Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 26. marz 1961 MORGVNBLAfílÐ r ►»»»; ?j *: S s :í s > ;j: t*!*M*M*I*!*X*M#*** OékntettntiAs H Faöir súrreaiismans“ eysir frá skidðunni Bans Bemfllx flielmsækir ChLico — En þér eruS hins vegar þekktur á Norðurlöndum. Falsið þér sjálfur myndir yðar? ■— Ég er líka þekktur í Japan, í Persíu, í Englandi, í Ameríku, alls staðar. Það skiptir engu máli. Það eru áróðurstækin sem gera þetta að verkum, auglýsingar, blöð og þó fyrst og fremst lista- verkasalarnir. Það sem þeir láta sér detta í hug! Það gengur svo langt, að þeir eru farnir að falsa myndir eftir mig til að fullnægja eftirspurninni. Þegar farið er F.ð falsa mann, er maður fyrst orð- inn frægur. í Ziiich og Basel eru sérstakar stofnanir sem annast málverkafalsanir. Það er verið að koma á kreik orðrómi Um að ég afneiti metafýsísku myndunum mínum. Kaupið þær, því hann málar ekki fleiri slíkar, þær verða sjaldgæfar og dýrar! Með Málverk eftir Chirico frá 1960 ftorpo eC? C/lfrÍCO 'efí/' Teiknimynd sem Bendix gerði af Chirico. DANSKI teiknarinn Hans Bendix var nýlega í Rómaborg og greip þá tækifærið að heimsækja mál- arann Giorgic de Chirico, 73 ára „föður súrrealismans“ sem hefur fyrir löngu sagt skilið við fortíð sína og málar í anda hinna klass- ísku meistara. Chirico var fyrsti súrrealistinn. Hinar sérkennilegu „grísku“ draumamyndir hans með óraunverulegum hvítum hof- um, samband af lífi og ísköldum dauða. urðu stökkbretti þeirrar stefnu í málaralist sem Miró og fleiri hafa fylgt æ síðan. Chirico var upphafsmaður margs konar hluta sem málaralistin á tuttug- ustu öld heldur enn tryggð við. Hann dró fram hið afkáralega og meiningarlausa, stráði súlu- brotum á djúpan brúna litinn sem enginn málaði eins og hann, og skapaði andstæður með græna litnum sem hann einn átti. Chir ico var í hópnum, er stóð kringum franska skáldið Guillaume Apoll- inaire, og rétt rúmlega tvítugur var þessi ítalski furðumaður til- foeðinn sem hinn klassíski meist- ari franskrar nútímalistar. Það er því ærið kaldhæðið, að einmit.t þessi maður skuli miskunnarlaust húðstrýkja það skeið listasögunn ar sem hann átti stærstan þátt í að skapa. Bendix lýsir hinum ríkmarm- legu húsakynnum þar sem hann hitti meistarann, þar ægir saman dýrum teppum, feneyskum ljósa- krónum, fornum listmunum og húsgögnum í ýmsum kunnum stíltegundum. Myndir Chincos ganga á geysiháu verði og hann hefur notað peningana til að skapa sér umhverfi sem kóngar gætu verið hreyknir af. Á veggj- um hanga fræg klassísk málverk i gullnum þungum römmum, allt er viðamikið og næstum yfir- mannlegt. Chirico kemur léttur á fæti og tekur á móti gesti sínum. Slétt hvítt hárið hangir skáhallt nið- ur á ennið, vangasvipur hans minnir á de Gaulle. Hann er þétt vaxinn en "ekki hár í loftinu — með aldrinum nálgast maður jörð ina sem tekur við manni að lok- um. — Eruð þér ekki þreyttur á öllum þessum tröppum,? ^pyr Bendix. — Það eru allir þreyttir á þeim, segir Chirico. Ég ætla að láta setja lyftu í húsið. Hvaðan kom- ið þér? — Frá Danmörku. — Það ku vera fallegt land. Jafnvel ítalir ferðast tii Dan- merkur. Ég þekki það ekki. þessum hætti er hægt að halda áfram að búa til falskar meta- fýsískar Chirico-myndir með góð um ábata. — Svo það væri kannski miklu skynsamlegra að þér fölsuðuð sjálfur yðar eigin myndir? •— Já, það er möguleiki sem ég hef ekki hugsað um. En ég sé, þetta alveg fyrir mér. Þér hafið kannski einhvern tíma falsað Bendix-teikningar? ■— Stórkostlegt — ég geri það að segja undantekningarlaust. Þegar sérfræðingarnir koma svo og spyrja hvort þær séu ósviknar, er ekki annað en eima fram- leiðsluna niður í það magn, sem maður getur verið þekktur fyrir að kannast við. Sú aðferð er engan veginn óþekkt í bók- menntunum. Maður skilur hism- ið frá kjarnanum. En er því, í rauninni svo farið, að þér af- neitið fyrri verkum yðar? Eins og t. d. þýzki teiknarinn Georg Grosz sem hataði og fyrirleit þær bitru þjóðfélagsádeilur sem gerðu hann heimsfrægan? — Non, repudio i milli vecchi quadri, Ég skal veðja 5 milljón lírum móti 5 soldi að ég hefi aldrei afneitað opinberlega fyrri verkum mínum. Þeim sem kennd eru við súrrealismann. Menn segja að ég sé fyrsti súrrealist- inn. Ég hef aldrei verið súrreal- isti. Það er rétt að súrrealistarn ir hafa innlimað mig. Það er ó- væntur heiður. Leonardo lenti í því sama á sínum tíma. Sann- leikurinn er sá, að ég er flókin manngerð. Hef margar r»<»ti.urur. Er draumhugi, skáld, heimspek- ingur. Það er þetta sem þeir kalla metafýsísk eða súrrealísk mál- verk mín. En ég hef líka þörf fyrir það sem er áþreifanlegt í málverkinu, skilning á eigindum sjálfs efnisins. Það er ekki mót- ívið í mynd Tizians, „Himnesk og jarðnesk ást“, sem gerir hana að meistaraverki. Það er hið af- strakta í myndinni. Hver spönn af þessu furðulega lérefti er þrungin efniskennd og liststyrk. Gömlu meistararnir bjuggu yfir einhverju sem ekki verður skil- greint, einhverju dulrænu, ó- skýranlegri tilfinningu og list- rænni tjáningu sem hrífur og gagntekur mann kynslóð eftir kynslóð. Ég er á veiðum þegar ég stæli meistaranna. Þeir voru búnir skynjun, skilningi á verð- mæti hlutanna í málverkinu. Ekki sams konar skilningi og Einstein eða Nietzsche, það var sérstakt skilningarvit. Auk þess held ég ekki að þeir hafi stuðzt . við fáfræði á öðrum sviðum. Nú á dögum gera menn hausavíxl á afstraktsjón annars vegar og af- stskræmingu og fáfræði hins veg ar. — Á æskuárunum fóruð þér líka aðrar leiðir en gömlu meist- ararnir. — Já, þetta er athugasemd sem alltaf er verið að slöngva fram- an í mig. Heimurinn stendur á haus. Fyrri stíll minn, sem var tilraunastíll, er kallaður klass- ískur, og svo vilja menn ekki sjá önnur verk mín. Listaverkasal- arnir hafa fengið menningarfull- trúa frönsku sendiráðanna til að þegja þau í hel. Þetta eru alþjóð legar frímúraratiktúrur, skipu- lagðar eins og pólitískt flokksein ræði. Og hvorki þeir né erindrek ar fagurra lista þekkja haus frá hala á þeirri kollsigldu list sem þeir eru að útbreiða. Rússar eru skynsamari. Þeir banna einfald- lega úrkynjunina hjá sínum aiönnum, en örva hana í öðrum löndum til að forheimska, rugla og sljógva andstæðinga sína eins mikið og þeim er unnt. Auðvitað hindra Rússar ekki Vesturlönd í því að flýta fyrir eigin hnign- un. Ég berst gegn þessari til- hneigirgu, skrifa greinar og rit- gerðir í bk'ð 0g held fyrirlestra. Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.