Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. april 1961 MORGU1SBLAÐ1Ð 3 A. SÓLIN skín jafnt á alla, segir gamalt málitæki. Þetta er rétt að því leyti, að blessuð sólin gerir ekki mannamim, En menn hafa misjafnar aðstæður til að njóta geisla hennar. Sum ir vinna útistörf, aðrir inni- störf ( að ekki sé minnzt á námumenn erlendis). Svo eru löndin misjafnlega sólrík. Senniléga er erfiðast að vera rúmfastur sjúklingur, þegar sumarið ber að dyrum. En sumir sjúklingar geta notið útivistar nokkurn hluta dags- ins. Fyrir framan Landakots- spítalann voru nokkrir sjúkl- ingar á stjái eða sátu á tröpp- unum, því það er ekki enn búið að koma bekkjunum fyr- ir í garðinum. Þarna var tólf ára gamall drengur í hjóla- stól. Hann heitir Tryggvi Karl Eiríksson, ættaður frá Votu- mýri á Skeiðum. Nunnurnar klöppuðu á kollinn á honum, þegar þær gengu framhjá hon um, og bros breiddist yfir and lit hans. — Hvað ert þú búinn að vera hér lengi? spurði ég. — Síðan á Þorláksmessu í hitteðfyrra. — Hvað kom fyrir þig? — Ég lenti í bilslysi. — Sluppu hinir? — Afi snerist úr axlarliðn- um og braut tvö rifbein, hné- skelin á mömmu brotnaði, en hinir sluppu. — Hvernig bíll var þetta? — Blæjujeppi, og við vor- um sjö í honum. — Ertu mikið lamaður? — Upp að mitti, en ég get hreyft mig með spelkum. — Þú hefur þá von. — Já, ég hef lagazt tals- vert. — Öfundarðu ekki strák- ana á reiðhjólunum? — Það er ekki svo mikið. — Eru nokkrir strákar á þínu reki á spítalanum? — Þeir koma öðru hverju en fara fljótlega aftur. — En stelpur? — Nei, ég læt mér nægja •gangastúlkumar. — Heimsækja strákarnir þig eftir að þeir útskrifast? Nei, þeir mega ekki vera að því ,en frændfólk mitt hér í bænum heimsækir mig oft. — Verðurðu ekki sterkur af að snúa stólnum? — Jú, ég verð sterkur í höndunum. —: Hefurðu farið í sjómann við jafnaldra þína? —Já, ég vinn þá alla. — Aldrei tapað? Nei, en einu sinni gat ég ekki unnið, hvernig sem ég reyndi. En hinn vann mig ekki heldur. Hann var líka sextán ára. — Færðu að skreppa heim í sumar? — Já, ég býst við því. — Áttu systkin? — Ég á tvíburabróður og þrettán ára systur. — Hvað langar þig mest til að gera í sveitinni? — Fara í réttirnar og taka þátt í töðugjöldunum. — Lestu mikið? , — Drengjasögur, já og blöð in. — Hvaða blað finnsit þér bezt? — Ég veit það ekki, en mér íinnst Þjóðviljinn leiðinleg- astur, \ — Tekurðu fullnaðarpróf í vor? — Já, það kemur kennari til mín á hverjum degi. — Hvað finnst þér gaman að læra? — Mér finnst landafræði skemmtilegust. — Ferðu stundum í ka- þólsku kirkjuna? — Ég hef bara farið einu sinni. — Ertu trúaður? — Nei, ég trúi bara á lífið. — Þrátt fyrir þetta? — Já, þó ég sé í hjólastól. Á tröppunum sátu tveir menn og sóluðu bringuna og fæturna. — Hvað er að ykkur, sól- dýrkendunum? — Ekkert, svaraði annar þeirra, Haraldur Blöndal, fyrr 'um sjómaður. — Ekkert? — Já, ekkert, ég er í rann- sókn. — Hvað ertu búinn að vera hér lengi? -— Einn mánuð. — En þú.hvað heitir þú, og hvað ert þú búinn að vera lengi? — Ég heiti Eyjólfur Svein- björnsson frá Snorrastöðum í Laugardal, og er búinn að vera hér í tuttugu og eitt ár. (Lengst allra karlmanna). — Hvað ertu gamall? — Fimmtíu og eins. — Hvað er að þér? — Ég fékk berkla í mjöðm ina. — Er þér ekki farið að leið ast? — Nei, en ég get ekki sagt, að ég hafi nokkurn tíma van- izt því að vera sjúklingur. — Mér leiðist, sagði Hall- dór. — Það er von, þú ert búinn að vera svo stutt. — Já, kannski það sé þannig, sagði Eyjólfur. -— Er ekki munur að geta verið á fótum og sleikt sól- , skinið? — Jú, svona álíka og þegar kálfunum er hleypt út. — Hvernig kunnið þið við nunnurnar? — Þær eru ágætar. — Fara þær nokkurn tíma í sólbað? ,— Ekki svo við vitum til. — Eruð þið ekki orðnir hálfgerðir munkar? — Nei, ekki þegar sólin skín a. m. k. — Þú ættir að tala við þessa, sem safnar ábyrgðarmönnum á Moskvuvíxilinn. — Er hún rúmföst? — Nei, hún gengur um með hann. — Hún hlýtur að ganga með alvarlegan sjúkdóm. — Ætlarðu ekki að tala við hana? — Nei, ég skrifa ekki upp á víxla, sem falla. i. e.s. Síðasta Eyjólfur Svelnbjörnsson og Haraldur Blönðal ræða um sjúkdóma. Eyjólfur hefur verið lengst fcarlmanna í Landakotsspítalanum, rúmlega tuttugu og eitt ár. (Ljósm.: Ól. K. M.) skíða- mótið SÍÐASTA skíðamótið hér syðra á þessu keppnistímabili verður í Hamragili við Kolviðarhól á laug ardagin og hefst kl. 3 e.h. — Er það svonefnt Steinþórsmót. Fer þar fram sveitakeppni í svigi, 6 manna sveitir. Auk sveita frá Reykjavíkurfélögunum verður ein sveit skipuð utanbæjarmönn- um. f henni verða m.a. ísfirð- ingarnir Kristinn Bcnediktsson og Steinþór Jakobsson. Skápurinn hélt í FYRRINÓTT voru framin nokk ur innbrot hér í bænum. Inn- brotsþjófar hugðust fremja pen- ingarán í heildverzluninni Festi, sem er að Frakkastíg 10. Hafa innbrotsþjófar gengið með verk- færi á peningaskáp, en ekki tókst að sprengja hann upp. Þá var innbrot framið í bílaverzlun F. Bertelsen við Tryggvagötu og var m. a. stolið 400 kr. i pening- um. STAKSTEINAR Framsókn logar að innan Framsóknarflokkurinn logar nú að innan vegna ágreinings um utanríkis- og öryggismál fslend- inga. Sl. laugardag skrifaði Heim ir Hannesson, blaðamaður við Tímann, skorinorða grein í blað ið, þar sem hann lýsti yfir ein- dregnum stuðningi við Atlants- hafsbandalagið, sýndi fram á und irlægjuhátt „hernámsandstæð- inga“ við kommúnista og dag- skipanir Moskvumanna, og hrakti jafnframt margar af full yrðingum kommúnista og aftaní- ossa þeirra um öryggis- og vam armálin. Fyrir þessa rökföstu grein, þar sem ráðizt var gegn kommúnist um og fylgiliði þeirra, fannst rit stjórn Tímans að hún þyrfti fljót lega að kvitta. Þess vegna var á þriðjudag birt langlokugrein eft ir Þórodd Guðmundsson, þar sem endiurteknar voru allar heimsku legustu firrur og staðhæfingar kommúnista og Ieppa þeirra. Á miðvikudag birti Tíminn síð an þriðju greinina, einnig undir fyrirsögninni: „Orðið er frjálst". Var sú grein eftir Baldur Bald- vinsson, bónda á Ófeigsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Lepparnir teknir til bæna í þessari grein, sem ber fyrir sögnina: „Hinn heiti þeyr“ tekur hinn þingeyski bóndi kommún- istana og leppa þeirra rækilega til bænar fyrir hræsnishjalið í sambandi við öryggis- og varnar málin. Svarar hann þar áróðurs pésa, sem Þóroddur Guðmunds- son hefur sent Þingeyingum, með boðskap um sem nánasta sam- vinnu við kommúnista í< barátt unni gegn vörnum íslands og samvinnu við vestrænar lýðræðis þjóðir. í bæklingi þessum full yrðir höfundur, að dvöl varnar liðsins hér á landi sé „skömm og smán hverjum þeim sem ber heil brigðan metnað í brjósti". Baldur Baldvinsson svarar þessari full- yrðingui m.a. á þessa leið: „En nú er mér spurn: Er það skömm og smáin að styðja vest rænar þjóðir í baráttu sinni fyrir frelsi smáþjóðanna. Er hér engu að tapa en allt að vinna? Eru einhver likleg rök fyrir því, að hlutleysi verði til verndar i næstu heimsstyrjöld? Er líklegt, að þó vestrænar þjóðir einar leggi niður vopn og gerist hlut- lausar að það verði til eflingar frelsinu í heiminum? Er það hinn „heiti þeyr frelsisins", er Þórodd ur Guðmundsson flytiur með boð skap sínum? Enginn íslendingur mundi svara þessum spurningum ját- andi, ef hann væri ákveðinn stuðningsmaður hinna vestrænu frelsisvarna. Aftur á móti mundi hver einasti kommúnisti i land irou telja þetta mjög hyggileg friðaráform og eins fyrir því, þó þeir vildu segja vopnuðu stór- veldi stríð á hendur fyrir nokkr um árum.“ Hafa villt hrekklausum mönnum sýn Baldur Baldvinsson heldur síð an áfram í grein sinni: „Annar flokkur, eða öllu held ur nokkrar eftirlegukindur Þjóð varnarflokksins, munu líka telja þessa ritsmíð miða að friði og frelsi. Allir vita, hversvegna þess ir flokkar hafa þetta sjónarmið. Allir íslendingar, er styðja vilja eftir sinni getu, hin vestrænu frelsissamtök hljóta að hafa megna andúð á þessum samtök um „hernámsandsfæðinga“ og mest fyrir það, að þau eru fram sctt í lævísu formi frelsismála af höfuðandstæðingum Vesturveld- anna, er hafa villt sýn slæðingi hrekklausra manna, er nú virð ist fylgja þeim um stund“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.