipti það engum togum, að Suðumesjamenn lögðu hendur á Pálma. Norðlendingurinn lét sér ekki vel líka, en svaraði á sinn hátt — og hófust stymp- ingar. Missti hann einn lóða- balanna í sjóinn og mun hann þá hafa séð, að við ofurefli var að etja. Einn Suðurnesjamanna- snerizt illa á ökla í átökunum. Húsavíkurbátar reru ekki á sunnudagskvöldið og heldur ekkj í gær. Kom Pálmi hingað til bæjar- ins og leitaði lögfræðilegrar að- stoðar hjá Áka Jakobssyni. — Vill Pálmi krefjast bóta af Suðurnesjamönnum fyrir róðra- tapið og telur sér ekki skylt að fara í verkfall fyrr en hinn 15., ef samningar nást ekki. — Geimskip Framh. af bls. 1 Venusi, mundu þannig fást miklu fleiri og gleggri upplýs- ingar um reikistjörnuna en hingað til hefði tekizt. Ætlunin væri fyrst og fremst að „rjúfa gat á skýjaþykknið“, sem alla tíð hefur hulið Venus mannleg- um augum. Fást muni upplýs- ingar um þéttleika andrúms- loftsins, um stærð plánetunnar, magn geimgeisla og hvort mikil hætta sé þar á árekstrum við loftsteina. 100 millj. km Vísindamennirnir virðast ekki fullkomlega vissir um, hversu öruggt fjarskiptasam- bandið er í svo mikilli fjarlægð en segja að tilgangurinn sé m. a. að reyna það til þrautar. — Fjarlægðin milli Venusar og jarðarinnar verður sennilega um 100 milljónir kílómetra um það leyti sem geimskipið kemst að markinu. — Samband hefur ver ið haft við „skipið" tvisvar sinnum eftir að því var skotið á loft og var upplýst í Moskvu í gærkvöldi, að það væri komið rúma 500 þús. km frá jörðu. Framvegis verður tekið við merkjum frá geimskipinu fimmta hvern dag og sagt frá gangi ferðarinnar einu sinni í viku. — ~k — I Rússlandi og öðrum komm- únistalöndum ríkir mikill fögn- uður yfir þessu nýjasta vísinda- afreki Rússa. Prófessor Vladimir Timakov, varaforseti sovézka háskólans í læknavísindum, fagn aði því í dag sem „dásamleg- asta atburði okkar tíma“ og sagði, að nú kynni að verða „lyft hulunni, sem hvílt hefur yfir uppruna lífsins“. jc Rannsóknartæki til tunglsins? Eins og fyrr segir, hafa margir vestrænir vísindamenn sent sovézkum starfsbræðrum heillaóskir, þar á meðal Sir Bernard Lovell, forstjóri rann- sóknarstöðvarinnar í Jodrell Bank í Englandi og bað hann um upplýsingar, svo stöðin gæti fylgzt með ferðum geimskips- ins. Hann sagði í þessu sam- bandi við fréttamenn, að Ijóst væri að Rússar gætu nú sent mann út í geiminn og hann byggist við að þeir mundu brátt senda eldflaug til tunglsins, sem gæti lent hægt og kæmi þangað ýmsum rannsóknartækjum heilu á höldnu. — k — Venusarskotið er aðalefni blaða víða um heim í dag. Yfir- leitt er mjög dáðst að afreki Rússa, en einstaka blöð telja þó, að hér sé fyrst og fremst um „áróðursskot“ að ræða — vís- indalegur ávinningur verði tæp- ast mikill. — „New York Times“ sagði í dag, að „skotmörkin" væru þrjú: Venus, hugir manna um víða veröld, og — Kennedy Bandaríkj af orseti. Hjartanlegustu þakkir flyt ég öllum ættingjum og vin- um, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum á 70 ára afmæli mínu 5 febrúar s.l. Málfríður Jónsdóttir, Mjógötu 5, ísafirði. Lokað ki. £ dag vegna jarðarfarar. BJÖRGVIN SCHRAM UMB0ÐS-06 HE/LDVERZLUN SÓLBORG JENSDÓTTIR andaðist 10. þ.m. að Hrafnistu. Vandamenn. Konan mín GUÐRlÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR andaðist að morgni 11. febrúar Kristinn Ág. Jónsson, . Fjölnisvegi 9. Konan mín SIGRlÐUR GÍSLADÓTTIR andaðist að Vífilstöðum 12. febrúar. Þorlákur Kolbeinsson. Móðir okkar INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Smiðjustíg 13, andaðist 11. þ.m. að Elliheimilinu Grund. Einar Ástráðsson og systkinL Hjartkær eiginmaður minn og elskulegur bróðir okkar SIGHVATUR I. BLÖNDAHL cand, jur., andaðist á Landapítalanum 12. þessa mánaðar. Inger Blöndahl, Kristjana Blöndahl, Sigríður Fjeldsted, Sigfús BlöndahL Faðir okkar EINAR ÓLAFSSON stýrimaður andaðist að heimili sínu Vesturgötu 16, Hafnarfirði laug- ardaginn 11. febrúar. Laufey Einarsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Sigurjón Einarsson. Útför eiginmanns míns og föður okkar VALTÝS BERGMANNS BENEDIKTSSONAR vélstjóra fer fram fimmtudaginn 16. þ.m. og hefst með bæn aB heimili hins látna Sunnubraut 16, Akranesi kl. 1,30 e.h. Blóm afbeðin. — En þeim er vildu minnast hans er vin- samlegast bent á minnismerki sjómanna á Akranesi og líknarstofnanir. Fyrir mína hönd og barna minna. Bára Pálsdóttir. Utför séra JES A. GlSLASONAR Hóli, Vestmannaeyjum, sem andaðist 7. þ.m. verður gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum miðvikudaginn 15. þ.m. og hefst með húa- kveðju frá heimili hans kl. 14. F. h. aðstandenda. Friðrik Jesson. Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móðursystur okkar HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR Kristjana M. Sigurðardóttir og systkinl Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför litla drengsins okkar GUTTORMS N Sólveig Guttormsdóttir, Jón Finnsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KRISTlNAR ÞÓRARINSDÓTTUR og vináttu og heimsóknir í veikindum hennar Marta Gísladóttir, Guðríður Gísladóttir, Guðrún Elíasdóttir. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarð- arför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa GUÐMUNDAR JÓNSSONAR bifreiðastjóra. Kristín Lýðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Guðjón B. Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Björgvin Guðmundsson, og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför STEFÁNS ÞORVALDSSONAR frá Kálfafelli í Fljótshverfi Börn og tengdabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.