Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVyBLAÐlÐ Föstudagur 7. aprfl 1961 Fréttaritari Mbl. á Akureyri, St. E. Sig., tók þessa mynd af brunanum í BSA-húsinu í gærdag. Stórtjón af eldi Tvö hús á Akureyri brunnu Akureyri, 6. apríl. M E S TI bruni, sem orðið hefur hér í bænum um fimm ára bil, varð hér í dag, er tvö gömul hús stórskemmd- ust af eldi, en í þeim kvikn- aði með aðeins tveggja klukkustunda millibili. Ann- að húsanna, sem daglega var kallað „Gamli spítalinn“ og var heimili stórrar fjöl- skyldu, er talið ónýtt. Það var á hádegi, sem eldur kom upp á efri hæð húss BSA við Geislagötu. Þar uppi vorií geymdar vörubirgðir ýmissa fyrirtækja en einkum þó frá heildverzlun Tómasar Stein- grxmssonar. Eldurinn brauzt upp í rishæðina. Slökkvilið sem kom fljótlega á vettvang gekk mjög rösklega fram við slökkvistarfið. Talsverður eldur var og urðu skemmdir miklar á vörum og húsinu sjálfu. Á neðstu hæð, í bækistöð BSA urðu mikíar skemmdir af vatni og reyk. Kristján Kristj ánxlson forstjóri er eigandi þess gamla húss, sem í eina tíð hýsti fyrsta bíó Akur- eyringa. Um kl. 2 var búið að ráða niðurlögum eldsins í BSA hús- inu. Það stóðst nokkurn veginn á, að þá kom brunakall frá gamla spítalanum, gömlu timb- urhúsi við Hafnarstræti. Þegar bílar slökkviliðsins komu að húsinu var mikill eldur í því og stóð eldsúlan í loft upp, upp af þekjunni. í þessu hús'i bjó Leó Guðmundsson viðgerðarmaður hjá BP, ásamt fjölskyldu sinni, — alls 10 manns. Það tókst ekki að bjarga miklu af innbúi fjöl- skyldunnar. Slökkviliðið barð- ist í tæpa þrjá klukkiitíma við eldinn. Svo miklar skemdir höfðu þá orðið á húsinu að það er ónýtt talið. Er tjón Leós Guð- mundssonar, sem átti það afar tilfinnanlegt.. Eldsupptök eru með öllu ó- kunn. Tjónið í þessum brunum tveim hefur verið metið laus- lega á talsvert á aðra milljón króna. — St.E.St. SJÖTTI almenni starfsfræðslu- dagurinn verður haldinn í Iðn- skólanum í Reykjavík sunnudag inn 9. apríl. Starfsfræðsludagur inn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, nema hvað að þessu sinni verða veittar upp- um fleiri starfsgreinar, skóla og vinnustaði en nokkru sinni fyrr, eða alls um 120 og fleiri vijinustaíjir verða heim- . Þá verður og sú nýjung að fræðslukvikmyndir verða sýndar í kvikmyndasal Austur- bæjarbarnaskólans k'l. 14,30 og 16,30 og verða aðgöngumiðar að þeim afhentir í fræðsludeild landbúnaðarins á fjórðu hæð Iðnskólans. Opið frá kl. 14 tU 17 Starfsfræðsludagurinn er fyrst og fremst ætlaður xmglingum á aldrinum 14—20. Börn innan 12 ára aldurs munu naumast eiga iþangað erindi. Húsið verður opn að almenningi kl. 14, en kl. 13,30 eru leiðbeinendur beðnir að mæta í Samkomusal Iðnskólans. Fræðslan stendur yfir til kl. 17. Þær starfsgreinar, sem ekki hafa átt fulltrúa áður á starfs- fræðsludegi eru þessar: Tækni- fræði þ. á m. kjarnorkufræði ýmis konar, landnám ríkisins, flugumferðastjórn og flugum- L.Í.V. stefnir A.S.I. Krefst aðildar að A/þýðusambandinu STJÓRN Landssambandg ís- lenzkra verzlunarmanna hefir á- kveðið að snúa sér til félagsdóms til þess að fá úr því skorið með dómi, hvort samtökin eigi ekki lagalegan rétt á aðild að Al- þýðusambandi íslands. Það var aðalkrafa LÍV í málinu að Al- þýðusambandið verði með dómi skyldað til þess að veita samtök um verzlunarmana inngöngu í ASÍ. Sem kunnugt er sótti LÍV um inngöngu í ASÍ á þingi þess á sl. hausti en var synjað eftir mjög harða deilu án hinna minnstu lagalegu forsendna. I gærdag kom þetta kærumál fyrir félagsdóm og var þingfest og talsmaður ASÍ fékk þriggja vikna frest til andsvara í málinu. í gærkvöldi barst blaðinu svo- hljóðandi „fréttatilkynning“ frá Alþýðusambandi íslands: „í gær komu stefnuvottar að heimili forseta ASÍ og birtu þar stefnu að honum fjarverandi — þess efnis, að Landsamband ís- lenzkra verzlunarmanna verði dæmt inn í Alþýðusambandið. Stefnufrestur var aðeins til kl. 5 í dag. Eins og kunnugt er, sóttj Land samband íslenzkra verzlunar- manna sl. haust um inntöku í Alþýðusamband íslands en var synjað með svohljóðandi álykt- un á alþýðusambandsþingi með / NA /5 hnútor SVSOhnutor || | * - VlSkirir K Þrum ur 'W% KutíoM ‘ZS' Hitoski/ H,Hml LM Lcsai 198 atkvæðum gegn 129 að við- höfðu nafnakalli. „27. þing Alþýðusamband Is- Fra/nh, á bis. 19. Birgir Kjaran i Jóhannes Nordal Birgir Kjaran formaður bankaráðs Seðlabankans LÖG ÞAU, sem síðasta Alþingi samþykkti um Seðlabanka ís- lands, tóku gildi í gær. Viðskipta- S>s*° í GÆR var hæg austlæg átt hér á landi, bjart og fagurt veður vestan lands, en smá- él austan lands. Um hádegið var hitinn víðast um frost- mark, en næturfrost var sums staðar allmikið, 8 stig í fyrri nótt í Reykjavík. Verður hitamunur dags og nætur sjaldan meiri en á þessum árstíma, einkum í kyrru og björtu veðri. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi. SV-mið: Austan gola, smáél. SV-land til Norðurlands, Faxaflóamið og Breiðafj.mið: NA gola, léttskýjað. NA-land til SA-lands, Vest fj.mið til SA-miða: NA og austan gola, sums staðar smáél. málaráðheira hefur skipað Birgi Kjaran, álþingismann, formann bankaráðs Seðlabanka fslands og Jón Axel Pétursson, framkvæmda stjóra, varaformann þess. Að fengnum tillögum bankaráðsins, sem kom saman til fyrsta fund- ar síns í gær, hefur viðskipta- málaráðherra skipað þá dr. Jó- hannes Nordal, Jón G. Marías- son og Vilhjálm Þór bankastjóra Seðlabanka íslands." sjón. Þá eru veittar upplýsingar um námskeið og skóla í Banda- ríkjunum, Bretlandi, á Norður- löndum og í Þýzkalandi, svo og um námsstyrki og námslán. 7 viimustaðir heimsóttir Heimsóttir verða eftirtaldir vinnustaðir: Verkstæði Flugfé- lags íslanda, Bifreiðaverkstteðl Þóris Jónsson, Blikksmiðja og tinhúðun Breiðfjörðs, vélavej*k- stæði Sigurðar Sveinbjörnsson- ar, Póststofan í Reykjavík, Radio verkstæði Landssímans, Lóft- skeytastöðin á Rjúpnahæð. « 4, Strætisvagnar ganga milli Iðn- skólans og vinnustaðanna. Að- göngumiðar að vinnustöðunum, sem einnig gilda að strætisvögn- unum fást hjá fulltrúum viðkonx andi starfsgreina í Iðnskólanum. Mikill undirbúningur Fjöldi fólks leggur fram mikla vinnu við að undirbúa og fram- kvæma starfsfræðsluna og er allt þetta mikla starf unnið án endurgjalds. Sjöttu bekkingar Verzlunarskólans vinna að upp- setningu starfsheita, ungir kenxi arar aðstoða á ýmsan hátt og nemendum úr 4. bekk og stúdenta deild Kennaraskólans hefur ver ið gefinn kostur á að kynna sér starfssemina með því að leið- beina óframfærnum unglingum, sem ikoma til þess að leita sér fræðslu. Er þar ur.i mjög gott tækifæri að ræða fyrir verðandi kennara til þess að kynnast af- stöðu unglinga til atvinnulífsins og þeim vandamálum, sem bund in eru við starfsval í þjóðfélagi, sem verður æ flóknara með hverju ári sem líður. Á vinnustöðunum verður fjöldi fagmanna að verki og er sú áð- stoð, sem þeir veita ómetanleg fyrir æskuna. Þá má að lokum geta að nokk- ur fræðslurit verða fáianleg ] Iðnskólanum þennan dag, m. a, nýtt fræðslurit um menntun sjó- manna. Athugasemd ÚT AF greinarkorni rnínu,, Eliot kynntur" sem birtist hér í blað- inu í gær, vil ég leyfa mér, til að fyrirbyggja misskilning, að taka þetta fram: Kynning sú á verk- um Eliots sem um er að ræða, fór fram mánudagskvöldið 27, marz sl. skrifaði ég greinina daginn eftir og gerði ráð fyrir að hún yrði þegar birt í MbL Svo varð þó ekki, heldur hefur greininn legið í salti hjá blað- inu þar til hún birtist nú eftir dúk og disk. Sigurður Grímsson Sáttafundur Frakka oi Serkja hefst ekki í da París, Túnis, 6. apríl. — (Reuter — NTB). TILKYNNT var í París í dag, að að fyrirhugaðar sáttaviðræður frönsku stjórnarinnar og útlaga- stjórnar Serkja, sem hefjast áttu í borginni Evinan á morgun, yrði ekki haldinn. Frnnska stjórnin kennir Serkj- um um, en talsmaður útlaga- fyrri viku, að hún mundi ekki ræða við frönsku stjórnina fyrr stjórnarinnar lýsti því yfir í en afturkölluð hefði verið yfir- lýsing Joxes, Alsírmálaráðherra, um að franska stjórnin hyggðist einnig raeða við fulltrúa NLA flokksins í Alsír um framtíð landsins. Vongóðir enn Bourgiba, forseti Túnis fluttl ræðu á þingfundi í Túnis í dag og setti ofan í við Frakka og Serki jöfnum höndum. Kvaðst Framh. á bls. 19 Starfsfræðsludagur í Iðnskðlanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.