Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 19
iT Sunnudagur 26. marz 1961
MORGVNBLAfílÐ
'Jóhanna Magnúsdóttir
’ Hið síðasta hinna fjölmörgu
fbarnabarna M'agnúsar Andrés-
sonar í Syðra-Langholti er horf-
ið úr þessum heimi. í>ví verður
ekki heldur með sanngirni vænzt,
að þrír ættliðir endist öllu leng-
ur en frá árinu 1790 og til þess-
ara daga.
Jóhanna var fædd í Langholti
hinn 9. september 1868, dóttir
Magnúsar yngra, bónda þar, og
konu hans, Katrínar Jónsdóttur
frá Kópsvatni. Katrín húsfreyja
dó nokkuð yfir fertugt, frosta-
veturinn mikla, frá mörgum
'börnum, og var jörðuð laugar-
daginn fyrir páska. Frost voru
þá svo mikil, að hvergi náðist
miður úr klaka, hvar sem gröf
var tekin. Þetta voru daprir og
dimmir páskar fyrir barnahóp-
inn í Langholti, sem á næstu
tímum tvístraðist í allar áttir.
Jóhanna átti því lání að fagna
að lenda hjá góðum hjónum,
þeim Guðmundi lækni í Laugar-
dælum, síðar í Stykkishólmi, og
konu hans Arndísi Jónsdóttur,
yfirdómara í Reykjavík, og
héldu þau hjón tryggð við hana
æ síðan, meðan þau lifðu.
En enginn ræður sínum næt-
urstað, og 23 ára gömul réðst
Jóhanna ráðskona til frænda
síns, séra Arna Þórarinssonar,
er þá sat í Miklaholti. Þarna
vestur á Snæfellsnesi, þótti hon
um það á við hvalreka, ef traust
an Árnesing bar að garði, og
hélt þá oft vöku næstu nótt af
einskærri ánægju. — Ráðskonu-
störfin fórust Jóhönnu vel úr
hendi. Eitt sinn hélt séra Árni
mikinn mannfagnað. Meðal boðs-
gestanna var embættisbróðir
hans, séra Stefán Jónsson prest-
ur á Staðarhrauni. f þessari
veizlu varð honum það fyrst
fyllilega Ijóst, hvers vegna hann
hefði stundað sinin prestsskap
konulaus um níu ára skeið, og
í því efni höfðu örlögin ætlað
'honum að bíða ákveðinnar stund-
ar. Nam hann hina ungu ráðs-
'konu á brott og gekk að eiga
hana 14. apríl 1894. Var Stað-
arhraun síðan heimili þeirra
hjóna allt til ársins 1927, er séra
Stefán lét af prestsskap og þau
hjónin fluttust hingað til Reykja-
víkur. Hann andaðist hér í bæ
að haustnóttum 1931.
Hentugri og betri lífsförunaut
hefði séra Stefán vart getað kos-
ið sér. Jóhanna var búforkur,
en hann menntamaður. Hann
var feginn að geta falið konu
sinni alla búsýslu, „að undan-
skildum innkaupum á pappír“,
eins og hann sjálfur orðaði það.
Framvegis mátti hann í friði
una við sínar bækur, huga að
sínum prestsskap, lesa sína latínu
og þýða íslenzk ljóð á esperanto.
Kall séra Stefáns, hið forna
Hítardalsprestakall, var frá fyrri
fíð svo ríkt að jörðum og ítök-
um, að það var eitt meðal hinna
fimm brauða, sem konungur
sleppti aldrei úr hendi sér um
veitingu. Samt vildu þau hjón
ekki stugga við neinum landseta
sinna, en sátu kyrr á Staðar-
hrauni, sem var og er rýrðar-
jÖrð, en lá í þjóðbraut hins forna
reiðvegar. Allt um það tókst
þeim hjónum að halða þar uppi
menningarheimili með glaðværð
og gestrisni, sem lengi verður
minnzt.
Frú Jóhanna gekkst fyrir því,
að þau hjón keyptu Hvalseyjar,
sem liggja úti fyrir Mýrum, er
þá máttu heita gullkista. Sendi
þau menn þangað út vor og
haust, bæði til selfanga og í
eggver, og mörg voru þau heim-
ili þar I sókninni, sem nutu þar
góðs af.
Frú Jóhanna mátti heita móð
ir sóknarbarna sinma, deildi með
þeim bæði gleði og sorg og
hjúkraði sjúkum. Henni leið
sjálfri aldrei vel, ef einhverju
þeirra leið illa.
Frú Jóhönnu var ekkert mann-
legt ó'viðkomandi. Fátt rann
henni meir til rifja en skipbrot
og manntjón í Mýraskerjum úti
Minning
fyrir prestakalli þeirra, er gerð-
ust í hennar tíð eða hún hafði
glöggar sagnir af. Meðan fyrri
heimsstyrjöldin stóð, hófst hún
handa og hélt til Reykjavíkur,
fyrst á fund þingmanns Mýra-
manna, Péturs heit. í Hjörsey,
og skoraði á hann að flytja til-
lögu á Alþingi um byggingu
öflugs vita á Þormóðsskeri. Hún
átti tal við ráðherra og fjöl-
marga þingmenn um málið. Til-
laga þessi var borin fram, en
vegna fátæktar og auðnuleysis
var hún felld með sáralitlum
atkvæðamun. Áður en viti þessi
loks reis af grunni, rak hvert
slysið annað á þessum slóðum,
hið síðasta 16. september 1936,
er hafrannsóknarskipið franska,
Pourqui pas? fórst út af Straum-
firði með 39 manns. Ég er efins
í, að svo sorglega hefði til tek-
izt, ef viti hefði blikað í norð-
vestri og sýnt skipsstjórnarmönn-
um fram á, að Akranesvitinn
væri ekki Gróttuviti, þá hefði
þeim að líkindum verið forðað
frá að sigla inn í dauðann. En
það hefi ég frá samlöndum þess-
ara manna, að nefndur misskiln-
ingur muni hafa ráðið afdrifum
skipsins. Frú Jóhanna gleymdi
aldrei þessu máli, en í ellinni
varð það henni þó nokkur rauna-
bót, að systursonur hennar, sem
nú er látinn, skyldi veljast til
þess, árið 1947 að halda vita-
skipinu Hermóði, hlöðnu bygg-
ingarefni, að Þormóðsskeri, þess-
um útverði Mýraskerja, og reisa
þar 37 metra háan vita, úr stein-
steypu, er hann hafði teiknað og
nú lýsir allt að 20 sjómílur á
hafi út, og ber hátt frá landi
að sjá, bæði frá Mýrum og víða
úr Borgarfjarðarhéraði.
Þeim hjónum, frú Jóhönnu og
séra Stefáni, varð ekki barna
auðið, en þau ólu upp frá barn
æsku tvö systurbörn séra Stef-
áns, þau séra Lárus Arnórsson,
nú prest á Miklabæ, og frú Elísa-
bet konu séra Páis Þorleifssonar
á Skinnastað, og gekk Jóhanna
þeim sannarlega 1 móður stað.
Eftir að séra Stefán var látinn
og þessi fósturbörn hennar voru
flutt búferlum 1 annan lands-
fjórðung, var frú Jóhanna oft og
tíðum sorglega ein, en verst var,
að hún gat ekki fengið útrás
fyrir starfsorku #ína. Mér er
næst að halda, að hún hefði,
fram á háan aldur, verið tilvalin
ráðskona á Hvanneyri eða á,
Hólum í Hjaltadal.
Frú Jóhanna var gerðarleg
kona og svipfalleg, það sópaði að
henni, hvar sem hún fór. Hún
var ættrækin og þar með þjóð-
rækin. Hún hafði alla tíð gló-
ftndi trú á handleiðslu Guðs,
nokkuð fastheldin á málefni
himins og jarðar. — Það verður
hver og einn að hafa sinn hátt í
friði, að eiga það efst í huga,
sem tryggð hefir verið tekin
við, og eftir að hún komst á
tíræðisaldurinn og henni tók að
förlast minni var það þó í öllu
falli tvennt sem hún mundi:
Guðsríki og Sjálfstæðisflokkur-
inn.
Frú Jóhanna var búin góðri
greind, minnug á ljóð og sögur
og allan þjóðlegan fróðleik.
Hún átti bæði stórt og gott hjarta
og notaði það mikið.
Á morgun verður hún lögð til
hvíldar hér í gamla kirkjugarð-
inum við hlið manns síns. Á leiði
þeirra hjóna þarf ekki að kveikja
ljós. Yfir því mun jafnan verða
birta.
Kjartanf Sveinsson.
Á menn
vana handfæraveiðum vantar til Vest-
mannaeyja á góðan bát. — Upplýsingar
í síma 50497.
3-4 skrifsfofuherb.
til leigu nú*þegar í Austurstræti 9.
(Áður skrifstofuherbergi SÍBS)
Upplýsingar gefur Haukur Jacobsen hjá
Egli Jacobsen, Austurstræti
Töskur og hanzkar
í glæsilegu úrvali — Vortízkan.
BERNHARD LAXDAL, Kjörgirði.
M iBsföBvardœlur
„BELL & GOSSETT“ Miðstöðvardælur
og
Flo Control Valves
Nýkomið
Hagstætt verð.
helgi mmm & co.
Hafnarstræti 19 — Símar: 1-3184 og 1-7227.
Húsmæður!
Wessanen Cacao er ódýrt og gott
og fæst í öllum matvöruverzlunum
Fæst í eftirtöldum stærðum:
í 100 gr. pk. — 250 gr. pk. — 500 gr. pk. og
2Yz kg. pokum
— Reynið
KAUPSTEFIMAIM I HAIMIM OVER
fer fram 30. apríl til 9. maí
Á 506 þúsund fermetra sýningarsvæði sýna fimm þúsund fyrirtæki framleiðslu hins
háþróaða tækniiðnaðar Vestur-Þýzkalands.
Mörg önnur lönd taka þátt í kaupstefnunni.
Vér gefum allar upplýsingar og seljum aðgangskort
Farin verður hópferð á kaupstefnuna.
Ferðaskrifstofa Ríkisins
Lækjargötu 3 — Sími 1-15-40