Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 7
Sunnudagur 26. marz 1961
MORGTJNBLAÐIÐ 1
7
Helgi Hjörvar:
æjartdftir Ingólfs
IIB. Hvar stóð þá bær Ingólís
og Hallveigar
Sagt er mér með sönnu umað hafa reist sín bæjarhús svona
marga Reykvíkinga, sem lásu
greinar tvær í Mbl. um Ingólfs-
bæ, að þeir hafi spurt: Er þetta
svona einfalt um bæjartóftir
Ingólfs?
Já. Svona er þetta einfalt, góð-
ir Reykvíkingar!
Landnám Ingólfs er efalaust,
landnámsárin sæmilega viss,
kvonfang hans, nafn og ætt Hall
veigar efalaust. Föðurnafn Ing-
ólfs leikur á tveim tungum.
Óræk rök eru að því færð (Eir.
Briem, Ól. Lár., Sig. Nordal), að
l’orsteinn Ingólfsson hafi verið
Ihinn raunverulegi stofnandi al-
þingis og allsherjarrikis, með
þeim höfðingjum „er að því
hurfu“. Hann hefur gert út til
Noregs Úlfljót, löggjafann; hann
sendi Grím geitskó um landið,
ekkj í leit að þingstað, því að
þingstaðinn lögðu þeir sjálfir til,
Reykvíkingar, heldur til að boða
ihið nýja ríkj og kveðja höfðingja
til hins nýja allsherjarþings. En
fátt eða ekkert er efalaus-
ara í allri landnámssögu Íslands
en þetta: að Ingólfur bjó í Reykj
arvík, að hann hefur reist bæ
sinn þar sem Reykjavíkurbær
stóð síðan óhreyfður í 875 ár,
þar til Skúli reif hinn síðasta bæ
Reykjavikurbóndans að mestu og
reisti á hinu ævafoma bæjar-
stæðj verksmiðjuhús sín. Eitt
þeirra, hið nvrsta vestanmegin
traðanna, stendur enn í dag (Að-
alstr. 10). Það væri enn hægt að
afmarka á þessum stað bæjar-
tóftir Ingólfs, svo að ekki þarf
að muna meir en sem svarar
einni húsbreidd til eða frá. Mörg
hindurvitni hefur vaðið uppi um
bæjarstæði Ingólfs, sú þrálát-
ust, að landnámsmaðurinn hafi
bv^gt bæ sinn á Arnarhvoli.
Rúmt ár er nú síðan nokkrir
Reykvikingar bundust samtök-
um og sendu Alþingi, ríkissTjórn,
svo og bæjarráði og borgarstjóra
ávarp um friðhelgi á bæjarstæði
Ingólfs Arnamonar. í ávarpi
þessu segir:
„Efalaust verður að telja,
að bær Ingólfs í Reykjarvík
liafi staðið við sunnanvert Að-
alstræti að vestan, andspæn-
is þeim stað þar sem síðar var
kirkjan og gamli kirkjugarð-
urinn“.
Meðal þeirra, sem undir ávarp-
ið rituðu, voru þessir átta menn
af fremstu sagnfræðingum og
rannsóknarmönnum þjóðarinnar:
Einar Ól. Sveinsson, próf., Guðni
Jónsson, próf., Kristján Eldjárn,
þjóðminjav., Magnús Már Lárus
son, próf., Matthías Þórðarson,
fyr þjóðminjav., Ólafur Lárus-
son próf., Sigurður Nordal, próf.,
Þorkell Jóhannesson háskóla-
rektor.
Hér mundi mega með sönnu
segja, að fram hafi verið lagður
hæstaréttardómur um sjálf lóð-
armörkin. Þessari heimild, sem
hlýtur að verða talin harla mark
verð heimild, hefur hlotnast þar
eftir athyglisverð og vandleg
igeymsla; samvinnunefnd skipu-
lagsmála er þjóðarstofnun og hef-
ur unnið fast og lengi undan-
farið að skipulagi miðbæjarins í
Rvík; hún virðist ekki hafa
fengið þetta „ávarp“ til' álita.
Það er engu líkara en sjálfum
bæjarvöldum Reykjavíkur væri
einhvemveginn þvert um geð að
þurfa að vita af því svona ná
kvæmlega, hvar Ingólfur þessi
byggði sinn bæ, fyrsta framtíðar
bæinn í Reykjavík og á íslandi.
Það er einna líkast meinsemi við
bæjarstjórnina, að landnámsmað
uiinn skuli gei'ast sannur að því
alveg í sjélfum miðbænum, án
þess að leita nokkurs leyfis, nema
hjá guði sínum. Og taka þar að
auki allra dýrustu lóðirnar.
Þetta allt er löng saga og of-
viða í einni blaðagrein.
Eiríkur Briem ritaði fyrstur
íslenzkra manna um bæjarstæði
Ingólfs, 1886 (í tilefni af aldar
afmæli kaupstaðarins). En hann
birti ekki sína gagnmerku rit-
gerð fvi en nær 30 árum síðar
(Árb. Fornlfél. 1914) og varð sá
dráttur öllu þessu máli mikill
bagi. Niðurstaða Eiríks Briem er
einföld og umbúðafá. Hann seg-
ir: Bær Ingólfs hefur staðið syðst
við Aðalstræti (sem nú heitir),
vestanvert, undir brekkunni,
gegnt austri (þ.e. karldyr hins
forna bæjar, síðar burstir og
bæjarþil). Syðstu húsin hafa
náð suður undir Túngötu (sem
nú er), nyrztu húsin norður um,
eða norður fyrir Grjótagötu.
Rök sra. Eiríks eru fremst af
öllu þessi: sjálft landslagið, lega
brekkunnar og túnstæðisins aust
ur af, heimreiðin og sjávargat-
an, óbreytt frá upphafi (varð
Aðalstræti), Brunnhúsalindin
(Suðurg. 11), og loks, en ekki
sízt: staða kirkjunnar, sem er
efalaus alla tíð til þessa dags. Þó
að gögn um kirkjuna renni út í
móðu í fyrstu kristni, þá kemur
þar í mót, að engin rök og eng
ar minnstu líkur eru fyrir því,
að frumbærinn hafi nokíkur-
tíma verið færður úr stað, fyr
né síðar, jafnvel ekkj um lengd
sína. Um þetta atriði hefur aldrei
verið neinn ágreiningur.
Jón biskup Helgason skrifar
næst um bæjarstæði Ingólfs
(1916) og kemst að algerlega
sömu höfuðniðurstöðu sem Eirík
ur Briem, með einu fráviki um
röð húsanna: „Mér er næst geði
að halda að þau hafi legið í
beinni röð frá austri til ve.sturs",
segir Jón biskup, þ.e. að húsin
hafi snúið gegn suðri, norðvest-
an frá kirkju, þvert yfir Aðal-
stræti, og hafi „Skálinn" gamli
(þar sem nú er Grjótag. 4) verið
yzta hús í röðinni að vestan. J.
H. segir að „skálinn‘“ hafi verið
langt og mjótt moldarhús og
snúið frá norðri til suðurs, þegar
Skúli tók við húsunum, og stóð
„skálinn“ áfram (sem íveruhús
spunakven-na) og skála-nafnið
fylgdi endurbyggðum húsum á
lóðinni fram á 19. öld. Ekki hafa
aðrir fallizt á fráviik Jóns bisk-
ups um húsaröðina, enda mæla
einföld rök gegn henni (einkum
heimreiðin og sjávargatan, þá
að húsabaki). Hinn gamli „skáli“
getur engu síður einmitt stað
fest hina bæjarstöðuna.
Sá sem næst og hvað sköru-
legast skrifar um málið er Klem
enz Jónsson (Saga Rvíkur, 1929).
Hann kemst að öldungis sömu
niðurstöðu sem Eiríkur Briem,
um bæjarstæðið sjálft, og ekki
síður um stefnu bæjarhúsanna,
suður og norður, gegnt austri og
kirkjunni, eftir að hún kom til,
með hinum kristna grafreit. Kl.
J. segir: „Er svo að sjá a.ð hann
(Skúli) hafi rifið hinn gamla
Reykjavikurbæ, því flest voru
húsin byggð þar sem hann hafði
staðið". Klemenz færir hér ekki
til afmarkaðar röksemdir, en
ekki er í grafgötur að fara um
þær, enda leggur hann heimild
irnar ekkj í lágina í bók sinni.
En á undan öllum þessum ís-
lenzku fræðimönnum hafði út-
lendur maður, Daninn Kristian
Kálund, skrifað um hinn gamla
Reykjavíkurbæ, höfuðbæinn,
heimabæinn, f hinni kunnu fs-
landslýsing sinni. Fyrra bindi
hennar kom út 1877 (og kann að
hafa ýtt undir Eirík Briem, þó
að bæjarstæðið sé honum ekki
meginatriði). Kálund kannaði
málið um 120 árum eftir að inn-
réttingarnar voru reistar. Hann
rekur það í bók sinni (I, 10—14),
hvar Reykjavíkurbær muni hafa
staðið 1752. Hann dregur rökvís-
lega þá ályktun, að kirkjan, syo
og nafnið Austurvöllur, Segi bezt
til um það. Kálund eltir og hnýt-
ur almjög um nafnið „Suður-
bær“ (sem var eitt lakasta kot á
horni Suðurgötu og-Vonarstrætis,
sem nú er). Engar likur fást fyrir
því, að nafnið „Suðurbær" hafi
mokkurntima verið miðað við
höfuðbæinn; ekki heldur að
nafnið sé eldra en frá því um
aldamótin 1800, þegar heitið kem
ur fyrst inn í sálnaregistur Rvik-
ur, ásamt fjölda af nýjum kota-
nöfnum á þessu svæði. En þá var
sjálfur Reykjavíkurbærinn löngu
horfinn og gleymdur. Þessi kofi
var syðst í smáhýsaþorpinu sem
þarna vóx upp, svo að nafnið var
mjög sjálfgefið (eins og „suður-
stofa“ í húsi). Kl. J. nefnir, í sam
bandi við uppboð 1791, „lóskera-
býlið, síðar Suðurbær" (leturbr.
hér). Hann gerir nafninu ekki
hátt undir höfði, enda víkur
hann hvergi að eltingaleik Ká-
lunds við þetta nafn. Jón biskup
getur þess, að „Suðurbæiinir“
urðu síðar tveir á þessari lóð
(rifnir fyrir og um 1860), hamn
gefur nafninu engan gaum. „Suð-
urbær“ hét líka í Þingholtsstræti,
er byggð hófst þar snemma á 19.
öld. En „Suðurbær" glapti Ká-
lund um sinn. Hann leitar eftir
hinu forna bæjarstæði fyrir
„norðan“ kirkjugarðinn. En þar
var þess aldrei að leita.
En Kálund ber einum sá heið-
ur að hafa fundið og dregið að,
utan úr Danmörk, efalaus úrslita
rök fyrir því, hvar bærinn í
Reykjavík stóð í upphafi 18. ald-
ar; sömuleiðis hvar sá bær stóð.
sem Skúli reif 1752. En það er á
einum og sama blettinum.
Víkur nú sögunni í Árbækur
Espólíns, 1777. Þar segir: „Þá
var Eiríkur Mínor hafnamælari
hér við land“. Þessi Eiríkur Mm-
or drukknaði hér 17. maí 1778,
„er hann var ferðbúinn utan“,
segir Espólín. (Vatnsfjarðar-
annáll segir meira af Minor skip-
herra og drukknun hans á Hafn-
arfirði, á leið út í skip sitt). En
Kálund segir, eftir nokkrar
ógöngur í ályktunum sínum:
„í sjókortasafninu (danska) er
þó til sjókort yfir Holmens havn
og næstu firði, gert af Minor 1776,
og má líta á það sem elzta upp-
drátt af Reykjavík, sem er sæmi-
lega nákvæmur. Á þessum upp-
drætti sézt fyrir vestan lækinn:
kirkjan, en aðrar byggingar (fyr
ir utan „fálkahúsið" niðri á
kampinum) allstór húsaþyrping
útnorður frá kirkjunni og eitt
einstætt hús sunnantil við þá
húsaþyrpingu, en hún lítur út
fyrir að vera 4—5 sambyggð hús.
Við þessi hús öll saman stendur
nafnið Reykjavík. Eftir þessu
mundi ef til vill vera réttast að
líta svo á .... að verksmiðju-
húsin hafi raunverulega verið
reist þar sem gamli höfuðbærinn
hefur staðið, vestmr frá kirkjunni,
og það séu þau, sem á kortí Min-
ors eru nefnd Reykjavík" (letur-
br. Kálunds).
Hér hefur Kálund með öðrum
orðum dregið nákvæmlega rétta
ályktun. Það er furðulegt hve
mönnum hefur sézt yfir þessa
hartnær óræku sönnun, þó svo að
hún ætti að standa ein. En það
virðist auðséð að Kl. J. hefur
byggt mjög á þessari heimild, þó
að hann vitni ekki til hennar.
Enginn efi er á því, að Kálund
65. sýning í dag
ÞAÐ má búast við að sýning-
um fari að fækka á Karde-
mommubænum, úr þessu.
Ýmsar stúr sýilingar eru í
uppsiglingu í Þjóðleikhúsinu
og eru leik'tjöld úr þeim mjög
fyrirferðarmikil á sviðinu og
má í því sambairdi nefna.
Nashyrninginn. og óperettuna
„Sigauna baróninn" sem verð-
ur frumsýnd í maí.
Eins og fyrr segir kemur
höfundur „Kardemommubæj-
ar“ til landsins á næstunni og
verður viðstaddur á einn-
hverri af síðustu sýningunum,
en leikurinn hefur hvergi ver-
ið sýndur jafn oft og hér, en
65. sýningin á leikritinu verð-
ur á morgun.
Myndin er af Kasper, Jesp-
er, Jónatan og Soffíu frænku.
hefur haft kort Minors í hönd-
um (um 1875—6) og óhugsandi
má telja, að kortið sé ekki enn í
sjókortasafninu. Það fannst þó
ekki við fyrstu leit, sem gerð var
nú nýlega. En þó svo það komi
ekki fram, þá er þessi vitnisburð
ur slíks manns sem Kálunds öld-
ungis óyggjandi. Kálund hefur
því miður ekki prentað þetta
kort Minors í bók sinni. Skýring-
in á því er harla einföld. Hann
fann sjálfur (um 1880, segir Eir.
Briem) annað miklu eldra kort í
háskólasafninu danska, allt frá
1715. Það er gert af dönskum sjó-
liðsforingja, Hoffgaard, sem það
sumar hefur legið skipi sínu í
Holmens havn ( og verið mað i
förinni, þegar kaupmaðurinn í
Hólmi hefur drukknað á Grand-
anum af hesti, úr hópi Dana og
Svía — allir fullir! Dýrmætur
kviðlingur á kortinu sjálfu upp-
málar þetta). Þetta kort sýnir
mjög ákjósanlega og efalaust, að
1715 stóð Reykjavíkurbær beint
vestur af kirkjunni; aðalhúsið
virðist allmikið langhús og snýr
suður og norður. — Þetta kort
prentar Kálund í bókarlok og
segir þá, með skírskotum til þess,
sem fyrr var sagt: .... „Ennfrem
ur gefur hér að líta Reykjavíkur-
bæinn vestur frá kirkjunni, þar
sem allt bendir til að hann ætti
að hafa staðið, svo að nú er bá
úr sögunni öll óvissa um það,
hvar bæjarstæðið hafi verið“
(leturbr. hér). (Kál. II, 401). Kl.
J. prentar þetta kort í Rvíkur-
sögu sinni (I, 71). Þetta kort hef-
ur einkum tekið af öll tvímæli
um það, að 1715 eru verzlunar-
húsin komin í Örfirisey, úr hin-
um gamla ,,Hólmi“, allmikil og
reisuleg. Hoffgaard skipherra
fullgerði kort af íslandi, sem er
ársett 1723, en það hefur verið
erindi hans hér.
Hoffgaard kapteinn gaf 60
greniborð til Reykjavíkurkirkju
1715, og hefur sjálfur Meistari
Jón Vídalín bókað það í sinni
skoðunargerð.
'k
En allar sannanir um það, hvar
Reykjavíkurbær stóð 1715 og
1752, hrökkva skammt, ef stoðir
vantar undir hitt, að einmitt
þarna hafi Ingólfur reist sinn
bæ. En hafi hann nú verið svo
frekur við bæjarstjórnina okk-
ar, hvar mundi þá leynast hið
kostbæra fylgifé fornra bæjar-
húsa og hið trúasta vitni: ösku-
haugurinn?
Hann ætti að leynast þar sem
hann kom sjálfkrafa í leitirnar
fyrir 15 árum, rétt sunnan við
Herkastalann, eða jaðarinn af
ævafornum öskuhaugi, ótrúlega
djúpt í jörð, niðri á fornri möl,
sem um hefur gnauðað vind-
bára Vatnsins (eins og Tjörnin
hét frá upphafi). Þárna fund-
ust hlóðir með ummerkjum,
neðst á mölinni. Ekkert er því
til fyrirstöðu að þarna hafa ver-
ið fyrstu útihlóðir Hallveigar,
meðan ekki voru komin upp hús
fyrir fólkið, þó að líklegra sé að
þetta hafi verið þvottahlóðir við
Vatnsvíkina, og þó frá elztu tíð.
Þrír menn virðast eiga ómetan-
legar þakkir fyrir að við vitum
þó þetta, sem hér segir. Þeir
Valtýr ritstjóri, sem skrifaði um
þetta stórmerka athugun í blað
sitt; Bolli bæjarverkfræðingur,
sem þá var nýtekinn við og sendi
til mælingamann; og loks mæl-
ingamaðurinn, Árni Árnason,
sem gerði meira en honum var
falið beinlínis. Ofurlítið vasa-
kver hans geymir eina merkustu
heimild um sögu landsins, einnig
iarðfræðilega. Árni hraðaði sér
til til síns yfirmanns, rúmlega
yfir þvera götu. En hann ætlaði
að athuga betur meðal annars
mikla hellu, sem þarna var í
eðjunni. Hann kom aftur eftir
litla stund. En lítil stund hafði
nægt til mikilla afreka: hellan
einkennilega mölvuð með sleggj-
um, til þess að hægara væri að
kasta henni upp á bíl; hlóðar-
steinarnir og öll ummerki horfin
á skarnhauga.
Þarna fór tvennt saman: mikl-
ir atorkumenn, sem unnu í
akkorði með kostbærum verk-
færum. Hinsvegar hið meira:
sálarsjónin sjálf, reykvískur
sjoppuprís á hjartatægjum ís-
lenzkrar tilveru.
Hér skulum vér hverfa frá að
sinni, og forðast óheyrileg orð.
NÝJA LJÓSPRENTUNAR-
STOFAN, Brautarholti 22 (geng
ið inn frá Nóatúni) Sími 19222.
Góð bílastæði.