Morgunblaðið - 16.03.1961, Síða 5
Fimmtudagur 16. marz 1961
'1 O R C V 7V B L 4 fí 1 ö
5
f MENN 06
= MALEFNI=
í hefti af franska listablað-
inu Combat- Art, sem út kom
6. marz er grein eftir Alain
Jouffroy, þar sem hann deilir
hart á þann hátt sem orðinn er
á sölu listaverka. Segir hann
að gagnrýnendur og listaveíka
salar marki stefnuna og þeir
sem eru utan við hana, hafi
ekki sölumöguleika. Sem
dæmi um fyrsta flokks lista-
mann, sem máli frábrugðið
hinni gefnu línu og líði þar af
leiðandi fyrir það, sé íslenzki
málarinn Ferró.
I greininni segir að málverk
Ferrós séu einhver margbrotn-
ustu og innnihaldsmestu verk,
sem komi frá yngri málurum.
Hann gefur þá skýringu að
þau fjalli um uppruna nútíma
mannsins, séu ljóðrænn boð-
skapur um lífshætti okkar. Þó
að Ferro hafi búið í París í
nokkur ár, séu það aðeins ís-
lendingar sem kaupi af hon-
um. öðru hverju hitti hann
„skarpan listaverkasala", sem
hrósi honum, en segi um leið:
— Ég get því miður ekki sýnt
verkin yðar í sýningarsalnum
mínum, því þau eru ekki í sam
ræmi við stefnuna sem þar
ríkir. Og það vilji svo til að
þetta sé sú „stefna“, sem gangi
í hverju listatímaritinu á fæt-
ur öðru og ríki í öllum söfn-
um, og sem flestir „gáfaðir
listaverkasalar“ virði af ráðn-
um hug. Ferró getur beðið,
' .' '-'iv-,
V'-.'vTvV.Í-;'
■ ,
marapon
d
rceour o
Nú er í Bretum bágur tónn,
þeir bölva íslendingum
fyrir að œtla sjálfum sér
sjóinn landiö kringum.
Úfin eru Breta-blöð,
búin í Herjans tygi
(Þjóðviljinn þaö samt ei sér
og segir það haugalygi).
Ólafur Thórs og Bjarni Ben
brosa á allar hliðar,
þeir eru dálítiö drjúgir af
dýrð hins nýja friöar,
og glottið á honum Guðmundi
getur ei veriö betra
(og hann hefur sennilega lengst
um liöugan sentimetra!).
Þetta er lausn, sem þjóðin kýs,
það sér gud og hvermand,
þó að haldi þrefi upp
Þórarinn og Hermann.
Við flota Hennar Hátignar
helzt vill Lúðvík glíma,
—• fagnaðarboðskap þuldi þann
% þrjá og hálfan tíma!
Hannibál er hœttur þvi
að hlýða forsetunum,
að hlusta á langa lopann hans
leiðist ráðherrunum.
Alla syfjaði undir því
endurtekna spjalli,
—■ deilan er til lykta leidd
— og lauk með nafnákalli!
FARCEUK.
__________:
Mynd eftir Ferró, sem fylgdi
umræddri grein. —
segir greinarhöfundur að iok-
um. Hann mun bíða. En að-
stæðurnar sem honum eru
skapaðar með þessu eru þrátt
fyrir það algert hneyksli.
★
Af Ferro er það annars að
frétta, að hann hélt sýningu í
Milanó í janúarmánuði á Ítaiíu
og gekk hún mjög vel. Seldust
10 myndir af 16.
70 ára verður i dag Guðlaug
Daníelsdóttir, Nönnustig 6, Hafn
arfirði.
í dag er Ingvi Brynjólfsson,
bóndi, Hliðsnesi, Bessastaða-
hreppi 75 ára.
Opinberað hafa trúlofun sina
ungfrú Unnur Ragnarsdóttir frá
Grindavik og Bj örn Níelsson frá
Hofsósi.
Skrifstofuhúsnæði Tvö samliggjandi herbergi til leigu í Miðbænum. — Tilb. merkt: ,,1258“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 18. marz. Hafnfrðingar Ung hjón óska eftir 3ja herbergja íbúð fyrir 14. maí. — Uppl. í síma 50570.
Sníð dömukjóla Alþingishátíðar-
þræði saman og máta. — peningarnir frá 1930 ósk-
Uppl. í síma 37991. ast til kaups. Tilboð send-
Kristín Karlsdóttir. ist afgr. Mbl. merkt:
Geymið auglýsinguna. „Alþingi 1930 — 88“
Ábyggileg stúlka
óskast til að sjá um heimili í 1—2 mánuði.
Upplýsingar í Garðastræti 35.
Til sölu
Einn stór kæliskápur, tvær Rafha eldavélar, ein vigt,
einn stálvaskur, eitt kæliborð, ein stór rafmagns-
hakkavél, búðarborð o. fl. tilheyrandi kjötverzlun.
Upplýsingar í síma 13544.
Metsölubækur
Elizabeth Goudge: The Dean’s Watch
Noel Coward: Pomp and Circumstance
Harper Lee: To kill á Mockingbird
Grace Metalious: The Tight White Collar
Ernest K. Gann: Fate is the Hunter
Joy Adamson: Born Free
Alan Moorehead: The White Nile
Montgomery: The Path to Leadership
Peter Ustinov: The Loser
John Gunther: Taken at the Flood
John Hersey: The Child Buyer
C. S. Lewis: The Screwtape Letters
Cameron Hawley: The Lincoln Lords
J. K. Galbraith: The Liberal Hour
Terence Reese: Play Bridge with Reese
H. M. Robinson: Water of Life
James A. Michener: Hawaii
T. H. White: The View from the Fortieth Floor
Moss Hart: Act One
Lawrence Durrell: Clea
G. Di Lampedusa: The Leopard
Walter Lord: The Good Years
Allar þessar bækur eru fyrirliggjandi.
Nýjar erlendar bækur með hverri skipsferð.
tJtvegum allar fáanlegar erlendar bækur.
SnfrbjömJónsstm«íb.h.í
THE ENGLISH BOOKSHOP
Hafnarstræti 9 Símar 11936 — 10103.
Húsnœði til sölu
4ra herbergja íbúð á 2. hæð með 5 herb. I kjallara,
um 120 ferm. tilbúin undir tréverk, sameign að
mestu fullgerð. Er í vesturenda á sambýlishúsi
í Háaleitishverfi.
Einbýlishús í Vogahverfi. Á 1. hæð 2 stórar stofur,
eldhús o. 11. Á 2. hæð 4 herbergi, bað o. ÍL
Steinhús ca. 4ra ára.
2ja herbergja íbúð við Stóragerði næstum tilbúin.
Nýtizku þvottavélar. Frystiklefi.
4ra herbergja íbúð á hæð með 5. herb. í kiallara
við Álfheima ca. 125 ferm. Ibúðin er ca. 3ja ára
og er í mjög góðu standi.
7 herbergja fokhelt raðhús við Hvassaleiti. Mjög
skemmtileg teikning. íbúðarflötur um 200 ferm.
fyrir utan bílskúr.
5—6 herbergja íbúðir á ýmsum byggingarstigum
í tvíbýlishúsum.
3—4 herbergja íbúðir á jarðhæð í tvíbýlishúsum.
ÁRNI STEFANSSON, hdl.,
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4 — Sími: 14314.