Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 28. apríl 1961
MORGVNBLAÐIÐ
17
Guðríður Stefanía
Þórðardóttir — Kveðja
F. 27. des. lffíl. D. 17. apríl 1961
EF ÉG væri að spurður, hvert
toefði verið það heimili, er hæst
þar um menningu og myndar-
Ibrag í Hnappadalssýslu á bernsku
©g unglingsárum mínum, myndi
ég án umhugsunár segja Rauð-
ikollsstaðir í Eyjarhreppi, og ef
epurningin næði til þess, hver
Ihefði verið undirstaða þess, væri
(því einnig auðsvarað. Að Rauð-
íkollstöðum höfðu búið um langa
tíð feðgar tveir, er báðir höfðu
Bvo mikið til síns ágætis, að merki
íþess hlutu að verða augljós. Þórð
nr Jónsson máitti teljast eins kon-
ar landnámsmaður, er hann hóf
Ibúskap þar með úrvals eigin-
ikonu sinni Kristínu Þorleifsdótt-
,ur. Hann var búhöldur svo mik-
ill, að orð fór af, enda átti hann
að minnsta kosti tíu jarðir inn-
ari þriggja sýslna. Hann var
manna ráðhollastur, hafði manna
forráð og var bjargvættur í
Iharðæri.
, Þórður yngri var fríður maður
sýnum og fyrirmannlegur, gáfu-
maður og svo vel menntaður, að
bann var fullhlutgengur, hvar
sem hann fór. Hann var framsæk
inn forustumaður, en kunni vel
hóf á. Voru honum því falin marg
báttuð trúnaðarstörf, sveitar og
sýslu. Hreppstjóri sveitar sinnar
var hann, svo sem faðir hans,
og einnig sat hann á alþingi um
bríð. Kona Þórðar var Ásdís
Gísladóttir frá Hraunhöfn á
fínæfellsnesi, og var hún kven-
kostur ágætur. Það var ekki fyrr
en eftir 1890, að ég fór af eigin
raun að hafa ofurlitil kynni af
iRauðkollsstaðheimilinu, en þrátt
fyrir að auðæfi Þórðar Jónsson-
ar voru all mikið orðin dreifð
og nokkuð gengin til þurðar,
mátti þá enn greinilega sjá merki
’þess, að um hefðar setur væri að
ræða, hvar hinn aldni höfðingi
Þórður yngri bar merkið há'tt í
orði og athöfn. Á þessum árum
voru hin mörgu og mannvænlegu
börn Rauðkollsstaðahjónanna gift
og búin að mynda sín eigin heim
ili, önnur en yngsta barn þeirra,
dóttirin Guðríður Stefanía er
lengst lifði syskinanna, en verð-
ur nú í dag til moldar borin.
Ekki lék á tveim tungum, að
bún væri kvenna fríðust um
víðar byggðir, og svo var hár
hennar mikið, að kalla mátti að
hyldi hana. Hún var frjálsmann-
leg og hispurslaus, og svo var
lund hennar glöð, að jafnan ríkti
Síf og kæti í návist hennar. Við-
'kvæmní hennar var mikil, og
jafnan lagði hún gott til allra
mála og vildi hvers manns vanda
leysa. Söngrödd hafði hún mikla
og fagna, og minnist ég þess
einkum, er hún söng í Mikla-
holtskirkju við guðsþjónustur, að
unun var á að hlýða. Ung gekk
hún í kvennaskólann í Reykja-
vík með ágætum árangri, því
að námsgáfur voru í bezta lagi,
svo sem hún átti kyn til. Hún
naut mikillar ástar foreldranna
og annara, er náin kynni höfðu af
henni, því að hún var ljóssins
barn, er jafnan vildi miðla öðr-
um birtu og yl. Voru því miklar
vonir bundnar við framtíð henn-
ar, sökum mikilla hæfileika og
mannkosta. Árið 1892 kynntist
hún ungum og glæsilegum manni,
Ágúst Guðmundssyni Breiðdal,
og var hann frá Efra-Breiðdal
í Önundarfirði. Þau feldu hugi
saman og gengu í hjónaband árið
eftir og hófu búskap í Reykja-
vík, og mun hann þá einkum
hafa stundað ljópmyndagerð. Inn-
an fárra ára voru synirnir orðn-
ir þrír, en skyndilega dró ský
fyrir sólu, er æfintýra- og list-
sköpunarþráin náði þeim tökum
á heimilisföðurnum, að hann
hvarf til fjarlægra landa.
Nú mátti ætla, að hin unga
móðir, er lítið þekkti andbyr
lífsins, léti hendur í skaut falla
og gæfist upp, en svo varð ekki.
Því að í henni bjó sá ættarkjarni,
sem að nokkru er áður að vikið.
í öruggu guðstrausti sótti hún á
brattann, ásamt ágætfi tengda-
móður. Dvaldist Stefanía með
börnum sínum á ýmsum stöðum,
unz hún tók við húsmóðurstörf-
um hjá Guðmundi Jónassyni,
prests frá Staðarhrauni, er þá
rak verzlun og búskap í Skarðs
stöð. Gegndi hún þar erfiðum
og umfangsmiklum störfum, því
að aiik þess að heimilið var
stórt og mannmargt, var jafnan
fullt hús innlendra sem erlendra
gesta, og húsbóndinn stórlátur
og veitull. Þau eignuðust eina
dóttur, síðar varð ellistoð móð-
urinnar. Auk þess tók Guðmund-
ur systurdóttur sína, Theódóru
Guðlaugsdóttur, prests, kornunga
í fóstur. Þau Guðmundur og
Stefanía bjuggu lengi saman við
mikla rausn.
Meðan Stefanía var enn ekki
gömul kona, gat hún litið sigri
hrósandi yfir farinn veg og horft
vonglöð fram á veginn, er börnin
hennar fjögur voru öll fullþroska,
gædd góðum hæfileikum og miklu
viljaþreki, og síðast en ekki síst
vegna þess ástríkis, er hún naut
frá þeim öllum.
Börn hennar eru þau Ágúst
Hólm, starfsmaðup hjá Rafmagns
veitu Reykjavíkur, Kristján H.
Breiðdal, bóndi og kaupfélags-
stjóri, látinn fyri» nær tveimur
árum, Guðmundur Hólm, óðals-
bóndi á Krossi á Skarðsströnd,
og Elinborg, húsfreyja, gift
Magnúsi Jónssyni, óðalsbónda að
Ballará á Skarðsströnd. Þó að
Stefanía ætti við nokkurn heilsu
brest að stríða all mörg síðustu
æviárin, átti hún því láni að
Það mun hafa verið haustið
1920, sem ég kom í fyrsta sinn
inná snotru og þrifalegu stoíuna
þína við Vitastíginn. Það var
notalegt andrúmsloft fyrir upp-
burðarlítinn sveitapilt, glaðvært
tal, dálítið gróft í bland. Þó
húsráðandinn væri lítið gefinn
fyrir ruddaskap og ábyrgðarlaust
hjal, varð að sýna viðskiptavin-
um lipurð og þolinmæði.
Ég var ákaflega bólugrafinn
unglingur, hörundið eins og
kargaþýfið heima á æskustöðv-
unum í Flóanum, og ekki auð-
velt að bregða á það eggjárni
án þess að fremja stóri og blóðug
spjöll.
Um þessar mundir var allt í'
sárum í veröldinni eftir heims-
styrjöldina fyrri, nærri gengið
stálbirgðum þjóðanna og óhægt
um vik að afla þeirra hárbeittu
vopna, er skera skegg manna eins
og brugðið sé í vatn, svo sem nú
tíðkast á rakarastofunni þinni við
Laugaveginn. Fyrirstríðshnífarn-
ir þínir voru nú flestir slitnir
uppí bakka.
Líklega hefir það fremur ver-
ið afleiðing af bólunum, en því
að í hnífunum þínum væri deigt
stríðsstál, að ég var oft dálítið
sár í húðinni fyrstu árin mín í
höfuðstaðnum, enda varstu mikill
íþróttamaður með hnífinn og
brást honum geysifimlega. Stund
um hvein reyndaf allsárt í sver-
ustu trjábolunum er þú lagðir
alvopnaður að rótum þeirra, en
aldrei mun ég gleyma því hvað
þú lagðir þig fram, ekki bara um
að hlífa augum skrápnum á
hrjóstrugu fésinu á mér, held-
ur jafnvel miklu fremur persónu
þessa vesalings sveitapilts, er
átti um svo sárt að binda vegna
ásóknar þess ófagnaðar, er tíð-
um sækir unglinga heim á
gelgjuskeiði ævinnar, og afklæð-
ir þá jafnvel allri mannsmynd.
fagna að njóta samvista ástúðlegr
ar dóttur og tengdasonar, er önn-
uðust hana til síðustu stundar.
Mér er sag, að Stefanía hafi
haldið óskertum sálarkröftum
fram undir það síðasta, þótt ald-
urinn væri orðinn hár, og má
því nærri geta, hvers virði slík
kona hefur verið fyrir upprenn-
andi æsku, svo þrungin sem hún
var af guðstrú og mannkærleika.
Ég sakna þess, hversu lítil kynni
ég hafði af ‘henni eftir að ég
varð fullorðinn, en minningin
um hana, unga og fagra, er hún
prýddi föðurgarðinn, er mér ó-
gleymanleg. Nú hefur hún á ný
öðlazt dýrðlega æsku, er aldrei
verður frá henni tekin, af því að
hjartað var líka fagurt og gott.
| Blessuð sé minning hennar.
' Magnús Sigurðsson.
Þó liðin séu nú yfir 40 ár, hefi
ég enn ekki skift um rakara-
sitofu, og segir það bezt til um
hug minn til þín og þinna traustu
sona, sem reyndar hafa nú lært
listir sínar af bókum og í svarta
skólum tækninnar, þar sem þú
lærðir allt af sjálfum þér og
lífsbjargarviðleitnin eini skóla-
meistarinn.
Oft sést um það skrifað í bók-
um og blöðum, að er menn taki
að reskjast, beri þeim að fara
vel með heilsuna, ekki hlaupa
upp stiga, ekki snúa bílnum í
gang, ekki éta þetta eða hitt,
ekki .... ekki .... Skömmu fyr-
ir 1880 er forlögin hrintu Valdi-
mari Loftssyni, sjö ára dreng-
hnokka foreldralausum útí lífið,
að bjarga sér eins og bezt mætti
ganga, þá var slíkum kenning-
um lítið haldið á lofti, enda
hvorki komnar lyftur né sterkir
ragfeymar að ræsa mótora, syfj-
aða og úrilla eftir langstöður á
köldum vetrarnóttum. Þá var
heldur ekki til siðs að spyrja
fólk hvað það vildi fá að éta,
heldur hvort nokkuð væri til að
éta. Og þegar setzt var undir ári
og súrkeimur kominn í hálsinn,
er boðaði afsal þess litla matar-
forða er aflað hafði verið með
söltum svita, var ekki rétt að
mönnum ein al'tlæknandi töfra-
pilla, eins og nú tíðkast, heldur
blautur sjóvettlingur á kjamm-
ann. En þetta herti viljann og
stælti vöðvana og hvatti til sjálfs
bjargar og karlmennsku.
Valdimar Loftsson var einn
þeirra íslenzku atorkumanna, er
snemma lærði að vinna og bjarga
sér á eigin spýtur. Að vísu er
það «Lki ónýtt að hafa blóð
Lofts ríka og Ólafar dóttur
hans í æðunum, það ' segir til
sín. Já og það sagði sannarlega
til sín, og nú er strákurinn Valdi-
mar orðinn 90 ára og þó enn
tregur til að.fara eftir formúlum
þeirra, sem hafa það að hobbíi
að auka árum við ævi manna,
einatt að þeim forspurðum, með
því að hræða þá frá manneskju-
legum lífsmáta til meinlætalifn-
aðar og sérvizku. Valdimar varð
efnaður á því að vinna, vinna
meðan aðrir sváfu, léku sér og
hvíldu beinin. En það kostaði
langan vinnudag hér áður að hafa
það að aukastarfa að halda í
gangfæru standi uppundir hundr-
að hjólatfkum handa óprúttn-
um strákum áð þeysa á um svo
kallaðar götur Reykjavíkur og
nágrennis. Ef Valdimar Loftsson
hefði verið í Ameríku, en ekki
þessu landkrýli, sem aldrei á til
peninga nema fyrir sköttum,
væri hann nú áreiðanlega eigandi
og forstjóri íslenzkra Fordverk-
smiðja eða Edisonfyrirtækja.
Valdimar Loftsson er skemmti
legur kall og margfróður, enda
aldrei sætt sig við neitt gervi-
lif af því tagi, sem sparar mönn-
um árvekni og vinnu. Hann er
ágætt dæmi um það, að með
eljusemi, nýtni og sparsemi er
hægt að verða efnaður, jafnvel
á íslandi, án þess að það sé á
annarra kostnað. Hann fór aldrei
í neinn skóla um dagana, en kann
þó fleira en margir menn lang-
skólagengnir, og börn hans eru
lifandi sönnun þess, að hann
skildi meira í uppeldisfræðum en
jafnvel sumir aðrir er hafa það
að atvinnu að kenna fólki að
lifa, og sjálfur er hann þessa
stundina opinber staðfesting á
því, að það er viljinn, fremur en
atlæti og töframeðul, sem sker
úr um hamingju manna og sann
an lífsframa eða uppgjöf.
Á 90 ára afmæli þinu, gamli
vinur, harma ég það eitt, að þessi
viljasterki og áræðni dugnaðar-
maður, skyldi ekki búa við þau
skilyrði að geta gefið okkur sína
Rokkefellersitofnun eða General-
mótors. Þar voru að verki þínir
menn.
R. J.
Valdimar Loftsson
rakaram. níræður
LandsmáiaféSagið VÖRÐUR
heldur fund 1 Sjálfstæbishúsinu i kvöld kl. 20.30
Fundareíní:
Handriiamálift
FrummœZands: Cunnar Thoroddsen fjármáZaráðherra
Allt sjálfstæðisfólk velkom ib meoan húsrúm leyfir
LandsmálaféSagið VöVð&ir