Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 10
10 MORGL’NBLÁÐIÐ Þriðjudagur 14. febr. 1961 Greta Garbo —„einhver leiðinlegasta persóna okkar tíma44 Tj1 IN S og blaðalesendur vita manna bezt, er sænska ^ leikkonan fræga, Greta Garbo, enn mjög umtöluð og þykir hinn bezti blaðamatur, enda þótt nú séu liðin nær tuttugu ár síðan hún hætti að leika og settist í helgan stein að kalla. — Um hana spinnast sífellt margar sögur, svo að hún hefir verið kölluð „hin lif- andi þjóðsaga“ og annað álíka — og sífellt klingja í eyrum lýsingaorð eins og „dularfull“ og „fjarræn“, þegar hástemmdir blaðamenn skrifa um „konuna með sólgleraugun“, konuna, sem alltaf er að leynast, en all- ir þekkja — einmitt á sólgleraugunum! — ★ — Fyrir nokkru skrifaði Her- bert nokkur Kretzmer, blaða- maður við brezka blaðið „Sunday Dispatch“, greir. um Gretu Garbo í blað sitt — kveður þar óneitanlega við nýjan tón. Blaðamaðurinn heldur því fram, að hin xræga „mannfælni" Garbo sé í raun inni aSeins þaulhugsuð aðferð hennar til þess að vekja á sér eftirtekt — og lætur sig ekki muna að kalla hana „einhverja leiðinlegustu per- sónu okkar tíma!“ — Þar sem ekki er ólíklegt, að ýmsum aðdáendum Gretu Garbo þyki forvitnilegt að kynnast því, hvaða rök maðurinn færi fyr ir slíkri fullyrðingu, birtist hér lauslega endursagður út- dráttur úr umræddi grein: ★ ENDURSKOÐUN Sænsk dama, hálfsextug að aldri, hefir nýlega heimsótt London — og enn einu sinnj sannað, að hún er einhver leið inlegasta persóna okkar tíma. — Nafn hennar er Greta Garbo, og ef þér skylduð, þrátt fyrir framanskráð, halda, að ég ætli nú að falla fram og tilbiðja guðdómlegt aðdráttarafl hennar, þá ætt- uð þér strax að fletta upp i annari síðu í blaðinu. Ég hefi enga löngun til þess 1 að troða skóinn niður af kon- I unni, — en hins vegar finnst | mér tími til kominn, að þær 1 fáránlegu sögusagnir, sem J spunnizt hafa um hana — og 1 hún sjálf hefir haldið vakandi • af mikilli natni — séu endur í skoðaðar í ljósi raunveru- / leikans. I * EITT SÉRSTAKT „fá að lifa í friði“ eins rækL lega og opinberlega og hún. Engin kvikmyndastjarna hef ir nokkru sinni látið í ljós slík an ótta og kvöl við það eitt, að fólk beri kennsl á ’nana. — Komi hún auga á Ijósmynda- vél einhvers staðar í ná- munda við sig, liggur henni samstundis við móðursýkis- kasti. Umhverfis hús hennar á Miðjarðarhafsströndinni er heill skógur af skiltum með áletruninni: „Óviðkomandi bannaður aðgangur". En slíkt tiltæki hefir auðvitað orðið til þess eins, að þetta „fylgsni" hennar laðar að sér forvitna ferðamenn frá öll- um heimshornum. ★ „UPPFINNING" Hvernig byrjaði þetta allt Skoðun brezka bladamannsius Herberts Kretzmers saman? Hver voru upptök „þjóðsögunnar"? Og er hún sönn? Þær heimildir, sem ég hefi við að styðjast, benda ein- dregið til þess, að þessi afstaða Gretu Garbo, sem borið gæii einkunarorðin „ég vil fá frið‘“, Sumum finnst hún fögur enn í dag. Anthony Beauchamp, sem tók myndir af henni fyr ir tíu árum, sagði: „Sú kona er ekki til í víðri veröld, sem ekki vildi gjama skipta á sínu eigin andliti og andliti Garbo“. — Og auðvitað var hún gædd miklum hæfileik- um, sérstæðum hæfileikum, sem vörpuðu ljóma á ýmsar kvikmyndir MGM-félagsins á 3. og 4. áratug aldarinnar. — Já, Greta Garbo var fögur og miklum hæfileikum búin. En sama er að segja um leik konur eins og Norma Shearer, Lilian Gish og Joart Craw- ford — og þó hurfu þær þegjandi og hljóðalaust inn á svið gleymskunnar, þegar þeirra tími kom. ★ BARNALEG UMMÆLI Það var Stiller, sem gerði Garbo að hinni dularíuilu „fair lady“ kvikmyndanna. Hann vissi, að hún var feimin og ómannblendin að eðlisfari — því að það hefir hún vissu lega verið. Hann vissi líka, að þegar fréttamenn sóttu að henni með margvíslegar spurningar sínar, átti hún það til að segja ýmislegt, sem ekki gat talizt heppilegt, að gengi út á þrykk. Þannig var það t.d. einu sinni skömmu eftir 1930, að Garbo tilkynnti það hátíð- lega á blaðamannafundi, að hún væri sannfærð um að hún gæti fengið Hitler til þess að hverfa frá því að hefja styrj- öld, ef hún fengi tækifæri til að tala við hann. Og hún bætti við: „Ef mér tækist það ekki, myndi ég bara skjóta hann!“ Vegna slíkra barnalegra yfirlýsinga, var Greta Garbo fengin til að veita aldrei blaðamönnum áheyrn, ef hún gat mögulega hjá því kom- izt, og láta aldrei haía eftir t*ér neinar yfirlýsingar. Og upp af þessari ráðleggingu vina hennar og húsbænda mun hafa vaxið „ósk“ henn- — og var allt annað en ð- ánægð með þau áhrif, sem krafa hennar um óskorað einkalíf, hafði á almennings- álitið. — Bryti hennar, Gust- af, fékk strangar fyrirskipan. ir um að sjá svo um, að hún fengi alltaf samstundis öll þau kvikmyndarit, sem út komu. Og Garbo bókstaf- lega réðst á þau og las aft- ur og aftur þær greinar, sem á einhvern hátt fjölluðu um hana, merkti við viss atriði og gerði athugasemdir á spássíur. — Og upp af „ein- angrunarstefnu" hennar og ýmsum sniðugum hugmynd- um þar að lútandi, óx smám saman stórmennskukennd, sem síðan hefir aldrei dvín- að — og skýrir að líkindum Þegar allt kemur till alls, er Greta Garbo í sannleika aðeins ósköp venjuleg, dauð leg kona — með stóra fætur. Hún ólst upp í verkamanna- hverfi í Stokkhólmi, og nú eru 30 ár liðin síðan hún vann sín helztu afrek á sviði kvik myndalistarinnar. — En eitt er þó a-m.k. sérstakt við hana. Engin kona í sögunnj hefir útbásúnað óskir sínar um að hafi frá byrjun verið „upp- finning" — áróðursbragð — liður í þeirri auglýsingaher. ferð, sem sænski kvikmynda- maðurinn Maurice Stiller hóf, en það var hann, sem upp- götvaði Gretu Gustafsson, eins og sagt er á kvikmyndamáli, gaf henni nafnið Garbo og sá um, að hún kæmist á fram færi í Hollywood. — ★ — Enginn mun neita því, að Greta Garbo var fögur kona. ar um að fá „bara að vera í friði“. ★ STÓRMENNSKUKENND Olive Snell, brezkur rit- höfundur, sem kynntist Garbo árið 1930, staðfestir þetta. „Hún er afar barnaleg", skrif aði ungfrú Snell, „óvenjulega eðlileg og hefir til að bera hugarfar óspilltrar, 16 ára stúlku“. — En jafnvel þegar á þessum árum gerði Garbo sér fulla grein fyrir Myndirnar: Þær eru orðnar óteljandi myndirnar, sem teknar hafa verið af Gretu Garbo í hinum fræga „feluleik" — með sól- gleraugun, barðastóra strá- hattinn o. s. frv. — Hér á. síð- linni birtast nokkur sýnis- horn (stærri myndirnar). —- Eins-dálks myndin er eldri, frá frægðarárum hennar í Hollywood, — i hlutverki Kamelíufrúarinnar. nægilega, að hún skuli enn í dag dyggilega sjá svo um, að hún sé sá meðal „einsetu- manna“ heimsins, sem auð- veldast er að þekkja — hvar sem hún fer. SJÁLFSELSKA Jafnvel ýmsir nánustu vin- ir Gretu Garbo hafa lýst hín um sjálfselsku kröfum, sem hún hefir alltaf gert til lífs- ins. — Bandariski rithöfund urinn Mercedesa de Acosta, sem hefir lýst sér sem „elztu‘“ og beztu vinkonu Gretu“, varð eitt sinn að játa: „Ef ég væri karlmaður, myndi ég hreint ekki kæra mig um að kvænast Gretu. Hún myndi aldrei sleppa eig' inmanni sínum út fyrir hús dyr — aldrei leyfa honum að hitta einn eða neinn . . . “ — Og John nokkur Bain- bridge, sem ritaði ævisögu leikkonunnar, sagði árið 1955, að Garbo væri „greind, sjálfselsk, duttlungafull og upptekin af engu, nema sjálfri sér . . . Hún krefst fullkominnar eftirtektar og nærgætni af öðrum, og undir gefni, — annars kemst hún í vont skap“. — ★ — Síðan lýsir greinarhöfund- ur, hvernig reynt var að sveipa komu leikkonunnar til Englands hinni venjulegu, dularfullu hulu, og hvernig Cecil nokkur Beaton, sem var gestgjafi hennar, gat „ekkert sagt um heimsókn hennar“. — Það er annars furðulegt, að hr. Beaton, sem um margra ára skeið hefir verið gestgjafi og fylgdarmaður Garbo, þeg ar hún hefir heimsótt Eng- land, virðist jafnan taka það sem persónulega móðgun, þegar blaðamenn gera tilraun til að hitta hina flóttagjörnu, fyrrverandi stjörnu, segir greinarhöfundur, — ekki sízt vegna þess, að hann var sjálfur blaðamaður á yngri árum. Hann skrifaði langar greinar um Garbo í sunnu- dagsblöðin, löngu áður en hann hitti hana nokkru sinni sjálfur — og í greinum þess- um voru ýmsar harðskeyttar, Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.