Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. apríl 1961 J- DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN 23 orðið. Hún efaðist stórlega um, að þær tvær ættu nokkurn hlut sameiginlegan. — Margot, elskan, nú verðum við að fara að hypja okkur. Kona ein hafði bætzt í hópinn, og bæði Philip og Cynthiu létti stórum. Margot gekk áleiðis til dyranna með gestinum, sem var að fara úr samkvæminu. — Hittu mig á morgun, Cynt- hia, sagði Philip. — Þú sérð, hvað Janet á við að stríða. Ég þarf nauðsynlega að ræða þetta við þig. Okkur þykir báðum vænt um hana, og viljum, að hún verði hamingjusöm. Cynthia þagði. Vissi hún, að þetta var átylla hjá honum, til þess að fá að hitta hana aftur, hugsaði Philip. Já, auðvitað hlaut hún að vita Það. En vitan- lega var hann líka feginn að geta rætt vandamál Janets við hana. Hann óskaði sér þess heit- ast, að Margot væri ekki svona þver í hjúskaparmálum dóttur þeirra. Það var ekki nema full- komlega eðlilegt, að Janet vildi giftast. Hú var ung og ástfangin og Nigel var í alla staði álitlegur maður. Og nú var hún að koma aftur til þeirra frá símtalinu, með svip á andlitinu, sem kom við hjartað í honum. Fjandinn hirði Margot, hugsaði hann gremjulega, því í skollanum vildi hún ekki lofa dóttur sinni að vera hamingjusamri? — Hvernig leið Nigel? spurði Cynthia. — Prýðilega. Hann ætlar að skreppa hingað á laugardaginn. Rétt yfir helgina. Pabbi, hann heyrði í dag, að brottfarardagur hans til Washington væri ákveð- inn. Sextándi ágúst. Það þýðir, að ég verð að fara héðan um þann tíunda. — Ágúst er ágætur mánuður að gifta sig í> sagði Cynthia. Há- sumar. — Ég veit það. En það eru ekki nema sex vikur upp á að hlaupa. Cynthia brosti. — Þykir þér það nokkuð verra? — Vitanlega ekki. En þú veizt hvað stendur í veginum. Elsku pabbi, þú verður að standa með mér og halda í höndina á mér. Ég ætla að segja mömmu frá því, þegar allt þetta fólk er farið. Cynthia, gætir þú ekki orðið eftir líka? Cynthia leit á hana með hryll- ingi. — Nei, Janet mín góð, það gæti ég sannarlega ekki. Það mundj gera illt helmingi verra, ef aðskotadýr færi að skipta sér af þessu. — En ég var búin að segja fyrr í kvöld, að þú værir alls ekki þessu óviðkomandi. — í augum móður þinnar er ég það, góða mín. Hún leit á úrið sitt. — Ég ætti að fara að koma mér af stað. — Þarftu að fara strax? spurðu þau feðginin samtímis. — Því miður. Ég er boðin út með kunningjafólki mínu. — Eigum við að hringja í bíl? spurði Janet. — Nei, gerðu það ekki. Ég heyrði einhvern segja, rétt áðan, að hann væri hættur að rigna. Ég get hæglega náð í bíl sjálf. Hvar er mamma þín Ég verð að kveðja hana. Þau fundu hana frammi í for- stofunni, þar sem hún var að kveðja gesti sína. — Verið þér sælar, frú Wells. Og þakka yður fyrir þetta ágæta samkvæmi. — Sælar, ungfrú Langland. Þér verðið einhverntíma að líta inn aftur. Janet sló örmum um hálsinn á Cynthiu. — Vertu sæl, elskan. Heldurðu, að þú hafir einhverja stund aflögu handa mér á morg- un eða hinn daginn? — Ekki á morgun, er ég hrædd um. Ég verð í burtu til laugar- dags. Hringdu mig þá upp í Lanchester-gistihúsinu, og við skulum koma okkur saman um eitthvað. Hún rétti Philip hönd- ina, en vissi, að augu konu hans hvíldu á þeim. — Verið þér sæl- ir, herra Wells. Það var ánægju- legt að sjá yður. Hún hataði svona skrípaleik, en þarna virt- ist ekkert undanfæri. — Viljið þér ekki lofa mér að aka yður þangað sem þér ætlið. Ég hef bílinn minn hérna við höndina. — Nei, hreint ekki. Það gæti mér ekki dottið í hug. Og hún brosti og veifaði hendi og var farin. Rétt sem snöggvast, um leið og Philip lokaði hurðinni á eftir henni, voru þau þrjú ein í forstofunni, því að gestastraum urinn hafði stöðvazt í bili. — Ég verð að segja, sagði Margot, stuttaralega, — að þú ert æði miklu altilegri við gesti Janets en mina. — Vertu ekki að gera þig að athlægi. — Ég hef nú aldrei vitað þig bjóða neinum að aka honum heim. — Það er nú bara af því, að nú loks hef ég fundið ástæðu til þess. — Er hún ekki indæl? sagði Janet. — Ég er alveg viss um, að þið hafið bæði orðið hrifin af henni. — Hún er að minnsta kosti nógu fín í tauinu, sagði Margot. — Hún kaupir sjálfsagt allan sinn fatnað í París. Mér þætti gaman að vita, hversvegna hún hefur aldrei gengið út. — Já, ég er viss um, að það eru margir búnir að biðja henn- ar, sagði Janet. — Líklega enginn nógu ríkur! — Þetta er skammarlegt af þér að segja, mamma, sagði Janet. Margot stikaði inn í setustof- una. Þegar hún opnaði dyrnar, var eins og heil bylgja af há- vaða, hlátri og reyk kæmi á móti henni og út í forstofuna. Philip bölvaði með sjálfum sér öllu þessu þreytandi fólki, sem enn var eftir og hann yrði nú að gera svo vel að vera almenni- legur við. Ef ekki væri Janet, myndi hann bera fyrir sig kvöld- boð og forða sér frá þvi. En svo hafði hann í einhverju hugsun- arleysi sagzt ætla að borða heima í kvöld. En í undirmeð- vitund hans hafði verið sú hugs- un, að ef nú Janet giítist Nigel sínum og færi til Washington, ættu þau ekki margar samveru- stundir eftir. Janet sagði. — Líkaði þér ekki vel við Cynthiu, þó að mamma yrði ekki sérlega hrifin af henni? — Jú, ágætlega. — Finnst þér hún ekki falleg? — Jú, það finnst mér. — Og svo er hún svo bráðvel1 gefin, og Nigel segir, að hún sé í afskaplega mikilli ábyrgðar- stöðu. — Hvar ertu, Janet? kallaði Margot. — Það er eins og þú sért burtu allt kvöldið. í guðs bænum komdu inn til gestanna. Janet fór inn. í gestahópinn og óskaði þess heitast, að hún gæti losnað við það. Hún varð fegin, þegar hún, eftir að hafa talað um stund við ókunnugt fólk, lenti hjá Priscillu. — Jæja, Janet! Hvernig geng- ur? Janet gretti sig. — Ekki betur en vel. — Mér finnst ekki mamma þín líta vel út. Hún sagði mér, að hún hefði verið hjá sérfræðingi í dag. Janet fékk fyrir hjartað. — Guð minn góður, var hún það? Ekki hafði ég hugmynd um það. — Ég skyldi ekki kæra mig í þínum sporum. Líklega er það ekki alvarlegt. Henry! kallaði hún til mannsins síns. — Við verðum að fara að fara. Loksins var samkvæminu lok- ið. Margot gekk um kring í stof- unni hristi upp púða og tæmdi öskubakka. — Jæja, mér fannst þetta nú bara fara vel. Mér þykir lang- mest gaman að svona skyndi- samkvæmum. Viljið þið ekki fá ykkur eitthvað í svanginn? Þið fáið ekki nema kaldan mat í kvöld. Ég gat ekki vitað, hve- nær þetta ýrði búið, svo að við getum borðað hvenær sem við viljum. — Ég ætla að fá mér eitt glas fyrst, sagði Philip. — Mér finnst ég ekkert hafa smakkað í allt kvöld. — Það er nú ekki nema sjálf- um þér að kenna, ég veit ekki betur en það væri verið að fara með það. — Mamma, sagði Janet, — hversvegna sagðirðu mér ekki, að þú hefðir leitað til sérfræð- ings? Philip leit upp frá hálffylltu viskíglasinu. — Hvað áttu við? — Priscilla sagði mér, að mamma hefði farið til sérfræð- ings í dag, seinni partinn. — Læknisvitjun seinnipartinn Skáldið og mamina lifla 1) Þú skalt ekki vera kvíðinn, ég 2) .... ég tek Lottu með mér svo lofa þér að kaupa ekki einustu flík, að hún geti hjálpað mér að bera aem ég þarfnast ekki nauðsynlega.. pakkana. a r L ú á Á meðan er Giraudoux, hryggbrotni maðurinn, á heimleið með lækninn og myndir Markúsar. og drykkjusamkvæmi að kvöldi finnst mér fara einkennilega saman, sagði Philip þurrlega. — Því þá það. Auk þess fannst mér ekki úr vegi að hressa mig við á einhverju. — Já, en hvað gengur að þér, mamma? Það var örvænting I málrómnum hjá Janet. Ef mamma hennar væri veik, hvaS gæti hún sjálf þá gert? Hvernig gæti hún nú í kvöld sagt henni frá mikilvægi símtalsins, sent hún hafði átt við Nigel? Philip horfði á hana og sá, hvað hún var að hugsa. Hann leit á konu sína. Sú hafði svei mér valiði hentugan tímann til að leita læknis! Leit hún illa út? Ekkerfe venju fremur, fánnst honum. Hún var aldrei verulega hraust- leg, en svo át hún líka svo lítið, af hræðslu við að fitna. Hún var alltaf með einhvern þjáningar- svip við munnvikinn og augun, en það var hann viss um, að staf aði eingöngu af geðvonzkunni í henni. — Ertu veik, mamma? spurði Janet. SRlItvarpiö Föstudagur 7. apríl 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —■ 10,10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir — 12.35 Tilkynningar — Tónleikar). & 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar. — 16.05 Tónleikar. ■— 16.30 Veðurfregnir). 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð- ir: Guðmundur M. í>orlák«son lýsir lífinu í Tíbet. 18.30 íúngfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veður* fregnir. M 19.30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20.30 Einsöngur: Gérard Souzay syng- ur lög eftir Purcell, Beethoven og Duparc; Dalton Baldwins leik- ur undir. 21.00 „Malbikuð hjörtu": Jóhann Hjálmarsson les úr nýrri ljóða- bók sinni. 21.10 íslenzkir píanóleikarar kynna sónötur Mozarts; III: Guðmund- ur Jónsson leikur sónötu í Des- dúr (K281). 21.30 Útvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin“ eftir Guðmund G. Haga- lín; XIII. (Höfundur les). 22.10 Ferðaþáttur: Heimsókn á Aule- stad, heimili Björnstene Björns- ons (Sigurður Gunnarsson kenn- ari). 22.30 Létt tónlist frá Moldárbökkum: Hljómsveit tékkneska útvarps- ins leikur. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 8. apríl 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar — 10.10. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12. 25 Fréttir og tilk.) 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller) 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvaldsson danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Jakob Möller) 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Petra litla“ eftir Gunvor Fossum; VI. (Sigurður Gunnarsson kennari), 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Sir Thomas Beecham stjórnar Konunglegu fílharmoníu hljómsveitinni I Lundúnum við flutning þrlggja vinsælla hljóm- sveitaverka. a) „Spánn“ eftlr Chabrler. b) „Suðureyjar“ (Fingalshellir- inn) eftir Mendelssohn. c) „Mærin fríða frá Perth“ eftir Bizet. 20.30 Leikrit: „Þrjár álnir landsM; Max Gundermann samdi með hliðsjón af sögu eftir Leo Tolstoj. Þýð- andi: Bjarni Benediktsson frá Hof teigi. — Leikstjóri: Lárus Páls- son. Leikendur: Þorstelnn ö. Stej» hensen, Helga Valtýsdóttir, Helgl Skúlason, Helga Bachmann, Gest- ur Pálsson, Valdimar Helgason, Ævar Kvaran, Jón Aðils, Valur Gíslason, Guðrún Stephensen, Steindór Hjörleifsson og Erlingur Gíslason. (Aður útvarpað í mal 1959). 21.45 Tónleikar: Dúett í A-dúr fyrir fiðlu og gítar eftir Granyani — (Leonid Kogan og Ivanov-Kram- skoy leika). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr skemmtanalífinu (Jónas Jón- asson). 22.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.