Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 17
f
Sunnudagur 26. marz 1961
MORCVHBLAÐIÐ
17
ÆVISAGA Thomasar Wolfes.
XJtgefandi Doubleday & Comp
any, New York.
EFST á lítilli hæð í Riverside
íkirkjugarðinum í Asheville. í
Norður-Carolina stendur leg-
steinn með þessari áletrun:
„Tom, sonur W. O. og Júlíu
Wolfe. Dáður amerískur rithöf-
undur. 3. okt. 1900 — 15. sept.
1938.“ Þá koma tvær tilvitnanir;
sú fyrri úr fyrstu skáldsögu
Thomasar Wolfes, „Look Home.
ward, Angel“: „Hinzta förin, sú
lengsta og bezta.“ Seinni tilvitn-
unin er úr sögunni „The Web
and the Rock“, og hljóðar þann-
ig: „Dauðinn laut niður og snart
útvalinn son sinn af misk^mn,
Skærleika og samúð, og krýndi
hann heiðri þegar hann dó.“
Þótt margar endurminningar
um Wolfe hafi verið skráðar,
kom ævisaga hans í heild ekki
út fyrr en síðastliðið haust, um
iþað bil tuttugu og tveimur árum
eftir dauða hans. Höfundur
hennar er Elizabeth Nowell,
vinur rithöfundarins og um_
hoðsmaður um margra ára
skeið. f formála bókarinnar
minnist höfundur orða Maxwells
Perkins, útgefandans sem hafði
úrslitaþýðingu í lífi Wolfes.
'Þessi orð voru: „Ef nokkur höf_
undur þurfti ekki á ævisögu-
ritara að halda, þá var það
Thomas Wolfe, svo sterkan keim
báru verk hans af ævi hans.
Enda vær; erfitt að túlka sögu
hans rétt“.
Elizabeth Nowell er ekki sam-
mála þessum ummælum útgef-
andans og kveður brýna þorf
hafa verið á ævisögu Wolfes öli
J>au ár, sem liðin eru frá dauða
(hans. Enda telur hún, að Perkins
hafi ekkf ætlazt til að þessi um_
mæli hans væru tekin hátiðlega,
Jjví hann vissi betur en nokkur
annar, að ekki er hægt að líta ,
á skáldsögur Wolfes sem hreinar
sjálfsævisögur. í miðjum kliðum 1
átti hann til að láta berast inn !
í hringiðu ósvikins skáldskapar, |
einmitt þegar lesandinn er við
því búinn að glevpa við öllu sem
heilögum sannleika.
Að vísu er rétt, að fólk þekkti
öft sjálft sig í persónum Thom_
asar Wolfes og vissi að sama
máli gegndi um aðra. Skáldsag-
an „Engill, horfðu heim“ olli t.d.
uppnámi i A-sheville. Þegar
fyrsti kafli bókarinnar hafði
birzt á prenti sem framhalds-
saga í tímariti einu, skrifaði
WoJfe vini sínum á þessa leið:
„Ég vona, að þú hafir ekki á-
stæðu til að halda að það sem
ég hef skrifað geti sært ætt-
Ingja mína eða nokkurn annan.
Svo sannarlega mundi ég gera
hvað sem væri til að forðast að
valda einhverjum sársauka —
nema að eyðileggja uppistöðuna
í bókinni .... Dr. Johnson (þ. e.
Samuel Johnson, enskt skáld og
gagnrýnandi, 1709—1784) sagði
eitt sinn, að maður gæti um-
turnað háifu bókasafni til að
finna eina einustu skáldsögu; á
sama hátt getur rithöfundurinn
umturnað hálfum bæ til þess að
skapa eina einustu persónu í
skáldsögu sinni .... Heimurinn,
sem rithöfundurinn skapar, er
hans eigin heimur — en hann er
sniðinn úr vefnaði lífsins, úr því
sem hann þekkir og skynjar —
í stuttu máli, úr honum sjálfum.
Hvernig í ósköpunum getur það
öðruvísi verið?“
Einn af mörgum góðum kost-
tim á frásögn Elizabeth Nowells
er sá, að hún byggir ekki aðeins
á frásögn þeirra, sem þekktu
Wolfe persónulega — og þeim,
sem komu fram sem persónur í
Thomas Wolfe
bókum hans undir einhverju
öðru nafni — heldur byggir hún
á orðum Wolfes sjálfs. Þannig
segir hún á einum stað:
„Eina stóra ástin í lífi Wolfes
voru kynni hans og Aline Bern-
stein. Ahrifin, sem þessi kona
hafði á hann, voru óendanlega
mikil — og hefur enginn haft
meiri áhrif á hann, nema ef vera
skyldu foreldrar hans, umboðs-
maður og útgefandinn Maxwell
Perkins. Þegar hann kynntist
frú Bernstein árið 1925, var
hann vonsvikinn, óstýýrilátur og
einrænn stráklingur. Þegar kynn
um þeirra lauk fyrir fullt og
allt sex árum síðar, var sérvizk-
an að visu ekki horfin, en hann
var orðinn fullorðinn karlmað-
ur með langtum meira vit,
þroska og sjálfsstjórn, og auk
þess hafði stærsti draumur hans
rætzt — hann hafði gefið út
fyrstu bókina. Allt þetta átti
hann henni að þakka.“
Still Wolfes var ofsafenginn og
hrikalegur. Blekið streymdi ekki
úr penna hans; það flæddi.
Allmargir útgefendur höfnuðu
fyrsta handritinu að „Engill,
horfðu heim“ og kváðu það ó-
hæft til útgáfu vegna þess eins,
hve langt það væri. En Maxwell
Perkins, sem vann hjá Scribner.
útgáfunni, sá neistann í því, og
í bréfi til Wolfes segir hann m.a.:
„Ég veit ekki, hvort hægt
væri að gera það þannig úr
garði, að við gætum gefið það
út. Hitt veit ég, að burtséð frá
hinni praktísku hlið málsins, þá
er þetta ákaflega merkilegt
verk, og ég efa að nokkur út-
gefandi geti lesið það án þéss að
fá óskiptan áhuga á efninu og
fyllast aðdáun á mörgum setn-
ingum og heiium köflum."
Þetta var upphafið að mjög
lærdómsríkum kynnum þessara
tveggja manna. í svari sínu tii
Perkins segir Wolfe m. a. á þessa
leið: „Það er blátt áfram kvói
fyrir mig að stytta og endur-
semja þessa sögu — svo getur
farið, að i stað þess að sieppa 50
þúsund orðum bæti ég við 75
þúsund." Og brátt varð Perkins
ljóst, að hann yrði sjálfur að
leggja hönd á plóginn og hjálpa
til við að stytta bókina og end-
urskoða hana, ef hún ætti nokk-
urn tima að verða útgáfuhæf.
Arangurinn af þessari samvinnu
er nú orðið viðurkennt bók-
menntaafrek.
Ævisaga Elizabeth Nowells er
mikið verk um mikið efni. Hún
ritar af nákvæmni og djúpu inn_
sæi um öran vöxt Wolfes og við-
gang _ sem einstaklings og rit-
höfundar og um kvalafulla bar_
áttu hans til að öðlast frelsi,
sjálfstraust og þroska, sem varð
til þess að rjúfa á sársaukafullan
hátt tengsl hans við Aline Bern-
stein og Maxwell Perkins. Þó
Wolfe væri að mörgu leyti að-
dáunarverður persónuleiki, var
hvorkí auðvelt að búa með hon_
um né eiga skipti við hann. Það
má segja um hann eins og verk
hans, að honum hætti til að
verða stærri en lífið — andlega
ekki síður en líkamlega. Það var
í samræmi við annað, að þegar
hann lézt eftir uppskurð í blóma
lífsins, þá var ekki til nægilega
stór líkkista handa honum-. Hún
var smíðuð sérstaklega.
S. J. Harry.
Teakolía - Trémassi
Dönsk teakolía
á 1 1. brúsum kr. 52,00.
á 5 1. — — 242,00.
Trémassi í 250 gr. dósum kr. 18,00.
jSkú&ason & ónsson s.<fi.
Laugaveg 62 — Sími 36503.
AZalfundur
Sambands íslenzkra samvinnufélaga
verður haldinn að Bifröst í Borgarfirði
dagana 13. og 14. júní n.k. og hefst þriðju-
daginn 13. júní kl. 9 árdegis.
Dagskrá samkvæmt samþykktum
Sambandsins
Stjórnin
Starf — Félagsreksfur
Miðaldra maður, sem hefir áhuga á verzlun og margs
konar viðskiptum, óskar eftir framtíðarstarfi hjá
ábyggilegu fyrirtæki. Félagsrekstur gæti komið til
greina. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 10. næsta
mánaðar merkt: „Ábyggilegur — 1697“.
Stúlka óskast
Ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa og
fleira. Lágmarksaldur 25 ára.
EFNALAUGIN BJÖRtí, Sólvallagötu 74.
Útgerðarmenn og skipstjórar
Hef til sölu, nylonsumarnót Gundry, efni má greið-
ast með síld til söltunar að miklu leiti, á þrem árum.
SIGFÚS BALDVINSSON, Akureyri.
Skrifsto'ustúlka
óskast til skrifstofustarfa og símavörzlu. Umsóknir
ásamt upplýsingum óskast sendar í pósthólf 529,
merktar: „Skrifstofustarf — 1598“.
Slúlka óskast
Veitingahús úti á landi óskar að ráða stúlku til
starfa nú þegar eða frá næstu mánaðamótum.
Hátt kaup. Fríar ferðir. Tilboð sendist afgr. Mbl.
skrifstofustarfa. Bókhaldskunnátta æskileg.
ODHNER
Margföldunarvélar
Garðar Gíslason h.f.
Reykjavík.
Ósk fermingarbarnsins i ár
s
r
^ •
o
L
L
I
N
N
H.
F.
f
95
,e
SO
■<
n
aq
w .
05
05
I
l/l
3
50
h*
O