Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORCUNBT. AÐ1Ð Sunnudagur 26. marz 1961 A F meðfylgjandi var tékin af EIN myndum kempunum Floyd Patter- son og Ingemar Johansson skömmu áður en keppni jjjlP.lfhH^ þeirra um heimsmeistara- titilinn í þungavigt hófst ;í§§íkLí£M$BÍBm í Miami í Florida að - kvöldi mánudagsins 13. þ. m. Það er verið að at- huga „kroppþungann", áð- ur en þeir ganga til leiks. — Á þessari stundu vissi Iffi/ihijiffi enginn, hver verða myndu úrslit í keppni þessara fíl- ’ ' j efldu og harðsnunu slags- §§§!§: rjl málamanna — þótt fleiri gerðu raunar ráð sigri Pattersons. * * * Bandaríkjamenn hafa taki um hnefaleikara vigt: „They never come back — og eiga með því við það, að sá, sem einu sinni hefir tapað meistaratitli sínum, eigi sér ekki framar viðreisnar von. Jf ... Patterson su reglu í ^MM*M fyrir ’ J I ru að orð í þun«:i- Reyndar „brauit“ þessa miskunnarlausu reglu fyrra, er hann vann heims- I 6. lotu: — Floyd veitir Ingemar mjög þungt vinstrihandar- meistaratitilinn aftur af Inge- högg. Haegri höndin er reiðubúin — og veitti lokahöggið á mar/sem hafði borið sigurorð næsta andartaki. Ingd og stjörnuspáin — Þú færð tæhiíærið ú ný, sogði Floyd eftir keppnina og ég er stoltur af því að hafa veitt hooum jafn.iarðr keppni og raun ber vitni. Patterson — öðlingur — Verða nú hanzkarnir lagðir á hilluna? — Nei, áreiðanlega ekki. Ef þetta hefði farið jafmlla og síðast, þá hefði ég ekki átt viðreisnar von, er. eftir þessi úrslit er ég staðráðinn í að halda áfram. — Með 4. bardagann við Patterson fyrir augum? — Það hlýtur að vera tak- markið, en ég geri mér grein fyrir, að a. m. k. einir tveir aðrir muni standa nær því en ég, sem stendur. — Til að byrja með hefi ég í hyggju að vinna aftur Evrópumeistara- titilinn, og mun senda Wales- manninum Dick Richardson áskorun. E. t. v. berst ég einn- ig við einhvern hinna miklu boxara úr hópi blökkumanna í Bandaríkjunum. Ef mér gengur að óskum, get ég víst látið það eftir mér að kasta hanzkanum að fóturn Floyds á ný. Það er enginn efi á því, að hann mun taka slíkri áskor un. Hann er öðlingsmaður, burtséð frá hinum miklu hæfi leikum hans sem hnefaleika- manns. Þegar keppninni var lokið sl. nótt, lagði hann höndina á öxl mér og hvíslaði í éyrað á mér: — Þú færð tækifærið á ný, eftir þessa frammistöðu. Því máttu treysta. * * * — Heldur þú nú til Sví- þjóðar? af honum árið áður — í fyrstu keppni þeirra. En flestir litu aðeins á þetta sem þá undan- tekningu, sem sannaði regl- una, og gerðu því jafnvel enn síður ráð fyrir, að önnur slík undantekning kæmi svo fljótt í kjölfarið. Það reyndist rétt ályktað — Ingó kom ekki aft- Stjörnuspáin Daginn eftir keppnina var nijög mikið um hana skrifað í blöð víðs vegar um heim. Þar á r.ieðal var Kaupmanna- hafnarblaðið BT, sem sló því föstu, að Ingó væri búinn að vera sem hnefaleikastjarna og mundi nú leggja frá sér hanzk ana fyrir fullt og allt. — Þegar keppninni í nótt Iauk, sagði blaðið, — var sól Ingós gengin til viðar — hann er búinn að vera. — Svíinn, sem fyrir bardagann árið 1959 var ekki talinn hafa minnstu möguleika til sigurs — og hreif titilinn frá Floyd. — Sví inn, sem fyrir aðra keppni þeirra 1960 var af flestum tal- inn eiga sigur nokkurn veg- inn vísan — og missti titilinn aftur til Floyds. — Svíinn, sem fyrir þriðja bardaga þeirra í nótt var talinn vonlaus um sig ur af flestum — og varð að láta þá skoðun ásannast. — Svíinn, sem er fæddur undir Jómfrúarmerkinu — og hefði í gær getað lesið í stjörnuspá sinni: — ... við lok þessa dags munt þú verða mjög ham ingjusamur . . . — En Ingemar Johansson les ekki stjörnuspár, segir blaðið, — hann er miklu fúsari að rýnp. í bankabækur og talnadálka í samningaskjölum. Enda segir hann sjálfur, að hann berjist ekki sjáifum sér til frama og frægðar, heldur til þess að græða fé. Og af peningum á hann nóg . . . ♦ * * Nú herma reyndar fregnir, að skattheimtumenn Banda- ríkjanna hyggist grípa Ingó glóðvolgan og hirða allan gróða hans á þessari síðustu keppni við Patterson — og meira til. En hann hefir reynzt hygginn fjármálamaður og haft fleiri járn í eldinum en hnefaleikana eina, svo það er víst engin hætta á að hann komist á vonarvöl, þótt skatta yfirvöld gerist nú e. t. v. nokk uð fjölþreifin um pyngju hans. — En nóg um það. Annað hljóð Já, BT þreif sem sagt hanzk ana af Ingemar þegar dag- írm eftir keppnma — en á skammn stundu skipast veð- ur í iofti. Daginn eftir var komið annað hljóð í strokk- inn: — Að vera „talinn út“ — og sigra samt . . . það hljómar sem alger þversógn. En það gerðist, þegar leikstjórinn sagði „ten and out“ yfir Inge- mar Johansson í Miami á þriðjudagsnóttina. Hann tap- aði keppninni og titlinum — en hann sigraði heiminn, sagði nú blaðið. BT hafði átt sím- tal við Ingó, þar sem hann gerði allar fyrri ályktanir þess að engu. — Hvernig gengur, Inge- Bardagamennirnir vegnir fyrir keppnina. Patterson er ein- beittur á svip. mar? spyr blaðið fyrst. — Vel, já ágætlega — og eiginlega betur og betur með hverjum tímanum, sem líður, eftir því sem ég les fleiri blaða umsagnir og símskeyti me5 hamingjuóskum frá öllum heimshornum. Það liggur við, að mér finnist sem ég hafi sigr að í keppninni! — Það er sagt, að dómar- inn hafi talið of hratt, og að Patterson hafi slegið þig í hnakkann. — Þetta hefir áreiðanlega allt verið rétt og löglegt. Patt- crson er stórfeng egur boxan — Nei, til Sviss, Genfar. Þar mun ég taka mér alllangt frí og safna nýjum kröftum fyrir næstu keppni. — Ferðu einn? Það gengur hér fjöllunum hærra, að þú og unnustan séuð skilin að skiptum. — Ingó hlær í símann: — Svo menn segja það! Jæja, — en Birgit unnusta mín situr nú annars hérna við hlið mína . . . og hún virðist bara glöð og ánægð á svipinn! — Ég gerj ráð fyrir, að við verðum tvö á ferð . . . eins og hingað til. ■Ar Sonny I.iston næstur Af þessu samtali má ráða, að Ingemar Johansson sébýsna bjartsýnn á framtíðina, þrátt fyrir annan ósigur sinn í röð fyrir Patterson. En, eins og hann segir sjálfur, mun ein- hver annar fá tækifærið til að skora á heimsmeistarann næst. — Efstur á listanum yfir vsentanlega áskorendur er negrinn Sonny Liston frá Philadelphíu. Þar næst koma tveir aðrir blökkumenn, Zora Folley frá Arinzona og Eddie Machen frá Oregon. Þar er sem sagt aðeins einn hvítur maður, Ingamar Johansson, í hópi þeirra fimm, sem nú eru taldir mestu þungavigtar- boxarar heimsins — allir hinir eru blökkumenn. Sonny Liston hefir í raun- inni lengi staðið einna næstur því að fá að skora á heims- meistarann, en þeir, sem þess- um málum ráða, hafa verið tregir til að veita honuni tæki færið, vegna þess að ýmislegt óhreinlegt hefir þótt við feril hans — hann er talinn standa í allnánu sambandi við „und- irheimamenn" (sem er aðeins „fínt“ nafn á afbrotamönn- um). Engar sannanir liggja fyrir um þetta, en umboðs- menn hans og ráðgjafar þykja ekki af sérlega góðu sauða- hú^ Viss um sig En, hvað sem því líður, mun nú ekki lengur þykja stætt á því að hafna kröfum Listons um að fá að skora á heims- meistarann, enda hefir hann sigrað nær alla beztu þunga- vigtar-boxara heimsins nema þá Floyd og Ingemar, sern hann hefir aldrei barizt við — og oftast hefir hann sigrað með rothöggi. — Liston er líka hvergi smeykur við Floyd. Hann hefir sjáifur sagt: — Ég held, að ég sé alveg eins skjóthöggur og Floyd, þegar ég er upp á mitt bezta, — og að hægri hnefi minn gefi Ingós ekkert eftir um höggþunga, jafnvel þegar Svíanum tekst bezt .* . Ef Sonny Liston- er í raun og veru svona fær, þá ætti hann ekki að þurfa á hjálp neinna „undirheimamanna“ að halda — enda mun honum nú veitast erfitt að beita nokkr- um brögðum, því að reglurn- ar eru mjög strangar. — List- on er enn stærri en Floyd, og eðlilegur þungi hans er yfir 100 kg. — sem verður að teljast teknamegin hjá honum. Það fer ekki milli mála, að hann er boxari, sem getur ógnað hverjum heimsmeistara ■— jafnvel meistara á borð við Floyd Patterson. ‘-f&ssS&tá u X$um Sonny Liston er geysiharðsnú- inn hnefaleikamaður. Hann mun nú að líkindum skora á Patterson til einvígis um heimsmeistaratitilinn. SÍ-SLETT POPUN (N0-IR0M5 MINERVAc/W«*a>* STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.