Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNTtLAÐlÐ Sunnudagur 26. marz 1961 Nashyrningur í Þegar þeir Haraldur og Rúrik fara út um gluggann í leikn- um koma þeir þarna niður að tjaldabaki. Það er eins gott að tefla ekki á tæpasta vaðið, þegar leikurinn á að fara fram á annarri hseð! Þar uppi eru Rúrik, Herdís, Valur, Haraldur og Lárus í öðrum þætti. (Ljósm.: Ól. K. M.) hyrningarnir í leikritinu, sem verið er að æfa, eru bara tákn fyrir það mannfólk, sem lætur sefjast í eina hugsunarlausa hjörð, og ganar áfram án þess að líta til hægri eða vinstri. Það dugar því víst enginn speg- fil, nema spegillinn í hjarta hvers og eins. Flest þekkjum við sjálfsagt sessunaut okkar í nashyrningnum, eða áð minnsta kosti brot af honum. En hver um sig þykist auðvitað úr allri hættu. Þetta var fyrsta æfingin með leiktjöld og búninga á sviðinu í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Nashyrningnum eftir Ionesco. — Það var tilefni þess að frétta- maður frá blaðinu leit þar inn og horfði á fyrsta þátt og fyrra atriði seinni þáttar — eða létt- ari og fyndnari hluta leikrits- ins, áður en meiri alvara fer að færast í leikinn. ★ Nokkrum dögum áður hafði ég rekizt upp á loftið, þar sem brezki leiktjaldamálarinn Dis- ley Jones var að mála geysi- svið, bætti hann við. En því miður get ég ekki verið á frum- sýningunni 3. apríl. Henni seink aði og ég var búinn að lofa og reyndar teikna leiktjöld í ann- að stykki í London, sem upp- fært verður kvöldið áður, auk án þess að nokkurn tíma þurfi að skipta um. Kona nýlendu- vörusalans (Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir) stendur t.d. í skrif- stofunni úr öðrum þætti, þegar hún sést stinga höfðinu út um gluggann á húsinu sínu í fyrsta þætti. Þessi litli blettur, hring- sviðið, snýst bara, svo að hver fleki snýr í hverju tilfelli rétt við áhorfandanum. Ýms vandamál komu upp á þessari fyrstu sviðsæfingu. Ræf- ilslegi jakkinn hans Lárusar Pálssonar reyndist t.d. -úr svo góðu ensku efni, að ógerlegt reyndist að krumpa hann. Emilía veifaði í kringum sig aukapilsi, alveg eins og því sem hún var í. — Þegar ég rif utan af þér pilsið, fara þá ekki plisseringarnar úr? spurði Lárus hana. — Af hverju þarf hún tvö pils? spurði blaðamaðurinn skilningssljór. —• Eitt verður auðvitað að verða eftir — vegna senumannanna, var svarið. — Hvað leikur hún Emilía? — Hún leikur konu mannsins, sem fyrst verður að nashyrningi. Hún ríður á honum heim. — En hvað leikur þú, Lárus? — Ég er sá eini vesalingur, sem ekki getur orðið að nashyrningi. Nú, Lárus leikur þá hlut- verkið, sem Sir Laurence Oli- vier hafði í London. — Hvemig er að vera í pilsi svona hátt uppi? kallar Herdís niður á áhorfendabekkina og spásserar um brúnina á skrif- stofunni á annarri hæð eða í hálfs þriðja meters hæð frá svíðsgólfinu. Það reynist þó ekki mesta vandamálið, heldur hitt að hún situr fyrst í stað svo innarlega á sviðinu að varla sést af fyrstu bekkjunum. — Þeir sem ekki sjá Herdísi verða að fá miða fyrir hálfvirði, stingur einhver upp á. — Þjóðleikhús- ráð fær þá frítt, við sitjum á fyrsta bekk, bætir þjóðleikhús- stjóri við. Eftir miklar Vanga- veltur er vandinn leystur með því að Disley Jones er falið að smíða flelta undir borðið henn- ar og hækka hana upp. Þannig halda áfram að leys- ast öll smávandamál, sem koma í ljós í sambandi við búninga og svið. ★ Og æfingin heldur áfram. Allir tala á sviðinu, tvö eða fleiri samtöl eiga sér stað í einu, dofna á víxl og skýrast, Smellt af út í sal, þaðan sem Benedikt. Lárus Ingólfsson og Disley Jones fylgjast með æfingunni. — Þetta er flóknasta og marg þættasta leikritið, sem við höf- um fengið til meðferðar, segir leikstjórinn, Benedikt Árnason. — Stíllinn á því er alveg stór- kostlegur. Þó það sé svona erf- itt í æfingu og flókið, er niður- staðan mjög einföld og endan- lega formið verður að vera það. Það sem gerist á sviðinu er í rauninni eins og tónverk. Stundum leikur öll hljómsveit- in, stundum er dúett og stund- um kvartett. Á þessu er að vísu svolítill munur. Tónlistarmenn geta leikið eftir nótum, leikar- arnir verða að læra allt utanað. — Mér skilst að uppfærslan hjá þér sé ólík þeirri í London? Þar sást t.d. einn maður verða að nashyrningi á sviðinu. — Já, mjög ólík. Þegar ég sá sýninguna þar, en það var áður en kom til að ég fengi leikinn til meðferðar hér, þá fannst mér allt vera þveröfugt við það sem ætti að vera. Við Disley Jones hittumst og vorum alveg á sama máli um að stíllinn væri algerlega rangur. Þegar ég svo fékk leikritið til uppfærslu, þá vissi ég að hann var rétti mað- urinh í stemmninguna, sem ég vil hafa. Hvað mashyrningunum við kemur, þá á þarna að vera nashyrningurinn í manns eigin hjarta. Leikritið er alveg nógu raunverulegt, þó ekki vaxi horn framan í neinum á svið- inu. Uppi á sviðinu er sunnudags. morgun í frönsku þorpi. Þeir vinirnir Lárus eg Róbert sitja úti á kaffihúsi og ræða um þorsta hins fyrrnefnda. Hinum megin á sviðinu rökræðir Bald- vin Halldórsson við Jón Aðils. „Rökfræðilega séð er hundur- inn minn köttur, en hið gagn- stæða er líka rétt“. Inga Þórð- ardóttir gælir við köttinn sinn. Bessi og Guðbjörg selja nýlendu vörur og Ævar og Helga Löve veitingar. Engan grimar að inn- an stundar muni þau öll standa á öndinni: Nashyrningur! Hvert þó í þreifandi! Og harmleikuí þeirra byrja. — E. Pá. NASHYRNINGUR! Hvert þó í þreifandi! Nashyrningur! Hvert þó í þreifandi! Allir leikararnir uppi á svið- inu benda út í salinn. Það ligg- ur við að mann langi til að draga upp vasaspegil, til að at- huga hvort litla, netta nefið sé ekki óbreytt á sínum stað. Því öll erum við í hættu. Nas- stóra fleka, rauð tígulsteinsþök og húshlið með áletriminni „Épi cerie“, svo ekki virtist leika nokkur vafi á að sviðið átti að vera franskt. Mér lék forvitni á að sjá hvemig hann ætlaði að koma öllum þessum flekum fyr- ir á leiksviðinu og ekki sízt skipta um svona margbrotin leiktjöld í snarheitum í hléi. Það var m.a. ástæðan til þess að ég mætti á þessari fyrstu æf- ingu. — Þegar Nashymingurinn var sýndur í London í upp- færslu Orsons Welles, var leik- urinn látinn gerast í London. Við látum hann gerast í rólegum sveitabæ, á borð við Akureyri, þó við gerum hann franskan, eins og reyndar stendur í hand- riti höfundarins, segir Jones. — Nashyrningurinn er ákaf-' lega skemmtilegt viðfangsefni. Maður mundi fara hvert sem er, til að fá tækifæri til að vera með í að setja hann á 1 þess sem mín bíða störf við sjónvarpssýningar. En ég kem fljótlega aftur. — Þér eruð líka að vinna við innanhússkreytingu í Klúbbn- um, er það ekki? — Jú, ég teiknaði innrétting- una, en hún var ekki tilbúin, þegar veitingahúsið opnaði. Þessvegna erum við nú að betr- umbæta hana núna, vinna að ítalska barnum, bæta útskorn- um munum í fjallakofann og þessháttar. Seinna verður svo farið í anddyrið.... Það er í raun og veru furðu- legt að sjá hvernig allir þessir stóru flekar falla saman á hring sviði leikhússins og mynda allar nauðsynlegar leiksviðsmyndir, Viðræður um ketti berast frá pallinum (Baldvin og Jón Aðils) og vefast saman við tal um drykkjuskap fyrir neðan (Lárus og Róbert). Leikstjórinn (Benedikt) segir til. Höfundurinn gerir hann svo sem ekki að neinni hetju. Það er það skemmtilega við hann. Þetta er aðeins breyzkur, lítill maður, sem getur ekki annað. Það er bara einfaldlega enginn nas- hyrningur í honum. Annars á maður aldrei að lýsa hlutverk- um, niaður á að leika þau. vefjast hvert inn í annað, verða stundum að samspili fjögurra og skilja aftur. Það er mikil kímni og jafnframt sannleikur í margri meinleysislegri setningu. Hvergi virðist mega muna hárs- breidd svo allt komist til skila og þó gengur allt hratt fyrir Ivert í þreifandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.