Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. aprfl 1961 MORGVNBLAÐ19 11 j •rúttcARe/NtV 3r>*v. VIÐ bregðum okkur í miðri dymbilviku austur að Skolla gróf í Hrunamannahreppi og hittum að máli Jón Sigurðs- son, ungan bónda þar. Jón er .kunnur hestamaður og ennfremur frægur fyrir að beita kúnum allan ársins hring með þeim árangri að hann á einhverjar nythæstu kýr á landinu, þar sem með- altal 7 fullmjólka kúa er um 3.500 kg. á ári og meðalfita 4,8%. ’ Jón hefir Því sannað það sem margir hafa talið að ekki væri algengt meðal íslenzkra bænda, en það er að kunna vel að beizla Ihest og hafa jafnframt gott af !kúm. Hefir sem sé viljað loða við það álit að hestamenn væru búskussar. Hrunadans Það er nokkurt snjóföl yfir »llt og frost 6—8 stig er við á miðvikudaginn í dymbildviku inn. Stóra-Laxá er í klakabönd- um, sólin skín glatt í 'heiði og fell þeirra Hreppamanna glampa Við himinblámann. Klettabeltin og kýfðir kollar fellanna skera Isig úr snjófeldinum sem yfir landinu liggur. Það er friðsælt að horfa yfir þessa byggð og manni kemur sízt til hugar að Ihér hafi búið svo léttlynt fólk tfyrr á öldum að það dansaði í CHrunakirkju þar til hún sökk. Hér getur að líta á báðar hendur iglæst býli mðe stórum og mikl- um byggingum og er þar er til tflestra bæja staðarlegt heim að líta. í Skollagróf eru ekki háreist- ar byggingar, en þær bera svip gamla tímans. Þar er hlýlegt íheim að líta og úr hverju húsi finnur maður góðan anda gam- allar sveitamenningar. f hesthúsinu Vig kveðjum dyra og hús- tfreyjan kemur fram með unga dóttur vði pilsfaldinn. Við gerum boð fyrir Jón bónda eftir að hafa fullvissað okkur um að við séum á réttum stað. — Hann er sennilega í hest- húsinu hér ofan við bæinn, segir húsfreyja og vísar okkur leið- ina. Við höfðum einmitt séð, er við renndum í hlað, að nokkrir eldishestar skokkuðu út um hús dyr ofan við bæinn og brugðu á lei'k er þeir komu út á snævi þakið túnið. Síðan tóku þeir að velta sér og kljást. Þetta var göfug sjón og skemmtileg og sýndi okkur að enn eru hestarnir metnir til gripa hjá einstaka bændum . Við örkuðum út í hesthús, opn uðum dyrnar og spurðum hvort nokkur væri þar. Svarið kom hógvært en skýrt innan úr húsinu þar sem Jón bóndi var að gefa á stallana. Við byrjuðum á að skoða lagleg- an Hremsuson ,sem var þar í húsinu, kominn á annan vetur, og fékk því ekki að leika laus með hryssunum þar sem tími til þess að fylja er ekki kominn enn, folinn hins vegar líklegur til alls, enda í eldi. Hann fékk þó Jón Sigurðsson í Skollagróf á baki Goða, stóðhestinum undan Hremsu og Silfurtonni. að bregða sér á leik ofurlitla stund og greip undir móður sína og fékk sér sopa, sem hún var fremur treg til að láta honum eftir, þar sem hún er með fyli. Meðan Jón bóndi var að moka út undan hrossunum ræddum við fram og aftur um hesta og hesta mennsku, fóðrun þeirra, eldi og tamningu. Jón hefir 11 hesta á húsi — 5 þeirra í tamningu. Hann bregður sér á bak kringum hádegið, því þá er milli- málstíminn beztur fyrir hann og kætir og þjálfar folana, því Jón er orðlagður hestamaður. Loðnar útigangskýr Erindið í Skollagróf var þó ekki að tala um hesta og það sem þeim við kemur, þótt umræðuefn ið sé hugljúft. Hins vegar vildi ég skoða kýrnar, sem ganga úti allt árið um kring og skila þó góðum afurðum. Við yfirgefum því hesthúsið hið fyrsta og höldum í fjósið. Það sem fyrst vekur athygli mína er sérkennilegt hárafar kúnna. Þær eru loðnar á belginn og ekki ósvipaðar útigangshestum. Auð- vitað er þetta skiljanleg varnað- gerð náttúrunnar þar ser- kýrýn ar ganga úti í hvaða veðri sem er. Þá vöktu klaufir þeirra einnig at hygli mína. Þær voru vel slitnar og fæturnir hreinir. Hér þurfti sýnilega ekki að skera klaufir. Um það annaðist freðin jörðin. Kúastofninn er þarna fremur srnár en margar kúnna fallega vaxnar eftir því sem er að gera um íslenzkar kýr. Júgurstæðið er gott, kýrnar ekki mjög síðjugra, nema hvað ein er með niðurslitið júgur og einmitt þess vegna er henni ekki ætlaðir langir lífdag- ar. Hún er þó nythá og góð kýr að öðru leyti en þessu. Nokkuð ber á vörtum á spenum og telur Jón það vera ættgengt. Hrunamannahreppur kom fyr- ir skemmstu inn í sæðingarsvæði sæðingarstöðvarinnar í Laugar- dælum, en Skollagrófarbóndinn hefir þó sitt eigið naut og hefir lagt mikið upp úr ræktun eftir eigin reynslu. Hefir skyldleika gætt talsvert hjá honum og telur hann smæð stofnsins stafa nokk uð af því. Góðar afurðir Talið berst nú að afurðum kúnna, sem að meðaltali eru mjög miklar. 7 fullmjól'ka kýr gáfu árið 1960 16.554 fe að meðal tali. Meðlanyt var 3447 kg og meðalfita 4,804%.. Kola vár hæst með 4046 kg mjólkur og 5,313% í fitu eða 21500 fitueiningar. Önnur var Mána með 4340 kg og 4,606% í fitu eða réttar 2000 fitueiningar. Þessi kýr var meðal annars fræg fyrir að bera úti í 17 stiga frosti hinn 17 janúar 1959. Var þá snjólaust og bar hún kálfinum í sinuflóka. Komst hann fljótt á spena ' og varð hvorugu meint af. Jón telur að Mána hefði unað vistinni inni svo illa að hún hefði ekki feng- ist til að leggjast til burðar, ef hinar kýrnar hefðu verið úti, en hún orðið að dúsa inni. Mundi hún þá hafa staðið öskrandi á básnum. Hið mikla fitumagn þakkar Jón fyrst og fremst ræktun kúa- stofns sins. Þá telur hann heil- brigði kúnna hafa þar nokkuð að segja, en það er mjög gott. T. d. má geta þess að doðatil- felli eru ekki nema sem svarar einu á hverjum þremur árum. Einmitt þetta atriði telur hann mestan ávinninginn við á láta kýrnar út daglega allt árið. Það fer eftir veðri hverju sinni hve kýrnar una lengi úti. Ef vont er veður koma þær tiltölulega fljótt að húsinu aftur, en jafn- aðarlega eru þær úti í 4—6 klukkustundir þótt kalt sé ef hrakviðri er ekki. Þær una sér hins vegar inni ef mikið óveður er úti, en strax og því slotar ha'fa þær engan frið og öskra þangað til þeim er hleypt út. Gagna sér fyrst Annað er athyglisvert við hegðun þeirra, en það er lyst þeirra til beitar. Ef hey eru græn og fjörefnarík eru þær ólmar í að bíta sinuna meðan þær eru úti. Þær gera sér gagn með beit- inni. Séu heyin hins vegar slæm, eins og var í fyrra, þá líta þær varla við sinunni. Þessar beitar- kýr gagna sér líka af beitinni fyrr á vorin. Þær bíta sinuna og fá um leið nýgræðinginn, sem farinn er að skjóta upp kollin- um milli sinustráanna. Mjólkin roðnar því fyrr í þeim en öðrum kúm, sem ekki líta við sinunni. Jón blandar fóðurblöndu sína j sjálfur og hefir hana tvenns kon ar. í annan stað kolvetnisfóður blöndu, en að hinu leytinu eggja hvíturíka. Fer gjöfin á hverjum tíma eftir heyjum og nythæð núnna, en þær hefir hann flest- ar vorbærar með tilliti til sem beztra afurða. Rétt eftir hádegið lét Jón kýr sínar út og virtust þær síst hika við að ganga út á snjóinn þótt frost væri 6—8 stig. Ég tók eftir því að þær virtust skrefstyttri er þær komu út í kuldann, held- ur en maður á að venjast á sumr in. Það var eins og meiri létt- leiki yfir göngulaginu, líkt og hjá viljugum hesti. Kýrnar hurfu vestur með fellinu líkt og væru þær að fara til sumarbeitar. Jón lætur naut sitt ganga í kúnum þegar kemur að tali þeirra, sem er nálægt sama tíma hjá þeim flestum. Telur hann eðlilegt að þar ráði nátturan sjálf sem mestu um. Hann seg- ir kýr sínar mjög tímavissar og að kynferðislífið verði eðlilegra mel þessum hætti enda á hann því ekki að venjast að þær færi á sér tal eða beiði upp að jafn- aði. Fjármaður góður Jón Sigurðsson er fjármaður í ættir fram og hefir yndi af fé. Hann á 100 ær á húsi og hefir allar á grindum. Hann hefir einnig nokkuð sérstakt gjafarlag, þar sem hann lætur féð éta úr rifjötum, sem eru í miðju húsi eins og garðinn. Rifjötur eru þannig, eins og mörgum er kunn- ugt, að heyið er sett ofan í v-laga trégrind þar sem kindin rífur heyið út milli grindanna. Þann- ig slæðist minna og hirðingin verður auðveldari þar sem marg ir gefa ekki nema einu sinni á dag, er slíkar jötur eru notaðar. Einn kostur enn er við beitar- kúabúskapinn, sem okkur láðist að geta fyrr. Hreinsun fjóssins er mun auðveldari þegar kýrnar eru úti. Einnig er. loftað vel úr fjósinu á meðan kýrnar eru á beit og hitastig í því er lægra en almennt gerist. Er við spurðum Jón um hvort þessar kýr þyrftu ekki meira fóður vegna aukinnar brennslu í kuldanum taldi hann það vera, en aukin fóðurnotkun marg- borgaði sig með stórum bættri heilbrigði gripanna. Á baki graðhesti Við enduðum þessa dagsstund Skollagróf með því að horfa á Jón stíga á bak graðhestinum I Goða, sem er undan Hremsu, grárri hryssu frá Brandsstöð- um í Blöndudal og Silfurtopp, hinum kunna stóðhesti Hrossa- ræktarsambands Suðurlands. Goði er aðeins 4 vetra og í byrj- un tamningar. Var ánægjulegt að sjá geðlipurð hans, er Jón reið honum frá hrossunum heima á túninu og út veginn. Þarna fór ræktunarmaður á allar greinar búfjár, lipur og geðljúfur, en. frjór og afkastamikill og þannig hefi rhann valið sér bústofn að eiginn geðslagi. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.