Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. marz 1961
JÓN SIGURÐSSON á Reynisstað, | Þá gripi, sem okkur vanhagar
fyrrverandi alþingismaður, ræddi
fyrir skemmstu við blaðamann
Morgunblaðsins um byggðasafn-
ið í Glaumbæ í Skagafirði. Eins
og kunnugt er, var Jón Sigurðs-
son einn ötulasti talsmaður fyrir
um, látum
smátt.
við smíða smátt og
Myndasafnið vekur athygli
— Þá langar mig að geta þess,
að í Suðurstofunni hefur verið
stofnun byggðasafns í Skagafirði i lcomið upp myndasafni af ýms-
á sínum tíma, og hefur hann ver-
ið formaður byggðasafnsins í
Glaurnbæ frá upphafi.
♦ * *
Jón Sigurðsson hefur ritað
bækling, sem hann nefnir: Glaum
bær og byggðasafn Skagfirðinga.
Er í bókinni mikill fróðleikur um
hið forna prestsetur á Glaumbæ
og undirbúningur að stofnun
byggðasafnsins rakinn þar ítar-
lega. Þá er greinargóð lýsing af
bæjarskipuninni í Glaumbæ og
taldir upp helztu munirnir í
hverju húsi. Loks er lítið eitt
um starfshæjti fólksins, sem bjó
í þessum bæjum á tímabilinu frá
1830—1890.
Bæklingur þessi er fyrst og
fremst ætlaður til leiðbeiningar
fyrir safngesti, og ýmsar þær
upplýsingar, sem hann inniheld-
ur, eru nauðsynlegar fyrir marga
safngesti til fulls skilnings á því,
sem þarna ber fyrir augu.
Stöðug og jöfn aðsókn
Jón Sigurðsson sagði, að að-
sókn að safninu væri jöfn og
stöðug þann tíma, sem það væri
opið, þ. e. frá miðjum maímán-
uði til miðs septembers. Safn-
gestir væru víðsvegar af að land-
inu, talsvert af héraðsbúum og
fjöldi útlendinga. Safnvörður
væri gamall Skagfirðingur, Hjört
ur Kr. Benediktsson, ágætismað-
ur, sem léti sér mjög annt um
safnið.
— Safninu er alltaf að berast
fleiri og fleiri munir, aðallega úr
héraðinu, sagði Jón Sigurðsson,
og má segja, að baðstofan sé
nú fullbúin. Markmiðið er að búa
húsin út eins og þau voru fyrir
70—80 árum, en hvenær því verð
lír lokið, er ekki gott að segja.
um forystumönnum Skagfírðinga.
Hefur myndasafnið vakið mikla
og verðskuldaða athygli og segir
safnvörður mér, að flestir gest-
anna dveljist lengst við mynda-
safnið og baðstofuna. í safninu
eru 170—180 myndir af mönnum,
þeir elztu eru fæddir fyrir 1790.
Nokkrar þeirra eru teiknaðar af
Sigurði Guðmundssyni, listmál-
ara, sem var Skagfirðingur og
teiknaði nokkra sveitunga sína.
Þá eru myndir af málverk-
um sem fyrirmenn Skagafjarðar
létu mála af sér erlendis.
Baðstofan og suðurdyr; basir við, þegar heim er gengið.
Það kostaði okkur ærna fyrir-
höfn að safna myndunum, en
öruggt má telja að með því höf-
um við bjargað mörgum mynd-
unum frá því að eyðileggjast og
glatast.
1 miðbaðstofu. Innsta rúm að austan
Ferskt loft
Sl. haust var einskonar súg-
þurrkunarkerfi komið fyrir í
Glaumbæ. Blásari gengur fyr-
ir rafmagni og blæs fersku lofti
í hvert hús gegnum þar til gerðar
ristar. Ristarnar eru allsstaðar
huldar, annað hvort í gólfi eða
milli þils og veggjar.
Viðhald Glaumbæjar er viss-
um erfiðleikum bundið. Það er
mjög erfitt að fyrirbyggja að
regnvatn setjist í þök og veggi.
Næsta verkefnið, sem liggur fyr-
ir, er að setja járn á þak og bæj-
arsund og þekja það þykku torfi.
Ef slíkt væri gert, yrði viðhalds-
kostnaður bæjarins stórum lægri.
Þessa umbót má að sjálfsögðu
gera smátt og smátt.
Kotbær innan túngirðingar
Þá hefur aðeins komið til orða
að byggja lítinn kotbæ, eins og
þeir tíðkuðust á 19. öld, innan
túngirðingar Glaumbæjar. Yrði
hann búinn húsmunum frá þeim
tíma.
Það er mín skoðun, að ekki
megi dragast úr hófi að byggja
bæ þannan, í fyrsta lagi vegna
þess aS gamla fólkinu, sem þekk-
ir bæin* frá þeirri tíð, fækkar
óðum, og í öðru lagi verða vegg-
hleðslumenn, sem kunna verk
sitt til fullnustu, ekki á hverju
strái í náinni framtið.
Ég tel að þetta þurfi ekki að
kosta mikið fé, ef hyggilega er
GULDMEDALJE 1927
MANDALSUTSTILLINGEN
GULDMEDALJE 1930
'TR0NDELAGSUTSTILLINCEN.
GrundU775
að unnið. Bærinn ætti að sjálf-
sögðu að vera í umsjón safnvarð-
ar Glaumbæjar.
— Þegar þessum áfanga er náð,
sagði Jón Sigurðsson að síð-
ustu, verða varðveitt í Skaga-
firði og til sýnis fyrir komandi
kynslóðir aðal tegundir torfbæja
og kirkna á síðari öldum þ.e.prest
setrið í Glaumbæ, sem var stór-
býli á sínum tíma, góður mið-
lungsbær á Hólum í Hjaltadal og
kotbær í Glaumbæjartúninu. Af
öðrum gömlum húsum í Skaga-
firði' má nefna torfkirkjuna á
Víðimýri, sem byggð var 1836,
Bænhúsið í Gröf á Höfðaströnd
frá síðari hluta 17. aldar og loks
frá tíð Skúla Magnússonar land-
fógeta frá því um 1742.
Svifflug-fyrirlest-
ur í háskolanum
FJÓRÐI FYRIRLESTURINN um
svifflug sem Svifflugfélag Is-
lands gengst fyrir verður flutt
ur n.k. sunndag þ. 26 þ.m. kl. 2
e.h. í 1. kennslustofu háskólans.
Flytjandinn er Björn Jónsson
framkvæmdastjóri flugöryggis-
þjónustunnar.. Björn er meðal
fyrstu brautryðjenda svifflugs-
ins hér á lanadi, var meðal stofn
enda Svifflugfélags íslands 1936,
nam svifflug í Þýzkalandi 1937
og kenndi síðan í mörg ár hjá
Svifflugfélagi íslands. Ennfrem-
ur hefur Björn haft með hönd
um kennslu á námskeiðum fyrir
einka- og atvinnupróf í vélflugi.
Fyrirlesturinn á sunnudag
inn mun fjalla um svifflugkeppn
ir og mismunandi eiginleika svif
flugna, s.s. rennigildi, hraðasvið
o.fl., sem áhrif hefur á árangur
keppenda.
Hinir þrir fyrirlestrarnir, sem
einnig fram í háskólanum og
Svifflugfélagið gekkst fyrir fóru
voru fluttir af Agnari Kofoed
Hansen flugmálastjóra, Þorbirni
Sigurgeirssyni prófessor og Jón-
asi Jakobssyni veðurfræðingi.
Námskeið þau í svifflugi, sem
Svifflugfélag íslands hefur ráð-
gert í sumar hafa nú verið á.
kveðin endanlega og hefst hið
fyrsta þann 15. maí n.k. standa
þau í 2 vikur hvert og verður
þátttökugjaldið kr. 3495,00 fyrir
kennslu og fullt fæði, sofið verð
ur í svefnskálum Svifflugfélags-
Höfum ávallt fyrirliggjandi:
7 mm línuás
9 mm færaefni létt-tjargað
Sísalbindigarn, 3 þætt og 4 þætt
Uppsetta línu
Netatóg allar stærðir
Spyrðubandaefni
Verzlið þar sem verðíð er hagkvœmast
L. ANDERSEN H.F.
Hafnarhúsinu - Reykjavík - Símar 13642 og 38210
Mikið hefur borizt af fyrir.
spurnum um námskeiðið frá fólki
á öllum aldri og má því búast
við að margir noti sér sumarleyfi
sín til þess að nema svifflug og
kynnast þessari íþrótt, sem nú
breiðist ört út í öllum 5 heima
álfunum jafnt austan tjalds sem
vestan.
Tekið er á móti pöntunum fyr
ir þátttöku í námskeiðunum 1
Tómstundabúðinni í Austurstræti
8.
Fyrir nokkrum dögum kom til
landsins hin nýja 2ja sæta
kennslufluga, sem Svifflugfélag
ið ætlar að nota til kennslunnar
á námskeiðunum.
Frétt frá SVFÍ).
Glaumbæ og byggða-
safn Skagfirðinga
Samtal við Jón Sigurðsson
á Reynistað um: