Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVWBLAÐIÐ Laugardagur 25. febrúar 1961 Loftleiðir selja Heklu Flugfélagið skortir vél til Grænlands- flugs — />rir dagar til stefnu 1 GÆRKVÖLDI voru væntan- legir hingað til lands fulltrúar brezka flugfélagsins Lloyds International Aairways til við- ræðna við Loftleiðir, en þetta brezka félag hefur áhuga á að kaupa skymaster-flugvélina Heklu, sem nú er í leigu hjá Flugfélaginu. ★ Flugfélagið hefur Heklu í inn- anlandsflugi á Grænlandi sam- kvæmt samningum við Dani. — Leigusamningurinn um Heklu gildir þó ekki lengur en til næstu mánaðamóta og hefur Hugfélagið sem stendur enga flugvél til þess að senda til Grænlands í stað Heklu. Samn- ingar um innanlandsflug Flug- félagsins á Grænlandi gengu í gildi um áramót og eru til sex mánaða. Mbl. innti blaðafulltrúa Flug- félagsins eftir því í gær hvaða ráðstafanir félagið hefði gert til þess að geta staðið við samning- inn um Grænlandsflugið, hvort ný vél hefði verið fengin í stað Heklu. Kvaðst blaðafulltrúinn ekki geta sagt neitt um málið að svo stöddu, ekkert ákveðið lægi fyrir, enda þótt aðeins þrír dagar væru til stefnu. ★ Það er hins vegar á allra vit- orði, að Flugfélagið undirbýr nú flugvélakaup og hefur að und- anfömu verið athugað tilboð frá SAS um sölu á einni DC-6b flugvél. í gær hafði endanleg ákvörðun ekki verið tekin að því er Mbl. vissi bezt. En sú flugvél kæmi þó ekki að haldi fyrst um sinn, því að töluverðan tíma tekur að þjálfa flugliða á nýju vélina. Hugsanlegt er hins vegar, að félagið fengi áhöfn frá öðru flugfélagi fyrst í stað, ef senda ætti flugvélina strax tU Grænlands. Einnig er ekki óhugsandi, að leigusamningur Heklu fáist framlengdur, enda þótt eigendaskipti verði. En frá Aðalfundur Áfeng isvarnarnefndar kvenna # Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði hélt aðalfund sinn 1. febr. sl. Eins og undanfarin ár hefur aðalstarf nefndarinnar verið hjálparstarf við drykkjufólk. Miklar umræð- ur urðu um bjórfrumvarpið og voru konur mjög andvigar bjórn um. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt og send Alþingi: „Aðalfundur Áfengisvarna- nefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði, haldinn 1. febr. 1961, Iftur svo á að bruggun og sala sterks öls 1 landinu muni leiða tH versnandi ástands í áfengis- málum þjóðarinnar. Skorar fund urinn því á Alþingi að fella fram komið frumvarp um bruggun og sölu á áfengu öli“. 1>á samþykkti fundurinn að skora á félögin sem eiga full- ftrúa 1 Áfengisvamairnefnd kvenna, að taka til alvarlegra umræðna vandamál æskufólks- ins. Stjórnin var öll endurkosin nema ritari sem baðst undan end urkosningu. Stjómina skipa: — Form. Guðlaug Narfadóttir; vara formaður Fríður Guðmundsdótt- ir; ritari Kristín Sigurðardóttir; gjaldkeri Sesselja Konráðsdóttir; mestjórnendur Aðalbjörg Sigurð ardóttir; Jakobína Matthíesen og Þóranna Símonardóttir. þessu hafði ekki verið gengið í gær, sem fyrr segir. ★ Almennt er talið, að Flugfé- laginu nægi ekki ein flugvél til viðbótar, því í sumar verður m. a. töluvert um leiguflug til Meistaravíkur og hefur félagið þá aðeins DC-3 vélar til þeirra ferða þó DC-6b vél yrði keypt núna, því hún yrði bundin á Grænlandi. Viscount-vél fór í gær í leiguferð til Meistaravíkur og ekki alls fyrir löngu varð að fresta áætlunarferð vegna þess að Viscount var sendur í leigu- flug þangað. Flugfélagið hafði þá ekki annan farkost til far- arinnar. Sólfaxi er í Narssars- suak við ískönmmarflugið og hin Viscount-vélin í viðgerð í Bretlandi. Mun félaginu ekki veita af báðum Viscount-vélun- um til áætlunarflugs á milli- landaleiðum í sumar. VARÐARKAFFI verður ekki í dag. Stefnis-kaffi HAFNARFIRÐI. — Stefnir félag ungra Sjálfstæðismanna hefir síðdegiskaffi í Sjálfstæðishúsimi í dag kl. 3—5. Var sá háttnr upp tekinn sl. laugardag að hafa kaffi á boðstólum í vikulokin og mælt ist það vel fyrir. Er Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna í síðdegiskaffið. Keflavík FUNDUR verður haldinn í full- trúaráði Sjálfstæðisfélaganna nk. mánudagskvöld kl. 9 í Sjálf- stæðishúsinu. Fundarefni verð- ur: 1) Fjárhagsáætlun bæjarins. Framsögumaður Eggert Jónsson bæjarstjóri. 2) Skipulagsmál. Framsögumaður Þorsteinn Ing- ólfsson byggingafulltrúi. Geysileg aðsókn hefur verið undanfarna daga að málverka sýningu Kjarvals í Lista- mannaskálnum. Á morgun er síðasti sunnudagurinn, sem hún verður opin á, þar sem sýningunni verður lokað nk. þriðjudagskvöld. Eru því síð- ustu forvöð fyrir fólk að sjá þess sýningu hins mikla lista- manns. — Myndin hér að ofan er af málverkinu Skjaldbreið- ur, sem er á sýningunni. — Óperan Fidelió kynnt í háskól- anum TÓNLISTARKYNNINGAR verða í hátíðasal háskólans sunnudag- ana 26. febr. og 5. marz og hefj- ast kl. 5 e.h. stundvíslega. Flutt verður af hljómplötutækjum skól ans, tvískipt vegna lengdar, óper an Fídelíó (eða Leónóra) eftir Beethoven. Þetta er eina óperan, sem Beethoven samdi, í senn eitt mesta erfiðis- og eftirlætisverk hans, og eitt af öndvegisverkum hans. Það hefur aldrei fyrr verið flutt hér á landi í heild sinni. Einsöngvarar, kór og hljómsveit Vínaróperunnar flytja (m.a. Martha Mödl, Wolfang Windgass en og Sena Jurinac.) Stjómandi er hinn mikli Beethoven-túlk- andi Wilhelm Furtwángler, og var þetta eitt síðasta verkið, sem hann stjórnaði, áður en hann féll frá fyrir nokkmm árum. Dr. phil. Róbert A. Ottósson flytur inngangsorð og skýrir efni óperunnar og sérkenni tónlistar- innar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Skíðamót Reykja- víkur á sunnudag U M síðustu helgi varð að fresta Skíðamóti Reykjavíkur vegna veðurs og snjóleysis. — Væntanlega verður — að ó- breyttum ástæðum — hægt að halda þetta mót á sunnudaginn. Sem stendur er snjór nægur til mótsins og fer það fram í Hamragili við skála ÍR og hefst kl. 11 á sunnudag. Keppendur í mótinu eru 76 talsins og keppt verður í öllum flokkum. Verði einhverjar breytingar á veðri verður hægt að fá upp- lýsingar á BSR, en að öðrum kosti verður ferð fyrir kepp- endur og starfsmenn frá BSR kl. 8.30 á sunnudagsmorgun. — Ferðir verða og síðar þann dag. Velferð trésmiða iNA 15 hnHar 1 / SV 50 hnútar H Sn/ókoma t oamm- (7 Siúr/r R Þrumur WZlt KutíaM Hilathi H Hat 1 L* Lagi 1 Eins og búizt var við í fyrra Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi dag sneri hlýi loftstraumurinn . SY'Ala,nd’ Faxaf!Ó‘ °g. “‘f/ við yfir Island, og var kommn en allhvass SA Qg rigning yfir mikinn hluta landsins um með köflum á morgun. hádegið eins og kortið sýnir. Breiðafjörður til Norður- Lægðin SV í hafi nálgaðist og lands og miðin: SA-kaldi og voru enn þrumuveður í sam- víðast úrkomulaust í nótt, en bandi við hana. Er ekki ólík- SA-stinningskaldi og víða legt, að þeirra gæti einhvers- rigning á morgun. _ staðar á Suðurlandi, þegar NA-land til SÁ-lands og lægðin kemur. Þokur eru miðin: SA-kaldi og rigning miklar í Evrópu eins og að öðru hverju í nótt, allhvass undanförnu. SA og rigning á morgun. NÚ erum vér trésmiðir í þann veginn að ganga að kjörborð- inu, til að velja stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir næsta kjörtímabil. Slíkt þykir ávallt nokkur viðburður, enda veltur oft á mjög miklu, hvort vel tekst til um valið eða ekki. Því þarf hver og einn að hyggja vel að þeirri miklu ábyrgð á framtíð félagsins, sem honum fylgir inn í kjörklefann. Enginn sannur félagsmaður vill með þeirri litlu athöfn, sem þar fer fram, verða til þess að baka fé- lagi sínu tjóni eða álitshnekki, en oft er vandi úr að ráða. Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur á undanförnum áratugum vaxið í það að vera nú fjöl- mennasta og sterkasta iðnaðar- mannafélag landsins. Það á orð- ið gilda sjóði, sem þegar eru farnir að verða félagsmönnum mikil hjálp, svo sem lífeyris- sjóður og sjúkrasjóður. Þær kosningar, sem félags- menn ganga nú til, geta orðið þær örlagaríkustu fyrir heill og framtíð félagsins, sem nokkum tíma hafa fram farið. Nú er, eins og oft áður, um tvo lista að ræða, A og B. Ég sat á fundi félagsins, er haldinn var síðast- liðinn laugardag, þar sem kosn- ingarnar vom nokkuð ræddar og þeir sem að listunum standa gerðu grein fyrir afstöðu sinni til ýmissa félagsmála. Eitt mál bar þar hæst svo að yfir gnæfði, enda langörlagaríkast fyrir fé- lagið, hvernig fer um. Þetta mál er svonefnt skipu- lagsmál, en það em tillögur, sem sendar hafa verið öllum launþegafélögum í landinu, þar sem gert er ráð fyrir, að þeim sé steypt saman í nokkrar stór- ar heildir og hverju fyrir sig skammtað áhrifavald, einnig um sín eigin mál, af náðarborði heildarinnar. Þessar tillögur eru undan rampólitíkum rifjum runnar, og verði þær sam- þykktar, gera þær félögin að pólitísku handbendi stjómmála- flokkanna, sem er mjög hættu- legt fyrir einstök fagfélög, eins og okkar. En er þá nokkuð annað að gera en vísa tillögunum á bug? munu menn spyrja; þar komum við að þungamiðju málsins. Á fundinum á laugardaginn lýsti formannsefni A-listans yfir þvi og fleiri, er að listanum standa, að þeir væm samþykkir tillög- unum, og til þess að árétta, hvað fyrir þeim vekti, lýstu þeir yfir því, að félag eins og trésmiðafélagið gæti ekki starf- að ópólitískt. Þessar yfirlýsingar komu mér og eflaust mörgum fundar- mönnum mjög á óvart, enda sýna þær, að félagsþroski sumra er ekki meiri en svo, að hið pólitíska kall vegur meira hjá þeim, en skyldurækni við félagið. Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur barizt áratuga baráttu til að ná þeim árangri, sem þegar er fenginn. Það er í dag stórt' og tiltölulega voldugt félag, sem á mikla framtíðarmöguleika, að- eins að meðlimimir haldi sam- an og bregðist eigi. Mér er annt um félagið, ég er stoltur af því, og ég hef óbilandi trú á fram- tíð þess. Ég vona að þannig sé með flesta meðlimi félagsins og þá er því borgið. Við getum deilt um ýms mál og er ekkert við því að segja, en fyrrgreindar tillögur er ekki hægt að deila um. Það er svo augljóst, að þeim verður að hafna og þeim mönnum má ekki fela æðstu trúnaðarstöður í fé- laginu, sem hafa lýst sig fylgj- andi þeim. Þess vegna er það jafn augljóst að vér kjósum ekki A-listann að þessu sinni. Við meigum ekki við því að fórna öllu því, sem náðst hefur. Við skuliun halda áfram að vinna að vexti og viðgangi tré- smiðafélagsins, með vinsamlegri samvinnu (ekki samkrulli) við önnur þjóðfélagsöfl og við skul- um sýna það, góðir félagar, I verki með því að kjósa nú B- listann. Trésmiður. Kosningaskrifstofn B-Iistons KOSNINGASKRIFSTOFA lýðræðissinna í Trésmiðafélagi Reykjavíkur er að Bergstaðastræti 61. — Símar 10650 og 18566. — Trésmiðir! Hafið samband við kosningaskrifstofuna og veitið aðstoð í kosningunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.