Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1961 Hvar ú Islandi eiga handritin S V Ö R þeirra manna, er blaðið birti í fyrradag um hvar varðveita skyldi handritin, er þau koma heim frá Danmörku, hafa vakið mikla athygli les- enda. Blaðið hefur því ákveðið að snúa sér tii nokkurra fleiri málsmet- andi .manna og leggja sömu spurninguna fyrir þá. Af svörum þeirra, sem fara hér á eftir, sést að skoðanir eru nokkuð skipt ar um málið. Bjarni M. Gíslason, rithöfund- ur Bjarni M. Gíslason rithöf- undir hefir sent blaðinu svo- fellt skeyti vegna fyrirspurn- arinnar: „Ry, Jylland, 26. apríl. Handritin eiga að vera í Reykjavík þar sem fræði- menn Háskólans og ungir á- hugamenn í sögulegum fræð- um hafa hægastan aðgang að þeim. Á laugardaginn kemur sendi ég frá mér nýja bók um hand- ritin og Árna Magnússon. Bjarni.“ Sr. Sigurður Einarsson, prestur í Holti Það er mér að sjálfsögðu ómetanlegt gleðiefni að nú skuli bóla á lausn þessa máls. Ef ég skil rétt hvernig sú lausn verður, þá virðist mér að Danir ætli nú að ljúka dá- lítið höttóttri samskiptasögu við ísland á rrjjög drengilegan og sómasamlegan hátt. í Reykjavík er enginn staður og ekkert hús, sem nú í svip- inn geti hýst handritin og bú- ið þeim mönnum sæmiieg vinnnuskilyrði, sem að rann- sóknum þeirra vinna. Hér er því ekkert undan- færi.. Það verður að byggja handritahús. Ég vil að handritahúsið verði byggt í Skálholti og -frumritin geymd þar, en ekki velkt við dagleg rannsókn- arstörf. Útgáfu- og rannsóknarstöð hadnritanna á að vera í Reykjavík. öðrum opinberum söfnum verður að útvega film ur af öllu sem máli skiptir, eftir því sem ástæður leyfa. Þá verður auðið að vinna rannsóknarstörfin í Reykja- vík, Akureyri, ísafirði og víð- ar, þar sem eru sæmileg bóka- söfn. Gunnar Gunnars- son, skáld Mér finnst það hefði átt að vera búið að fyrirhuga hand- ritunum stað áður en þau koma hingað til landsins, og það sé nokkuð seint vaknað að fara að hugsa fyrir því nú. Það hryggir mig raunar að þetta mál skuli ekki vera leyst og ég tel að fé það, er safnað var til handritabók- hlöðu, hafi orðið okkur til lítils sóma. Það er sjálfsagt rétt, sem ýmsir hafa haldið fram, að hagkvæmast væri að hand- ritin séu varðveitt hér í Reykjavík. Hitt hefði verið skemmtilegt að þeim væri komið fyrir á þeim stað er þau upphaflega voru flutt frá. vera: ? Sigurður Nordal, prófessor Svo framarlega sem komið verður upp í Skálholti mynd- arlegu minjasafni um forna frægð staðarins, Og í öruggri geymslu, þætti mér vel til fallið, að þar væri geymt eitt- hvert þeirra handrita, sem áður var eign dómkirkjunn- ar og fargað var úr landi af furðulegri skammsýni. Vildi ég nefna til þess Skálholts- bók eldri, A. M. 351, fol., mikið og fallegt handrit (Jónsbók, Kristinréttir o. fl.), sem Jón biskup Vídalín sendi Árna Magnússyni 1699. — þó að vitanlega gætu fleiri komið til greina. En annars virðist mér einsætt, ef íslendingum er alvara að vinna sem mest og bezt úr handritunj. sínum og skjölum, að þau verði öll tiltæk á einum stað, þar sem líka sé sá bókakostur, sem völ er á í landinu. Nýtt hús handa Landsbókasafni rneð góðum starfsskilyrðu.m fyrir fræðimenn og öruggri geymsla fyrir handritin er skylt að reisa sem fyrst, e£ við eigum að geta tekið kinn- roðalaust við þeim ómetan- legu dýrgripum, sem von er til, að okkur verði nú fengnir í hendur. — Og á eitt vildi ég enn minna. Alveg eins og Danir ætla sér nú að láta gera vandaðar ljósmyndir þeirra handrita, sem þeir afhenda, eigum við smám saman að koma upp safni slíkra mynda af öllum þeim íslenzku hand- ritum, sem erlendis eru og verða og nokkurs eru nýt, ekki einun^is í Danmörku, heldur í Svíþjóð, Þýzkalandi, á Bretlandseyjum o. s. frv. Þá fyrst getur ekki leikið vafi á því, að hér sé eina íslenzka handritasafnið, sem allir verða að leita til. Sigurbjörn Einarsson, biskup Dr. Björn Sigfússon vakti fyrstur máls á því fyrir all- mörgum árum að við þyrftum að eiga góðan griðastað utan Reykjavíkur fyrir verðmæt- ustu handrit okkar, þar sem þau væru óhultari en hér hvað sem fyrir kynni að koma. Staðurinn væri Skál- holt. Jafnframt yrði að sjálf- sögðu að vera þar aðstaða fyr- ir fræðimenn til þægilegrar dvalar og góð vinnuskilyrði. Nú hillir undir heimkomu handritanna góðu frá Kaup- mannahöfn. Birgir Kjaran brást við rösklega og benti á þann möguleika, að koma þeim fyrir í Skálholti og efla þar um leið bókasafn og vís* indalega miðstöð. Ég get ekki neitað því að mér þykir hug- myndin góð. Kannske er það tilfinning fremur en raunsæi. En ást Okkar á þessum skinn- pjötlum er óneitanlega tilfinn ingamál alla vega Og því er bezt að metast sem minnst um raunsæið. Vitaskuld má segja að það skipti ekki miklu hvar hand- ritin verða geymd úr því þau koma. Þau helga sjálf sinn verustað ef vel er um þau bú- ið og að þeim unnið. En hitt er líka satt að það er rödd' sögunnar í barmi okkar, sem hefir kallað á þau, vakið berg mál með góðum drengjum í Danmörku, hrópað, þangað til þau urðu ekki hamin lengur við Eyrarsund. Og sama rödd er alltaf að minna á Skái- holt. Hví ekki að stilla þessa strengi saman? Getum við ekki eignazt og eflt eitt höf- uðvé til ræktar við dýrmæt- ustu erfðir okkar, á þeim stáð, sem táknar móðurgrunn allra okkar mennta? Tómas Guðmunds son skáld Mér virðist auðsætt að koma verði handritunum fyr- ir þar sem þau koma að mest- um nötum. Og þá finnst mér einnig auðsætt að þeim verði valinn staður annað hvort í sambandi við Háskólabóka- safnið eða Landsbókasafnið. Um fram allt álít ég að ekki eigi að fara að byggja yfir handritin neitt grafhýsi, hvorki í Skálholti né annars staðar. Guðmund- ur G, Hagalín rithöfund- ur Ég þarf ekki að taka það fram, að áratugum saman hef ég beðið þeirrar stundar með óþreyju að við fengjum hand ritin heim, þessi ómetanlegu vitni íslenzkrar snilli, fræði- mennsku og fornra menning- arerfða. Jafnt Dönum og ís- lendingum, sem hafa unnið •að endurheimt þeirra er ég af hjarta þakklátur. Ég er og ekki í vafa um hvar þeim skuli valinri stað- ur. Þau eru hvergi betur kom- in en á hinu forna mennta- og helgisetri þjóðarinnar, Skál- holti. Ég get ekki hugsað mér að hver sá, sem vill stunda ís- lenzk fræði fái að • handleika þau svo sem hann lystir, held- ur verði notaðar mikrofilmur nema alveg sérstaklega standi á. Þá tel ég að handritin séu öruggari fyrir hugsanlegum voða í Skálholti en 1 Reykja- vík. í Skálholti á að búa þeim öruggt og verðugt umhverfi orðið til við samvinnu lista- manna, fornfræðinga og tæknilegra sérfræðinga. Mun það verða meiri atburður í lífi hvers íslendings að gera sér ferð til að sjá þau þar en í einhverjum sal stórhýsis í höfuðstaðnum. En svo skal ög vera. Þau Og umhverfi þeirra skulu minna hvern íslenzkan mann, karl og konu, á afrek feðranna og á skyldur þjóðar- innar í framtíðinni við ís- lenzka snilli og menningararf. Björn Sigfússon háskóla- bóka- vörður Algengr er, að unglingar þeir, sem ganga með vaxtar- verki, vilji sofa á þeim sem lengst og séu óeðlilega morg- unlatir af því. Um athafnir á komandi hádegi lífsins dreym ir þá svo margt, að ekkert er aðhafzt fram á hádegi líð- andi dags. Þessu ástandi lýs- ir m. a. sagan af löngu dreymdri rannsóknarstofnun íslenzkra fræða og safnsþró- uninni í umgerð um íslenzk- an handritaauð. Mikil fagnaðarefni eru, held ég, sjaldan léttbær. Þau krefj- ast aukinna úrræða tafarlaust og fyrirmuna auk þess hverj- um aðila að sofa á vaxtar- verkjum sínum. Þannig er nú ,í íslenzka höfuðstaðnum, sem einn staða í landinu hefur fjöl þætt fræðimannalíf og önnur skilyrði til eflingar vísindum kringum handritin. Köma þeirra í Reykjavík leiðir ekki til neins óðagots, því að þeirra bíður nýruddur salur í einu traustasta húsi voru, Safn- húsinu á Arnarhóii; þar skal geyma þau nokkur ár og nota. En tafarlaust þarf að undir- búa framhaldsúrræði og taka einkum til greina þrenn vandámál, sem í deiglu hafa verið næstliðna áratugi. 1. öryggismál. Á öndverðum stríðsárum samþykkti Alþingi þingsályktun, flutta af Vil- mundi Jónssyni, um að hefj- ast handa við smíði sérstakrar öryggisgeymslu fyrir handrit Og skjöl á hættutímum, en í bili var skólahús á Flúðum 1 Árnessýslu þá haft til að geyma helztu dýrmæti Safn- hússins á Arnarhóli. Málið frestaðist, en Alþingi endur- nýjaði þessa ályktun sína nokkru eftir að viðsjár með stórveldum höfðu aukizt á ný og her setzt að í landinu á 6. tug aldarinnar. Að tilhlut- an Bjarna Benediktssonar þáv. menntamáiaráðherra kannaði safnvarðanefnd það nokkuð, hvort skotheld hand- ritageymsla í eða við Reykja- vík væri raunhæft úrræði og viðráðanlegt. Nefndin taldi úrræðið dýrt og þó ónógt að flestu leyti, þetta yrði helzt leyst með ráðstöfunum í grunni nýs safnhúss. Svo mun enn. — Með þál. vorið 1957 um, að sameina beri Háskóla- bókasafnið Landsbókasafni á næstu árum, voru húsnæðis- og öryggisþarfir beggja þeirra gerðar að einni þörf, og hluti af þeirri sameiginlegu þörf eru öryggismál heimfluttu handritanna. Sé það dýrt að •tryggja í einum stað tilveru dýrgripa, hversu dýrt og óhag anlegt væri þá að efna til slíks í mörgum stöðum. Tæknileg þróun heims fær- ir árlega ný viðhorf. Sprengju árásir í stíl við 1944/45 ógna ekki lengur Reykjavík. Sprenging af völdum hættu- farms í höfnum er eðlislík ís- lenzkri jarðskjálftahættu; skylt er að sjá við þessu tvenn í safnhúsi. Helryk á frið ar- og ófriðartímum skiptir og máli. Ekki verður séð, að Reykjavík sé í meiri hættu en tugir og hundruð annarra vestur-evrópskra hafnar- borga. Samkvæmt horfum 1961 eru „hættur“ engin mót- bára gegn staðsetningu hand- rita í Reykjavík. En söfn hafa lagt drög fyrir það að mega varðveita ýmislegt í hinu nýja prestshúsi í Skáiholti, ef þörf krefur. 2. Rannsóknarstofnun. Þótt hægt sé að byrja slíkt starf í 2 herbergjum, ef þau eru hentuglega sett innan gest- risinnar menntastofnunar, sem veitir umgerð, dUgir það ekki lepgi. Húsnæði með eigi minni gólfflöt en Árnasafn ræður nú yfir í Höfn fæst með engu skárra móti en byggja safnhúsálmu, eins og prófess- or Alexander segir. 3. bókakostur vegna rann- sókna. Með rökum hafa Dan- ir bent á þau hlunnindi Árna- safns, að innan sömu húslóð- ar, sem það stendur, nýtur það bókasafns með eitthvað 2 milljónum binda. Þótt minna megi gagn gera, eru þau 300 þús. bd. húmanískra rita, sem sameinað Landsbóka Og háskólasafn gæti .tafarlaust ráðið yfir, nauðsynlegur stofn í samyrkjubúi þeirra fræða, sem rannsóknarstofnun hand- ritanna þar sér til styrks og örvunar. Þau orð voru hvorki ótíma- bær né feig, sem rektor Há- skóla íslands mælti í setning- arræðu sinni fyrsta vetrardag sl. um óhjákvæmileik þess að veita fé 1961 til að byrja á húsi hins vísindalega bóka- safns íslendinga. Og þær stof ur, sem fyrstar yrðu þar til- búnar til notkunar, ættu að rúma umgetna rannsóknar- stofnun. 4. Útibú einhverra háskóla- fræða í Skálholti. Umhugsun um möguleika til slíkrar stofn unar þar hefur lengi verið mér ljúf, og það vekur mér einhvern feginleik, þegar ég les rösklegar tillögur í þá átt eins og hjá Birgir Kjaran í Mbl. 25. apríl. En í sambandi við handrit er ekkert hægt að aðhafast í Skálholti þennan áratuginn. Y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.